Vísir - 26.02.1946, Blaðsíða 3

Vísir - 26.02.1946, Blaðsíða 3
.*> f» v' Þriííjúdaginn 26. fébrúar 1946 »í.r-i,ii^l!y»li. !? f»' I■■ »1 ■í.Vééi. i h Farfuglar efndu til 60 ferða' á s.l. ari. Þátttakendur n 111 750. Aðalfundur Farfugladeild-- ar Reykjavíkur og B. í. F. var haldinn s. 1. föstudag. Samkvæmt skýrslu félags- stjórnarinnar voru á s. 1. ári farnar 60 lengri og-skemmri ferðir með um 750 þátttak- endum. I fjölmennustu ferð- inni voru um 75 þálttakend- ur. Sex sumarleyfisferðir voru farnar, þar af tvær hringferðir um landið og voru þátttakendur fluttir í flugvél milli Fljótsdalshér- aðs og Reykjavíkur. Á árinu 1944 voru rúmlega 30 ferðir farnar og þátttak- endur um 600. Að vetrinum halda Far- fuglar kynningarstarfsémi sinni áfram með skemmti- fundum, leikjakvöldum, spilakvöldum og nýlega liefir verið stofnuð sérstök mál- fundadeild innan félagsins. Er félagslífið því óvenju fjölþætt og fjörinikið og er hér um óvenju heilbrigt og gott félagslíf að ræða. Á starfsárinu, er leið, var efnt til námskeiðs í „lijálp í viðlögum“ undir tilsgn Jóns Oddgeirs Jónssonar, og var námskeiðið vel sótl. í ráði Skíðaferðir. Um s.l. helffi fór margt numna og kvenna á 'skíði, enda þótt víðast hvar væri lítið um snjó. Um 200 manns voru á skíð- um inn í Innstadal frá ýms- um félögum, en flestir munu liafa verið frá í. R. Snjór var nægur þar efra, og eins uppi á Hengli en mjög lítill neð- ar, og færi slæmt. Á Kolviðarlióli voru 60 næturgest. aðfaranótt sunnu- dagsins. Á vegum Skíðafé- lagsins fóru um 70 manns á sunnudagsmorguninn upp í Hveradali. Ármenningar voru 84 talsins á skála sín- um í Jósefsdal. Höfðu þeir nægan snjó uppi í Bláfjöll- um. Flestir munu K.R.-ingar hafa verið, eða 115 alls. Þar af 90 næturgestir. Fóru þeir í Skálafell og höfðu þar sæmilegar hrekkur, en-yfir- leitt lillar, i námunda við skálann. Uppi á Skálafelli var nægur snjór en harður. Veður var mjög fagurt all- an daginn, sólskin og logn að mestu. Margir, sem þótti snjórinn helzl lil litill, skildu sldðin eftir og' fóru í göngu- fcrðir. Á laugardaginn vildi það slys lil uppi í Hveradölum að 12 ára gamall drengur lærbrolnaði. En liann var í sklðaferð með Landakots- skólabörnum. Drertgurinn var fluttur á Landsspítalann og líðui'i þar eftir atvikum vel. er að efna innan skamms til sérstaks fararstjóranám- skeiðs fyrir Farfugla, er yrði í einskonar framhaldi af undangengnu námskeiði í „hjálp í viðlögum“, sem að framan er getið. Farfuglum hafa borizl all- mörg bréf frá hliðstæðum félögum eða félagasambönd- um erlendis, þar sem óskað er eftii' samstarfi. Hefir eng- in ákvörðun verið tekin um það mál enn sem komið er. Samkvæmt efnaliags- reikningi eru eignir Far- fugal nú metnar á 30—40 þús. kr. Aðaleign þeirra er skálinn „Heiðarból“ í ná- iiiunda við Lögberg, auk þess tjöld, teppi og allskonar ferðaútbúnaður. Forseti B. f. F. var kosinn Páhni Hannesson, en i stjórn Farfugladeildar Reykjavikur voru kosnir: Ragnar Þor- steinsson, Árni Þórarinsson, Ingibjörg Þorkelsdóttir, Þór- dís Stefánsdóttir, Haukur Bjarnason, Friðrik Daniels- son og Samúel Valberg. KSukkunni flýft um næstu helgi. Um næstu lielgi verður klukkunni flgtt um eina klukkuslund. Er þetta gert samkvæmt reglugerð útgefinni af dóms- málaráðuneytinu. Seg'ir þar að um fyrstu helgi marzmán- aðar ár hvert, skuli klukk- unni flýtt um einn tíma, þannig að er klukkan verð- ur eitt, sé hún flutt á tvö. Veðurbreyting í aðsigi. Undanfarið hefir verið all- mikið frost um allt land. — Hefir frostið verið mest 16 stig á Þingvöllum, en 9 stig hér í bænum. Samkvæmt þeim upplýs- ingum, sem Vísir fékk lijá Veðurstofunni, var frostið vægt í byrjun en lierti smám saman og varð mest 24. þ. m., 16 stig á Þingvöllum, 14 stig að Nautabúi í Skagafirði og 9 stig hér i bæ. f morgun var frostið minnst síðan kulda- kast þetta hófst eða 9 stig á Þingvöllum og 7 stig hér. Nú liafa borizt fregnir af SA hvassviðri á vestanverðu Atlantshafi, skannnt frá suð- urströnd Grænlands. Má því húast við sunnan eða austan- átt á næstunni. Innbrot b varðskýli. Innbrot var framið í varð- skýli gæzlukonu á barnaleik vellinum við Freyjugötu að- faranótt sunnudagsins. Brotinn var gluggi á skýl- inu og farið inn um hann. Þjófurinn liafði á brott með sér sjúkrakassa, gólfklúta, handklæði, tösku með prjónadóti o. fl. smávegis. Stjórn Þjóðræknisfélags- ins hefir ákveðið, í samráði við ríksstjórnina, að hjóða hingað á næsta sumri rit- stjórum íslcnzku Vestur- lieimsblaðannaj þeim Einari Páli Jónssyni, ritstjóra Lög- bergs og Stefáni Einarssyni, ritstjóra Heimskringlu, á- samt 'konum þeirra. Enn- fremur Grelli Leo. Johannes- syni, ræðismanni íslands i Winnipeg, með konu. Vestfirðingasnét Vestfirðingamét var hald- ið að Hóíel Borg s. 1. fcstu- dagskvcld. J~' c t-v eg fór hófið hlð ' r:: : fram. Guðlaugur nó.'.uikranz selti mótið, hauð gesti velkomna og stjórnaði liófinu. Unchr börðum voru ýmis ágæl skemmtiatriði. Þar fíutti Jens Ilerniannsson frá Bíldudal minni Vestfjarða i ljóðum, Gislj Jónsson alþin. talaði fyrir niirihi ístánds, Lárus Ingólfsson söng gamanvisur og Guðmunda Elíásdóllir söng' nokkur lög. Skemihli- atriðunum var yfirleitt tekið af m.estu hrifningu og skemmti fólk sér ágætlega. Eftir borðhaldið var dans stiginn fram eftir nótlu. Fyrsta hindi Vestfjarða- ’sögunnar er nú i prentun og mun koma út með vorinn. Fjallar þefta bindi um gróð- urlíf á Vestfjörðum, og er nákvæm lýsing á gróðurlif- inu þar vestra. Höfundurinn er Steindór Steindörsson Mennlaskólakennari á Akur- eyri. Ritið verður prýtt f jölda mynda af vestfirzkum gróðri, og eru það í senn ljósmvnd- ir, litmyndir og teikningar. Þetla bindi verður um 9 ark- ir að stærð. Bridgekeppmn. Fimmta umferð bridge- keppninnar var spiluð að Röðli í fyrrakvöld. Að henni lokinni er sveit Harðar Þórðarsonar hæst með 1550 stig. Stig hinna sveitanna eru sem liér segir: Lárusar Fjeldsteds 1510 stig, Lárusar Karlssonar 1483, Gunngeirs Péturssonar 1448, Ilalldórs Dungals 1446, Ein- ars B. Guðmundssonar 1406, Gunnars Möllers 1364 og Guðmundar Ó. Guðmunds- sonar 1313. í gær vann sveít Ilarð- ar sveit Möllers, Lárus Fjeldsted vann Lárus Karls- son, Gunngeir vann Dungal og Einar B. vann Guðm. Ó. .Næsla umferð verður spil- uð í kvödl að Röðli og þá spila svéit Fjeldsteðs við Dungal, Hörður við Gunn- gcir, Lárus Karlsson við Ein- ,ar B. og Möller við Guð- mund Ó. Keppnin hefst kl. 8. ÖUum er heimill aðgangur. íþróttakennari I.R. kominn. í gærmorgun kom til landsins Georg Bergfors. sænskur íþróttaþjálfari, sem í. R. hefir ráðið til sín. Bergfors ásamt stjórn I. R. átli tal við blaðamenn í gær. Skýrði stjórnin svo frá, Kynnir sér kennslu- fyrirkomulag erlendra viðskipta- háskóla. Gylfi Þ. Gíslason dósent er nú á förum til Norðurlanda, Mið-Evrópu og Bretlands til þess m. a. að kynna sér kennslufyrirkomulag í við- skiptadeildum háskóla þeirra landa er hann heimsækir. Gylfi hefir fengið eins árs leyfi hjá kennslumálaráðu- neytinu lil þessarar ulanfar- ar. Og auk þcss sem hann kynnir sér kennslufyrir- komulag í viðskiptadeildum ýmissa liáskóla, mun hann og kynna sér nýungar í kennslugreinum sínum, að- allega í refestiurshagfræði. Gylfi mun fara með Drottn- ingunni utan og dvelja fyrst um sinn i Danmörku og Sví- þjóð. Seinna mun liann fara suður til Sviss og að lokum lil Englands. ' RAFVIRKJA» Félag íslenzkra rafvirkja hélt aðalfund sinn s. 1. föstu- dag. Á fundinum var m. a. til umræðu að félagið gengi úr Landssambandi iðnaðar- manna, en sú tillaga var felld með 11 atkv. gegn 9. f stjórn félagsins voru kosnir þeir Hjalti Þorvarðs- son formaður, Siguröddur Magnússon varaformaður, Árni Brynjólfsson ritari, Ei- í’íkur Þorleifsson gjaldkeri og Þorsteinn Sveinsson að- stoðargjaldkeri. Skipafréttir. Brúarfoss er í Reykjavík. Fjall- foss er á Austfjörðum. Lagarfoss er i Gautaborg. Selfoss er i Leith. Reykjafoss er fyrir norðan. Bunt- line Hitch fór frá Rvík 20. þ. m. til Ncav York. Empire Gallop er í New York. Anne er í Mid- dlesbrough. Lecli er í Hull. TRICO er óeldfimt hreins- unarefni, sem fjarlægir fitu- bletti og allskonar óhrein- indi úr fatnaði yðar. Jafnvel ííngerðustu silkiefni þola hreinsun úr því, án þess aS upplitast. — Hreinsar einnig bletti úr húsgögnum og gólfteppum. Selt í 4ra oz. glösum á kr. 2,25. -— Fæst í næstu búð. — Ileildsölu- birgðir hjá CHEMIA h.f. — Simi 1977. (65 að Bergfors myndi dvelja hér á landi fram á næsta haust og að hann myndi kenna bæði frjálsar íþróttir og skiðahlaup. Ennfremur skýrði stjórnin frá þvi, að ákveðið hefði ver- ið, að efna til almennra skíðanámskeiða á vegum I. R. ef nægur snjór yrði og að kennari þessara námskeiða yrði Bergfors. Að öllu for- fallalausu hefjast þessi náin- I skeið n. k. mánudag. | Einnig átlu hlaðamennirn- ir viðtal við Bergfors. Skýrði diann þeim frá, að hann hefði jverið iþróttamaður í Svíþjóð og tekið þátt i skiðamótum jþaV í landi lil ársins 1943, er ^hann lióf starf silt sem íþróttakennari. Hefir liann slarfað lengst af á vegum sænska íþrótlasambandsins. Skýrði Bergfors svo frá, að liann hefði tekið þátt i | íþróttanámskeiðum, sem j iþróttasambandið sænska liefir haldið og nú siðast var hann þátttakandi i námskeiði |er haldið var fyrir þá íþrótta- kcnnara, sem taldir eru vera hæfastir til kennslu. | Ivvað Bergfors mikinn á- jhuga rikja hjá sænskum ■ íþróttafélögum, um að*senda j lil íslands flokk íþrótta- ! manna *til keppni, og nefndi ni. a. í þvi sambandi Strand, Jsem er talinn vera einn bezli níilli vegalengda ldaupari Svía um þessar mundir. Einnig minntist l'.ann á, að Svíar hefðu áhúga á að fá þá iþróttamenn, sém sendir ’ kunna áð verða á Evrópu- 1 meislarakepjinina í Oslo í sumar, yfir til Sviþjóðar eflir mótið lil kcppni við þá. Akveðið hefir verið að lialda hér iþróttakennara- námskéið og mun Bergfors annast kennslu á því. Berg- fors hefir góðar vonir um framför hjá frjálsiþrótta- mönnum þeim, sem koma til með að verða undir hand- Ueiðslu lians i sumar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.