Vísir - 08.03.1946, Blaðsíða 4

Vísir - 08.03.1946, Blaðsíða 4
4 VI S I R Föstudaginn 8. marz 1946 VISIR DAGBLAÐ Otgefandi: BLAÐAOTGÁFAN VlSIR H/F Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálsson. Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni, Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. Símar 1660 (fimm línur). Verð kr. 5,00 á mánuði. Lausasala 40 aurar. Félagsprentsmiðjan h.f. Vezzlunarfielsið. |H|orgúnblaðið ræðir verzlunarmálin nú í gær og kemst að þcirri niðurstöðu að „það, sem háð hefur islenzkri verzlun og háir henni enn í dag, cr ekki of mikið frelsi, heldur hitt iið verzlunin er í fjötrun.“ Blaðið kemst svo að þeirri skynsamlegu niðurstöðu, að mein- semdin verði ekki læknuð'mcð nýjum fjötrum og ríkiseinkasölu, og varar við áframhaldandi ofsóknum á hendur verzlunarstéttinni. Líkir blaðið ofsóknum þessum við Gyðingaofsóknir í Þýzkalandi, sem einn af kommúnistum hafi fordæmt í útvarþsfyrirlestri nýlega. Verður því ekki annað séð,,en að blaðið sé ckki fylgjandi aðgerðiim núverandi ríkis- *tjórnar, að svo miklu leyti, sem þær beinast ^egn verzlunarstéttinni. Er leitt til þéss að yita, að slíkra áhrifa skuli ekki gæta frekar en raun er á orðin í innsta hringnum, með þvi að svo að segjá daglega þrengir ríkisstjómin og meiri hluti Viðskiptará^s kosti verzlunar- manna, þótt slíkar ráðstafanir ætti ekki að þurfa ’til, með því að kostur þeirra þrengist af sjálfu sér vegna lamaðs viðskiptalífs um heim. allan. Þær þjóðir, sem áður gátu birgt landið upp gcta það ekld lengur, vegna ýöru- þurrðar og aukinnar eftirspurnar frá þeim löndum, scm losnað hafa pr hernámi og slcort- ir í rauninni allt til alls. Að sama skapi aukast •erfiðleikarnir við að afla nauðsynja hingað til lands. Vinstri flokkarnir, en þó einkum komm- únistar, hafa aldrei farið dult með með fjand- skap sinn í garð íslenzkrar verzlunarstéttar, «n þó eínkum heildsalanna. Má scm dæmi nefna, að í síðasta Dagsbrúnarverkfalli beind- ust kröfurnar að því, að kaupfélögum skyldi úthlutað í innflutningsleyfum heint en ekki S. 1. S. svo sem verið hefur. Með þessum hætti hyggjast kommúnistar lama sambandið. — Yafalaust krefjast þeir svo einnig að smá- salar sniðgangi heildsalana á sama hátt, alveg ári tillits til heppilegra og hagkvæmra inn- kaupa fyrir þjóðarbúið í heild. Jafnl'ramt hef- ur álagning verið lækkuð stórlega* til þess að „vinna gegn dýrtíðinni", sem svo er kallað, en sýnt hcfur vcrið fram á hér í blaðinu, að meðalálagning í heildsölu mun nema um 10%'. Þótt þessi álagning væri lækkuð um helming, myndi það ekki lækka dýrtíðina um meira en óVa stig. Ef ekkert þyrfti að greiða fyrir allt það starf, sem unnið er vegna innflutningsins, myndi lækkunin nema um 11 stigum. Hins- vegar hefur vísitalan hækkað um 14 stig frá því er kommúnistar settust í ríkisstjórn, og raunar miklu mcir, cf allt væri með felldu, en kommúnistar hugsa sér að hengja bakara :fyrir smið og licfur orðið vel ágengt undir handjaðri meðráðherra sinna. Uppvöðslusemi kommúnista fer ekki fram á ábyrgð þeirra •einna. Samstarfsmenn þeirra bera sinn þátt sif áljyrgðinni og geta ekki skorazt undan þyí. Þá staðreynd ber að viðurkenna, og •einkum verður liver kjósandi að géra sér þess Ijósa grein, að skipa sér í flokk með eða xnóti starfsemi kommúnista og „meðbræðra“ þeirra er þar að kemur. Fyrir „meðbræðurna“ þýðir ekki að mæla fagurt, cn hyggja flátt og sýna það í atliöfnum. Raunin er ólýgnust, bæði að því er varðar vérzluriarfrelsi og aðra þætti athafnalífsins. Gælurnar við kommún- ista geta orðið dýrkeipt gaman. Sjálístæðisflokkurinn kemur kommúnista í bankaráð Landsbankans. Skörin færist npp í bekkinn, Landsbankanefndin liélt fund i gærdag og kaus tvo menn í bankaráðið. Nefndin er þannig skipuð, að Sjálf- stæðisflokkurinn liefir 6 menn, Framsóknarflokkurinn 4, Alþýðuflokkurinn 3 og kommúnistar 2. Úr barika- ráðinu áttu að ganga 2 menn, sjálfstæðismaður og AI- þýðuflokksmaður. Sjálfstæðisflokkurinn gat komið sínum manni inn í ráðið með éigin atkvæðum, án þess að fá styrk frá öðrum flokkum. Hiriir flokkarnir gátu aðeins komið að manni með þvi að sameinast tveir eða þrír um kosninguna. í bapkaráðið voru kosnir: Kómtniínistiún Jónas fíáralz og jafnaðarmaðurinn Kjartan Ólafsson, með því að aðeins tveir listar voru lagðir fram, sitl með hvoru nafni, og voru því þessir menn sjálfkjörnir. Fram- sóknarflokkurinn sat þjá við kosninguna. Er af þessu tjóst, að Sjálfstœðisflokkurinn fíefir af- salað sér manni í bankaráðið og beinlínis ráðstafað sæt- inu til kommúnistans með því að hafa engan sjálfstieðis- mann í kjöríl J)ótt honum væri innan handar áð fá hann kosinn rneð sinum eigin atkvæðum. Það sem hér hefir farið fram, er því raunvcrulgaa sú staðreynd, að Sjálf- stæðisflokkurinn hefir kosið kommúnista í bankaráðið í staðinn fyrir sjálfstæðismann sem þar var fyrir, og flokkurinn hefir þar með afsalað sér meiri hluta í bankaráðinu og gert kommúnistann að oddamanni. Langlundargeð boxgaranna. Sjálfslæðismenn yfirleitt munu furða sig á þessari dáemalausu ráðstöfun, sem brýtur i bága við pólitískar hugmyndir þeirra og flokksstefnu. Það er gágnstætt stefnu sjálfstæðismanna að efla kommúnista og þeirrá stefnu til valda í aðal péningastofnun þjóðarinnar, sem kommúnistar hafa ofsótt og svivirt meira cn nolckra aðra stofnun i landinu. — Ábyrgðin á þessari ráðstöf- un hlýíur að hvila á miðstjórn og þingflokki Sjálfstæðis- flokksins, sem liafa samþykkt kosningu kommunistans, því að öðruni kosli hefðu fulltrúar flokksins á banka- nefndinni eþki getað né viljað rísa undir þeirri van- virðu sem flokknum liefir verið gerð með þessu. Nú fer að verða ljóst, hvers vegna Gísfa Sveinssvni og Pélri Ottesen var vikið úr bankanefridinni fyrjr ára- mótin og aðrir lítilsigldari setlir i þeirra stað. Hefði þeir setið áfram i nefndinni, hefði flokknum verið hlíft við þeirri hneisu, sem honum helir nú verið' gérð'með kosningu kommúnistans. Flatsængin með kommúnist- unum fer að verða dýr fyrir flokkinn og þjóðina, ef framhald verður á slíkum flótta frá stefnu og marin- dömi. Ennþá einu sinni mun þess vænzt, að ekki hresti langlundargeð borgaranna, þótt þeir séu nú langþrevtt- ir órðnir á sífelldri eftirlátssemi og þjónustu við koin- múnisia, sem stingur einkennilega í stúf við vfirborðs- fjandskapinn til þeirra í bæjarstjórnarkosningunum. AthygllsverÖar fökr, í búnaðarskýpslum Hagstofunanr, sem nýléga éru komnar út, birtist nieðal annars vfirlit um búpenings- eign landsmanna frá 1901 til 1944. Þar kemur fram, að síðan rim aldamót Iiefir búpeningur aukist svo sem hér segir: Sauðfé ........... um 12% Nautgripir ....... — 42% Iíross............ — 40% Á sama tíma (frá 1901—1944) liefir fólksfjölgunin num- ið 65% af því, sém íbúatalan var um aldamót (78.470). Af þcssu sést, að búpeningseign landsmanna hefir livergi nærri fylgzt með fólksfjölguninni. Þetta er elcki óeðli- legt að því er snertir sauðfé og hross, vegna breyttra hátta. En það hlýtur að vera ærið öfugstreymi, að mið- að við ibúatölu eru riautgripir (kýr) nú 23% færri en þeir voru um aldamót. Þá voru um 10 kýr á liverja 30 Iandsbúa, en nú eru 10 kýr á hverja 40 landsbúa. Þjóð- in hefir í dag á hvern íbúa minni mjólk, minni rjóma, minna skyr og minna smjör en liún hafði fyrir hálfri öld. Til þess að bæta upp þenna skorl, þyrfti tala kúa í landinu að aukast um nálega 7000, eða um hluta af núverandi nautpeningseign landsmanna. Það virðist augljóst, að þjóðin þarfnast miklu meiri mjólkurframleiðslu en nú er. Fyrir þjóðarbúið er það óhagstætt, og fyrir fólkið er það ekki hollt, að flytja inn iriikið af erlendum matvörum af misjöfnu riæringargildi, sem koina í staðinn fyrir mjólkina, smjörið og skyrið, sem ætli að v.era aðaluppistaðan í kosti landsmanna. Smjörið. Margir kvarta nú um smjörleysi, lít- inn smjörskammt, ekki aðeins sjálfra sin vegna, heldur og af þeim sökum, að hætt er við, að mikið smjör eyðileggist vegna þess, hvað verzlunum er nú leyft að selja lítinn skammt. Eg ætla að segja hér ’sögu, sem lnis- frcyja nokkur í Austurbænum — við skulum kalla hana G. G. — sagði mér um daginn. * Eftir Sagan hefst á því, að G. G. alhugaði mánuð. ekki að kílóinu, sein úthlutað er á mann, er ætlað að endast í þrjá mán- uði en ekki einn, svo að skammturinn var fljótt til þurrðar genginn. Þá komst hún að því, um hvern misskilning hafði verið að ræða hjá henni og hugsaði sér að reyna að fá einhverja úr- lausn, þar sem svona stóð á. Fór hún nú að leita að þeim aðila, sem hún taldi, að mundi geta veitt sér úrlausnina, en fyrsta Ieitin bar ekki annan árangur en þann, að henni var vísað til skömmtunarskifstofu ríkisins. * Frá Heródesi En þar var enga úrlausn að fá til Pílatusar. heldur, ekkert nema ráðleggiiogu um að leita á náðir stjórnarráðs- ins, sem ef til vill gæti leyst vandann. G. G. fór að þessu ráði og. átti tal við mann þann, sem henni var ráðið að ciga við. Ilann kvaðst engan aukaskammt geta veitt og brást reiður við, þeg- ar G. G. spurði í einfeldni sinni, hvernig ástatt væri um smjörbigðir í landinu — En áður hafði henni verið sagt, að hægt mundi að fá í Mjólk- urstöðinni smjör án skömmtunarseðla. * Skemmt G. G. gafst ekki upp og bjóst nú við, að smjör. fá einhverja úrlausn, úr því að henni var benl á þetla. Hringdi 'hún inn í Mjólkurstöð — á afgreiðsluna þar — og fékk þar að vita, að visu yæri til smjör, en það væri bara skémmt, svo að óvist væri, hvort það gæti kallazt mannamatur. —; Þegar hér var kom- ið gafst G. G. upp og hefðu vist margir gert það í liennar sporum og jafnvel fyrr. En henni — og vafalaúst öðrmn — mun þykja það bcra meiri hýggiridnm vott að auka frekar smjör- skammtinn til almennings en láta smjörið eyði- leggjast. Ættu þeir, sem þessum 'niálum ráða, að taka það til atlmgunar hið bráðasta. * Blíða. Hún verður ekki oflofuð veðurblíðan, sem við höfum fengið að njóta síð- ustu daga og vikur. StiIIur og hreinviðri hvern dagirin af öðruni, örlítil væta i byrjun vik- unriar fil þcss að draga úr mesta göturyk- inu, én ánriars þurrt og jafnvel hlýindi, eins óg'á'vöridcgi. Það er næslum ótrúlegt, að nú skuli vera marzmánuður, sem oft reynist einna leiðinlegastur og kenjóttastur allra mánaða árs- ins. En „dag skal að kveldi lofa, en mey að rnorgni". Enn getur breytt til. * Daginn Það nálgasl jafnt og þétt, að hér á lengir. landi verði „nóttlaus voraldar veröld“. Eg bæti ekki við hinum orðuin skálds- ins — „þar sem víðsýnið skín“ — því að það finiist mér eiga mun lengra í land. En dag- inn lengir óðum og nóttin styttist að sama skapi. Það cr ckki svo langt siðán hér ríkti liálfgcrt „sýhdamyrkur“, og því miður kemur það aftur á næsta vetri. Hjá þvi verður víst ekki komizt, a. m. k. ekki meðan kjarnorkan hjálpar ekki tik * Kjarn- Maðurinn er ekki enn búinn að taka orkuöld. kjarnorkuna í þjónustu sina, en þeiin mun meira er bollalagt uiú hana. Um daginn las eg í erlendu tímariti um liug- myndir amerísks uppfinningamanns á þessu sviði. Hann telur sig geta smíðað „skip“ til tunglflugs fyrir 195p>, ef liann geti fengið nægi- legl fjármagn til framkvæmdanna. Þess var þó ekki gelið, hvort hann væri farinn að skrá áhöfnina!

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.