Vísir - 12.03.1946, Blaðsíða 1

Vísir - 12.03.1946, Blaðsíða 1
Strætisvagna- verkfallið. Sjá 2. síðu. VISI íslendingar á skíða- móti í Sviþjóð. Sjá 3. síðu. 36. ár Þriðjudaginn 12. marz 1946 59. tbU Sigrar hann? Hér sést Billy Conn vera að æfa sig af kappi fyrir hnefa- leikakeppnina um heims- meistaratitilinn við Joe Lou- is. Keppnin á að fara fram 19. júní. Braddock telur Conn sigur vísan. Þann 19. jáni i sumar fer fram hnefaleikakeppni um heimsmcistaratitilirm milíi Billij Conn og Joe Louis. Joe I^ouis er sem stendur heimsmeistari í hnefaleik og hefir Conn skorað á liann að verja (ililinn i sumar. Kappleiksins er heðið með mikilli eftirvæntingu um öll Bandaríkin. Blaðámenn hafa spurt James J. Brad- dock um hvað hann haldi um kappleikinn og heldur hann að Conn muni sigra, vegna þess að liann er miklu yngri en Joe, sem er að verða of gamall fvrir hringkeppni. Enda þótt Braddock hafi haldið þessu fram, á Joe Louis marga áhang- endur i Bandarikjunum, sem telja hann vissan með að srgra Conn i keppninni. MíSM&f&að ftö shiptcs sch* ai s „ MacArthur hefir fvrir- skipað, að öllum fyrrverandi ráðherrum í Japan, er sluddu stríðsstjórnina og ýmsum öðrum stjórnmálamönnum skuli bannað að skipta sér að stjcrnmálum í framtíðinni. Japanska stjórnjn liefir gefið út lilkynningu ]>essa efnis samkvæmt hoði Mac- Artlmrs. Ennfremur verður öllum iðjuhöldum i Japan, er studdu fyrrverandi stjórn- ir til þess að koma hcrnðar- áællunum þeirra í fram- kvæmd bannað að skij)ta sér að opinberum málum. Undir bannið falla þrir. úr ráðuneyti Shidehara og er talið að hann muni leilast við að fá þó uridanþégna bann- inu. AIls mun bannið ná til um 100 þús. manna. ^Ms&mtlimgar tmilli MJ.S. mg Mússa út ai Múlgaríu. Tók við af JUryjiygve U£e. Halvard Manteij Lange heitir núverandi utanrikis- ráðherra Norðmanna. Hann var A'alinn, á stjórn- arfundi snemma i febrúar í staðinn fyrir Tryggve Lie, er var kosinn ritari sameinuðu þjóðanna. Lange er aðeins 43 ára gamall og virðist Ein- ar Gerhardsen forsætisráð- herra vera ákveðinn i þvi að velja unga menn i hina nýju stjórn sina. Lange sat tvö ár í fangelsi lijá Þjóðverjum í Sachsenhausen fangabúðun- um, eins og Gerhardsen og nokkrir aðrir meðlimir stjórnarinnar. Sachsenhausen fangabúð- irnar hafa stundum verið kallaðar reynsluskóli fram- tiðar stjórnmálamanna Nor- egs. iáðgefandi með Grikkland rætt í brezka [ringinu. Alls hafa nú 9 ráðherrar sagt af sér í Grikklandi vegna þess að kosningar eiga að fara fram 31. marz. Telja þessir ráðherrar að þegar kosningarnar ejgi að fra fram i lok mánaðarins muni ástandið i landinu vera komið i það- horf að ekki verði tiltækilegt, að láta þær fara fram á lýðræðislegum grundvelli. Nokkrir íáðherr- anna telja einnig að kjör- skrár séu orðnar úreltar og verði að semja þær upp al'i- ur áður en kosningar geli farið fram. Grikklandsmál voru lil umræðu í neðri málstofu brezka ])ingsins i gær og var MacNeill fyrir svörum fyrir þönd stjórnarinnar. Hann sagði að það væri aðallega EAM-bandalagið er rén und- ir þvi, að kosningar færi ekki fram á þeim tíma er upp- runalega hefði verið ákveð- ið. Færu kosningar fram 31. marz myndi eftirlitsncfnd stórveldanna geta haf! eftir- lit með því að þær freru fram á lýðræðislegan liátt. i.S. hafna till. Frakka ebisi Spán. Bandaríkin hafa hafnað til- lögum Frakka um Spánar- mál. Frakkar vildu að þau yrðu tekin til meðferðar af örygg- isráðinu, en í svari Banda- ríkjanna er sagl, að Spánar- mál séu ekki nein veruleg hætta fyrir heimsfriðinn og þess vegna sé engin ástæða til þess að ræða þau. á þeim vettvangi. Ennfrcmur segir i svai i Bandaríkjanna, að bezt væ'ri ef Spánverjar sæu sjálf- ir um það að skipta um stjórn í landinu án ihlutunar annara. Hugvélar Loft- leiða fluttu 342 Saiþega i febrúar. 1 febrúar fluttu flugvélar Loftleiða h.f. 342 farþega. Vélarnar flugp 14,955 km. og voru á lofti i rúma 72 klukkutíma. Flutningur far- þega og annar flutningur nam samtals 2192 kg. og var póstur 981 kg. Farnar voru 56 flugferðir. á 11 dögum. Auk þess voru farin fjögur sjúkraflug. Sprengjur springa á háskóia- torginu í Barcelona. Sett hefir verið á laggirnar í Þýzkalandi ráðgefandi nefnd skipuð þýzkum mann- um. Nefnd þessi á að verða brezkum herj'firvöldum i Þýzkalandi til aðstoðar i því að ráða fram úr ýmsum mál> um varðandi viðskipli bg fjármál. Þessi nefnd á engin völd að hafa til að byrja með, en cr aðeins tilraun lil þess að notast við innlenda meun. Spánverjar hafa áhyggjur af^ framfeð Sandsins Einkaskeyti til Vísis frá Uni- ted Press. An.dstaðan gegn Franco- stjórninni á Spáni er alltaf að magnast og kemur það í Ijós nærri daglega. í fyrradag sprungu tvær sprengjur á háskólatorginu í Barcelona og ollu fjæst í slað miklum ótta meðal fólksins. Torg þetta er i iniðriv borg- inni og sprakk fyrri sprengj- •an öðru megin á torginu og þeyttust úr henni um leið og hún sprakk flugmiðar með áróðri gegn Fráíico og stjórn lians. Ennfremur var i sprengjunni fáni Kataloniu- manna, en meðal þeiri-a er mikil andúð á Franco. Hin sprengjan sprakk nokkrum sekúndum siðar, en b.afði minni áhrif en sú fvrri, vegna béss að éngir flugmið- ar komu úr henni. Ótti við framtíðina. Erkibiskupinn í Sevilla hefir sent öllum klerkum í borginni bréf þar sem hann skipar sv<> fyrir að þeir skuli biðja'fyrir Spáni. Ilann segir í bréfinu, að ábyrgir menn í Iandinu, sé mjög kvíðafullir fyrir nánustu fr.nntið Spán- ar. „Við finnum öll að storm- ur er í nánd, og veldur það vaxantíi ótta í landinu.“ Bymets neitai* ásöknBiiusii Hiissa. 0tvarpið í Moskva birtí nýlega svar pússnesku stjórnarinnar við orðsend- ingu Bandaríkjanna við- víkjandi stjórnmálaástand- mu í Búlgaríu. I orðsendingu Bandaríkja- stjórnar var bent á það, að ekki væri nægilegt tillit tekið til þeirra flokka í landinu. sem ekki ættu sæti í stjórn- inni. Gagnrýndi stjórmn alít viðhorf stjcrnar Bulgaríu til andstöðuflokkanna og taldi rétt að þeir fengju einhverja íhlutun um stjórn landsins. Svar Rússa. I svari Rússa er það borið á Bai/daríkjamenn, að þeir hafi með þessari orðsendingu gengið i berhögg við ákvarð- anir Moskváráðs tef nun na r- þar sem ekkert var sagt um að andstöðuflokkarnir fengju jafnan íhlutunarrétt i' stjórn landsins og með skilyrðum sem báðum væri jafn geð- fellt að fallast á. Rússar bera það eirinig á sendihferra Bandarikjanna i Sofia, að hann vinni að þvi öllum ár- um, að korna af stað sundur- þykkju með því að örva stjórnarandstöðuna til þess að setja aftur og aftur fram nýjar kröfur, sem væru brot á niðurstöðum Moskvaráð- stefnunnar. Bjrrnes neitar áburði. í morgun var skýrt frá því i fréttum, að Byrnes utan- rikisráðherra Bandarikjanna hefði svarað þessari ásökun Rússa og neitað þvi, að orð- sending Bandaríkjanna hefði á nokkurn liátt 'verið brot á. sáttmálanum cr gerður hafði. verið i Moskva milli Breta. Bandarikjanna og Rússa- Orðsending hefði aðeins ver- ið varðandi viðhorf sljórn- arinnar til andstöðuflokk- anna. Truman hvetur til sparn- aðar á matvælum í U.S.A. Truman forscti hefir lýst því yfir að draga verði úrí matvælaneyzlunni i Banda- rikjunum til þess að hægt verði að hjálpa öðrum þjóð- um belur en liingað til.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.