Vísir - 12.03.1946, Blaðsíða 2

Vísir - 12.03.1946, Blaðsíða 2
v i s i h * J>riðjudaginn 12. marz 1946 Greinargerðir deiluaðila um strætisvagnaverkfaflið. írú h&wfgnrstjóra Lögð fram í bæjarráði 8. marz 1946. .Vegna framkominnar greinargerðar frá vagnstjór- um strætisvagnanna um sam- anburð á kjörum vagnstjór- anna 1939 og nú, þykir rétt að taka fram: Árið 1939 var mánaðarkaup vagnstjóranna kr. 325,00, en vinnutími 7 klst. á sólar- hring aðra vikuna, en um 11 klst. hina, meðaltal nálægt 63 klst. á viku, eða nánar tilgreint 3285 klst. á ári, að frádregnum 2 frídögum i mánuði, sem verða 216 klst. " á ári, svo og að frádregnum 1 klst. á dag (í hæsta lagi) til matar, 341 klst. á ári, vinnustundir alls nálægt 2728 á ári. Árskaup kr. 3900,00, eða tæplega kr. 1.43 um tímann. Vinnustundir eru nú 2190 á ári, árskaup kr. 6300,00, eða rúml. kr. 2.87 um tím- ann; svo nálægt 100% hækk- un sem komizt verður, ef rétt tillit er tekið til stytt- ingar vinnuímans. Þetta er samanburður á kaupi vagnstjóranna 1939 og nú, áður en verkfallið var hafið. Mánaðarkaupið er nú kr. 525,00, en eins og kunn- ugt er, hefur bæjarráð boð- jð að hækka kaup vagnstjór- anna upp í allt að kr. 600,00 á mánuði, þeirra, sem lengst hafa starfað, en annarra upp í kr. 550,00 til kr. 575,00, eða um 110%, 120% og 130% grunnkaupshækkun, eftir starfsaldri, ef einnig er tekið tillit til styttri vinnu- tíma. Kaup vagnstjóra á áætlun- arbifreiðum var árið 1939 kr. 340,00 á mánuði, ;ia. „ m. k. viða, þannig að þnð kaup hefur ekki hækkað almennt um 100%, heldur um 88%%. Árið 1939 greiddi bæjar- sjóður bifreiðastjórum, er óku . vörubif reiðum í tíma- vinnu, kr. 1.50 um klukku- tímann; nú er tímakaup þeirra kr. 2.90, eftir hækkun skv. nýja Dagsbrúnarsamn- ingnum. Grunnkaupshækkun þessa starfsflokks er því 93i/3%, en ekki 100%. Árið 1939 var dagkaup þessara vörubifreiðastjóra, fyrir 10 klst. vinnu, kr. 15.00. Nú er dagkaup þeirra fyrir;8 klst. vinnu kr. 23.20. Hækkun á daglaununum (grunnkaupí) er 54%%. Hækkun á dagkaupi stræt- isvagnastjóranna er þegar orðin rúm 61%, án nokkurs itillits til*styftá virtnulíma, og yrði skv. tilboði bæjarráðs 68.31%, 79.63% og 84.30%, eftir starfsaldri vagnstjór- anna. Þessi samanburður sýnir einnig, að bæjarráð hefur ekki í huga að gera hlut vagnstjóranna lakari heldur en sambærilegra starfsmanna bæjarins. Um viðskipti bæjarráðs við vagnstjórana skal annars tekið fram: Sumarið 1944, þegar samn- ingar stóðu um að bærinn keypti strætisvagnana og hæfi rekstur þeirra, var mán- aðarkaup vagnstjóranna hækkað úr kr. 450,00 i kr. 525,00, með samþykki bæj- arráðs. Má þannig segja, að bæjar- rekstur strætisvagnanna hæf- ist með töluvert verulegri kauphækkun vagnstjóranna. Hafði Strætisvagnafélagið, sem áður átti vangana, gef- ið í skyn, að það mundi ekki geta staðizt þessa kaup- hækkun. 1 febrúar 1945 *ar gerður nýr samningur um kaup og kjör vagnstjóranna. Mánað- arkaupið, kr. 525,00, hélzt óbreytt, enda gerðu vagn- stjórarnir þá ekki kröfu um kauphækkun. Hinsvegar samþykkti bæjarráð þá veru- legar breytingar aðrar á kjör- um vagnstjóranna, eftir ósk- um beirra'. Helztu kjarabæt- ur, sem vagnstjórarnir fengu þá, voru: 1. Fulft kaup í veikinda- forföllum, allt að 3 mán- uði, enda sé um lengri veikindi að ræða en sjö daga samfleytt. 2. Felld niður skylda vagn- stjóranna til að leysa starfsbræður sína af í sumarfríum, með venju- ------legu-kaupi. Vagnstjóri, — sem -ekur vegna sumar- leyfa annarra fær síðan greitt yfirvinnukaup! 3. Felld niður sameiginleg skylda vagnstjóranna til að aka aukavögnum i allt að 21 klst. á sólar- hriríg, án sérgjalds, en í þess stað tók hver vagn- stjóri að sér akstur auka- vagna í 6 klst. á mánuði, gegn fullri yfirvinnu- borgun. 4. Sett ákvæði um yfir- vinnukaup, kr. 4.50 á klst. auk verðlagsupp- bótar, þegar vagnstjóri ekur umfram skyldu. 5. Greiðsla til trygguigar- sjóðs aukin úr 2500 kr. á • ári, án verðlagsupp- bótar, í 120 kr. á hvern vagnstjóra á ári, auk verðlagsuppbótar. Þessi greiðsla nam ca. 14.000 kr. árið 4^45-og greiðir sjóðurinn aukaþjónustú vegna veikindaf orfalla vagnstjóranna fyrstu 7 veikindadagana. 6. Sumarleyfi þeirra vagn- stjóra, sem hafa unnið 1 ár eða lengur, aukið úr 12 dögum í 14 daga. 7. Fatnaður látinn í té 15. hvern mánuð, í stað 18. hvern mánuð áður. 8. Uppsagnarfrestur lengd- ur í 3 mánuði, þeirra vagnstjóra, sem hafa unnið 1 ár eða lengur. 9. Strætisvagnar tóku að sér að flytja vagnstjóra að og frá vinnustað (Kirkjusandi), þeim að kostnaðarlausu, eftir settum reglum. 10. ^tyttir nokkrir vinnu- dagar á ári (nýársdagur, föstudagurinn langi, 1. maí, 17. júni) og ýmis smávægileg fríðindi. Er ljóst, að kjör vagnstjór. anna og öll starfsskilyrði hafa batnað verulega, siðan bærinn tók við rekstri stræt- isvagnanna. Af bæjarins hálfu er talið eðlilegt, að vagnstjórarnir verði fastir, opinberir starfs- menn, þar séní bærinn er orð- inn eigandi strætisvagnanna, og hefur þeim verið gert til- boð þess efnis, með launa- kjörum, sem félög bæjar- starfsmanna telja sanngjörn, miðað við launalög ríkisins og launastiga annarra bæjar- starfsmanna. Af bæjarins hálfu hefur og verið gerð tillaga um veru- lega kauphækkun fyrir vagn- stjórana, einnig með hlið- sjón af tillöguni starfsmanna félaganna, alveg án nokkurs fyrirvara, um að vagnstjór- arnir verði fastir starfsmenn, eða afsali nokkrum „verk- falls- . og sjálfsákvörðunar- rétti". . Forráðamönnum bæjarins hefur aldrei komið til hugar, að deilan yrði leyst á annan veg en með frjálsum samn- ingum á milli aðila. Greinargerö Írtk híist/órwnnnt Vísi hefur verið send grein- argerð Strætisvagnadeildar Bifreiðastjórafél. Hreyfils um strætisvagnadeiluna og birtast hér aðalatriði hennar: Fyrir strið, eða árið 1939, var mánaðarkaup vagnstjór- anna kr. 325,00, nú hafa vagnstjórarnir boðið upp á samninga um kr. 636,00 mánaðarkaup, þ. e. að grunn- kaupshækkun vagnstjóranna miðað við 1939 yrði nálega 96%. Ef gerður er saman- burður á kaupi vagnstjóra á strætisvögnum og bifrejðar- stjóra á öðrum áætlunarbif- réíðum, en það. ,ér sii siélt manna, sem hefur vmnu og vinnuskilyrði sambærilégust við vagnstjórana, þá var mánaðarkaup þeirra 320 kr., en með samningum Bifreiða- stjórafélagsins Hreyfils og Félags sérleyfishafa, dags. 16. marz 1945, var kaup bifreið- arstjóra á áætlunarbifreiðum ákvéðið 640 kr. á mánuði í grunnkaup. Kaup þessara stéttarbræðra vagnstjóranha hefur því hækkað um ná- kvæmlega 100% síðan 1939. Þá má benda á, að fyrir stríð greiddi Reykjavíkurbær bifreiðarstjórum, sem óku vörubifreiðum í tímavinnu, kr. 1.45 pr. klst. Með samn- ingum Reykjavíkurbæjar við Dagsbrún 1. þ. m., hækkaði grunnkaup þessara bifreiðar- stjóra upp í kr. 2.90 pr. klst. og nemur hækkunin því rétt- um 100%. 1 sömu samning- um samdi bærinn einnig um enn hærra kaup fyrir bifreið- arstjóra á stórum vörubif- reiðum. Loks má benda á það, að verkamenn hafa feng- ið 83—100% grunnkaups- hækkun. Eins og framangreindur samanburður ber með sér eru hækkunarkröfur vagn- stjóranna fullkomlega sam- bærilegar við það kaup, sem aðrir bifreiðarstjórar -og verkamenn almennt hafa þegar samið um við Reykja- víkurbæ og aðra. Þegar talað er um vinnu- tíma vagnstjóranna verður að hafa það í huga, að þeir vinna 6 stundir á dag alia daga ársins og eiga engan frítíma nema sumarleyfi sitt. Þessar 6 stundir eru raun- veruleg vinna, því þeir hafa hvorki kaffi- né matartíma. Ef gerður er samanburður á raunverulegum vinnutíma vagnstjóra á strætisvögnum og annarra bifreiðastjóra og verkamanna, verður útkom1 an þessi: Verkamenn og bif- reiðarstjórar almennt vinna 7 st. og 20 mín. á dag, ef gert er ráð fyrir að þeir vinni 300 daga á ári verður raun- verulegur ársvinnutími þeirra 2200 klukkustundir, þegar búið er að draga kaffi- tímana frá. Vagnstjórarnir vinna hinsvegar 6 stundir ú dag alla daga ársins eða sam- tals 2190 'stundir á ári, raun- verulegur vinnutími. Vinnu- tími vagnstjóranna er því engan veginn skemmri en annarra sambærilegra stétta og er þó ekkert tillit tekið til þess að helmingur allrar vinnu vagnstjóranna fellur á eftir-, nætur- o'g hélgidaga- vinnutímabil annarra stétta, sem þær fá greitt með 50% og 100% álagi á dagkaup. Reykjayík, 7. marz 1946. Samninganefhd Strætis- vagnástjóradeildar Bifreiða- stjórafélagsins Hreyfils. iSiami L/uomotndðóon löggiltur skjálaþýðari (enska). Heima kl. 6—7 e. h. Suðurgötu 16. Sími 5828. á 11 i I n n Heitt og kalt permanent. meS útlendri olíu. ! Hárgreiðslustofan Perla. ú ALl.SKON \R AÍ3BJL.ÝSI 'vtíA itikmm; ar vöjíL'iíMnCniR vöki:-m;::\ ¦ BÓKAKÁrUR' BRÉKHA!;.SA VÖUI/ííKKKI VÉÚZLUNARr MKÍÍk;, SÍGtl; AUSTURSTRÆTl IZ. KAUPH0LLIN er miðstöð. verðbréfavið- isk3ptahna.i.H-r Sími 1710.- Nýkomin barnaleikföng og tækifærisgjafir, dúkkur, bílar, barnahringlur, — Meccanó úr tré og málmi. — Allt afar ódýrt. — Verzlunin Laugaveg 86. at heúalié @. íl. Verzlun Stefáns G. Stefánssonar . .; BprgstaðasíríBti; •. % . . -r~------- I»ýzkalandssöfnunin. Væni 20 kr. Margrét og Haukur 40 kr. Sæmundur Ingólfsson 25 kr. N. N. 50 kr. Starfsfólk Raf- magnsveitu Rvkur 2005 kr. Börn- in íí 9H Austurbæjarsskólanuni 105 kr. Gömul kona í HafnarfirSi 50 kr. M. R. 50 kr. N. N. 100 kr. N. N. 30 kr. N. N. 50 kr. Jöklari 50 kr. Ingibjörg Björnsd. 200 kr> Mæðgur 35 kr. N. N. 30 kr. H. Bö-. 25 kr. Sverrir Haukur 25 kr. N. N. 50 kr. Petra og G. 50 kr. Ásthildur Anton og Óli 100 kr. N. N. 100 kr. N. N. 50 N. N. 20 kr. Hrafnhildur Hreiðarsd. 20 kr. Gisli GuS- niundsson 200 k. L. M. 20 kr. E. B. K. 50 kr. Þrjár systur 50 kr. TimburverzJ. Skógur 500 kr. Guð- rún H. Karlsdóttir 25 kr. Unnur litla 10 kr. Hanna Kempf 50 kr. S. H. 50 kr. Þrjú systkini 100 kr. B. B. 200 kr. Kata og Óli 200 kr.. Tvöi systkini 50 kr. M. S. 30 kr, Hlíf 20 kr. Klemenz Erlendss. 25 kr. Verkamaður 10 kr. Þorbj. Þórðarson 100 kr. Valdimar Hrafnsson 501ír. Símon Símonar- soií' 100 kr. Ónefnd 15 kr. Elín' Guðmundsdóttir 10 kr. Sigurður qí^ Kristín 10 kr.N. N. 30 kr. .-;... / íjíi^i ÍA Ciil : 113 ii . JY ..;;¦ -it. II .,:

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.