Vísir - 16.03.1946, Blaðsíða 4

Vísir - 16.03.1946, Blaðsíða 4
4 V I S I R Laugardaginn 16. marz 191(5 VISIR DAGBLAÐ Utgefandi: BLAÐAÚTGAFAN VlSIR H/P Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálsson. Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. Símar 1660 (fimm línur). Verð kr. 5,00 á mánuði. Lausasala 40 aurar. Félagsprentsmiðjan h.f. og oiian. i Hlmenningur um allan heim mun ckki ræða ** annað frekar, en .afstöðu Rússa og fram- ierði í Iran. Þeir menn, sem, töluðu í gær tvið danska borgara þar heima fyrir, gengu þess ekki duldir að mjög mikill ótti er ríkj- iindi þar í landi, um að ný styrjöld sé í þann veginn að skella á. Blöð á Norðurlöndum öllum ræða málið af mikilli alvöru og þykir þunglega horfa, en í lengstu lög gera menn sér vonir um að ófriði verði afstýrt, meðal annars af þeim sökum að þjóðirnar séu ekki búnar undir nýja styrjöld og vilji forðast hana. Slíkt má segja um þær sumar en ekki allar, og þær þjóðir, sem trúa fyrst og fremst á mátt sinn og megin og tilbiðja ekki annað, forðast heldur adrei styrjaldir. Þegar af þeirri ástæðu einni saman getur stríð skollið á hve- mær sem vera skal, en kraf taverk væri, ef þvi verður með nokkru móti afstýrt á næstu árum. Styrjaldarblikan er í austri þessa stundina. Sögusagnir, sem gengju hér um*bæinn í gær, hermdu að til styrjaldar væri þegar komið milli Rússa og Persa, en hætt er við að sög- urnar hafi verið á undan atburðunum sjálf- um, eins og sagt var um Göbbels heitinn. 3 Iran, sem áður nefndist Persía, eiga stór- •þjóðirnar allar hagsmuna að gæta. Þar mun vera ríkustu olíustöðvar í heimi og þar eiga Hretar eða jafnvel brczka stjórnin sjálf mestra hagsmuna að gæta. Olíufélagið Anglo- Iranian er eitthvert ríkasta olíufélag heims og hefur lagt fram geysilegt f jármagn til að nytja olíulindirnar, bæði í stöðvum og leiðsl- um allt til Miðjarðarhafs. Bandaríkin ciga þarna cinnig stórfelldra hagsmuna að gæta, og á árujnum fyrir stríðið beindu amerísku félögin augum sínum fyrst og fremst til Iran, með því að vegna núgildandi löggjafar í Bandaríkjunum geta þau ekki án stórfellds taps fengist við kostnaðarsama olíuleit vest- an hafs. Persum var gefið fyrirheit um að stórveld- in skyldu öll flytja hsri sína á burt innan ákveðins tíma eftir styrjaldarlok. Síðan var ákveðið að herirnir skyldu á brott fyrir 2. mars s.l. Bandarikin og Bretland stóðu við loforð sitt, en misbrestur hefur orðið á þessu Æif Rússa hálfu, sem og mörgu fleira, sem samningar hafa verið gerðir um á styrjaldar- úrunum og í stríðslokin. Hagsmunir stór- veldanna í Iran eru svo miklir og einnig þess eðlis að ófriður getur orðið óumflýjan- legur. Olían hefur alltaf verið eldfim, sem efni 'Og engu siður óbcint í alþjóðamálum. Má með nokkrum rétti segja að hún hafi frá því er véltæknin kom til sögunnar, hrundið íaf stað", beint eða óbcint, flestum styrjöldum til þessa. Lýðræðislöndin munu ekki fara sér óðslega, né rasa fyrir ráð fram. Komi til vopnaviðskipta milli Rússa og Persa, og leit- ist Rússar við að leggja undir sig höfuðborg- ina og suðvestur-héröðin, er styrjöld óum- flýjanlcg. Slííc styrjöld getur orðið örlagarík fyrir Island, sem liggur á skipaleið milli Bandaríkjauna og Bretlands og verður her- setið af þeim þjóðum, sem hafinu ráða vegna þessarar siglingaleiðar einnar saman, þrátt íyrir atomsprengjur og flugtækni, sem sumir lærdómsmenn ræða nú um,' að bjarga mUni Jandinu í bráð og lengd. Ósæmileg blaðamennska. Þjóðvilfinn og Bretar. Bretar hafa verið vinir Islendinga í margar aldir. Þegar Napoleons-styrjaldirnar stóðu yfir fyrir hálfri annarri öld og Island var gersamlega einangrað frá umheiminum, bjargarlaust, leyfðu Bretar siglingar hingað þótt þeir ættu í ófriði við Dani. Báðar undanfarnar hcimsstyrjaldír hafa Brctar á margvíslegan hátt veitt Islcndingum aðstoð og verið trúir þeirri hefðbundnu vináttu, sem verið hefir milli þjóðanna öldum saman. Allir sannir Islendingar horfa því með viðbjóði á fram- ferði kommúnista gegn Brctum og þær svívirðingar, sem þeir bera á brezku þjóðina og forustumenn hennar. Þótt kommúnistamir láti „nota" sig til þessarar rógsiðju, vek- ur það ef til vill út af fyrir sig ekki undrun manna. En menn undrast það, að blaðið Þjóðviljinn, sem er annað aðal-stuðningsblað ríkisstjórnarinnar, skuli leyfa sér dag eftir dag að skrifa um vinveitta þjóð, sem er bezti við- skiptavinur Islands, eins og blaðið hcfur gert undanfarið. Þótt Þjóðviljinn sé fyrst og fremst málgagn hinna „góðu kommúnista", sem láta nota sig eftir atvikum, þá er er- lendis litið á blaðið sem málgagn íslenzku ríkisstjórnar- innar. Enginn vafi er á því, að meiri hluti rikisstjórnar- innar hlýtur að hafa cinlæga fyrirlitningu á svívirðingum blaðsins um Brela, en vilji ekki stjórnin að litið sé á blaðið sem hennar málgagn, þá verður hún, þjóðarinnar vegna, þegar í stað að taka afstöðu til blaðsins og víta hin fúlmannlegu skrif þess, sem varða við landslög. in sýpur aí því selUk Tjón það, sem málgagn kommúnista vinnur þjóðinni með fjandskap sínum og svívirðingum í garð Brela og Bandaríkjamanna, er meira en flestir gcra sér hugmynd um. Mcðan kommúnistar eru í ríkisstjórn, hafa skrif þeirra á sér hálf-opinberan blæ, og hinar erlendu þjóðir hafa því nokkra ástæðu til að ætla, að þjóðarforustan hér sé þeim lítið vinveitt. Slíkt getur haft hinar óheillavænleguslu af- leiðingar fyrir úflutningsverzlun landsmanna. Bretar og Bandaríkjamenn eru vinir Islendinga, og þjóðin getur ekki þolað að nokkrir kommúnistar, sem fengið hafa skipun um að rægja þessar þjóðir, geti haldið uppi slíku spill- ingarstarfi og bar með stofnað allri útflutningsframleiðslu vorri og ulanríkisvcrzlun í mikla hættu. Lítið sýnishoriL I Þjóðviljanum þann 8. þ. mán. er mjög áberandi grein, er nefnist: Hið brezka „Hcrrenvolk". Grein þessi er samtvinnaður rógur og illmælgi i garð Breta. Skal hér sýnt lítið sýnishom af rithættinum: „En lil er hrokafull yfirstétt, sem litið hefur á sig sem sjálfkjörið „Herrenvolk" (yfirþjóð). Það eru brezku auðdrottnarnir, er svælt háfa undir síg fjórðung mann- kynsins og finnst þeir sjálfsagðir til að arðræna aðrar þjóðir, sem þeir neita um frelsi, meðan þeir í heimskunnri hræsni sinni sjálfir flíka orðunum „frelsi" og „lýðræði" í tíma og ótíma." „... þá lætur brezka keisarastjórnin skjóta sveltandi íölkið og drepa vini frelsisins. Byssukúl- urnar eiga að scðja hungrið, fallbyssurnar að fullnægja í'relsisþránni." „Hvar, sem litið er í hcimsríkinu, þar scm sólin gengur ei undir, stynja kúgaðar og sveltandi þjóðir undir oki brezkra arðræningja, — og fá að svari dauð- sódH úr brezkum byssukúlum cða eyðingu þorpa sinna af brezkum flugvélasprcngjum, ef þær heimta frelsi." „Og í ýmsum löndum, þar sem brezkt auövald hefur ekki kverka- takið sem stendur, býr það sig til stuðnings við vcrsta afturhaldið og fasismann." Þessi ritháttur varðar við lög, sem sett hafa verið til að vernda stjórnir og forvígismenn vinveittra þjóða gegn ósæmilegum árásum. Vafalaust hefur ekki dómsmálaráð- herrann gleymt þessum lögum. Menn hljóta að verða undrandi yfir þessum fúlmann- legu aðdróttunum, sem mcga teljast einsdæmi í íslenzkri blaðamennsktí. En margir munu minnast orða hins brezka utanríkisráðhérra, cr hann sagði, að Moskva notaði komm- únistaflokka allra landa til þess að svívirða brezku þjóð- ina. „Otbúið" á Islandi er nú að gera „skyldu" sína. En þjóðin fordæmir starf þessara flugumanna og ber kinn- roða fyrir að sú hneisa skuli vera á hana lögð, að verða að hafa þá í stjórn landsins. Frá Stúdertta- Formaður Stúdentaráðs Háskóla ráðinu. Islands hefir tekið sér penna i hönd og skrifað mér svar við hréfi Geirs Stefánssonar, scm eg birti í fyrra- dag. Hann segir m. a.: ,,....Ef Háskóla ís- lands hefði verið boðið a'ð senda fulltrúa á há- tíðahöld þessi, þá mun slikt boð hafa verið, samkvæmt venju, sent Stúdentaráði Háskólans. Stúdentaráð fylgir þeirri reglu að svara bréfum, en hréfinu, sem þulurinn minritist á, gat ráði'S ekki svarað, af þeirri einföldu ástæðu, að þvi hefir ekki borizt neitt slíkt bréf, hvort sem það hefir nokkuru sinni verið sent eða ekki. * Þrjú Á starfstímabili þess Stúdentaráðs, seni mót. nú situr, hefir því veriS bo'Sin þátttaka í þrem stúdentamótum, tvéim i Svíþjóð og einu í Finnlandi. Stúdentaráðið hefir þegið öll þcssi boð með þökkum og hvorki sparað fé né fyrirhöfn til þcss, að „rödd íslands" þyrfti ckki að vanta á neinu þeirra. Þcirri stefnu mun ráð- ið fylgja hcr eftir scm hingað til. F.h. Stúdcnta- ráSs Háskóla íslands, Guðmundur Ásmundsson." Ilafa nú háðir aðilar hcr hcima gert hreint fýrir sínum dyrum pg ættu stúdentar þá vel viS að una. * Umræðuefni Hvað er umræðuefni dagsins cða dagsins. hcfir vcrið umræðuefni dagsins upp á síðkastið ? Eg þykist jiokk- urn veginn sannfærður um, að ef fram væri látin fara skoðanakönnun meðal almennings, þá mundi veðrið vcrða helzta umræðuefni, já, veðr- ið, sem venjulega cr ekki gripið til nema þegar ekkcrt annað efni er fyrir hendi. Því að menn. eru alveg að verða steinhissa á því, hvað góð- viðrið endist lengi, því að það hefir .verið al- gengari rcgla um mal'zmánuð, a'ð hann væri I einna leiðinlcgastur, þegar vor og vctur eru að kljást um yfirráðin. Rætt við Eg rakst í gærmorgun á áttræðan öldung. mann, sem eg hefi þekkt í nokkur ár. Það er venjan, þegar talað er um óvenjulega tíð á annan hvorn, veg, aS nota orða- tiltækið, að elztu menn nnmi ekki.annað eins. Eg spurði hann þvi, hvort hann mundi eftir annari cins blí'ðu á ævi sinni. Nei, hann var ekki viss um það — hann hefði svo sem lifaS bæði mikla góðviðris- og illviðratíma þau átía- tíu ár, sem hann hef'ði verið hér á jörð, cn þ» gæti hann ckki munað' cftir öðru eins veðri á þessinn tíma árs. Það væri nú líka cinhvcrn veginn svo meS sig, aS hann myndi betur cftir því, þegar illvi'ðri geisuðu en góðviSrisköflum. Strætis- Xærri fjórtán daga stóð hún, strætis- vagnar. vagnadeilan. Hún olli margvislegunt óþægindum — cins og allar kaupdcihir og vcrkföll — en þó helcl cg að vcrkfall eins fárra manna hafi aldrci Iiaft áhrif á eins marga. En. nú er þessu verkfalli loki'ð og cr þá vist ekkcrt verkfall á landinu — scm stcndur. Lækj- arlorgið cr búið að fá sinn fyrri svip, þrcngsl- in þar eru' orðin hin sömu og áður, þótt mjög hafi rýmkazt þary síðan bílastöðvarnar þrjár fluttu þaðan. * Litlu Fyrir viku var kosið í annað sinn til munaði. bæ.jarst,jórnarinnar á Akranesi. Allir vita, hvcrnig þær kosningar fóru, en hilt hafa ef til vill ekki allir athugað, hversu sáralitlu munaSi á því, aS A-listinn fengi þrjá fulltrúa, en B-listinn a'ðcins einn, en þeir hafa nú tvo hvor. A-Iistinn fckk 297 atkvæSi og þriðji maður listans hnfði 99 afkvæSi við útreikning- ana. B-listinn fékk 199 atkvæði og annar mað- ur 99V> atkvæði. Þarna miinaSi því aðeins einu atkvæSi raunvcrulega, því aS ef eitt B-listaat- kvæði hefði farið á A-listann, þá hefðu fulltrú- ar listanna orðið þrír og einn.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.