Vísir - 16.03.1946, Blaðsíða 7

Vísir - 16.03.1946, Blaðsíða 7
Laugardaginn 16. marz 1946 VISIR ^áÍHj 1)1. tfireA! 26 Þær elskuðu hann allar „Það er nú ekki gott fyrir blessað barnið," sagði frú Morland. Frú Daw dreypti á teinu og reyndi að vera sem samúðarlegust á svipinn. „Ef nokkuð kæmi fyrir Pat litla mundi John aldrei bíða þess bætur." Isabella gretti sig. „Hvað ætti að koma fyrir drenginn. Hann er aldrei skilinn eftir einn hvorki á nóttu né degi. Ef eg mætti ráða myndi eg senda hann i heimavistarskóla." „En liann er bara fjögurra ára, væna min." „Maður skyldi ætla, að hann væri fertugur, því að það er engu likara en að hann stjórni öllu hér á heimilinu. Það ætti að senda hann i heimavistarskóla fyrir lítil börn, því að hann þarf að læra það áður en of seint er, að í þessu lífi snýst ekki allt um hann." „Mér hefir oft flogið í hug að hún Mollie mín hjálpi til að ala upp í honum óþektina." „Mollie er eina manneskjan, sem hann ber nokkra virðingu fyrir því að hún teklir bann skynsamlegum tökum. Honum þykir líka vænna um hana en nokkurt okkar hinna." „Ekki vænna en um föður sinn," sagði frú Daw. Isabella yppti öxlum. „Það held eg, næstum," sagði hún. „Hann rveit, að ef hann orgar nógu hátt lætur faðir hans allt eftir honum. Við Mollie þýðir ekki að fara þannig a'ð og það veit hann. I gær var hann búinn að borða yfir sig af súkkulaði, og grenjaði til þess að fá meira. Faðir hans ætlaði að láta undan, en svo vildi til, að Moltie var nærstödd, og sagði rólega og bláít áfram: „Ekki meira í dag, Pat, svona væni minn, nú ferðu í báttinn." Og barnið hlýddi umyrða- laust." „Mollie hefir alltaf haft gott lag á börnum," sagði móðir hennar og andvarpaði. „Það er hæfileika, sem eg hefi ekki. Börn fælast mig og eg hefi aldrei getað fengið þau til að hlýða." En hún hefði vel getað bætt því við, að hún hefði aldrei lagt sig í líma með að fá þau til pess. „Eg hpfði átt að giftast efnuðum manni," bælti bún við, „eg var ekki til þess bæf að giftasl fátækum presti.". Enginn mótmælti og hún béjt áfram og naut þess að fá að hafa orðið. „En hún Mollie yrði fyrirtaks kona, þótt Jiún giftist fátækum manni. Hún er svo nýtin." Hún leit sem snöggvast íbyggin á Isabellu. „Okkar i milli hefi eg nú alltaf hugsað mitt um Mollie og þennan Patrick Heffron, sem allir dást að." „Við livað eigið þér?" sagði Isabella hvass- lega. Frú Daw brosli með sjálfsánægjusvip. „Eg vona, að eg sé ekki að ljósta upp neinu leyndarmáli dóttur minnar, en það þori eg að fullyrða, að þau voru mjög góðir vinir og eru ef til vill enn." Enginn mælti orð af vörum um sinn. „Hefir Mollie haft nokkrar fregnir af hon- um?" spurði Isabella og var aldrei þessu vant smátitringur í röddinni. Frú Daw hristi höfuðið. „Nei, nei, og það er þess vegna, sem mér finnst þetta svo einkennilegt, en eg er viss um, að henni geðjast að bonum, og eg trúi, að hon- um falli bún vel i geð. Og vist er um það að tveimur góðum mönnum befir bún hafnað síðan hann fór að heiman." „Aðstoðarpresturinn ungi vitanlega annar," sagði Isabella, „nei, Mollie veit of vel hvers er krafizt af konum fátækra presta til að vera ginkeypt við slíkum tilboðum." „Eg veit nú varla hvernig þið ættuð að kom- ast af án hennar," sagði frú Morland. Frú Daw skipti litum. „Enginn er ómetanlegur," svaraði bún. „Og eg mundi fagna yfir því, ef Mollie eignaðist sitt eigið heimili og yrði hamingjusöm." Þ'egar frú Daw var loks farin spratt Isabella á fætur, eins og þungum steini væri af henni létt. „Hvernig gaztu fengið af þér að bjóða þess- ari konu hingað, mamma?" „John krafðist þess. Eg varð að láta það eftir honum." „John er asni," sagði systir bans. „Hann hefði sjálfur átt að vera heima til þess áð skrafa við hana, i stað þess að demba þvi á okkur. Vesalings Mollie, eg yrði ekkert hissa á að hún tæki aðstoðarprestinum til þess að kom- ast að heiman." Hún gekk að arninum og hélt höndunum yfir glæðunum. Það var austanátt og svalviðri, þótt komið væri fram i april, brumknapparnir á trjánum voru orðnir bústnir, og þegar gat að líta útsprungin blóm á leiði Dorothy. „John kemur seint," sagði frú Morland með áliyggjusvip. „Hann ætlaði að koma i lestinni, sem fór klukkan fjögur frá London." „Hann fer nú að komast að raun um, að það er ekki auðvelt að ná í nýja barnastúlku á hverjum 2—3 vikum," sagði hún kuldalega. „Hvað eru þær annars orðnar margar?" „Æ, við skulum ekki tala um það. Þetta er þó heimili Johns og P'at er sonur hans. Hann getur vissulega farið sínu fram." „Veit eg það, en þetta er svo fráleitt. Það er verið að eyðileggja barnið, og væri búið að því ef ekki væri vegna Mollie." „Jobn dáir Pat litla.' Og bann er það eina sem hann á eftir." „Pat er yndisfagur drengur en —" „Hann er lifandi eftirmynd móður sinnar." „Já, og verður eins sjálfselskur og hún var." Isabella ætlaði víst að segja eitthvað meira, en hætti við það, er hún sá sársaukann í svip móður sinnar. Hún beygði sig niður að henni og kysti hana, því að hana iðraði hversu kulda- Frá mönnum og merkum atburoum: HINIR ÓSIGRANDI. Meðan skriðdrekasveitir Pattons geistust inn í Frakk- land, háðu Pólverjar í Varsjá örvæntingarryllstu orustu slyrjaldarinnar. Þeim hafði tekist að skipu- leggja og vopna 300.000 manna her án þass að Þjóðverjar hefðu hugmynd um það. Þeg- ar Rússarnir gerðu innrás í Pólland, var ákveðið að heimaherinn skyldi grípa til vopna. Leynimerkið er gaf til kynna að uppreisnin skyldi hefjast, og senda átti til allra stöðva heimahersins, var orðið „árás". 1. ágúst hófu 40.000 þús. menn uppreisn og var tak- markið að ná Varsjá á sitt vald. í þessari uppreisn létu um 250.000 manns lifið. Hér á eftir fer frásögn Bor hershöfðingja, um þessa grimniilegu og vonlausu haráttu. lega bún hafði mælt. AKVÍkWðKMM Fyrsta stálbrúin. sem byggð var, var byggS : Glásgow, Montana í Bandaríkjunum áriö 1878. John L. Sullivan sigraði Jake Killraine í sjötug- ustu og fimmtu lotu í hnefaleikakeppni í Richburg, Mississippi, Bandaríkjummi, 8. júlí 1899. Var þaS síSasta keppni þar sem hnefaleikararnir voru hanzkalausir. <* Isak: Hvort vilclir þú heldur eiga eina milljór krónur eSa tólf dætur? Jakob: Tólf dætur. Isak: Hversvegna vildi þú heldur eiga dæturn- ar? Jakob: Vegna þess, aS ef eg ætti eiaa milljón myndi eg vilja eignast margar í viSbót, en ef eg ætti tólf dætur, væri eg fyllilega ánægSur og vildi ekki eiemast fleiri. 87% af mjólk er vatn, aS því er Encyclopædia Britannica segir. Egg eru 74^0 vatn, fiskur 82,6%, melóna 92,4% og ferskjur 89%'. ¦Sextíu eru vatn. fimm af IiuhdraSi af innihaldi eggs Árásin hefst. „Pólverjar, tími frelsunar er kominn. Grípið til vopna! Gerið sérhvert heimili í Póllandi að virki og verjist þaðan kúgurum ykkar! Nú er hver stund dýrmæt!!!! Þessi skýlausa beiðni til heimahersins, um að hefja uppreisn, undirskrifuð af félaga Molotov og Osubka-Morawski, en hann var forseti útlaga- stjórnar þeirrar, er Pólverjar í Moskvu höfðu myndað, var útvarpað frá útvarpsstöðinni í Moskva í lok júlimánaðar 1944. Þessi fregn gaf mönnum fyllilega í skyn, að árás rauða hersins á Varsjá væri í vændum, þvi ef svo væri ekki, þá myndi umbeðin uppreisn ekki verða til annars en að eyða heimahernum. 30. júlí hitti einn af liðsforingjum' okkar rúss- neska skriðdrekadeild skammt frá Radsoc. Taldi foringi deildarinnar að vænta mætti komu Rússa til Varsjá hvaða dag sem væri. Frá Praga, en það er útborg Varsjá, bárust fréttir um að fólkið þar í grennd væri sífelt að rekast á rússneskar fram- varðasveitir. Og frá Legionowo flýðu Þjóðverjar, dag einn, í mesta óðagoti. Fór ein deild heimahersins inn í herbúðir Þjóð- verjanna og tóku með sér öll hergögn, sem þeir höi'ðu skilið eftir. Daginn eftir, tilkynnti Moskvaútvarpið að rauði herinn hefði tekið herforingja 73. þýzka herfylkis- ins, en það var í Praga, til fanga. Sama dag fréttum við að Mikolajczyk, forsætisráðherra útlaga-stjórnar okkar í London, hefði flogið til Moskvu. — Þetta voru beztu fréttir, sem við höfðum lengi heyrt. —• Ráðstjórnin hafði slitið stjórnmálasambandinu við Pólsku stjórnina í apríl 1943 og höfðum við hvorki haft stjórnmála- né hernaðarsamvinnu við Rússa síðan. En nú vonuðum við að Mikolajczyk gæti náð samkomulagi um samvinnu heimahersins okkar og rauða hersins. Einnig vonuðum við að uppreisn okkar myndi hafa þau áhrif á stjórnina í Moskvu, að hún myndi endurnýja stjórnmálasambandið við Pólland. Um kvöldið þennan dag, fréttum við að rúss- neskur her væri vel á veg kominn með að \im- kringja norðurhltita Varsjár; Þar var annar þýzki herinn til varnar. I Praga veitti aðeins 73. herfylkið n'okkra vörn. Göring herfylkið var á leiðinni til þess að aðstoða við vörn Praga, en til f)ess að komast þangað þurfti það að fara um mið- Varsjá. Eg sendi Jankowzki aðstoðar-forsætisráðherra, skeyti um ástandið og lýsti aðstöðu okkar. Uppreisn heimahersins í Varsjá myndi gersam- lega koma í veg fyrir alla skipulagði vörn Þjóð- verja. Hún myndi koma i veg fyrir að nokkur hjálp gæti borist til 73. fylldsins og auðvelda rauða hernum hertöku borgarinnar. Þegar tekið er tillit til allra aðstæðna virtist vera rétt að láta til skarar skríða. Þrátt fyrir marg- endurteknar áskoranir Moskvaútvarpsins um hern- aðarlega aðstoð, höfðum við ekki getað náð neinu sambandi við rússneska herinn, og um árangur af

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.