Vísir - 21.03.1946, Blaðsíða 4

Vísir - 21.03.1946, Blaðsíða 4
4 V 1 S I R Fimmtudaginn 21. marz 1946 VISIR DAGBLAÐ Ctgefandi: BLAÐAÚTGAFAN YlSIR H/F Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálsson. Skrifstofa: FélagsprentsmiðjunnL Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. Símar 1660 (fimm tínur). Verð kr. 6,00 á mánuði. Lausasala 40 aurar. Félagsprentsmiðjan h.f. Hervemd eða hernám. Sé það augljóst að Island hafi mikla hernað- arþýðingu og sé í rauninni lykillinn að Atlantshafi norðanverðu, og sé það einnig lík- legt að ófriðlegt sé enn i heiminum og kunni að leiða til nýrrar styrjaldar, ber þjóðinni að leitast við að tryggja sjálfstæði sitt og öryggi þegna sinna með framsýni og raunsæi. Flug- tæknin útrýmir aldrei þörf hernaðarþjóðanna fýrir bækistöðvár hér á landi, heldur eykur þá þörf til stórra muna, bæði til sóknar og varn- ar. Reynzlan sannar að aukin tækni leiðir af sér auknar gagnráðstafanir á sama sviði, og hún sannar jafnframt að þeim mun meiri, sem tæknin er, þeim mun lengri verða styrj- aldirnar og er það algjörlega öfugt við það sém ýmsir vísindamenn og hersérfræðingar hafa haldið fram til skamms tíma. Má því gel'a ráð fyrir að ef ný styrjöld skellur á verði hún bæði löng og hörð, og reynist atomorkan þá 1 alglevmingi cr engin þjóð í heiminum öllum örugg gegn. eyðingu þeirrar orku. Islenzka þjóðin ætti því í tírria að gera allar hugsan- legar ráðstafanir til að afstýra afleiðingum afom-eyðingarinnar, en slíkt verður ekki gert, nema með ærnum útgjöldum og erlendri sér- þekkingu og kemur því sennilega heldur ekki til framkvæmda fyrr en um scinan. Er það íhugunarefni út af fyrir sig. Þær þjóðir, sem nú eru allsráðandi á héims- höfunum eru Bretland og Bandaríkin. Þessar þjóðir háðar hafa yfir að ráða þeirri tækni, sem ein getur afstýrt hörmúlegustu eyðilegg- iilgu, sem af ófriði leiðir. Náin samvinna engil- saxneskti jtjóðanna hlýtur einnig að leiða til þéss, að þær standi saman :tð lausn mála, en verði ékki andstæðar. Þær munu því í lengstu lög leitast við að halda órofinni siglingaleið og flugleiðum milli Vesturheims og Bretlands, en til þess að svo megi verða í ófriði munu þær hafa stöðvar hér á landi hvort, sem við viljum eða ekki. Hafi þessar Jtjóðir ekki slíkar stöðvar hér á landi til umráða, híða olckur meiri hörmungar en nokkurn mann getur órað fyrir, með því að þá verða átökin ef til vill háð íyrst að einhverju leyfi á íslenzkri grund i stað þess að um varnarbaráttu í lofti og legi yrði ella að ræða, sem okkur gæti reynzt nógu skaðsamleg út af fyrir sig. Aljjjóðaviðskipti verða með öðrum hætti' hér eftir en hingað til, og allar þjóðir verða að taka ])átt í þeim skiptum og skipa sér þar í flokk, sem landfræðileg lega, ])jóðerni og j)jóðrækni kennir þeim að hagkvæmast sé, þannig að almennt öryggi og sjálfstæði þjóð- arheildarinnar verði tryggt svo, scm í mann- Jegu valdi stendur. Þetta er flestum þjóðum ljóst, enda hafa t. d. Norðmenn lýst yfir því, að gamla hlutleysisstefnan sé úr sögunni i eitt skipti fyrir öll, og þeir muni skipa sér á hekk með Engilsöxum, þótt lega lands Jæirra skapi þeim nokkurt öryggisleysi. Islendingar verða .að taka sinn þátt í þessu alþjóðastarfi. Kinangrun landsins og hlutleysi er okkur cng- in vernd. Við verðum að vita, hvað við vilj- um, og semja um mál okkar við þær þjóðir, sem við eigum mest undir, þamiig að við •og þær tryggjum sjálfstæði okkar og fram- ;tíð. Umsamin hervernd er æskilegri.en litt v insamlegt hernám, en herverndin getur að sjálfsögðu verið of hýru verði keypt. Amerískir Eyrnalokkar teknir upp í dag, — mjög fjölbreytt úrval. Verð kr. 12,75. ‘ 'WZ Toppur og Triila. hríf- um Fjörug og andi saga tvíburasystkinin Topp og Tnllu, gleði þeirra og sorgir. Freystemn Gunnarsson þýddi bókina. Kostar aðeins 12.50 í bandi. Heima. I koti karls og kóngs ranni. Þessi bók er emhver albezta barnabók, sem gefin hefir venð út á íslenzku, bæði fróðleg, skemmtileg og falleg. Nafn þýðand- ans, Steingríms Arasonar, er hverjum manni fult sönnun fynr ágæti bókarmnar. Gömlu lögin. Níu rímnaflokkar eftir Sveinbjörn Benteinsson. Þessi bók hefir vakið mein athygli en dæmi eru til um nokkra byrjandabók, er hér um að ræða óvenjulega bók. Prentuð í 400 tölusettum eintök- um. Aðeins 100 eint. óseld. Sól er á morgun. Safn kvæða frá 18. öld. Snorn Hjartarson tók saman. — Öllum, sem sknfað hafa um þessa bók, og þeir eru orðnir margir, ber sam- an um, að með útg. þessarar bókar hafi venð unnið þarft verk og að valið á kvæðunum hafi tekist sér- lega vel. Þar að auki er bókm bráðskemmtileg aflestrar, sem ekki er að undra, þar sem kvæðm eru eftir milli 30 og 40 nafngreinda höfunda og marga óþekkta. — Bókm er bundin í snorturt al- skinn, en kostar þó ekki meira en 50 kr. (272 bls.) Bækurnar fást hjá ölhim bóksölum. BókabúðlFG í Austurstræfi 14. BEZT AÐ AUGLÝSA I VtSI. HERRAHATTAR \Jerzí. ^Jncjiliarcjar Jjolmóon llýjar bækur: Bráðskemmtileg saga handa stúlkum á fermingaraldri. Nóa er ein af þeim • sögupersónum, sem lesandmn fylgir með óskiptn athygli gegnum þykkt og þunnt. Kostar aðeins 1 5 kr. í bandi. Girðingar. Frá „Þ. J.“ hefi eg fengið bréf það, sem hér fer á eftir: „Eitt af þvi, sem setur svip á Reykjavík er girðingafarganið í bænum. Þetta er að vissu leyti eðlilegt, því að liver lóðarcigandi vill búa að sinu og eiga sinn liúsagarð eða gróðurblett út af fyrir sig, þar sem hann getur verið óáreittur fyrir ágangi annarra. Hinn ber þó ekki að neita, að flestar þessar girðingar eru þunglamalegar cins og dilkar i fjárréttum eða jafnvel smækkuð mynd af illa gerðum fangelsisgörðum. * Við almanna- Og allar girðingar, öll útilókun svæði. og innilokun mæla gegn mann- legu eðli. Það er e. t. v. þess vegna, sem manni finnast girðingar og garðar vera svona ljótir. — Bæjaryfirvöldin í Reykja- vik hafa smám saman komizt á þá skoðun, að girðingar um almenn svæði cigi að hverfa. Girðíngin um Austurvöll er horfin, Arnarhóls- girðingin er farin sömu leið og girðingin um Hljómskálagarðinn er að nokkuru leýti liorfin. Girðingin um gömla kirkjugarðinn við Kirkju- stræti og Aðalstræti liefir líka verið rifin. * Léttari Með hverri girðingu, sem hverfur, fær blær. hærinn á sig létttari og viðkunnan- iegri svip. Menn fá það líka á tilfinn- inguna, að þeim sé treyst til frjálsræðis, að það sé þeirra eigin áhugamál og hugðarefni að troða ekki niður og skemma ekki þann litla gróður, sem er hér i steinauðninni, sem bærinn er orð- inn nú hin síöustu ár, og bæjarbúiuii er tíl augnayndis og ánægju, þótt ekki sé nema líl- inn hhita á ári hverju. En þótt skannnur tími sé, þá er hann samt mjög mikils virði. * Traðk. í vetur mátti að visu sjá, að Austur- völlur var talsvcrt traðkaður. Umhverf- is ganghrautirnar var komið hálfgert flag. En | þetta er að vissu leyti afsakanlegt og þetta kom af þvi, að gangbrautirnar voru blautar og illfærar. Pollar safnast i þær i rigningúm og þá er þárna á samri stundu komin eðja og for. Reynt hefir verið að liækka eina brautina, en það hefir ekki komið að tilætluðurn notúm. lif til vill er þó tiægt að finna heppilegri ofaniburð, ef brautirnar verða elcki steinlagðar, eins og þú hefir birt tilmæli um. * Arnar- Arnarhóllinn liefir líka verið traðkað- hóll. ur og það meira að scgja svo, að götu- slóðar hafa myndazt um hann. Það ráð var tekið fyrir nokkurum árum að gera reglu- legar götur um liólinn, þar sem fólk lagði helzt leið sína. Þessar götur tiggja óreglulega úm hólinn, en ekki er að fást um það, úr því að þær drögu úr þvi, að liann væri traðkaður út. En þó hefir ekki alveg verið tekið fyrir það með þeim, þvi miður. Enn eru til troðningar og verða tik- lega allt af, ef ekki.finnst ráð til að fá menn til að hætta að ganga utan gatnanna.. * Stjórnar- VI' því að eg minntist á girðingar ráðið. fiér að framan, langar mig tii að l>æta við nokkurum orðum um girð- inguna umhverfis Sfjórnarráðsblettinn. Mér finnst ekki vera liægt að taka þá girðingu með öllu hurt. Þá vrði lifshætla að ganga um Banka- stræti, a. m. k. fjrir þá, seni liafa fengið sér einn „gráan“ og nóg er að láta strætið vera girðingarlaust að sunnan, þegar húsunum slepp- ir. * Rimla- Mér finnst það liins vegar óþarfa girðingin. fjölbreyttni að liafa bárujarn á einni hliðinni og járnrimla með hinum. Rimlagirðingin er alls ekki tjót, ef henni er vel við lialdið, luin máluð eða þ. u. 1. en ef óstæða þykir til þess á annað borð að liafa blettinn girtan, þá ætti að taka bárujárnið að norðan burtu og hafa rimla þar líka. Smekklégast mundi þó likiega að liafa öllu lægri girðingu.“

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.