Vísir - 26.03.1946, Blaðsíða 2

Vísir - 26.03.1946, Blaðsíða 2
o V T S I R Þriðjudaginn 26. marz 1946 ÍDRÖTTIR i n 6t Haukar 13 áwa Haukar, Islandsmeistarar í kvenflokki 1945. Skiðalandsmótið. S. 1. föstudag hófst Skíða- mót Islands á Akureyri. Keppt var í skíðagöngu og urðu úrslit, sem hér segir: A—flokkur. I. Guðmundur Guðmunds- son, IBA, 1 klst. 19:59.0 mín. II. Jón þörsteinsson, IBS, á 1 klst. 24:39,0 mín.,og III. Jón Jónsson HSÞ, á 1 klst. 27:18,0. B—flokkur. I. Valtýr Jónasson IBS á 1 klst. 22:06,0 mín II. Sigurður Björgvinsson 1 klst. 26:33,0 mín. og III. Helgi V.Helgason HSÞ á 1 klst. 28:38,0 mín. I yngri flokkunum urðu úrslit, sem hér segir: I. Þór- arinn Guðmundsson M.A. á 1 lclst. 08 mín. 04 sek. II. Mattliías Einarsson IBA á 1 klst. 09:42 mín. og III. Krist- inn Jónsson HSÞ á 1 klst. 09:44 mín. I sveitakeppni í A og B flokki sigraði sveit IBS. I henni voru þeir Valtýr Jónas- son, Jón Þorsteinsson og Steinn Símonarsson. Tími sveitarinnar var 4 klst. 15: 23,0 mín. önnur var sveit HSÞ á 4 klst. 22:29,0 mín. Keppt var um bikar, sem KEA hefur gefið. Hófst gangan við íþrótta- ln'is Menntaskólans á Akur- eyri og lauk þar. Færi var þungt og var gengið mest- megnis á láglendi. 1 sveitarkeppni yngri flokkanna sigraði HSÞ á þrem klst. 34:13 min. I sveitinni voru þessir menn: Kristinn Jónsson, Ingvi B. B. Baldvinsson og Benóný Arnórsson. önnur varð sveit M.A. Tími hennar var 3 klst. 45:38 mín. Á laugardag fór fram keppni í svigi karla B- og C- flokki. I C-flokki voru 35 keppendur. Fyrstur varð Sverrir Pálsson IBS á 59 sek. 2. varð Stefán Ólafsson Sam- ein. Ólafsfirði á 60,8 sek., 3. varð Árnrann Þórðarson Samein. Ólafsfirði á 61,9. I B-flokki voru kcppendur 24 og urðu úrslit sem hér segir; 1. Stefán Krisljánsson IBR á 93,6. 2. Sigurður Þórðarson IBA á 98,1. 3. Mikael Jóhannesson M.A. á 98,5. I sveitarkepninni sigr- aði sveit IBR á 305 sek. í sveitinni eru þessir menn: Stefán Kristjánsson, Helgi Óskarsson og Grétar Árna- son. Keppt var um bikar þann, er KEA gaf árið 1940. Einnig var keppt um bikar Hið árlega sundmót K.R. fór fram fimmtudaginn 14. marz í Sundhöllinni. Áliorf- endur voru eins margir og húsið frekast rúmaði. Keppt var í 7 greinum með þessum árangri: 100 metra skriðsund: Ari Guðmundsson, Æ. 1:02,6 Sigurg. Guðj.son, KR 1:06,6 Rafn Sigurvinss., KR 1:07,8 Ari hætti hér met Jónasar Halldórssonar um hvorki meira né minna en 1,1 sek. Er þetta nýja met nú orðið sambærilegt við árangur er- lendis og t. d. má geta þess, að í landskeppni milli Dana og Hollendinga vannst þetta sund á 1:02,1 mín. af Evrópu. meistaranum Howding, en annar maður var með 1:03,0 mín. Ari á nú Islandsmetin á 50 og 100 m., og væntan- lega er það aðeins tímaspurs- mál, hvenær hann hætir lengri vegalengdimar. Fyrir þetta sund vann Ari enn- fremur „skriðsundsbikar“ þann, sem um var keppt. 200 m. bringusund kvenna. Anna Ólafsdóttir, Á . 3:32,8 Sunneva Ólafsd., Á . . 3:37,8 Þóra Hallgrímsd., Á . 3:49,3 Anna virtist ekki vera í ess- inu sínu, því hana skorti nú rúmar 6 sek. á metið, en hef- ir jafnan verið.alveg við það. Sunneva virðist vera í stöð- ugri framför. Anna vann nú í annað sinn bringusundsbik- arinn. 100 m. bringusund karla: Sigurður Jónsson, UÞ 1:20,1 Litla skíðafélagsins. Er það sveitarkeppni. Að þessu sinni sigraði sveit IBA á 352,7. 2. varð sveit IBR á 376,5 og 3. varð sveit Sameiningar Ól- afsf. á 397,8. I sveit ÍBA eru: Guðm. Guðmundsson, Hreinn Ósk- arsson, Magnús Bryjólfsson, Björgvin Júniusson. Þá fór fram keppni í stökki A og B flokki. I A- flokki sigraði Guðmundur Guðmundsson, stökk hann 22 og 23,5 metra og hlaut 210,4 stig, 2. varð Jón Jóns- son HSÞ stökk 20 og 23,5 og hlaut 194.1 stig. I B-fl. sigraði Sigurður Þórðarson IBA stökk 24 m. og lilaut 223,7 stig. Annar varð Stefán Ólafsson Samein. Ólafsf. stökk 22,5 og 25 m. I tvíkeppni göngu og stökki sigraði Guðmundur Guðmundsson IBA, hlaut 210 stig í stökki og 240 stig í göngu og þar með titilinn „Skíðakóngur íslands“, 2. varð Jón Jónsson HBÞ, hlaut samanlagt 395,1 stig. Sigurður Jónsson, KR 1:22,2 Atli Steinarsson, IR . 1:22,6 Sigurður Þingeyingur kom á óvart með því að synda flug- sund fyrri helming leiðar- innar og ná strax nokkru for- skoti. Sigurður í K.R. vipðist vera orðinn viðbragðsseinni en hann var. Atli cr í stöð- ugri framför. Sigurður Þing- eyingur vann í fyrsta sinn bikar þánn, sem um var keppt. 50 m. baksund karla: Ari Guðmundsson, Æ . 36,4 Halld. Bachmann, Æ . . 37,9 Ól. Guðmundsson, IR . 38,0 Fjórði maður, Einar Sigur- vinsson, KR, var 38,8 sek. Ari er einnig orðinn skæður baksundsmaður, eins og bezt sést af því, að aðeins 2 menn hafa synt á betri tíma. Ann- ars syntu keppendur yfirleitt állir vel og hafa aldrei náð svona góðum tíma áður. 100 m. skriðsund drengja innan 16 ára: Ragnar Gíslason, KR 1:13,6 Rúnar Hjartarson, Á. 1:18,9 Helgi Jakobsson, IR . 1:21,4 50 m. bringusund drengja: Kolb. Óskarsson, Á . . . 38,4 Georg Franklinsson, Æ 41,9 Kristján Sigurðsson, Á. 43,0 4x100 m. skriðboðsund: Sveit K.R.......4:45,6 Ármann ......... 4:48,9 Hér var keppni mjög jöfn og spennandi. Eftir fyrsta sprettinn var Ármann í fararbroddi, en á öðrum vann K. R. það upp og meira til. Hélst það hil nokkurn- veginn í þriðja spretti, svo endamaður K. R. fékk ör- lítið forskot, sem endamað- ur Ármanns vann þó upp þegar í stað. Á síðari helm- ing leiðarinnar tókst K. R.- ingnum þó að tryggja sér örugga forustu. 1 sveit K. R. voru Benny, Guðhrandur, Rafn og Sigurgeir, en i sveit Ármanns, Sigurður Árna- son, Magnús Kristjánsson, Óskar Jenssen og Stefán Jónsson. Á undan boðsundinu fór fram methilraun (aukasund) í 50 m. bringusundi. Kepp- endur voru 3 og urðu úr- slit þau, að Hörður Jóhannes- son, Æ. varð fyrstur á 34.7 sek., en Sig. Jónsson, K. R. og Guðm. Jónsson Á. komu fast á eftir á 34,8 sek. — Vantaði Hörð því 2/10 sek. upp á íslandsmet Loga Ein- arssonar. Þetta sundmót tókst vel sem hin fyrri og gékk all- greiðlega. En það er tvennt, sem virðist vanta alveg á sundmótin hér í Sundhöll- Knattspyrnufélagið Hauk- ar í Hafnarfirði var stofnað 12. febr. 1931 af 13 ungum drengjum innan K.F.U.M. Á þessum 15 árum, sem Hauk- ar hafa starfað, hefur íþrótta- lífið í Hafnarfirði tekið mikl- um framförum og stöðugl fleiri menn og konur tekið þátt í iðkun íþrótta. Félagiö átti þó við mikla örðugleika að etja á sínum fyrstu árum og raunar enn, vegna örð- ugra skilyrða til íþróttaiðk- ana. Skilningsleysi og jafn- vel vanmat á gildi íþróttanna var einnig þrándur i götu fé- lagsins framan af, en þraut- seigja, viljafesta og bjart- sýni hinna ungu stofnenda og þeirra, er seinna bættust í hópinn, varð til þess að auka skilning Hafnfirðinga á gildi íþróttanna almennt. Þá voru og áhrif frá K.F.U.M. og síra Fr. Friðrikssyni, hin- um mikilsvirta drengjaleið- toga, sem gáfu félaginu nafn og urðu því til góðs á fyrstu árum þess. Á þessum 15 árum hafa Haukar einkum stundað knattspyrnu og handknatt- leik, bæði i kvenna- og karla- flokkum. Haukar eru nú „Knattspyrnumeistarar Hafn- arfjarðar", en utan Hafnar- fjarðar hafa þeir enn ekki orðið sigursælir. Meginor- sök þess mun vera sú hve skilyrði eru erfið til knatt- spyrnuiðkunar í Hafnarfirði. Stærsti sigur Hauka í knatt- spyrnu utanbæjar er sá, að þeir urðu Islandsmeistarar í 1. flokki með sameinuðu liði við Fimleikafélag Hafn- arfjarðar árið 1942 og er það í fyrsta skipti, sem Hafn- firðingar vinna þessa nafn- bót. Handknattleik hafa Hauk- ar einnig stundað svo að inni, það fyrra er rásbyssa og það síðara markdómarar. Rásbyssa hefir að vísu verið notuð hér til skamins tírna, en markdómarar munu annaðhvort vera engir eða þá að þeir þurfa jafnframt að gegna sunddómarastarfi eða tímavarðastarfi, en slikt er vitanlega ótækt. Verður vonandi ráðin bót: it þessu KVprtteyeggja t'yTí1' h;Siiti.Ht- meistaramótjð í næstá.,nf)áni uði. Illurk. ,blo]«?.l ;go aogbmmi segja frá stofnun félagsins- Árið 1932 voru nokkrir drengir úr Haukum í Flens- borgarskólanum og æfðu þar handknattleik af miklu kappi. Þessi flokkur úr Flensborgarskólanum keppti. við nokkra skóla í Reykja- vík m. a. við Menntaskólann, en þá átti Menntaskólinn eitt. sterkasta lið, sem til var í Reykjavík. Kynni þessara pilta af handknattleik urðu til þess að Haukar tóku að æfa þessa hollu og skemmti- legu íþrótt og hafa þeir síðan keppt fjölda leika, einkum síðari ár. Mestu árangrar Hauka í karlaflokkum eru þessir: 1943 urðu þeir Is- landsmeistarar í meistara- flokki, en 1944 og 1945 varð 2. flokkur félagsins Islands- meistari í handknattleik. Árið 1938 var merkisár í sögu félagsins. Þá var stofn- aður kvennaflokkur innan Jiess, er iðkað hefir hand- knattleik og síðan oft háð' spennandi og tvísýna leiki. Á s. 1. ári varð kvenflokkur Hauka íslandsmeistari i Iiandknattleik innanhúss, en auk þess er hann Hafnar- fjarðar, og hraðkeppnis- meistarei i handknattleik. Núverandi kennari félags- ins i handknatlleik í öllum flokkum er Baldur Krist- jónsson, en áður hafði Garð- ar S. Gíslason verið kennari félagsins um skeið og eiga Haukar þeim mikið að þakka liinn góða árangur, sem þeir hafa náð í handknattleik. Það er einlæg ósk allra hafnfirzkra iþróttamanna, að skilyrði til ijjróttaiðkana verði bætt hið bráðasta, svo að við verði unað. En það verður bezt gert méð því að' byggja myndarlegt iþrótta- svæði að Víðistöðum ásamt iþróttaliúsi, þar sem iðka mætti allar íþróttir. Slíkar framkvæmdir væru til mikils sóma fyrir bæjarfélagið og ómetanlegs gagns fyrir æsku Hafnarfjarðar. I tilefni afmælisins hefir félagið gefið ú t myndarlegt a f mælisri t (,, Af mæli sblað' Hauka“) og geta þeir, sem vilja kynna sér íþróttamál i Hafnarfirði s. l._ 15 ár, keypt það i .flestupt þpkáhúðum i R eykjavík og' Ha fnárfirði. Hafpfirðinguj-. múAe. u'Qgön? álfi'ú-Ía5?m«8 í Ji'.öíjf uiífjJt & i no31 ■ni'Aaim)

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.