Vísir - 26.03.1946, Blaðsíða 7

Vísir - 26.03.1946, Blaðsíða 7
Þriðjudaginn 26. marz 1946 VISIR 7 í^ubif tfl. /hjreA: Þær eiskuðu hann allar 31 En uppliátt sagði liann; „Pat litli og hann eru þegar orðnir mestu mátar. Fór út að ganga með honum í morgun og Heffron fékk að leiða liann. Furðulegt, það var sem fegðar væru á ferð, drengurinn frá- fælist allajafna ókunnuga.“ Mollie reyndi að brosa. „Og er hann vel frískur, eg — meina, lierra Heffron ?“ Slater glotti góðlega. „Eg hefði haldið það, og jafn fyrirferðarmik- ill og liann var. Þér hittið liann sjálfsagt bráð- um.“ „Vitanlega. Og Slater, viljið þér skila til herra Morlands, að eg geti ekki komið til te- drykkjunnar. Eg var búinn að lofa að koma, en eg hefi mikilvægu starfi að gegna. Hami skilur það.“ „Gott og vel, ungfrú.“ Slater tók í hattbarðið og Mollie stóð áfram við hliðið í sömu sporum. Patrick kominn heim og var gestur Johns Morlands! — Einhvern veginn liafði hún hallazt að því alllengi, að Patrick mundi aldréi koma heim aftur. Seinustu fjögur árin hafði lnin reynt af fremsta megni að gleyma honum. Hún bað þess, að fundum þeirra mætti aldrei hera saman af nýju. Og nú var liann kominn. Á livaða andartaki sem væri kynnu þau að hittast —■ standa augliti til auglitis, og liún treysti sér ekki til þess að hitta hann. — Hún fór aftur inn i húsið og reyndi að sinna sínum vanalegu störfum, en það var erfitt að festa hugann við þau. Hún var eins og nýfangaður fugl í búri, sem leitast við að komast út. — Nú var því svo varið, að Bim var að heiman allan daginn, og Nan var farin að hjálpa til, svo að MoIIie var frjálsari nokkuð en hún áður var. Hvi ekki að fara burt — vera að heiman eina cða tvær vikur? Ilún átti ekki marga vini, sem hún gat lieimsótt, en systir föður hennar, sem bjó i Croydon á suðurströndinni mundi vissulega fagna henni. Frænkan var orðin gömul og lasburða, og það yrði ekki neitt frí, en vegna sársaukans, sem hún kenndi í hjarta sér var Mollie ekki í vafa um, að hún gerði ekkert hyggilegra en að vera að heiman dálítinn tíma. Einkanlega vegna hins sorglega leyndarmáls, sem heiíni var um kunnugt. Mollie liafði þjáðzt mikið og á marga lund frá því, er liún tungl- skinskvöldið las sannleikann í augum Patricks. Hún hafði sett liann á hástall í huga sér, gegn Iieilbrigðri dómgreind sinni, og tignað hann. Og hann var fallinn af hástallinum. Sam- kvæmt kenningum kirkjunnar og þvi, sem faðir liennar hafði kennt lienni, hafði Patrick drýgt ófyrirgefanlega svnd, en liún gerði sér ekki ljóst, að í augum hennar var hún aðeins ófvrirgefanleg, af því að hún elskaði hann. Þeg- ar hún hafði jafnað sig eftir áfallið, scm hún varð fyrir, er hún komst að hinu sanna, varð hún gripin sterkri afbrýðisemi, og svo fannst henni, að hin saklausa, einlæga ást hennar á honum væri útkulnuð og mundi aldrei vakna aftur. Hún bað þess, að sér mætti auðnast að gleyma lionum, að fundum þeirra bæri aldrei framar saman, og þó elskaði hún Pat litla meira en nokkurt annað barn, innilegar en Bim — og liún gerði sér ekki Ijóst, að það var ástin á föð- urnum, sem kom fram í ást hennar á barninu. I fjögur ár hafði Pat litli verið hennar höfuð- yndi. Það var henni óblandin ánægja að eng- inn hafði betri tök á honinn en hún, og þegar hann lagði Iithrhendu}*nar um hálsinn á henni og sagði „eg elska þig“ fagnaði hún i hjarta \> i. , ... i t .T. JI Nú fannst henni óumræðilega sárt til þess að hugsa, að barnið mvndi hælta að elska hana og' snúast að Palrick, og það stælti hana í á- kvörðuninni, að flýja. Hún þorði ekki að segja móður sinni, að Patrick væri kominn aftur, þvi að hún vissi hvaða orðaflóð mundi yfir dvnja, og margs spurt, en er þau sátu við há- degisverð gat faðir hennar þess, að hann hefði heyrt, að Patrick Heffron væri kominn aftur, cn lil allrar hamingju var móðir liennar hvergi nærri. „Svo Iiefi eg heyrt,“ sagði Mollie,“ en eg hefi ekki hilt hann.“ . Húp sló út í aðra sálma af talsverðri leikni, en síðar um daginn færði Slater henni þessa orðsendingu: „Iværa Mollie. Það var leitt, að þú gazt ekki komið "til te- drykkjunnar. Geturðu ekki komið til miðdeg- isverðar í kvöld? Patrick er kominn lieim og dvelst hjá okkur, og cg er viss um að hann lilakkar til að sjá þig. Þinn einl. Jolm MorIand.“ En svar liennar var á þessa leið: „Kæri John. Eg get þvi miður ekki komið. Það er páska- dagur á sunnudaginn og cg hefi lofað að skreyta kirkjuna i kvöld. Seinna — einhvern tíma — skal mér vera ánægja að koma. Eg vona, að Patrick líði vel. í mesta flýti, þín einlæg Mollie.“ Ilenni leið betur, er hún hefði fcngið Slater svar sitt. Þau mundu þá ekki hiltast i kvöld, hún og Patrick. Hanú gæti ekki komizt burt, þótl hann vildi. En síðar, þegar liún var á leið til kirkjunnar og leit i áttina til búss Johns, fékk liún ákafan lijartslátt, og liún bugsaði á þá lcið, að kannske hefði hún átt að þiggja boðið. Þau yrðu að hiltast fyrr eða siðar — og livað var að óttast? En svo flýtti hún sér lil kirkjunnar og sagði við sjálfa sig: „Eg vona, að cg hitti hann aldrei aftur.“ AleSan Mikael Ivostecka skrapp niður í bæ, fór þjófur inn um glugga í íbúö hans, tók gluggapóst- inn úr og fór meö píanóiö út um gluggann. Píanóiö fannst nokkurum dögum seinna i veölánarabúö og haföi þjófurinn selt þaö fyrir io dollara. Það merkilegasa viö þennan þjófnaö er þaö, að Kost- ecka býr á þriöju hæö. Fjögra ára gömul telpa var aö hátta sig, þegar bróðir hennar, sem var ári yngri, bankaöi og spuröi: Má eg koma inn? Nei, svaraði telpan. Hvers vegna ekki? Af því að eg er komin úr kjólnum og hún mamma sagöi, að strákar eigi ekki að sjá telpur á undir- fötunum. Nú varö ofurfítil þögn, en þá kallaði telpan: Nú getur þú komið inn, eg er komin úr öllu. Móðirin: Hver hefir eiginlega kennt þér þetta orðbragð, drengur? Jólasveinninn, svaraöi drengurinn. Jólasveinninn? Já, þegar hann datt um stólinn í herberginu ^pínu á aöfangadagskyöldiö. Frá mönnum og merkum atburðum: HINIR ÓSIGRANDI. höfðn verið í skriðdrekanumog viðgcrðin varð að fara fram undir skothríð óvinanna. Allir biðum við með eftirvæntingu hvernig viðgerðin tækist. Hann var nærri einn klukkutíma að gera við vél- ina og þegar henni var lokið, leit hann upp og úr aug-um Iians skein ósegjanlega mikil hreykni. Hann þurrkaði sér í framan með feitugri hendinni og and- lit hans var eitt sigurbros. „Mér var sagt að eg væri of .gamall til þess að berj- ast, en með þessu hefi eg sýnt að eg get gert gagn, eða hvað finnst ykkur ?“ Þetta var satt. Hann hafði sýnt frábært hugrekki og við hliðina á skriðdrekanum sæmdi eg hann heið- ursmerki fyrir alrek sitt. Jan Lumenski, vélvirki, var fyrsti maðurinn, sem sæmdur var heiðursmerki fyrir þátttöku í orustunni um Varsjá. Eg fór eftirlitsför um Wola-hverfið og komst að raun um, að bæði hermenn og óbreyttir borgarai* værii jafnvígreifir. Allir voru i góðu skapi, því a.ý nu var okinu aflétt að nokkru. Skothvellir og söngui* blönduðust saman. Öbreyttir borgarar voru að komaij sér upp götuvígjum umhverfis Kercelego-torgið. Þeir hentu öllu lauslegu út um húsagluggana, til að styrkja varnirnar með því. Grjót var rofið úr göt- unum og hlaðið í garða. Et um hvern glugga héngu rauð og hvít flögg. Þau voru heimatilbúin og í skyndi. Liðþjálfi einn, sem stjórnaði þungri vélbyssu, kom og gaf mér skýrslu. Byssu hans var beitt að gatnamótum á Powazkowska-stræti í um 600 metra fjarlægð. Allt i einu sást röð óbreyttra borgara, sem: stóðu hlið við hlið þvert yfir götuna. Við eftir- grennslan kom í ljós, að mennimir voru bundnir við stiga, en síðan höfðu Þjóðverjar ýtt þeim út á götuna og ætluðu að láta þá skýla sér. Þegar Þjóð- verjarnir komu í ljós að baki röðinni, var strax hafin skothríð. Þetta endurtök sig hvað eftir annað — Þjóðverj- ar reyndu að láta óbreytta borgara fara á undan, er þeir gerðu áhlaup - létu jafnvel konur sitja uppi á skriðdrekum sínum. Deildarforingjar, sem urðu þessarra svívirðinga varir, Jiáðu jafnvel um leyfi til að refsa þýzkum föngum fyrir þetta, en eg bannaði það, nema dómur hefði áður gengið í máli fanganna. Fyrir þessu lágu hvær ástæður: öunur sú, að við vildiun sýna, Þjóðverjum, að þeir berðust við reglulegan, agaðan her og hin, að eg vildi, að pólsku hermennirnir bærn virðingu fyrir sjálfum sér og berðust ekki eins villi-i mannlega og Þjóðverjar. Enda þótt barizt hafi verið af mikilli lieift, var; aginn góður í her okkar og það er staðreynd, að grimmdaræði gagnvart andstæðingunum var mjög sjaldgæft í okkar liði. Við heyrðmn ennþá látlausa stórskotahríð austan yfir Vistulu. Nú var barizt í aðeins fárra mílna fjarlægð. Við þóttumst sannfærðir um, að Rauði herinn mundi ryðja sér braut inn í borgina eftir fáeina daga, svo að birgðir okkar mundu hæglega endast þangað til. Síðan aðfaranótt 2. ágústs liafði engin rússnesk flugvél sézt yfir borginni og töldum við það rigningu og slæmum flugskilyrðum að kenna. Þýzki flug- herinn liafði sig heldur ekki mikið í frammi. En það var erfiðara að finna skýringu á því, hvers vegna sovét-útvarpið minntist ekki einu orði á bar- dagana í Varsjá. Við börðumst bókstaflega fyrir augum Rússa. Forverðir þeirra lilutu að liafa komið augu á eldana í borginni og hina mörgu pólsku fána, sem blöktu yfir hcnni. Brezka útvarpið og hlutlaus- ar útvarpsstöðvar skýrðu líka frá viðureigninni. En frá Moskvu heyrðist ekki aukatekið orð. Eftir miðnætti 2. ágúst svaf eg í nokkrar stundir á gólfinu í einu af verksmiðjuskýlunum. Eg sofnaði þegar fast, en hrökk svo allt í einu upp og var einkennilega órótt innan brjósts. Eg gat ekki skýrt þessa tilfinningu fyrir mér. Mér var alveg sama um vopnagnýinn, því að eg var orðinn honum van- ur. . ..... . i,- 'ívj - i Allt í einu varð mér ljóst, hvað að var: Stór- skotaliðsdrunurnar höfðu þagnað. Eg lagðj, við.,h^u§t- JJWh'-:, msvrl

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.