Vísir - 01.04.1946, Blaðsíða 2

Vísir - 01.04.1946, Blaðsíða 2
V I S I R Mánudaginn 1. apríl 1946. g»^W yjíjj£j Skrifið kvennasíðunni um áhugamál yðar. wtwr RÉTTIR ÚR KJÖTAFGÖNGUM. Þaö er hægt aS búa til marga aöra rétti úr kjötafgöngum, en ,,Biksemat" eða „Hachis"'. („Hachis" ættuö þér einhvern- t'íma að reyna ofan á sneiS af steiktu bfauöi og hafa stciktan tómat ofan á kjötkássunni). — Svo er ákaflega íljótlegt að sneiSa niöur köldu steikina. Kaöa sneiðunum á eidfast, djúpt fat. Setja agurkubita á milli snei'ðanna og hella af- ganginum af steikarsósunni yfir. Kartöflustappa þekur svo sósuna. Til þess að rétturinn taki sig betur út má gjarnan sprauta stöppunni úr sprautu- poka —¦ einhverjum hluta henn- ar. —¦ Bakað í ofni þangaS til stappan er gulbrún. Einnig er gott aö hakka so8- iö kjöt, ásamt lauki og kryddi, hræra egg saman viö og steikja á pönnu eins og bollur. Kem aftur á morgun, er þýzkur réttur og er mjög „praktiskur" ef maöur hefir haft seik í tvo daga og á enn- þá afgang af henni og óvíst 'hvort fjölskyldan líti hana blíð- Um augum, ef hún birtist i þriðja sinn. ¦Bakið þurrar pönnukökur öðru megin. Setjiö þær á bretti með bökuðu hliSina upp. Á hverja köku setjiS þér svo matskeiS af kjöti, sem búið er aS hakka tvisvar (meS lauk og kryddi) og hræra einu eggi saman við. Pönnukökunum er svo „pakkaS" utan um kjöt- deigiS. Steikt í feiti báSum megin og sultutau borSaS með. Álaborgarsteik fyrir karla, er reglulega skemmtilegur réttur. — Djúpt, eldfast fat er smurt lítillega með smjöri. Nið- urskornar, soðnar kartöflur eru settar í botn þess. Þá kemur þykkt lag af hakkaSri skinku og hökkuðu, harðsoðnu eggi. Þykkum sneiðum af tómötum er komið fyrir hér og þar. Fat. iS er svo fyllt meS meira af kartöflum og skinku. Yfir er svo hellt þunnri sósu úr kjöt- soði og steiktum lauki stráS yfir. » BakaS í ofni í stundarfjórS- Ww*am®kaw* htÞmmw U. Ín ^tttrton Ljouid, pi Sigurgeir Sigurjónsson hæstaréttarlögmaður. Skrifstofutimi 10—12 og 1—6. Aðalstræti 8. — Sími 1043. Steinn Jónsson. Lögfræðiskrifstofa Fasteigna- og verðbréfa- sala. Laugaveg 39. Sími 4951. - Hvernig skyldi okkur vera innan brjósls, ef lagt væri fé til höfuðs okkur? Eg hefi lalað við konu, sem svo var ástatt fyrir um skeið. Hún var kvenleg í bezta lagi og snyrtileg. Hún var eirín af foringjunum í við- námsliðinu og komst undan nazistum á síðustu stundu. Meðan Frakkland var her- numið stóð hún fyrir skæru- liðaflokki i S.-Frakklandi. Mér var sagt (hún sagði mér það ekki sjálf) að hún hefði sprengt í loft upp tvær her- flutningalestir fyrir nazist- um, tekið þátt í fyrirsátum margsinnis, og var að síðustu orðin eins fræg og „Rauða akurliljan". Hún gerði Þjóð- verjum margar skráveifur og ævintýr hennar voru f jöl- mörg og ofdirfskufull. Eg talaði við hana um framtíð lands henriar og hvern þátt konurnar mundu laka í viðreisn Frakklands nú þegar stríðinu væri lokið. Eg spurði hana hver afstaða þeirra myndi verða i stjórn- málum, þvi að svo hefir allt- af virzt, sem franskar konur væri einkennilega sinnulaus- ar um stjórnmál. „Jú, frú mín," sagði hún. „Konurnar munu vissulega taka þált í stjórnmálum og þær munu ganga til kos.n- inga. Það var mjög vanhugs- að, að franskar konur áttu svo annríkt fyrir striðið, að þær höfðu engan áhuga á stjórnmálum. Þetta virtist vera skoðun allflestra franskra kvenna, núna að stríðinu loknu. Þær áttu svo annarikt áður, að þær gátu ekki verið aðamstra við stjórnmál. Vafalaust lief- ir viðhorf þeirra skapazt að nokkuru leyti af þvi, að að- slaða þeirra heima fyrir var miklu betri en aðstaða brezkra kvenna í þeirra heimalandi. Franskar konur þurftu því ekki eins á stjórn- málafrelsi að halda, til þess að geta tryggt sér viðunandi afkomu fjárhagslega. Jafnvel um síðustu alda- mót voru margar franskar konur við kaupsýslu og stóðu þar jafnfætis mönnum sín- um. Oft hvildi á þeiin mikil fjárhagsleg ábyrgð, svo að enskum karmönnum mundi hafa blöskrað, ekki sízt ef til slíks hefði verið ætlazt af konum þeirra og systrum. Árangurinn var því sá, að fjárbaíTstengsl karla og kvenna á Frakklandi voru allt önnur en á Englandi. Konurnar komu ekki au«a á neitt sa'mb'and milli fram- fara í stjórnmnlum og iðnaði touiqfulltrua. þvinga sig neitt að hafa ekki atkvæðisrétt. En þegar Frakkland féll kom í Ijós hvað í frönskum konum bjó. Þær sýndu sig vera færar í flestan sjó og þær áttu bæði þekkingu og reynslu. Þær tóku allt að sér, þvínær sjálfkrafa. Þær héldu öllu gangandi og störfuðu jafnframt i viðnámshreyf- ingunni. Flestir verkfærir menn, sem höfðu haldið lífi, voru sendir í nauðungar- vinnu eða fangabúðirnar — en konurnar urðu eftir og sáu um allt. Þær ráku verk- smiðjur og verzlunarhús, þær sáu um búrekstur allan og alla þá flutninga sem fram fóru. En jafnframt því sem þær reistu við iðnað og unnu að jarðrækt til þess að geta hald- i'ð í sér lífinu, gerðu þær allt sem í þeirra valdi stóð til þess að tortíma kúgurum sínum. Og upp úr þessu hefir vaxið fullkomlega óháð kynslóð kvenna, sem er staðráðin í að skipa með heiðri sinn sess á öllum sviðum lífsins. Milli styrjaldanna óx mjög alþjóðleg stjórnmálahreyf- ing sem átti fulltrúa í flest- um Evrópulöndum. Voru yiða skrifstofur, þessari hreyfingu tilheyrandi, sem fjölluðu sérstakiega um þau málefni sem konum voru hugstæð. Kvennaþing voru háð árlega í ýmsum löndum, þar til Hitler batt endi á þess- háttar. Frakkland tók þátt í þessu, en konurnar höfðu þó ekki mikinn áhuga á því. Síðustu árin fyrir stríðið voru margsinnis haldin þing í París, og hinir frönsku kvenfulltrúar voru í öngum sínum yfir því hversu lítill stjórnmálaáhugi ríkti meðal kvenna þar í landi. Síðasta þingið var háð í París 1910, aðeins þrem mánuðum áður en Frakkland féll og þó að konur tæki mikinn þátt í alls- konar starfsemi voru þær enn áhugalausar um stjórn- mál. Það var hin mikla ábyrgð, að reka í rauninni alla starf- semi í landinu, halda þjóð- inni lifandi og eyða jafn- framt óvinunum, sem vakti konurnar að lokum. Þær sáu að skarpskyggni kaupsýslu nægði ekki til að koma af tur á reglu í landinu, er það væri leyst undan okinu. En nú þegar þær eru vakn- aðar vinna þær sleitulaust og rækilega, eins og þeim er lagið. Ræði konur og karlar, scm eru 21 árs og eldii, hafá iiú lco'sm'rigárfetlí í Frakk- konur voru kosnar á þing. Eiga þær sæti í neðri deild franska þingsins og taka nú þátt i stjórn landsins. Ýmis „kynleg fyrirbrigði" hafa komið í ljós við það, að franskar konur hafa skyndi- lega yfirgefið barnæskuna og eru orðnar fullveðja í stjórnmálum. Margar og mismunandi stofnanir hafa verið settar upp til þess að f jalla um þau vandamál, sem fáeinar þolgóðar konur liafa um fjörutíu ára skeið starf- að að á alþjóðlegum skrif- stofum kvenna. Konur, sem voru foringjar í viðnámslið- inu, höfðu fæstar heyrt getið um þessar skrifstofur kvenna. En á þessu verður fljótlega ráðin bót og vafa- laust mun frönskum stj'órh- máluni stafa töluverð heilsu- )ót af þvi að konur geta skýlaust látið uppi sín sjón- armið. Og þó að þær hafi fyrirhafnarlaust fengið í hendur réttindi, sem brezk- ar konur hafa orðið að berj- ast fyrir grimmilega í sjötíu ár, þá geta þær lýst yfir þvk að sálarkvalir og logandi undir siðustu sex ára jafn- ist fullkomlega við margra ára réttindabaráttu annarra. breiddur á borð og striga- stykkið lagt á hann á ská svo sem 3 cm. frá miðju. Því næst er klúturinn lagður saman i horn og breið fell- ireyting t il batnaðar Leiðinlegir eru klútarnir sem kvenfólk hefir notað fyrir höfuðföt á undanförn- um árum. Og ekki mundi sú tízka hafa þótt sérlega smekkleg eða falleg hefði hún verið upprunnin á ls- landi. En höfuðklúturinn hefir ýmislegt sér til ágætis. Hann er ódýrari en hattur. Hann tollir á höfðinu þó að hvasst sé og ekki þarf að righalda í hann, svo að hann fjúki ekki í burtu. Og hann hlífir hárinu töluvert fyrir vætu og ryki. En leiðinlegar eru skýlurnar samt og er gott að geta sett þær á höf- uðið á ýmisa lund — ekki alltaf sem skýlu einungis. Slundum er miðjan á skýl- unni látin snúa aftur í hnakkann, en hornin bund- in upp að framan. Hlífir það hárinu vel í stormi og rign- ingu. En hér er önnur aðferð sem setur nýjan svip á skýlu- kiútinn og er þá eitthvað í ætt við hatt. Klúturinn er brotinn í horn og stíft, aflangt stykki lagt innan í hann. — Bezt er að hafa millifóðursstriga í stykkið, en þó má gjarnan nota samanbrotinn pappir eða pappa. Stykkið á að vera 30 cm. á lengd, en 10 cm. á hæð til endanna. Það á að breikka jafnt og þétt að miðju og vera 15 cm. um miðjuna. Klúturinn er nú ing brotin i miðjuna. — Nú er klúturinn lagður á höfuð- ið og ldiðarhornin tvö bund- in í hnút niður við hnakka- gróf og séð um að hornið, sem aftur sneri, sé undir hnútnum. Þetta höfuðfat má hafa framarlega eða aftar- lega á höfðinu eftir þvi sem hverjum fer bezt. og þeim fannstþað ekkí laiidL Og ' tuHimíi' .."';?' n'ui -öív íj 1 .no?X50-iB(8! 'iijjv..".'iJg-H'/ír "ifiv límbhia .0ARÐASTR.2 SÍMI 1899 vójami Ljuðmundóóon löggiltur skjalaþýðari (enska). Heima kl. 6—7 e. h. Suðurgötu 16. Sími 5828. TELPUKÁPUR, m jög lágt verð. VeizL Regio, Laugaveg 11. Magnús Thorlacius hæstaréttarlögmaður. Aðalstræti 9. — Sími 1875. r agsýn húsmóðir byrjar strax í dag að færa heimilisreikning — því Heimilisdagbókin íaest í öllum bókaverzlunum bæjarins. Kostar 5 kr. >—rVrnr 0; ii,Trnri—>:yif-. !.¦¦'',----^—------:", ¦;;; ¦¦:—.. ;,. ,.-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.