Vísir - 02.04.1946, Blaðsíða 2

Vísir - 02.04.1946, Blaðsíða 2
2 V 1 S I R Þriðjudaginn 2. apríl 194(> Frumsýning á Guilna hliBinu í Oslé« Ragnar Ásgeirsson hefir að undanförnu verið á ferð um Norðurlönd. Meðan hann dvaldist í Oslo sá hann „Gullna hliðið“ eftir Davíð Stefánsson frumsýnt þar í borginni. — Hefir hann sent Vísi eftirfarandi frásögn af sýningunni. Eg var staddur í Osló kvöldið, þegar „Gullria lilið- ið“ hans Davíðs fró Fagra- skógi var leikið þar í fyrsta sinn á „Norska leikhúsinu”. Auðvitað fór eg þangað lil að sjá, hvernig þessu reiddi af hjá þeim Davíð og Páli Isólfssyni — og Lárusi Páls- syni, sem mest var komið undir í þetta sinn. Hann hef-- ur, eins og menn vita, verið í Osló mánaðartíma við að setja leikinn á svið og æfa leikarana. Það er hezt að segja það strax, að allt fór þetta vel og mun hafa verið öllum til á- nægju, sem við voru stadd- ir og á horfðu. Allir helztu leikararnir voru í fremslu víglínu og sigruðu, liöfðu athygli leikhúsgesta að heita mátti óskipta frá fyrsta þætti til hins síðasta. Flest sæti hins stóra glæsilega leikhúss voru setin og við hljómsveit- ina liafði verið Jjætt 20 mönnum, ekkert var látið ó- gert til að gera kvöldið og leikinn eftirminnilegan. Enda fór það svo, að leik- liúsgestir fóru ánægðir heim, og hin háa kritik blaðanna morguninn eftir var að mestu leyti á einn veg, —- góð. Og sammála um að sig- urinn bæri fyrst og fremst að þakka frú Ragnhild Hald, sem lék konuna hans Jóns af dæmafárri snilld og alúð, og þar næst Lárusi Pálssyni fyr- ir leikstjórnina. Eilífðarmálin. Annar var auðfundið ú skrifum blaðanna, að Norð- mönnum eru eilífðarmálin viðkvæmari en okkur ísl., því að sum blöðin töldu að i það gengi helgispjöllum næst, að sýna sjálfa postul- ana og Maríu mey við hlið himnaríkis, en játuðu þó að yfir sæmileg takmörk hefði ekki verið farið. Þegar kon- an hans Jóns sagði — eg lield í öðrum þætti —, að það væri langt frá íslandi til Himna- ríkis, var hlegið í leikhúsinu -— og eg hafði á tilfinning- unni, að fólkinu mundi ekki finnast eins langt þangað frá Noregi. Fyrsti þátturinn, í kotinu þar sem Jón liggur fyrir dauðanum, var ágætur. Frú Hald lék konuna svo elsku- lega einfaldlega og sannfær- andi, að hún gerði æfintýrið að veruleika undir eins. — Grasakonan var líka prýði- lega leikin (Astrid Sommer) og var laus við allan hávaða og skræki. En fyrsti þáttur mátti varla lengri vera, Jóni hefði verið óhætt að deyja svo sem fimm mínútum fyrr en hann gerði. í öðrum þætti. Annar þátturinn, sem ger- ist í fjallinu bratta, var einn- ig ágætur og naut óskiptrar athygli. Jón talaði fram í, úr skjóðunni, óforskammað- ur og skemmtilegur, þegar þeir fordæmdu — þjófurinn, sýslumaðurinn, böðullinn o. fl. — stöldruðu við á leik- sviðinu á leiðinni norður og niður. öyvind öyen lék mó- rauðan Óvininn, að vísu vel og óaðfinnanlega —, en sá, sem sá þetta leikrit heima í fyrravetur, hlýtur að játa, að Lárus Pálsson var íslenzk- ari og andstyggilegri djöfull og þar mcð betri og minnis- stæðari. En konan hans Jóns átti þáttinn, svo barnslega einföld og laus við svik, grimm við Óvininn, auð- mjúk og rík að kærleika. Þriðji þátturinn, sem ger- ist á „eilífðarenginu“, fannst manni lengstur. Það hafa fleiri flaskað á því að lýsa eilífðardýrðinni cn Davíð frá Fagraskógi. Sjálfur Dante er bragðdaufastur, þegar hann er í Himnaríkis- sælunni, djarfari í Hreinsun- areldinum, en ágætastur í ýsingunni á Infernó -- Helvíti Eg óskaði að Lárus Pálsson hefði stytt þáttinn um þriðj- ung. Þó voru þarna ágæt at- riði, t. d. bóndinn (Vilhelm Lund) og dóttir hans (Eva Ström), sem eru ekki búin að gleyma gróðri jarðarinn- ar og nautnum jarðlífsins og jafnvel þrá íslenzka stórhríð þarna uppi í tilbreytingar- lausri lognmollu eilífðaririn- ar. — Lars Trinde. Svo kom fjórði og síðasti þátturinn, sem bauð upp á mörg spennandi atriði upp við gullna bliðið. Þegar Jón kom upp úr skjóðunni, sá maður að Lars Trinde var leikari samboðinn Ragnhild Hald, og skildi, að konan hlaut, þrátt fyrir allt, að elska hann Jón sinn. Gerfið var ágætt og hárin risu í átt- ina til sankti Péturs um leið og hann jós yfir hann skömm unum. Pos t ular nir voru ágætir, stíll yfir báðum, Pétur gráhierður, ekki laus við að vera upp með sér af lyklinum og mikilvægi em- bættisins. Páll svartur á brúu og brá, mikilúðlegur. Og María mey var tíguleg og yndisleg. Hliðið gullna sjálft eins og hluti úr altaristöflu frá miðöldum. Frú Ragnhild Hald fatað- ist hvergi leikurinn frá því í fyrsta þætti og þangað til hún snaraði skjóðunni inn um liliðið. Og allt í einu er þrjóturinn Jón hólpinn og kominn inn í Himnaríki. Og Lars Trinde hafði líka vald á að breyta svip liins for- herta syndara í sáluhólpinn mann. Tjaldið fellur. Svo féll tjaldið fyrir svið- ið. En það var dregið frá aflur og aftur, framkallanir voru margar. Frú Ragnhild Hald hlaut að finna, að hún átti meginpartinn af þakk- lætinu. En öllum hinum var og þakkað rækilega, j>ví að það vai’ð engum dulið, að allir höfðu vei’ið samtaka og gert sitt bezta. Síðast var Lárus Pálsson kallaður fram og Hergel leikhússtjóri færði honum mikinn lárviðarsveig með viðeigandi þakkarorðum. En Lárus jxakkaði leikurum og hljómlistarmönnum og á- horfendum fneð pi'ýðilegri ræðu. Páls Isólfssonar var minnzt að verðugleikum fyr- ir hljómlistina við Gullna liliðið. Frá mínu sjónármiði vil eg bæta því við, að leiktjöld- in í fyrsta og öðrum þætti voru ágæt. En í þriðja Jxætti máttu þau vel vera betri. Og sjálft Himnaríkið var þar eins og ljótur og lélegur kot- bær. I fjói'ða jxætti mátti einnig að leiktjöldunum finna. Þeir, sem mála bæina okkar gömlu, gá oft ekki að því að bæjarsundin, hlöðnu veggirnir milli bustanna eru jafn sérkennileg og bustirn- ar sjálfar, og jxeir verka eins og fínasta skraut, ef vel er með jxá farið. Ilér var ekki nóg ímyndunarafl að vei'ki, því að hér liefði hugkvæmur listamaður getað skapað Himnarí kisum h verf i sam- hæi’ilegt við konungsríkið í æfintýramyndum Erik Wer- enskjolds. En eftir þessu tók víst enginn þetta kvöld, — en aftur á móti var réttilega fundið að „hvítu náttskyrt- unum“, sem þeir hólpnu gengu í á eilífðarenginu. Annars var gaman að sjá dómana í blöðum Oslóar morguninn eftir. Eitt scgii’, að formáli höfundarins, — sem Johan Norlund mælíi fram — hafi vei’ið skeljxunn- ur. Annað segir að hann sé prýðisgóður. Eitt segir að jxriðji þátturinn sé langbezti Jxátturinn, en annað að hann sé verstur. Þelta kennir mönnum að leggja aðeins hóflega upp úr dómum. En viðtökur áhorl'enda voru á einn veg, ágætar, — og jxær mörkuðxi sigui'inn. Ragnar Asgeirsson. Réttindabarátta svert- ingja í Bandaríkjunum. Agnar Bogason, Ölafs- sonar yfirkennaia, höf- undur greinar þessarai’, hefir verið við blaða- nxennskunám í Chicago. Ritaði hann greinina í sambandi við próf í náms- grein sinni. I sögu Bandaríkja Amer- íku hefir aldrei borið meira á svertingjum en nú. Frá því að jxeir voru fluttir lil Amer- íku ánauðugir þrælar og sið- •an veittur boi'gararéttur að nafninu til, hefir meiri hluti Bandaríkjamanna litið á þá sem óæðri ríkisborgara og Jxeir hafa aldi-ei notið Jjess jafnréttis um fjármál, stjórn- mál eða félagsmál, sem stjórnarskráin ábyrgðist þeim. En í siðustu styrjöld, er Bandaríkin áttu úr meiri vanda að ráða en nokkuru sinni áður, bæði uin mann- afla og framleiðslu alla, fengu svertingjarnir hið lög- lega tækifæri til að sýna að þeir gætu unnið og fram- leitt sem aðrir og Jieir hafa sannað,, cins og skýrslur sýna, að Jieir eru cngir eftir- bátar um að læra tæknileg og hversdagsleg störf. Og því er það, að nú þegar hermennirnir eru að koma heim til friðsamlegra starfa af vigvöllunum, eru leiðtog- ar svertingja farnir að leggja fyx'ir sig Jiá spurningu, hvort Jieim verði framvegis sýnd hluldrægni og greitt lægra kaup vegna þess, að þcir eru dökldeitir, eða hvort þeim verði greit eflir dugnaði, og rétt um þessar mundir er öldungadeild þingsins að at- Iiuga hina slæmu aðslöðu Jieirra til fjárhagsjafnréttis — i fi'v. um jafnrétli allra borgaranna til atvinnu. Til þess að skilja jafnrétt- isbaráttu svertingja verður ekki hjá liví komizt að líta um öxl og kynna sér aðbúð og óréttlæti í garð svertingja fi'á byi-jun. Þeir voru fluttir ánauðugir til landsins, eink- um Suðurríkjanna, þar sem þeir voru notaðir á ekrun- um, en urðu síðan cinskon- ar goskarlar á býlum hvítra manna og gengu kaupum og sölum sem liver önnur liús- dýr og verðið fór eflir vinnu- þreki þeirra. I borgarastyrj- öldinni, er N,- og S.-rikin liáðu fyrst og fremst fjár- hagslega baráttu, afréð Lincoln forsti að veita sverl- ingjum jafnrétli og gaf út frelsisyfirlýsinguna, Þegar Suðurríkin urðu undir. Siðan liafa svertingjar að lögum jafnan rétt við hvíta menn, en þó ekki raimvcrulega enn- þá. Yfirlýsing Lincolns Iireytti ekki hinni ráunverulegu rétt- arstöðu svertingja. Þeir fengu lægst laun og verstu störfin og voru aðskildir frá hvítum mönnum. Tekjurnar eru Jirefalt eða fjórfalt lægri en tckjur livitra manna fyrir sömu störf, svertingjabörn verða að sækja sérstaka skóla, kennararnir eru verr menntaðir og allar fjárveit- ingar til skólanna minni, svo að Jiað háir kennslunni. Þetta finnst hvítum mönnum i Suðurríkjunum sjálfsagt. Agnar Bogason. Svertingjar eru alls 13 rnillj- ónir í landinu, þar af 10 milljónir í Suðurríkjunum, svo að Jieir geta orðið hættu- legir Jieim hvítu, ef Jieir geta beitt sér, og er Jiað ein or- sökin fyrir meðferð þeirra. í fyrri lieimsstyrjöldinni gerist það, að svertingjar fara að þokast norður. Þá fá þeir og í fyrsla simi að starfa í mikilvægum iðngreinum. En að ófriðnum loknum, er sneyðast tók um atvinnu „og svertingjar voru siðast í’áðn- ir og var fyrst sagt upp“,. vissu Jieir hvað Jiað var að fá laun sem hvítir menn og. myndast þá víða félög til að bæta hlut Jieirra. Ein helztu samtökin voru „Landsfélag- ið“ til að efla framfarir svertingja og „Borgabanda- lagið“, en í því eru bæði hvít- ir menn og svartir og vinna sameiginlega að bættri með- fei’ð svertingja. En þau fá þó litlu áorkað, þegar at- vinnuleysi, kreppa og verð- bólga skella á. Það er ekki fyrr en ráðstafanir Roose- velts forseta (New Deal) koma í franikvæmd, að farið' er sérstaklega að athuga nauðsyn svertingja, enda fara Jiá Jiessi félög að mega sín meira. Þess verður Jió vart, að milli styi'jaldanna liafa svertingjar eflzt mikið i jafnréttisbaráttunni, og Jiótt enn sé við lileypidóma og fá- fræði hvítra manna að stríða,. viðurkenna Jió lielztu menntafrömuðir Jijóðarinn- ar kröfur Jieirra og er uppi mikil hreyfing um að bæta hlutskipti þeirx-a. En ekki er Frh. á 7. siðu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.