Vísir - 04.04.1946, Blaðsíða 7

Vísir - 04.04.1946, Blaðsíða 7
Fimmtudaginn 4. apríl 1946 V 1 S I R tftíínj tjt. jíijpeJ: 37 Þær elskuðu hann allar „Og hverjir eru ferðafélagar þhrir? Þekki eg þá?" Hann spuröi kæruleysislega, en honum stóð ekki á sama um þetla. Hann ótlaðist að John og Mollie væru þeirra meðal. „Nei, enginn sem þú þekkir, að eg ^fygg. Þú þekkir víst ekki Farnhamfjölskylduna, Grace Farnham var skólasystir mín fyrir mörgúhi ár- um, og eg hafði ekki heyrt frá henni lengi, þar til hún skrifaði mér og bauð mér að taka þátt i ferðinni. Og af því að mér fannst allt svo þvingað heima þá eg boðið." Það var eins og Patrick kipptist við. „Þvingað?" „Já," sagði hún og gretti sig. „Fjölskyldu- áhrif, eins og þú munt geta nærri. 0, sjáðu!" Hún horfði á einkennilegan fugl sem stóð á einum fæti í miðri smátjörn og horfði á mynd sína i vatninu. „Hann er eins og gamall, hygginn prófessor" sagði hún og var fegin að geta skipt um uni-, ræðuefni. Hún var hamingjusamari nú en svo að bún vildi spilla ánægjunni með því að fara að talá um móður sína, John og heimiliserjur. Patrick beindi huga sínum að þvi sem fyrir augun bar, en þó var þessi spurning jafnofar- lega í huga hans og áður: „Hvað er að frétta af Mollie?" Þau gengu um garðinn og fóru svo út á göt- una aftur. Nú var svalt orðið og tunglskin. Á öllum götuliornum gat að líta skuggalega nienn, og það fór eins og hrollur um Isabellu. Það var eilthvað sem vakti beyg hennar að vera á ferli á götum úti þarna, og ósjálfrátt færði hún sig nær John, og var þvi öruggari og hamingju- samari sein hún var nær honum. Tveir heilir dagar! Svo margt gæti gerzt á tveimur dögum, þar sem örlagadisirnar höfðu nú komið því svo fyrir, að þau höfðu hitzt. Þegar þau komu að gistihúsinu gengu þau út í garðinn umhvcrf- is það. „Eg get ekki hugsað mér að fara að hátla strax," sagði Isabella og strauk hárið frá enni sér er hún hafði tekið af sér barðastóra hattinn sinh. Hún leit á Palrick. Hann var að handleika vindlmgabylki silt. „Viltu reykja?" spurði hann. „Já, þökk." Hann rétti henni Irylkið. Það var egipskt, búið til úr skinni. Isabella minntist vindlingahylkja, sem hún hafði séð í Bond Street i Lóndon, þvmg og af gulb' eða silfii ger og skreytt kórónum og gimsteinum. Ilenni hafði flogið i hug, að gam- an væri að gefa Patrick slika gjöf, en hún vissi að hann mundi hafa óbeit á henni og aldrei nota hana. Hún tók vindling og hann bar logandi eldspýtu að vindlingnum, og gætti þess að koma ekki við hönd hennar. Isabella andvarpaði. Hve hönd hans var briin og sterkleg. Hún fylltist afbrýðisenii í garð konunnar, sem hann hafði játað að hnnn elskaði. Hann hafði sagt, að það hefði ekki vérið Dorothy. En hver var það? I tvö ár hafði þetta bakað henni hugarkvalir. Hún gat ekki svarað spurningunni — gat ekki gerl sér i hugarhmd að nokkur kona, sem Pat- rick elskaísi, befði getað staðizt hann. Þau fundu tvo lága körfustóla og settust. Þau sálu þarna í tunglskininu undir döðlutré, og i fjarska heyrðu þau tilbrigðalausa rödd prests nokkurs, sem kvaddi menn til bænagjörðar. Isabella Iiallaði sl'r afturog starði á mánann. Henni faimst hún vera-í leiðslu, draumi, sem hún vildi ..ekki vakna af. Og svo horfði hún á manninn,sem satvið hlið hennar, hann hallaði sér fram, sponnti greipar um kné sér, og starði tóiður í rauiMeitán xandínri við fætur sér. Hún fór að hugsa um það, að hann hefði elzt um ár, og Jiún furðaði sig á því, að hún hafði ekki veitt því athygli fyrr. Þegar birtu tunglsins lagði á andlit hans, sá hún að hann leit út fyrir að vera miðaldra, og hana kendi sárt til. Hve ein- mana hann hlaut að vera á flækingi um löndin, án ætlingja 'eða vina. rfEg vildi gefa mikið til að vita iim' Iryað þú jert að lmgsa," sagði hún allt í einu. Hann leit upp skyndilega og brosti, én það var ekki bros í augum hans. „Þú mundir fara að hlæja ef eg segði þér það." „Villtu segja mér það?" „Eg var að hugsa um gömlu kirkjuna heima, þar sem Daw gamli messar." „Um Sankti Mariu kirkjuna," sagði hún hundrandi. „Iivers vegna varstu með hugann þar?" Hann bcnti á skugga á jörðunni fyrir fram- an þau. Þetta var skuggi trés og myndaði hann kross á rauðum sandinum. „Kross," sagði liún og kenndi undrunar í rödd hennar. Og vissulega mundi hún hafa orðið forviða, ef hún hefði getað skygnzt inn i huga Patricks, þvi að hugur hans var i litlu kirkjunni, sem hann eilt sinn hafði hjálpað Mollie til að skreyta. Hann sá fyrir hugskots- augum sinum alíarið með einfalda, gullna krossinum, logandi kertaljósin, og hann sá Mollie leggja vönd angandi blóma í faðm hans. Hann fálmaði eftir eldspýtum til þess að kveikja í vindlingnum, sem slokknað hafði i. Og hann hugsaði aðeins um eitt, hvernig líðan Mollie væri. — Isabella horfði á hariri og kvikn- aði nú skyndilega afbrýðisemi i huga hennar. Hvernig stóð á því, að hann var að hugsa um litlu kirkjuna, ekki tilkomumeiri en hún var, mitl í töfrum Egiptalands. Hún hafði elskað hann lengi, en aldrei skilið hann, og henni fannst, að aldrei hefðu þau verið fjær hvort öðru en nú. Hún tók skyndilega til máls og af ábuga fyrir, að leiða hugsanir hans til sin og umhvcrfis þeirra. „Ællarðu að vera miskunsamur Samverji og vera leiðsögumaður minn á morgun? Þótt sfinxhm freistaði mín ekki, er eg ekkert fikin i að bjargast algerlega á eigin spýtur." Hann brosti og blés svo frá sér reyk. „Það skal verða mér sönn ánægja. Eg er ó- bundinn. Hvað eigum við að gera?" Hán fékk ákafan hjartslátt. „Iivað sem þú vilt. Eg hefi ekki séð kastal- ann cnn. Hann er sagður dásamlegur." „Já, þar getur verið gaman að koma, ef menn aka þangað ekki i vagni sem grindhoruðum hestum er beitt fyrir, hestum, sem ekillinn lemur í sífellu." Frá mönnum og merkum atburðum: 1'AwmitötöM/Í __________________ggp Aur og striS fara venjulega saman. Um þaS er þessi saga, sem gerðist —¦ aS sögn — í Belgíu- í fyrravetur. HcrmatSur, sem ók þriggja tonna vöru- bil, ók fram á hermann, sem óð í leöju upp aS hálsi. „Viltu ekki sitja í?" sagði hermaSurinn í bíln- um. „Hreinasti óþarfi lasm," svaraSi hinn. „Eg er í jeppa." Tyggigúmmíframlei'ðenndur í Bandaríkjunum hafa fundið upp nýtt aSalefni í tyggigúmmí. ÞaS er gcrfibein — plastic. ÞaS festist ekki viS húsmuni eSa gólf og sykurbragSiS helzt Iengur en í venjulegu tyggigúmmí. Ól.i: Mamma,. mér þykir ekkert JeiSinlegt aS fara í sunnudagaskólann á virkum dögum, en mér finnst hann eySileggja alla sunnudagana. HINIR ÓSIGRANDL inganna, kveiktu á lömpum og mynduðu með þeim merki það, er ákveðið hafði verið fyrir þetta kvökl. Flugvélarnar, er voru sjö að tölu, flugu nú rétt yfir húsþökunum og vörpuðu hylkjunum útbyrðis. Um leið og flugvélarnar flugu yfir borgina sendi' allt fólkið þakkarbænir upp til flugmannanna ogj hló og grét af fögnuði. En öllu góðu fylgir nær: ætíð eitthvað slæmt. Rétt utan við borgina hrap-i aði ein hinna brezku flugvéla til jarðar. Bardagarnir blossuðu nú aftur upp í borginni, því að sum hylkin höfðu fallið á milli viglínu okk- ar og Þjóðverjanna. Á einum stað hafði eitt hylkj-? anna komið niður í um fimmtíu metra fjaiiægð frá víglínu Þjóðverjanna. Létu þeir nú vélbyssu- skothrið dynja látlaust í krinum það, og tókst her- mönnum vorum ekki að ná hylkinu fyrr en undir morgun. Annað hylki féll á þak turnsins á St. -Andrews- kirkjunni. Fjórir sjálfboðaliðar reyndu að klifra uppí í turninn og ná í hylkið, en þeir voru allir drepnir.- Aftur reyndu aðrir fjórir og.fóru þeir upp í turninh að innanverðu, rifu gat á þakið og náðu hylkinu. Aðfaranætur 12. og 13. ágúst komu birgðaflugvél-.: vélar enn yfir Varsjá. Var þessum flugvélum stjórn-; að af brezkum, pólskum og suðarafrískum áhöfnum.: Ein Libérator-flugvélanna var skotin niður og; kom hún til jarðar í um fimmtíu metra fjarlægð frá aðalstöðvum mínum. Nokkrir hermanna minna hlupu til og reyndu að slökkva í flugvélinni. Ekki tókst þeim að bjarga neinum af áhöfninni, en einni; af vélbyssum flugvélarínnar tókst þeim að ná ó- skemmdri og var hún notuð gegn Þjóðverjunum kvöldið eftir. Alls tókst okkur að ná 8 af hverjum tíu hylkjum, sem varpað var niður til okkar. Létti þetta mjög á hugum pólsku hennanna, því undanfarna daga höfðu þcir oi'ðið að berjast í stöðugri hættu á að verða skotfæralausir. Við gátum nú haldið uppi fullkomn- um vörnum og jafnvel hafið sókn þar sem mest hall- aði á okkur. Auk skotfæra, sendu Bretar okkur handvélbyssur og skriðdrekavarnabyssur, en þær voru okkur ómetanlegar. Næstu daga gerðu hermenn okkar árangursríkar árásir á ýmsar stöðvar, er Þjóðverjarnir höfðu náð af okkur, en þó streymdu stöðugt 'úýar þj'zkar her- sveitir inn í borgina. Leit helzt út fyrir að sókn Rússa austan Varsjár hefði rénað svo mikið, að Þjóðverj- arnir gætu tekið af hersveitum þeim, er á móti Rúss- unum bcrðust, og sent þær til hjálpar liðsveitum sín-i um í Varsjá. Þarin 14. ágúst rauf rússneska stjórnin loks þögn- ina. Þennan dag útvarpaði bæði Moskvaútvarpið og B.B.C. í London tilkynningu frá rússnesku frétta- stofunni Tass, er var svohljóðandi: Fregnir um upp-: reist í Varsjá, er hafin var að skipun pólsku flótta- mannastjórnarinnar í London, hafa birzt í blöðum margra landa. Pólska fréttastofan og útlagastjórnhi hafa haldið því fram í sk>rslum, er þessir aðilar hafa látið blöðunum í té, að uppreistarmennirnir i Varsjá hafi reynt að setja sig í samband við rússnesku yfir- herstjórnina og að hún hafi ekki svarað. Þessar fregnir eru annaðhvort byggðar á misskilningi, eða þá hreinlega birtar sem rógur á rússnesku yfirher- stjórnina. Tass hefir áreiðanlegar sannanir fyrír því, að pólska útlagastjórnin í London, sem er ábyrg fyrir þessari uppreist, hefir ekki gert neina tilraun til þess að ná sambandi við rússnesku yfirherstjórnina. Sam- kvæmt því er útlagastjórnin í London ein ábyrg fyrir gerðum og afleiðingum gerða þessara uppreistar- maima. Áhrifunum, sem þessi tilkynning hafði á íbúa Varsjár, er ekki hægt að lýsa með orðum. Þeim var enn í fersku minni tilkynning rússneska útvarpsJ; ins: „Ibúar Varsjár, gripið til vopna___'.' Það var! heldur ekki langt síðan sama útvarp tilkynnti að: yfirmenn skæruliðssveitanna í Varsjá neituðu ao? berjast, þótt þeir vissu að það myndi létta undir sókn Rússa. ¦ ; ; I Þessi tilkynning var samhljóða fregnum þeim, er« i Mikolajczyk hafði sent til London og engin tilkyrux-t

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.