Vísir - 10.04.1946, Blaðsíða 2

Vísir - 10.04.1946, Blaðsíða 2
V 1 S I R Miðvikudaginn 10. apríl 1946 Guobrandur Jónsson áskalegur misskilningur, Niðurl. urn tíma haft nein ríkisrétt- arleg yfirráð hér á landi, og ekki mér heldur kunnugt um að Danir hafi nokkurn tima ráðið fyrir Indlandi, Persíu eða Italíu, hins vegar hafa handrit vor og skjöl komizt til Danmerkur i skjóli þess, að Danir höfðu hér yfirráð með þeim skyldum, sem því fylgdu, og verður að því vik- ið síðar. En að því er hand- ritunum íslenzku í Sviþjóð viðvikur, þá eru þau komin þangað fyrir hirðuleysi Dana og vanrækslu á skyld- um þeim við ísland, sem af yfirráðum þeirra hér leiddi. Verður og að þvi vikið sið- ar. Um kröfuna til Arnasafns segir frúin, að það verði „yf- irleitt ekki um það rætt, að sú krafa eigi sér nokkurn rétt". Við íslendingar ráð- um því nú sjálfir um livað verður i*ætt, því að nú er sú tíð af, að Danir múlbindi okkur. Frúin vísar um fullan eignarrétt Dana til þessa safns i erfðaskrá Árna, og ef frúin hefir lesið hana, þá hlýtur hún að vita, að íslend- ingum getur ekki verið rieinn ami i því að rætt sé um hana, því að hún er svo úr garði gerð, að full ástæða er til að láta sér detta ljótt í hug um það, hvernig hún hafi orðið til. Frúin getur þess og, að samkvæmt erfðaskránni sé óheimilt að afhenda nokkuð úr safninu, en sá skilningur hlýtur að vera nokkuð nýr, því 1817 voru 121 skjal á hókfelli úr Árnasafni afhent rikisstjórninni í stórhertoga- dæminu Mecklenburg. Hún segir það satt, frúin, að há- skólaráð Kaupmannahafnar- háskóla hafi samþykkt að vísa kröfum vorum á bug, en hitt er jafnsatt, að Kaup- mannahafnarháskóli liefir engan ráðstöfunarrétt yfir eignum okkar, og samþykkt hans er því ekki meira virði, en ef liáskólaráð háskóla ís- lands hefði á sínum tíma samþykkt það, að vísa skyldi á bug kröfum Dana um að Þjóðverjar skiluðu þeim Istedljóninu. Danir eru bún- ir að fá það með skilum og eru eins vel að því komn- ir og við að handritum vor- um í Danmörku. Þar með lýkur skrifi frúarinnar um hinn lagalega rétt Dana i þessu máli. Aðalsvarið af okkar hendi við þessu masi frúarinnar lilýtur að vera, að íslendingar hafa skýlausan, óvéfengjan- legan lagalegan rétt til'hand- ritanna og að Danir eru al- gerlega óheimildarmenn að jjeim. Rökin eru skýr og Samband við Noreg og Daninörku. Frá 1262 til 1537 var ís- land i persónusambandi við hið norska ríki, og lenti með þvi 1397 í persónusambandi við Danmörku, en Noregur og þar með Island var síðan innlimað í Danmörku 1537, og var Islandi eftir það stjórnað fyrst sem dönsku léni en síðar sem dönsku stiftamti, alveg á sama hátt og hverju öðru dönsku léni og amti, til dæmis Rípar- amti eða Thistedamti. — Það var því ekki um að villast, að Island var frá 1537 partur hins danska ríkis, alveg hliðstæður öðr- um pörtum þess. Þetta breyttist ekki, þegar Danir þröngvuðu upp á 'okkur stöðulögunum, en varð hins vegar þá fullt eins greini- legt. Þessum lögum var margmótmælt af Islending- um, en þá skorti bolmagn til að hrinda þeim, og þeir urðu natiðugir viljugir að hjálpa til að framkvæma þau. Okk- ur er þess vegna ekki auð- velt að mótmæla því, að Is- land hafi frá 1537, og ekki sizt frá 1662, fram til 1918 verið partur hins danska ríkis, en Dönum er algerlega ómögulegt að mótmæla því. Þegar land er innlimað, fylgir þvi ekki yfirráðaréttur einn, heldur jafnframt þær skyldur, sem leiða af yfirráð- unum, og er ein með öðrum skyldan til forsjár. Það er enginn efi á því, að ríkis- stjórn ber að hafa forsjá og umhyggju fyrir þeim lönd- um, sem hún ræður, og að fylgja hagsmunum þeirra allra jafnt eftir. Dönsku stjórninni bar því fram til 1874 að fylgja fram öllum hagsmunum íslands og fram til 1918 að svo miklu leyti, sem stjórnarskrá vor hafði ekki létt þeim af henni. Skyldurnar, sem yfirráða- rétturinn hefir í för með sér, eru afar margvíslegar, en í heild sinni vinnur ríkisvald- ið í umboði landshlutans. Þegar skilningur fór að vakna á þörfinni á því að varðveita fornar menjar, skapaðist sjálfkrafa hjá rik- isvaldinu skylda til að hafa hönd í bagga með þeim mál- um. Var ekkert eðlilegra en að þessar menjar Væru dregnar saman i höfuðborg rikisins, og að þar yrði mið- stöð þeirra. Meðan hugsunin um að sambandið milli rikis- hlutanna gæti gliðnað sund- ur var ekki til, gat það ekki verið nein viðurkenning af hálfu neins landshluta um það, að hann afsalaði sér eignarrétti sínum á þvi, sem þar yar safnað, að hann léti það1' rérittáf'r eiíní sjoðý sem væri eign allra. Handritasmölun. Rétt áður en einveldið komst á, fór konungur að smala handritum hér á landi, einsog Alþingisbækurnar bera með sér. I þá daga var konungurinn og ríkið eitt og hið sama, svo að það, sem til hans rann, var í raun réttri eign ríkisins, sameign allra landshluta, og varðveitti rikið og konungur það, sem trúnaðarmaður allra lands- bluta. Þegar Árni Magnússon gaf háskólabókhlöðunni í Kaup- mannahöfn hið islenzka handritasafn sitt, var hann að fela ríkinu það til gæzlu svo að það færi ekki á flæk- ing, af þvi að hann vissi að ííkið var færast um að varð- veita það. Hefði Island þá verið hluti annars rikis, hefðu handritin lent í vörzl- um þess, og hefði Island ver- ið sjálfstætt ríki, mundi safn hans hafa verið falið þvi, og hefði aldrei úr landi farið. Það var því eingöngu í skjóli þess, að ísland var óaðskilj- anlegur hluti Danaveldis, að Árnasafn lenti í Kaupmanna- höfn. Handritin og forngripirnir hafa því, í skjóli þess, að Is- land var partur Danaveldis, verið gefnir sameiginlegu riki eða keyptir af sameigin- legu ríki fyrir fé af sameig- inlegum sjóði, þvi íslenzkur sjóður var enginn til fyrir 1874. Hlutanna hefir verið aflað af félagsbúi, ef svo mætti segja. Nú er sambandi íslands og Danmerkur slitið. Sam- félag Islands og Danmerkur leysist upp, og Island og Danmörk verða riki óháð hvort öðru. Rökrétt afleiðing af því er, að það, sem vegna sambandsins hefir áður lent í höndum hins fyrra sam- rikis af eigum annars hvors hinna nýju ríkja, á sjálfkiaía að ganga til hins uppruna- lega eiganda aftur vegna þess, að trúnaðarmaður beggja, samríkið, er ekki lengur til. Það verður að gcra félagsbúið upp og hvcr að taka sitt. Þetta er alvc<.< rökrétt og í samræmi við allar þjóðarvenjur. Getur lagalegur réttur verið skjrari en þetta? Nei! Það er af þessu auðséð, að kröfur vorar eru lögmætar, en ekki yfirgangur. Siðferðislegur grundvöllur. Þá fer frúin, sem að vísu ekki hefir reynst vera neitt sterk á svelli siðalögmálsins, að tala um hinn siðferðilega grundvöll undir „eignar- rétti" Dana. Er hugsanafer- illinn einkar krókóttur. Kveður' hún þar allt veíta á því „að hve miklu leyti Danmörk hafi kunnað að geyma þann fjársjóð, sem vér höfum eignast, og hvort vér höfum kiinnað að ávaxta hann handa öðrum. Eða: hvort ísland hefði getað rækt það hlutverk og mundi geta rækt það framvegis." Það er bezt að byrja á þessari klausu aftanverðri, og svara því, að það er enginn vafi, að við hefðum ekki getað varð- veitt handritin á þeim tíma, sem Danir rökuðu þeim til sín. En hverju og hverjum var að kenna? Það var Dönum að kenna, sem bjuggu svo að okkur, að við vorum óhæfir til að leysa það starf af hendi. Þeir vanræktu okkur i því sem öðru, og ætla svo nú. að nota sína eigin vanrækslu við okkur annars vegar, en rækslu sína á söfnunar- skyldunni fyrir okkar hönd hins vegar til að hafa af okk- ur lögmæta eign, ef frú Lis Jakobsen fær ráðið.Dálaglegt siðferði það! Við hljótum að kæra Dani um það, hvernig þeir bjuggu að okkur þá, svo að við vorum ekki sjálfir færir um hvorki þetta né flest annað, sem okkur var nauðsyn. Vanræktar skyldur. Það eru fleiri skyldur í þessu efni, sem Danir hafa vanrækt. Frúin er að nudda okkur því um nasir, að það sem eftir hafi orðið hér af handritum hafi farið for- görðurn. Það er nokkuð til í þessu, enda þótt sé hátt á 10. þúsund handrita i Lands- bókasafninu nú. En því *í dauðanum brugðust Danir þeirri skyldu sinni, að halda þessu til haga fyrir okkur? Frúin nefnir handritin okk- ar hjá Svíum, en hverju var það að kenna nema slóða- skap Dana, að ná þessum handritum á einn stað, þar sem þeim væri óhætt, að þau lentu til Sviþjóðar. Hverju er það að kenna, að íslenzk handrit hafa flækzt til Ut- recht, Wolfenbiittcl, Berlín, Wien, Parísar og ýmsr;i Staðá á Englandi, Skotlandi og írlandi? Það er hirðuleysi Dana að kenna. Þeir hafa i þessu sem öðru vanrækt að veita hagsmunum vorum þá forsjá, sem þurfti og þeim bar. Þcir lofuðu Finni Magn- ússyni að tvíselja íslenzk handritasöfn til Englands, þeir lofuðu Grimi Thorkelin að selja íslenzk handrit til Englands og þeir lofuðu Sir Joseph Banks Bart, að flytja íslenzk handrit úr landi, þvert ofan í skyldu sína við okkur. Og þennan slóðaskap, þetta hirðuleysi og þessa vanrækslu á ótvíræðum skyldum Dana við oss ætlast frú Jacobsen til að við þökk- um þeim með að lofa þeim að halda fyrir okkur þeim verðmætum vorum, sem ekki hafa farið forgörðum fyrir vítavert aðgerðaleysi þeirra. Sér er hvert purkunarleysið! Og svo er frúin að gorta af því, að Danir hafi kunnað að geyma það, sem þeir hirtu, en vill hún þá ekki um leið blygðast sín fyrir hirðu- og hugsunarleysi Dana fyrir okkar hag um hitt, sem Frh. á 7. siðu. Bollapör (gler) ^kúlœÁkeiÍ Lff. Skúlagötu 54. Sími 6337. vön að sníða og sauma, getur fengið lager-saum heim. — Tilboð merkt: „Kjólar" sendist blaðinu fyrir laugar'dag. Linoleum er komið í Veggfóður- verzlun Viktors Kr. Helgasonar, Hverfisgötu 37. Sími 5949. Nýfcommr amerískir og svissneskir SILKÍSOKKAR. iízl negio, Laugaveg 11. IBOD OSKA! f yrirf ramgreiðsla Vanfar tvö ¦— þrjú herbergi og eldh^s. Vil leiga 1—2 ár, fynrfram, afnot af síma, og ýms önnur hlunniiidi ef um semist. —- Tilboð merkf, ,,íb<5ð/sl 16" fleggisf'á: 'afgr^bi'áðsitrs' fýdr' fó'studag. \mmaúza\i& .jtsti ihíjrrug'iöhd gajmrd*ú' "i6 umuta za&q muttviA

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.