Vísir - 10.04.1946, Side 3

Vísir - 10.04.1946, Side 3
Miðvikudaginn 10. apríl 1946 ▼ I S I R 3 ferða um páskavikuna. Fjallamenn fjölmennastir. Svo sem að vanda lætur þegar dregur að páskum, fara fjallagarpar og skíða- menn að undirbúa ferðalög til fjalla og jökla. Að þessu sinni, sem endra- nær, munu Fjallamenn gera út stærsta leiðangurinn, eða réttara sagt leiðangrana, því að þeir efna til hópferða bæði á Eyjafjalla- og Tind- fjallajökul. Nær 40 manns liafa þegar tilkjmnt þátttöku sina til þessara ferða og eru báðir skálarnir fullskipaðir. Svo sem áður hefir verið skýrt frá, verður námskeið í skíða- og fjallaíþróttum undir forystu Nordenskjold, á Tindfjallajökli páskavik- una. Þar mun verða svo fjöl- mennt að ekki er viðlit að koma öllu fólkinu í skálann og verður margt því að búa í tjöldum og snjóhúsum. Hóparnir sem fara á báða jöklana leggja af stað liéðan n. k. sunnudagsmorgun snemma og verður farið upp á jökla samdægurs. Farang- ur verður reiddur á hestum eftir því sem við verður kom- ið. 1 báðum leiðangruniun verða hafðir sleðar ef fólk vill fara í smærri ferðalög um jöklana, þá daga sem það dvelur þar uppi. Um aðra leiðangra er það vitað að skátar munu fara á Fimmvörðuháls, sennilega í félagi með Fjallamönnum, en hópur skáta hefir að und- anförnu gert út leiðangra á Nýbreytni: Hafnarfjasðarbær útvegar stúlknr til heimilisstarfa. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar hefir tekið upp þá nýbreytni að sjá heimilum fyrir hús- hjálp í veikindaforföllum húsmóðurinnar. Vísir hafði í gær tal af bæjarstjóranum í Ifafnar- firði og innti liann frétta af þessari nýbreytni bæjarfé- lagsins. „Eins og vitað er“, sagði bæjarstjórinn, „er mikill hörgull á stúlkum, sem vilja taka að sér innanhússtörf. Hefir því bæjarstjórn Hafn- íirfjarðar tekið upp þá ný- breytni, að sjá heimilum fyrir húshjálp ef mögulegt ■er. Með þetta fyrir augum yar auglýst eftir stúlkum, sem vildu taka að sér heim- ilisstörf, en því miður gaf ékki nema ein sig fram. Rétt þykir mér að geta þess, *að í síðustu fjárhagsáætlun I)æjarins er gert ráð fyrir að bærinn ráðstafi 30 þúsund lcrónum í þessu augnamiði“. ýmsa jökla í páskavikunni undir stjórn Jóns Oddgeirs Jónssonar. Jón dvelur nú erlendis, en félagar hans munu fara á Fimmvörðuliáls að þessu sinni. Annar hópur skáta, undir fararstjórn Þór- arins Björnssonar, mun fara á Tindfjallajökul. Nokkurir K.R.-ingar, svo- kallað „Kaldaband“, fara á Kjöl og Kerlingarfjöll um páskana. Fluttu þeir nokkuð matvæla og fleira á s.l. hausti inn í sæluhús Ferða- lelagsins á Kili til jæss að létta sér flulningana nú. Enn er óákveðið hvort Litla Skíðafélagið gerir vit leiðangur að þessu sinni, en það hefir farið í lengri ferða- lög um hverja páska að und- anförnu. Dvelja sumir helztu fjallagarpar þeirra nú er- lendis svo að óvíst er hvort farið verður eða ekki. Þá er viðbúið að einstakl- ingar taki sig saman í lengri ferðalög, en um þau er blað- inu ekki kunnugt. Það skal brýnt fyrir fólki, sem fer til fjalla éða jökla að búa sig vel í hvívetna, því að þótt veðurblíða sé í byggð geta stormar og hríðir geisað á jöklum — svo er og vitað að páskahretin láta ekki að sér hæða. fiéSar horfn; á að hægt sé að bjarga Poodole Góðar horfur eru á, að tak- ast megi að bjarga pólska togaranunv Poodole, sem strandaði austur á söndum á dögunum. Vísir sneri sér í rnorgun lil Benedikts Gröndal, for- stjóra Hamars, og innti hann frétta af björgun togarans, en eins og kunnugt er tók H.f. Hamar að sér björgun skipsins. Gröndal kvað sæmilegar horfur á, að takast mætti að ná skipinu lit. Ennfremuf gat hann þess, að búið væri að koma vírum í skipið og væru þeir festir við legu- akkeri, sem lagt hefði verið um það bil % km. frá skip- inu á sjó út. Var mjög crfitl að korna vírunum fyrir, en tókst samt. Er nú ekkert að gera ann- að en bíða eftir hagstæðu veðri til þess að reyna að ná skipinu út. Þeir Bjarni Jónsson verk- stjóri og Kristján Schram hafa undanfarið dvalið þar eystra og annazt allan und- irbúning björgunarinnar. Sá Ferðafélag Akureyrar 10 ára. Frá fréttaritara Vísis, Akureyri á mánudag. Ferðafélag Akureyrar varð 10 ára í dag. Hefir félagið frá byrjun gengizt fyrir lengri og skemmri ferðum um byggðir og öræfi lands- ins. Undanfarið hefir félagið unnið að vegagerð fram úr Eyjafirði og kannað Sprengi- sandsveg. Fyrir nokkrum ár- um hóf félagið ferðir úr Mý- vatnssveit til Ilerðubreiðar- linda og síðar um Dyngju- fjalladal. Árið 1944 fór hópur úr ferðafélaginu ásamt Páli Ara- syni úr Reykjavík suður Dyngjufjalladal á bifreiðum, en s. 1. sumar komst bifreið ferðafélagsins allt að Dyngju- jökli. Fyrsta stjórn félagsins var skipuð þessum mönnum: Steindór Steindórsson for- maður, Ólafur Jónsson, Þor- móður S IHaður brennist á báðum fótum. í gærmorgun varð ketil- sprenging í vélarúmi e. s. Þór, og brenndist maður, er var við vinnu í ketilrúminu, all- mikið á báðum fótum. Maður þessi heitir Andrés Jóhannsson, Gunnarsbraut 10. Var liann að vinna við ketilinn, er öryggisúlbúnað- ur bilaði og gaus þar þegar út sjóðandi heit gufa. Brann Andrés mikið á báð- um fótum upp að hnjám. —- Var þegar kallað á sjúkrabíl og Andrés fluttur á Land- spitalann. Líður honum nú eflir vonum. G. Egnsso::, r " 'V.ö' ftcfán i'.. niirr.s- rn félags- son. í'úverar.v ins er skipuð þessum mönn- um: Sigurjón Rist formaður, Björn Þórðarson, Þorsteinn Þorsteinsson, Eyjólfur Árna- son, Edvard Sigurgc’rsson, Aðalsteinn Tryggvason og Björn Bessason. Þorsteinn Þorstc-nsson hefir verið formaður ferða- nefndar félagsins frá byriun og hefir hann verið aðal- hvatamaður að fjallvegalagn- ingum og könnun nýrra leiða. JOB. Varð undir timburhlaða. í gærkvöldi vildi það slys til, að drengur slasaðist mik- ið er timburhlaði féll ofan á hann, Slys þetta. vildi til á Há- teigsvegi. \'ar drengur, 9 ára gamall, að leika sér við timb- urhlaða þar á götunni. Féll timburlilaðinn niður og lentu stórir plankar á höfði drengs- ins. Var hann þegar fluttur á Landspítalann, meðvitundar- laus. Við rannsókn þar kom í ljós, að hann liafði marizt mjög illa á höfði. 1 Er Vísir hafði tal af Land- jspítalanum í morgun, var hjaðinu tjáð, að drengurinn væri ekki enn kominn til meðvitundar. 7 />■/ Klukkan 1 gær byrjaði Tjarnarbíó að sýna stórmyndina. Klukkan kallar (For Whom Bell Tolls) eftir sögu Ernest Hemingsways. Éru aðeins nokkurir dagar síðan bíóið fékk mynd þessa og sökum þess, að fólk hefir beðið lengi eftir lienni og gert margar fyrirspurnir um, hvort mynd þessi væri ekki væntanleg, er slrax byrjað að sýna hana. Myndin gerist í horgara- styrjöldinni á Spáni og fjall- ar um Bandaríkjamann, sem þar dvaldi og tók þált í bar- áttu fólksins gegn Franco. Myndin er í eðlilegum lit- um og hefir farið sannkall- aða sigurför þar sem hún liefri verið sýnd. Aðalhlutverkin leika Ingrid Bergman og Gary Cooper. síðarnefndi er kominn til bæjarins: • Að lokum gat Gröndal þess, að skipið væri með öllu óskemmt. Þýzkalandssöfnunin. Iiinar 50 kr. Fjögur börn 1000 kr. N. N, 50 kr. G. 30 kr. Hulda 50 kr. N. N. 25 kr. Á. 50 kr. Bergur Runólfsson 100 kr. H. Þorv. 20 kr. Helga og llagnús, Móakoti 50 kr. María 50 kr. Starfsfólkið í í Toledo 510 kr. G. B. 50 kr. U. J. ! 50 kr. Óli og Didda 50 kr. Eggert Kristjánsson 40 kr. Sjö systkini 0 kr. Björn Sveinbjörnsson 50 kr. Þórunn Helgadóttir 50 kr. Arinbjörn Ólafsson 50 kr. Odd- igeir Magnússon 50 kr. Steingrím- ! ur Atlason 50 kr. R. M. og N. 00 kr. N. N. Hafnaríirði 40 kr. N. N. Ilafnarfirði 100 kr. Guðrún Jóns- dóttir 10 kr. K. J. 50 kr. Ivvenfél. Liljan, Miklaholtshr. 100 kr. Á. Ö. 100 kr. Hilmar Kristjánsson 10 kr. Ivristinn G. Baldvinsson 10 kr. Safnað af Einari G. Einars- syni, Garðhúsum 2720 kr. Góöur tjesiuB' 1 kvöld er hingað væntan- legur: með. Drottningunni mag. art. Chr. Westergaard Nielsen, ritari Dansk-íslenzka félagsins í Danmörku. Hefir þess áður verið get- ið í fréttum blaða og útvarps, að Westergaard Nielsen komi hingað til að halda fyrirlestra á vegum íslenzku deildar Dansk-íslenzka félagsins. — Hitt er flestum Islendingum ókunnugt, að Westergaard Nielsen liefir á undanförnum árum ritað meira um Island i dönsk hlöð og tímarit, en líklega nokkur annar maður í Danmörku. Og allar grein- ar hans hafa verið skrifaðar af mikilli hlýju og nænium skilningi á sjónarmiðum Is- lendinga eins og t. d. í sjálf- stæðismálinu. Westergaard Nielsen talar og ritar íslenzku ágæta vel og mun flytja fyrirlestra sína á íslenzku. Mun það nær einsdæmi um útlending, sem ekki hefir dvalizt langdvöl- um á Islandi. Dansk-íslenzka félagið heldur skemmtifund næst- komandi mánudagskvöld í Tjarnarcafé, í tilefni af komu mag. Westergaard Nielsen. Flytur hann þar erindi og sýnir kvikmyndir frá Dan- mörku. Tvöfaldur kvartett syngur og síðan verður dansað. Kyndara vantar nú þegar á e.s. Þór. Upplýsingar í síma 6016 eða um borð í skipinu. Tilkynniny frá dómsRnálaráðuneyfifltia Þav sem ráðuneytiS hefur úrskurðað að bifhjól með vélum frá 0,90—1 hestafls, skuli háð ákvæðum bifreiðalaganna, til- kynnist hér með eigendum og umráða- mönnum slíkra hjóla, að notkun þeirra er óheimil nema þau séu tryggð og skrá- sett og ökumenn þeirra uppfylh skilyrði þau sem sett eru til að stýra bifhjóli. Dómsmálaráðuneytið.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.