Vísir - 10.04.1946, Page 7

Vísir - 10.04.1946, Page 7
Miðvikudaginn 10. apríl 1946 V I S I R Framh. af 2. síðu. fór forgörðum? En hvernig geymdu Danir það, sem þeir létu ekki fara í súginn? Ekkert hirðuleysi. Frúin játar, að nokkuð hafi farizt í brunanum 1728, en kveður ekkert handrit hafa glatast fyrir hirðuleysi í vörzlum danska ríkisins. O, jæja! Hverjum var að þakka að Gunna flaut? Forsjóninni einni! Háskólabókasafnið var geymt uppi á lofti í: Þrenningarkirkjunni. Sú I kirkja brann 1728, þegar| einnig brann hjá Árna Magn-j ússyni. Þangað var Árnasafn, flutt og geymt lengi, meðal annars þegar Bretar skutu á Kaupmannahöfn 1807 og meira en 300 hús brunnu. Þá skall hurð nærri hælum, því bruninn náði svo að segja alveg að Þrenningarkirkj- unni, svo að það er bezt fyr- ir frú Lis Jacobsen að gorta ekki af þeirri slembilukku sem einhverri forsjálni Dana, að kirkjan brann ekki þá og safnið með. Konunglega bókasafnið með íslenzku handritunum var geymt í höll Soffíu Amalíu Moth, greifynju af Sámsey, fylgi- konu Kristjáns V. — þar er nú ríkisskjalasafnið —, og var liöll hennar tengd kon- ungshöllinni með loftgöng- um, sem enn standa, svo að konungur þyrfti ekki að væta sig, þegar hann heim- sækti greifynjuna. Brann konungshöllin tvisvar meðan bókasafnið var þar, og var í bæði skiptin hending að safnið brann ekki, en hvorki aðgæzlu Dana almennt né frú Jakobsen sérstaklega að þakka, að svo lánlega tókst. Hér er því af engri geymslu að gorta, og eins vel og þetta gætum við vel geymt handrit vor og forngripi, og betur þó, því við eigum nú húsa- kynni undir þau engu lakari en Danir, þó minni séu, og munum hafa ráð með . að hafa þau framvegis. Það er rétt, sem frúin hermir, að söfnin hafi verið opnuð upp á gátt, en hvað er að gorta af því, því hvernig átti að nota þau öðruvísi. Það má vera að frúin líti svo á, að betra hefði verið að loka þeim líkt og Grænlandi og hafa þar nokkurskonar danskan einokunar-vísinda- rekstur, en ætli afköstin liefðu þá ekki orðið minni bæði að magni og gæðum? Frúin segir það og satt, að Danir liafi stofnað háskóla- embætti til rannsóknar á handritunum, en hverjir sátu í þeim og önnuðust rannsóknirnar? Það voru Is- lendingar: Finnur Magnús- son, Konráð Gíslason, Finn- ur Jónsson, Gísli Brynjólfs- son, Valtýr Guðmundsson og nú Jón Helgason, og geri ég ekki ráð fyriri að j>au nöfn helgi Dönum neitt, svo ís- lenzk eru þau. Jafnhliða LM þessum nöfnum má ekki gleyma nöfnum Þormóðar Torfasonar, Árna Magnús- sonar, Jóns Eirílcssonar, Gríms Thorkelin og Jóns Sigurðssonar og eins allra styrkþega Árnasafns, er all- ir voru íslendingar. Það er satt, að Danir kostuðu útgáf- ur af fornritum vorum, sum- part að vísu af fé Árna Magnússonar, en hverjir sáu um útgáfurnar? Það voru mcstmegnis Islendingar, en aðeins Danir að óverulegu leyti. Ég skil að frúin meti peninga mikils, en gæti þó lnigsað mér, að henni við nánari athugun kynni að skiljast, að mikilsverðast er það, sem fyrir þá fæst. Eng- in íslenzkur maður mun fá- anlegur til að draga úr ágæti Rasks, hitt mætti frekar segja, áð sú var tíðin að landar hans kunnu ekki að meta hann sem skyldi. En J>að er fullmikið sagt, að hann hafi grundvallað ís- lenzk málvísindi, enda þótt hann væri þeim mesti þarfa- maður. Islenzkar bókmennt- ir hefur hann ekki grund- vallað, og ekki heldur skrif- að handritin íslenzku, svo að hann er léleg eignarheimild fyrir þeim. Þá dettur engum islenzkum manni í hug að neita lærdómi Kristjáns Kaa- lunds í íslenzkum fræðum, því hann var þar fremstur allra Dana fyrr og síðar. Það er og rétt að hann samdi skrá yfir Árnasafn og ís- lenzku handritin í konung- lega bókasafninu, en undir skránni um Árnasafn stóð að nokkru afar nákvæm skrá eftir Jón Sigurðsson, auk undirvinnu styrkþeg- anna, og undir skránni um handritin í konunglega safn- inu stóðu skrárdrög allmikil eftir föður minn. Það er þvi hæpið að þakka Kaalund einum skrárnar. Mér þætti ákaflega fróðlegt að vita, hvort það, sem frúin segir um þýðingu liinnar ljósprent- uðu útgáfu dr. Munksgaards af miðaldahandritum vorum fyrir „eignarrétt“ Dana á handritunum, fellur saman við skoðanir dr. Munks- gaards, en þvi trúi ég ekki að óreyndu máli. En hvað sem því líður, þá getur ljós- prcntuð útgáfa af handriti, sem gerð er í ábataskyni eða að minnsta kosti taplaust, og jafnvel þótt tapaðist á henni, aldrei skapað ættlandi útgef- andans nokkurn „eignarrétt“ á handritinu, eða hafa Danir af þeim sökum eignazt ýms þau handrit, er dr. Munks- gaard hefur gefið út og ekki eru íslenzk? Hérlendis hafa útgáfur dr. Munksgaards allt- af glatt menn, og verði hand- ritunum skilað mun hann vitanlega geta haldið áfram útgáfu sinni á þeim meðan hans nýtur við, og er það vegna þess, hvCr í hlut á, ;en ekki vegna þess, eins og frú Jakobsen virðist halda, að .; nnnciebnrsI n to j • ■ i i-1 g okkur skorti sjálfa fé til verksins. Hitt má frúin vita, að verði handritunum ckki skilað getur cnginn heiðar- legur Islendingur lagt hönd að þessum útgáfum eða nein- um dönskum útgáfum á ís- lenzkum ritum, og er þetta sannarlega ekki sagt af til- bekkni við dr. Munksgaard. Eign Norðurlanda. Frúin telur handritin „gcyma bókmenntir, sem eru andleg eign allra Norður- landa, af því að þessar hók- menntir eiga uppruna sinn að þakka menningarlífi allra hinna fornu norrænu landa.“ Hér þykir mér frúin tala af heldur litlum skilningi og gefa tilefni til að spurt verði, hvers vegna hin Norðurlönd- in, úr því svo sé, hafi sama sem engar bókmenntir sam- ið, cn Islendingar gert það einir. Ef bókmenntirnar eru sprottnar af menningarlífi hinna fornu norrænu landa, hefði það átt að skapa að meiri bókmenntir hjá hinum fjölmennari þjóðum en í fámenni okkar. Og vænt- anlega vill frúin ekki halda því fram, að þessi lönd hafi átt blómlegar bókmenntir, sem hafi týnzt. Hinu má þá stinga að henni, sem húa reyndar ætti að vita, að hin- um blómlegu bókmenntum vorum olli hið írska ætterni vort og írsk menningaráhrif á þjóðina, og ekkert annað. Þá telur frúin að Kaup- mannahöfn liggi betur við fyrir notendur handritanna en Reykjavík, sem sé of langt í burtu. Það er eins og það er metið, en frúin hlýt- ur að vita það, að ekki er nema nokkurra stunda flug frá Norðurlöndum til Reykja víkur. Annars fæ ég ekki séð hvaða áhrif hnattstaða Reykjavíkur getur haft á eignarrétt vorn á handritum vorum og forngripum. Frúin þykist nú „án þess að fegra málstað ,vom“, eins og hún orðar það, hafa sann- að að Danir eigi handrit vor með siðferðilegum og laga ! legum rétti, en þar veður frúin fullkomlega villu og reyk, því hún hefur ekki sannað neitt með greininni ncma innræti sitt, og það kemur okkur Islendingum allsekki við. Ofan á „sannan- irnar“ scgir hún að bætist vísindalegt hagræði af að handritin séu geymd i Kaup- mannahöfn, og j)ví til styrkt- ar getur hún þess, að bæði sænskir og norskir fræði- menn hafi skilyrðislaust lát- ið þá ósk i ljósi, að kröfum Islendinga um framsal liand- ritanna verði vísað á bug. Ef þetta er rétt, og ég veit að próf. Wieselgreen hefur sagt þetta, þá verður með mestu vinsemd og kurteisi að skjóta því að þessum fræðimönn- um, að vera ekki áð sletta sér fram í þetta, því þeim kemur bókstaflega hreint ■uió'ia'tó'vrn ,(íi ekkert við, hvar við geyrn- um handrit vor eða aðrar eignir. Hægt að fá lánað. Frúin lofar síðan því, að við munum geta fengið handritin lánuð hingað til afnota, og það er sjálfsagt að þakka jvessa góðvild, ef lnin á nokkuð með að lofa slíku, en ég efast ekki um að þeir, sem hafa munu hér umráð handritanna muni með mestu ánægju sýna Norðurlandafræðimönnum sömu góðvild. Þó hefur frúin góð orð um það fyrir hönd Danmerkur — umboð hennar til að tala fyrir hönd annarra en sjállr- ar sin hefur ekki verið lagt fram —, að lána Islandi um 25 ára hil eða lengur ung ís- lenzk handrit, scm 'enginn Dani notar að ráði — frekar en hin —. Því cr J)ar til að svara, að ég er þess fullviss, að enginn Islendingur lætur sér detta í hug að taka neitt, sem Island á, að láni með slíkum kjörum hjá ríki, sem cr fullkominn óheimildar- maður að því. Frú dr. Lis Jacobsen seg- ist ekki skilja, að skilin geti orðið til að efla vináttu Is- lands og Danmerkur. Um Jvað skal ég.ekkert segja, en vonandi getur hún áttað'sig á því að það hlyti að verða til að vekja úlfúð og jafn- vel annað verra í hugum Is- lendinga í garð Dana, ef þeir í trássi við allt réttlæti og velsæmi halda fyrir Islend- ingum eignum þcirra. Frúin biður oss nú að bæta f-yrir hegðun okkar og Iáta vina- lega að Dönum. Við höfum ekki fyrir neitt að bæta, en engu að síður reyndu Islend- ingar eftir ófriðarlokin að sýna Dönum vinarhug með litlu framlagi. Þvi var ekki tekið þakksamlega, enda J)ótt opinberir forsvarsmenn Dana reyndu að breiða yfir úlfúðina. Ég býst ekki við að Islendingar kippi sér upp við slíkt, því þeim gekk það eitt til að vilja styðja að því, að dönsk börn gætu fengið spjör, sem þau vantaði eða lýsi, sem gæti orðið þeim til heilsubótar. Og hvernig sem skipti Dana og Islendinga kunna að fara, munu Islend- ingar vera jafn fúsir til slíks stuðnings eftir sem áður. En þegar frúin fer að biðja okk- ur að bera aldrei fram kröf- una um handritin —■ og væntanlega forngripina — aftur, þá skal henni hrein- skilnislega sagt það, að þess- ari kröfu mun aldrei linna fyrr en síðasta bókfells- og pappírssnudda og síðasta spýta, sem við eigum í garði Dana, er með skilum komin heim til Reykjavíkur. Ég ef- ast ekki um að vanskil af hendi Dana muni torvelda inenningarsambandið milli Iandanna. Það væri rauna- legt, en hér hlýtur að gilda orðtak Ferdinands keisara I.: „Fiat justitita et pereat mundus“ — þó heimurinn farist af því, verður réttlæt- ið að ná fram að ganga. Frúin fer að lokum að. láta sér detta í lmg að Is- lendingar vilji láta Færey- inga halda veiðirétti þeim, er þeir nú liafa við Island, ef handritunum verður skil- að, og gefur jafnvel í skyn, að Islendingar hafi eitthvað ymprað á þcssu. Hér held ég að frúin vaði enn reyk, J)ví ég get ekki trúað því að; nokkur Islendingur hafi ver- ið svo heillum horfinn aði láta sér slíkt um munn fara! í alvöru. Og ég held líka, að ég geti fullvissað frúna um það, að enginn heilvita Is- lendingur lætur sér detta í hug að grciða Dönum hinni! minnsta hvíling fyrir J)aðý sem við eigum hjá þeim að Guðs og manna lögum. Slíks krefjumst við skilmálalaust. Frúin talar um ljóma, sem handritin hafi varpað yfir Danmörku, en það er einhver missýning, því hvernig ættu bókmenntaafrek forfeðra vorra að varpa ljóma á Dani, enda hlyti sá Ijómi að verða eitthvað einkennilegur, er þeir væru óheimildarmenn að handritunum. Samninganefnd. Það er von hingað á samn- inganefnd frá Danmörku í maímánuði, en ef afstaða hennar og Danmerkur í heild sinni til skilanna á eignum vorum í Danmörku er hin sama og afstaða frú dr. Ja- kobsen, þá sé ég ekki að um neitt sé að semja, og að nefndin eigi nokkurt erindi hingað. Sambandslögin eru lir sögunni, og þar er ekkert, sem þarf að endurnýja eða ganga frá. Gagnkvæmt jafn- rétti Islendinga og Dana í báðum löndum er okkur vitaónauðsynlegt, og um það þarf því ekkert að semja. Upp frá þessu geta þess vegna að bagalausu gilt sömu samskiptareglur land- anna á milli og milli ann- arra landa. Þá skal að lokum bent á. það, að í heild sinni mætti, ef um eitthvað væri að scmja, taka það i mál, að samningarnir frestuðust enn um sinn. Til þcss liggja þær orsakir, að Island hefur í bili í ýmsu alvarlegu að snúast, svo að tíminn er því allsekki hentugur. Þá er og hitt, að Danir hafa eftir ófriðinn á vissan hátt verið miður sín. Það var búizt við að þeir myndu jafna sig fljótt, eu raunin hefur orðið nokkur önnur, því þeir eru síður en svo búnir, að því enn. Það er þvi atliugunarmál, hvort ekki væri heppilegra fyrir báða aðila, ef þyrfti að semja, að það væri látiðji bíða, unz Dönum væri orð-j ið rórra. ] Guðbrandur Jónsson-I

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.