Vísir - 12.04.1946, Blaðsíða 2

Vísir - 12.04.1946, Blaðsíða 2
2 V I S I R Föstudaginn 12. apríl 1946 tJSTtlt 0® IffiKMINMUI Norðri h.f.: Þr jár unglinga- hækur. Bókaútgáfan Norðri h. f. sendi í þessari viku frá sér þrjár nýjar unglingabækur. Sú stærsta þeirra ,Sörli sonur Toppu“, er framhald bókarinnar, „Trygg ertu Toppa“, eftir skáldkonuna Mary O’Hara. Þetta eru fyrst og fremst dýrasögur, en svo fallegar og hrífandi að þær heilla lesendurna, unga sem gamla. Sagan af Sörla hefir verið endurprent- uð 6—8 sinnum á skömmum tíma vestur í Bandaríkjunum og hlotið einróma lof gagn- rýnenda og annarra lesenda. Þetta er stór bók, nærri 400 bls. að stærð og hefir Frið- geir H. Berg íslcnzkað hana. „Benni í leyniþjónustu“, heitir spennandi saga, ætluð fyrst og fremst strákum, eftir I)rezka höfundinn W. E. Jolms. Þetta er samtíma- saga sem fjallar um vit og lnigkænsku, dirfsku og afi’ek. Bókin heldur lesandanum við lestrarefnið frá upphafi og það má fullyrða að eng- um leiðist á meðan. Bóka- útgáfan Norðri h. f. hefir tryggt sér útgáfurétt á svo- köJlum Benna-bókum og er þetta sú fyrsta í þeim flokki. Margar myndir prýða þessa bók. Þýðandinn er Gunnar Guðmundsson. Þriðja bókin sem Norðri li. f. sendi' frá sér núna í vikunni heitir „Sallý litla Jotta“, saga fyrir ungar stúlk- ur eftir skáldkonuna Estrid Ott. Hún er einn allra vin- sælasti barna- og unglinga- bóka höfundur á Norður- löndur og hafa bækur liennar komið út á flestum Norðui’- landamálum, en auk þess verið þýddar á þýzku, ítölsku, frönsku, tékknesku, liollenzku og ungversku. 1 „Sallý litlalotta“ segir á hrífandi hátt frá líí'i unglingsstúlkna á Finnlandi, er þær gerðust sjálfboðaliðar (,,lottur“) í styrjöld Finna við Rússa veturinn 1939— 1940. Sallý er þátttakandi í ]>essari styrjöld og ske þar ýmsir þeir atburðir, sem verða minnisstæðir lesandan- um. „Sallý litlalotta“ er þýdd með leyfi höfundarins og hefir Bókaxitgáfan Norðri h. f. tryggt sér útgáfurétt á bókum hennar á Islandi. Allar þessar bækur eru vel við hæfi fullorðinna sem unglinga, en sérstaklega Bókfellsútgáían h,í.: iækurnar i vor t§ sumar 1 bíaöeMisienwu skrifew eina bóh. Bókfellsútgáfan hefur ýms verk, stærri og smærri, á prjónunum, sem koma mun út í ár. Er þar um að ræða skáldverk, fræðibækur, safnrit, barna- bækur o. fl. Birgii’ Kjaran franx- kvæ m da rs t j ói’i ú tgáf uf y rir- tækisins hefir skýrt Vísi i stutlu máli fi'á bókunx sem koma út á næstunni frá Bók- fellsútgáfunni. Fyi'sta bók fyrirtækisins á þessu ári, var bók Huldu „í ættlandi minu“, senx er 19. bók skáldkonunnar. Dæmi um vinsældir hennar meðal lesenda er það, að fleslar eða allar fyrri bækur liennar eru uppseldar, og er það meira en hægt er að segja um sunxa aði'a í’ithöfunda þjóðarinnar. Sú bókin sem Bókfellsút- gáfan sendir næst frá sér, er fi’æg amerísk skáldsaga „Frú Pai'kington“ eftir I.ouis Bromfield. Ilún liefir náð geysilegum vinsældum vest- an hafs og varð metsölubók Bandaríkjanna 1933. Auk þessa liefir söguefnið vex-ið kvikmvndað og kvikmyndin væntanleg hingað til sýningar á næstunni. Bók þessi er væntanleg á mai'kaðinn unx lielgina og verður hún prýdd myndum úr kvikmyndinni. „Frú Pai'kington“ er fyi'sta bókin í nýjum skáldsagna- flokki, sem Bókfellsútgáfan hefir ákveðið að gefa út undir heildai'heitinu „Grænu skáldsögurnar“. Er liugsað að í þeim flokki verði aðeins úrval ])ýddra skáldsagna eftir nútímahöfunda. Næsta bók í þessunx fíokki er nú í undii’búningi, en það er „Röde Orm“ eftir Franz G. Bengtsson, og kemur hún út í liaust. Af öðrunx „grænum skáldsögum“ má nefna „The Kings General“, nýjasta bók De Maurier. Allar bækur þessa flokks verða seldar bundnar og í grænu bandi. Verður að öllu leyti vandað til frágangs þeirra og verð- inu stillt í hóf. í vor er væntanleg nýstár- leg bók, svokölluð „Blaða- mannabók“. Skxifa hana 24 íslenzkir blaðamenn og fjall- ar unx atbui'ði, sem lient hef- ir þá í blaðamennskuferli þeirra. Ritstjóri er Vilhjálm- ur S. Vilhjálmsson btaða- maðui'. Bókin verður piýdd fjölda mynda. Af öðrunx íslenzkum bók- um, sem væntanlegar eru innan skamms eru tvær skáldsögur eftir unga liöf- unda, senx getið hafa sér orðstír bæði Iieinxa og ex'- lendis, en það eru þau Guð- rún Jónsdóttir frá Presls- bakka og Þorsteinn Stefáns- son. Báðar þessar skáldsögur koma samtínxis út á dönsku og islenzku. Frumsemur Þorsteinn sína bók á dönsku, en liún ber nafnið „Heit- baugurinn“, og fjallar um líf íslendinga í Kaupmanna- höfn. Guðrún skrifar sina bók á íslenzku. Hún heitir „Ekki heiti eg Eii'ikui'“ og telcur höfundurinn þar til meðferðar sálarlíf barna, en Guðrún hefir einkum látið þau viðfangsefni til sín taka. Undir sumarið eru tvær þýddar skáldsögur væntan- legai', sem fyrst og frernst eru ætlaðar til skemnxtilestuts. Önnur þeirra heitir „Surnar og sólheitar ástir“ eftir Vicki Baum, og hefir Gísli Ólafsson ritstjóri þýtt hana. Hin skáld- sagan lieitir „Sheikinn" eftir E. Hull og hefir Thoi’olf Snxith þýtt hana. Bókfellsútgáfan liefir á- kveðið að liefja útgáfu smá- bókaflokka í litln broti. svo senx leynilögreglusögUr, ástarsögur og gamansögur, en allt eftir heimsfræga og klassiska höfunda og er í hverjum flokki úrval lieinxs- bóknxenntanna á sínu sviði. Ráðgert er að livert hefti vei'ði sem svarar 3—4 les- málsörkum að stærð. Væntanleg er innan ska,mms strákabók biáð- skemmtileg aflestrar, senx heitir „Æfintýrið í svif- flugsskólanum“. Hér verða ekki taldar upp aðrar bækur en þær, seixi fullráðið er að komi út inn- an skamms. Siðar verður getið um þær bækur Bók- fellsútgáfunnar sem koma út í haust og að vetri. Loks má geta þess, að sú bók, senx vai'ð metsölubók siðasta árs, en það var ljóða- bók Káins, er væntanleg á markaðinn innan skamnxs aftur. Varð ekki liægt s. 1. haust að koma öllu upplag- inu út vegna þess að þá stóð á bókhandi. Nú hefir verið unnið að því að binda inn það senx eftir var af upplag- inu og keixiur það í bóka- verzlanir á næstunni. ísafoldarprentsmiðja h.f.: Gaf út bækur 20 íslenzkra höfunda á einum ársf jórðungi Jföi’i; stór ritverk nppsitjiiwtfju- w munu þær verða kærkomnar fermingargjafir, bæði handa piltum og stúlkum. Isafoldarpi'entsmiðja h. f. hefir ákveðið að gefa út ýms stórverk á næstu árum. — Meðal þeirra má nefna heild- arútgáfu af ritum Matthíasar Jochumssonar, og er ráðgert að sú útgáfa hefjist þegar í ár. Af öðrum stórverkum má nefna ljóðasafn Einars Bene- diktssonar, sem kemur út í ái', rit Bólu-Hjálmars, senx Finnur Sigmundsson lands- bókavörður liefir búið undir pi'entun, rit Eiríks á Brúnuii!, sem Vilhjálmur Þ. Gíslason skólastjóri hel'ir búið undir prentun og rit Sigurðar Breiðfjörð, en Sveinbjörn Sigurjónsson magister vinn ur að þeim unx þessar mund- ir. Loks má nefna hið mikla ritsafn „Ævir lærðra manna“ eftir dr. Hannes Þorsteins- son, sem kemur til með að verða i mörgum bindum og hefst útgáfa þess í ár. Á fvrstu þremur mánuð- um þessa árs hefir Isafoldax'- prentsmiðja h. f. lokið prent un á bókum eftir 20 ísl<;|izkn.|.rnsi.ns. _ /,'hyfli., I.sÍenzki höfunda og eru bækur þessar ýmist komnar út eða koma í bókaverzlanir á næstunni. Auk þess hefir Isafoldar- prentsmiðjan h. f. gefið út bækur erlexxdra höfunda; þýddar á íslenzku. Af þessum 20 íslenzku höfundum eru þrjár konur. Eftir frú Kristínu Ólafsdótt- ur læknir lxefir koixiið út Manneldisfræði og ennfi'em- ur prentun af Heilsufræði húsniæðra eftir sanxa höfuxid. Eftir fx'ii Guðrúnu Jóhanns- dóttur frá Brautai’holti kom út „Hitt og þetta“, en það eru þulur og smásögur fyrir börn og unglinga. Eftir Þórunni Magnúsdóttur er væntánleg bók næstu daga „Lilli í sumarfríi“. Er þetta saga, bæði fyrir böi'n og full- orðna og lýsir ferð og sumai'- dvöl ungs drengs í fyrsta simí sem hann fer í sveit. Þrjú þjóðsagnasöfn hafa komið út það sem af er ái'- inu og hefir þeirra verið jgetið áður í Vísi. Þessi söfn eru Rauðskinna Jóns Thprar- “i. : :;;*usr iU i.tk-i rtj.-if' C,Li. sagnaþættir og þjóðsögur eftir Guðna Jónsson, og Frá yztu nesjum eftir Gils Guð- mundssön. I vetur kom út ný ljóða- bók eftir Jón heitinn Magnús- son skáld. Eru þáð áður óprentuð ljóð hans, senx Isa- foldarprentsnxiðja h. f. gaf út rétt fyrir jólin í vetur. Voru þessi Ijóð síðan sér- prentuð fyrir þá menn seni höfðu eignazt fyrri bækur Jóns. Af öðrunx Ijóðabókum má nefna endurprentanir á tveimur bókum úr úrvals- ljóðaflokknum, en það eru lirvalsljóð Bjarna Thoraren- sen og Jónasar Hallgrímsson- ar. I ár vei'ða aðrar bækur úr þessunx sama flokki end- urprentaðar, sem selzt liafa upp á undanförnum árum. Auk þess bætist í hópinn úr- valsljóð Sveinbjai'nar Egils- sonar og hefir Vilhjálmur Þ. Gíslason valið þau og búið undir prentun. Fyrir sumai'- daginn fyrsta kemur út safn íslenzkra úrvalsljóða um konur, seixx Guðmuxxdur heit- inn Finnbogason hafði valið og gengið fi'á áður en hann létzt. Ljóðasafn þetta lieitir „Fóstur laixdsins freyja“. Tvö smásagnasöfn eru ný- komin lit, annað eftir Stefán Jónsson, en liitt eftir Sigurð Helgason. Bók Stefáns heitir „Raddir úr hópnum“, og er það þriðja smásagnasáfn hans, en auk þeirra lxefii" hann skrifað sex bækur fyr- ir unglinga og böi'n. Bók Sigurðar heitir „Gestir á Hamri“, er það unglingasaga og áttunda bók hans. Eftir Jóhamx Kúld kemur innan skamms út skáldsaga, sem lxann nefnir „Á valdi lxafs- ins“. 1 dag kom út merkileg og skemmtileg bók eftir Guðjón Jórxsson, „Á bernskustöðv- um“. Eru það frásagnir frá æskustöðvum höfundarins,, Frh. á 4. síðu. Marmelaöi kr. 4,75 kg. dósin. Klapnax-stíg 30. Simi 1884. GARÐASTR.2 SÍMI 1899 (gler) Bolla- og glasabakkar. £kú!aákeií kf Skúlagötú 54. Sími 6337. : -í'xíö.Ohmiii 5:*m “ i 0)1)1«. > ttíattí 1 .xuDil

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.