Vísir - 12.04.1946, Blaðsíða 3

Vísir - 12.04.1946, Blaðsíða 3
Föstudaginn 12. apríl 1946 Vestiiiðingaíélagið ætlar að láta gera Vestljaiðakvikmynd. Frá aðalfundi féíagsinsL Aðalfundur Vestfirðinga- félagsins í Reykjavík var haldinn í Tjarnarcafé mið- v ikudaginn 10. apríl. Formaður félagsins Guðl. jRósinkranz yfirkennari ílutti skýrslu um starf fé- lagsins á siðastliðnu ári og ræddi nokkuð um ýmsar fvrirætlanir félagsins. Þrír skemmtifundir liöfðu 'verið haldnir á .árinu auk Vestfii'ðingamótsins, eins og Aænjulega. Félagið hefir í nndirbúningi útgáfu mikils ritsafns um Vestfirði, nátt- úru þeirra, landslag, sögu og menningu. Ritsljórn verksins annast þeir Árni Friðriksson fiskifræðingur og Ólafur iLárusson prófessor. Fyrsta hókin í ritsafni þessu, Gróð- ur eftir Steindór Steindórs- ;son menntaskólakennara, kemur út í næsta rnánuði. Hefir félagið nolið styrks til úlgáfu þessarar frá sýslufé- lögnnum á Vestfjörðum og ísafjarðarkaupstað samlals 12 þúsund kr. Fyrir forgöngu félagsins liefir verið hafizt handa um undirhúning að stofnun byggðasafns fyrir Vestfirði. Fjársöfnun til þessa merka menningarsafns er haldið áfram og er sjóður- inn nú rúmlega 30 þúsund króhur. Á síðasta skemmlifundi í félaginu aflienti Jens Eyjólfs- son frá Kirkjubóli í Grund- arfirði, nú útgerðarmaður á Akureyri, formanni félags- ins 100 kr. að gjöf til félags- ins, sem hann óskaði eftir að varið yrði til þess að láta taka kvikmyndir á Vest- íjörðum og væri þetta visir að sjóði í því skyni. Formað- ur lagði til á fundinum að samþykkt yrði að Vestfirð- ingafélagið léli gera Vest- f jarðakvikmynd og að þessar 100 krónur skyldu verða hyrjun þess sjóðs, sem félag- ið stofnaði í því skyni að láta ,-gera kvikmyndina. Var tillaga þessi samþykkt í einu hljóði. Væntir félagið að fleiri Vest- íirðingar styrki þessa starf- semi og leggi fé í kvik- mvndasjóðinn svo upptakan geli iiafizt sem fyrst. Ætlun- in er að kvikmvnd þessi sýni hið stórbrotna landslag A'estf jarðanna, gróður þeirra Hveiknar í bíB. I gærmorgun, um átta- leytið, kviknaði í bifreið í Tryggvagötu, gegnt kaffi- vagninum. Lögreglan kom á vettvang og tókst að slökkva í bifreið- inni með handslökkvitæki. Þetta var fólkshifreið, en skemmdir á henni urðu litlar. og störf þess fólks, sem þar býr við sjó og í sveit. Gjaldkeri félagsins gerði grein fyrir fjárliag þess. 1 fé- lagssjóði eru nú rúml. 13 þús. kr. og auk þess 10 þús. kr. í útgáfusjóði. Þá fór fram stjórnarkosning. Úr stjórn- inni áttu að ganga frú Áslaug Sveinsdóttir, fröken María Maack og Sveinbjörn Finns- son fyrrv. verðlagsstjóri og voru þau öll endurkosin. Fyrir eru í stjórninni Guðl. Rosinkranz formaður, Elias Halldórsson skrifstofustjóri ritari, Sigurvin Einarsson fulltrúi gjaldkeri og prófess- or Símon Jóh. Ágústsson. Skemmtinefndin var endur- kosin, en liana skipa Guð- mundur J. Kristjánsson, fröken Sigríður Valdimars- dóttir og Sveinn Finnsson stud. jur. Tvels* Danir fá f-álkaorðuna. Tveir Danir hafa verið sæmdir riddarakrossi hinnar ísl. Fálkaorðu. Eru það þau Chr. Wester- gaard-Nielsen, sem nú dvel- ur hér á landi og Helga Bak, kennslukona. Hefir hún verið íslenzkum námsmönnum mjög hjálpleg. M. a. aðstoð- aði hún mennina fimm, sem kyrsettir voru af Esju s. 1. sumar, mjög mikið. Dalakofanum lokað. í gær lét lögreglustjórinn í Reykjavík loka veitinga- stofunni „Ægi“ á Tryggva- götu 6, en hún hefir að und- anförnu gengið undir nafn- inu „Dalakofinn“. Ástæðan fyrir lokuninni var drykkjuskaparóregla og óþrifnaður. Ilafa að undan-i förnu safnazt þar saman drykkjurútar og ölvaðar kon- ur, þar hefur oft komið til óláta og ryskinga og lögregl- an hvað eftir annað orðið að skerast í leikinn og loka veitingasjoppunni fyrir venjulegan lokunartíma. Hafði lögreglustjóri að- varað eiganda veitingastof- unnar ítrekað, en þegar upp- teknum hætli var haldið á- fram þótti óhjákvæmilegt að loka sjoppunni a. m. k. um stundarsakir. Nýir kaupendur fá blaðið ókeypis til mánaða- móta. Gerist áskrifendur strax, hringið í síma 1660 og pantið blaðið. V I S I » 3 Sörli §onnr Toppu er komin í bókaverzíanir. Tilvaim fermiiigargiöS fafnt iyrir sfúlkur sem pilta. Fvo innbrot. Mikill innbrota- og skemmdafaraldur var í bæn- um í nótt. Meðal innbrota sem fram- in voru, var innbrot í bóka- geymslu Bókaverzlunar Sig- fúsar Eymundssonar í Aust- urstræti, scm er á bak við sjálfa bókaverzlunina. Þjóf- urinn virðist hafa gert ítrek- aða tilraun til þess að kom- ast inn í sjálfa búðina, fyrst og fremst úr geymslunni sjálfri, en þangað komstj hann inn um glugga. A milli geymslunnar og verzlunar- innar var læst hurð og varð þjófurinn að hyerfa frá "i'i svo i.-úið. r 'ö til þess b:v m upp ! á þak og s'ðaii uiður um þakglugga inn á salerni. Vafalaust með það fyrir augum að komast þaðan inn í sjálfa búðina. En þar tók ekki betra við því að salernis- dyrnar voru einnig 1; star og varð þjólfurinn því að hverfa sömu leið út afiur. E!i:i er ljóst hvort hann hefir stclið einhverju af bókum, cn pen- ingum náði hann ekki Annað innbrot var framið í Viðtækja. og raftækjastofu á Óðinsgötu 2. Maður sem bjó í húsinu og svaf í Iier- bergi skammt frá innbrots- staðnum, vaknaði við hávaða og fór ofan. Komst hann þá að raun um að brotizt hafði verið inn í húsið og handsam- aði hann þjófinn, sem var 17 ára piltur. Geymdi hann piltinn þar til lögregkm kom á vettvang og hirti hann. Var pilturinn þá búinn að stinga í vasa sína ýmsu smá- dóti. ölvaður maður var stað- inn að því að brjóta stóra rúðu í Hanzkagerðinni í Tjarnargötu 5 í nótt. Sáu menn til hans, króuðu hann af og komu boðum til lög- reglunnar um að sækja bann. Nýlega var brotizt inn í bragga við Langholtsveg, i myndablaðageymslu, sem er þar. Var þar rótað til og skemmt. Sökudólgarnir, sem voru ungir strákar, hafa ver- ið handteknir. Loks má geta þess, að tvær undanfarnar nætur hafa menn, sem hafa verið eitthvað meiddir, komið inn á slysavai’ðstof- una í Áusturbæjarbarnaskól- anum og hagað sér ósæmi- lega. 1 nótt var lögréglan kvödd þahgáð og handtóic þar drukkinn mann, sem valdið hafði spjöllum. Verííðin í Hafnarfirði: Fiskaklettm aflahæstm. Tólf bátar stunda veiðar á þessari vertíð frá Hafnar- firði og- höfðu þeir í fyrra- dag’ aflað samtals 8975 skip- pund af fiski. Aflahæstur er m.b. Fiska- klettur, 55 rúmlestir að stærð. Hanri hefir fengið samtals 1220 skippund. — Næstur er m.b. Björg með 1130 skippund. Afli hinna bátanna cr sem hér segir: Anna 980 skipp. Ásbjörg 840 slcip. Draupnir 825 skipp. Gylfi 800 skipp. Auður 720 skipp. Auðbjörg 655 skipp. Lára 615 skipp. Gautur 530 skipp. Hafdís 370 skipp. og Asdís 290 skipp. Rétt er að geta þess, að tveir síðast nefndu bátarnir hafa aðeins róið í tæpan mánuð. 1 gær voru allir bátar á sjó og var afli þeirra góður. Christmas Möllei kemoi ekld mtt páskana. Samkvæmt skeyti, sem ritara Norræna félagsins hér, Guðlaugi Rósinkranz, barst fyrir skemmstu, getur danski stjórnmálaskörungurinn Christmas Möller ekki kom- ið á þeim tíma, sem ákveð- inn hafði verið, en það var í páskavikunni. 1 skeyti sínu tilgreinir Christmas Möller hvorki á- stæður fyrir því, að liann geti ekki komið núna, né heldur hvenær hann sé vænt- anlegur. Hann getur þess hinsvegar, að bréf sé vænt- anlegt frá honum um þessi atriði, en það bréf er ókom- ið enn. Verkfalð nefa- gerðarfófks. S. 1. mánudag hófst verk- fall hjá Nót, félagi netagerð- aiTólks. Samningar iriilli félagsins og eigenda nétagerðarverk- stæðanna voru útrunnir um siðastliðin mánaðamót, en frestur var ákveðinn, til þess að hægt væri að gera frekari sáttatilraunir. Tókust þær ekki og Iiófsl verkfaííið á mánudag, en þá var frestur- inn útrunninn. amerískir og svissneskir SILKISOKKAR. ¥eizi. flegio, Laugaveg 11. vöruumbCoir VÖRUMIDA BÓKAKÁPCR BRÉFHAIJSA < VÖfiUMFJíKI yty Js&T* VrKRZLUNAR- ’ÆiÉfc MERKI, SIGLl. AUSTURSTRÆT! IZ. ) . ' WILT0N- gólfdreglar. Olíumálverk eftir Guðmund Thorstein- son til sölu i LISTVERZLLN KRON, Garðastræti 2. Þrír umsækj- endur um 14 prestaköll. Þann 1. apríl s. I. var út- runninn frestur til umsóknar um 14 pretsaköll, sem aug- lýst höfðu verið laus til um- sóknar. Umsækjendur voru aðeins 3. Síra Finnbogi Kristjáns- son sækir um Ilvamms- prestakall í Laxárdal, Skaga- f j arða r próf as t sdæ m i, séra Guðmundur Sveinsson, prest- ur í II es tþi ngap i;es takal 1 i sækir um það prestakall og ,séi» Stefáu Eggprtsson, sett-. ur prestur í Staðárlirauris- prestakalli sækir um þíið prestakall.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.