Vísir - 12.04.1946, Blaðsíða 4

Vísir - 12.04.1946, Blaðsíða 4
4 V I S I R Föstudaginn 12. apríl 1946 VÍSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VlSIR H/F Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálsson. Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. Símar 1660 (fimm línur). Verð kr. 5,00 á mánuði. Lausasala 40 aunir. ________Félagsprentsmiðjan h.f.____ Vantraustið. Tlramsóknarflokkurinn hefur borið fram van- “ traust á ríkisstjórnina, cn virðist hafa orð- ið síðbúinn til átakanna, með því að ætlað var að fjórir virkir dagar væru til þingslita, er vantraustið var horið fram. Ljóst er, að það eitt vakir fyrir flokknum, að nota um- ræðurnar til áróðurs fyrir flokksmenn sína, og svo ennfremur að fá markaða afstöðu ein- stakra þingmanna til ríkisstjörnarinnar við atkvæðagreiðslu um vantrauststillöguna. Ann- að er ekki upp úr þessu hafandL Vitað cr jjó, að allur vinskapur á milli stjórnarflokk- anna er tekinn að versna, ])ótt eldi heitari hafi friður. l>runnið með illum vinum það sem af er. Kunnugir telja, að Alþýðu- flokkurinn sé nú þriklofinn, og hafi það kom- ið greinilega fram í ýmsum atkvæðagreiðsl- nm að undanlornu, en þrátt fyrir það drusl- ast öll flokkshrotin vafalaust lil að veita rík- isstjórninni fullan stuðning. Kommúnistar eru aðeins tvíklofnir, en sá k-lofningur heinist á cngan hátt gcgn ríkisstjórninni, en markast af afstöðunni til Ráðstjórnarríkjanna og hlýðnisskyldunni við þau, en loks ráða þar ■einkahagsmunir tækifærissinnaðra henti- stefnumanna nokkru um, svo sem ritstjóra- skiptin við Þjóðviljann henda eindregið til. Framsóknarflokkurinn er einnig klofinn. Má segja, að flokkurinn Iiafi þegar holað Jónasi Jónssyni úr leik, en einnig Sigurði Þórðar- svni, sem ekki var flokksstefnunni nægilcga auðsvcipur. Þótt þingfylgi þcssara manna sé ckki mikið, má gera ráð fyrir að þeir eigi all- mikil ítök meðal kjósendanna. Loks skal við- urkennt, að brotalamir eru á Sjálfstæðis- Uokknum, en hvort fil klofnings dregur, mun skýrast á sínum tíma, en Iivorttveggja getur orðið þegar frá líður. Allt þetta ástand hendir eindregið til, að ný flokkaskipan sé í deiglunni, en hún kemst ckki á fyrr cn syndg- að hefur verið nóg á náðina og níðzt við þol- inmæði almennra kjósenda, svo sem flokk- iirnir allir hafa gert vel og dyggilega um Janga hríð. Þótt Kommúnistaflokkurinn muni ekki greiða atkvæði með vantrauststillögu. Fram- sóknar, getur fai'ið svo, að flokkurinn lclji Iiqgkvæm't að draga sína menn út úr ríkis- stjórninni. Eru kommúnistar að þreifa fyrir sér um fylgið og hentug stefnumál til fylgis- aukningar og hafa þar hcrstöðvamálið cfst á blaði. Þetta cr út af fyrir sig hroslegt, mcð því að málið verður aldrei afgreitt, án ]>ess :ið þjóðin lái að taka afstöðu til þess sér- sstaklega, og án þess að málið verði gert að flokksmáli. Kommúnistar vita, að þeir tapa stórlega fylgi við næstu kosningar, ncma því nðeins að þeim takist að slá kcilur á hei'- stöðvamálinu. Því snúast þeir gegn því inn- an ríkisstjórnairnnar, að plöggin verði lögð ú borðið, cn nota svo þögnina til að fiska í óhreinu vatni, scm er þeirra eina von til að íifla annarra atkvæða cn múlbundinna flokks- manna. Nýsköpunin stendur dálítið í komm- únistum, svo sem Þjóðviljinn lýsti átakanlega í gær, er hann viðurkenndi, áð allir dollarar væru upp étnir, cn vörur ekki fáanlegar nema fyrir dollara. Allt þetta getur leitt til sam- vinnuslita, en verið vissir um, að ekki verð- itr óskemmtilegur handajivóuíirínn hjá kommúnislum í kosningabaráttunni. Kiækiber eftii Siguijón Jónsson Sigurjón Jónsson banka- ritai'i, liefir fátt eitt látið frá sér fara af ritverkum á sið- ari árum, en margir munu kannast við „Silkikjóla og vaðmálsbuxur“, sem á sinni tið ollu nokkurri hræringu á liugum fólksins, og önnur verk fleiri. Nú hefir hann látið frá sér fara ljóð á veg- um Víkingsútgáfunnar, ekki fyrirferðarmikil að vöxtum og' aðallega lausavíspr, en auk þess nokkur ljóð, sem túlka lífsviðliorf skáldsins öllu betur en lausavísurnar, sem ýmsar munu þykja nokkuð beiskar. Gamla heim eg verzla við. Við eruin svona málkunnugir. Ekkert til, sem um eg bið. Eru þó báðir góðmálugir. Sigurjón liefir ýmigust á hóglífi og þeirri veUiðan, sem fyrirhafnarlítil auð- söfnun skapar: Þú gengur hægt til hurðarinnar, þótt hralt sé kvatt, því sæla lifið sæmdai þinnar er satt og latt. Þá fá stjórnmábuneun- jrnir sitt: 11j á s lj ó rnmálam önnum er stundum glatt, þeir strípaðir ganga uni alinenuinga Og s'nelfileg ósköp segja þeir satl um sína andstæðinga. Bók Sigurjóns hefir inni að halda dægurflugur, scm höfundurinn liefir mólað vi'ð störf og strit. Hann ætlasl ekki lil að þær verði laldar mikill skáldskapur, og eiu ]>að heldur ekki. Menn mumi hafa gaman af þeim, og þá mun tilganginum ver; náð, — jafnvel þótt einhverjum kunni undan að svíða — Éseif*»íti Framh. af 2. síðu. sem eru við innanverðan Breiðafjörð að norðan, og inn í ])ær er fléttað lýsing- um á þjóðháttum og siðum, vinnuhrögðum og atburðum og mönnum. Er þar ýmsu haldið til haga, sem annars mundi hafa glatazt og er bókin i senn látlaust og skemmtilega skrifuð. Fjöldi mynda prýða hana. Eftir Þorlák Einarsson frá Borg er nýkomin út bók, cr nefnist „Glens og gaman“, einskonar framhald af fyrri bók hans „Kýmnisögur“, og er hér að l'inna ýmsar stuttar gamansamar frásagnir og kviðlinga, sem hafa ckki komið á prent áður. Innán skamms er væntan- legt á markaðinn nýtt bindi af „Byggð og saga“ hinu stórmerka safni háskólafyrir- íestra, cn áður hafa komið' út af því tvö bindi. Um svipað leyti kemur út bók eftir dr. Matthías Jónas- son uppeldisfræðing „Lokuð sund“, hejtir hún og segir frá örðugleikum þeim, sem íslenzkir menn og konur áttu í, er dvöldu úti í Mið-Evrópu um stríðlokin, og hvílíkum vandkvæðum það var bundið fyrir að komast licim til ætt- jarðarinnar. ísafoldarprentsmiðja h. f. kostaði í vetur ljósþreötun á Forskriftarbók Benedikts Gröndals og núna gaf hún út Ijósprentun á Fingra- í'ímu Jóns Árnasonar Skál- holtsbiskups. Erii þetta hvorttveggja fallegar hækur, sem mörgum mun þykja garnan að skoða og eiga. Nýlega er komin út „Stærðfræði“ fyrir nemcndur Stýrimannaskólans, sem Jón- as Sigurðsson kennari hefir samið. Ennfremur mikið og veglegt rit „Læknar á Is- landi“, sem þeir Vilmundur Jónsson landlæknir og Lárus Blöndal bókavörður hafa skráð. Eru þetta ævir ís- lenzkra lækna, og fylgja myndir af þeim fleslöllum. „Læknar á Islandi" fylgdu upphaflega Sögufélagsbókun- um 1944, en hefir nú verið endurprentuð og bætt inn í hana leiðréttingum og við- aukum. Auk ])css er luin nú í stærra broti og prentuð á miklu bctri pappir. Það mun líklcga vera cins- dæmi að nokkurt hérlent útgáfufyrirtæki hafi á ein- um ársfjórðungi gefið út bækur 20 innlendra höfunda, enda er Isafoldarprentsmiðja h. f. eitt stærsta útgáfufyrir- tæki landsins. Eldur á Skóla- vöa'ðustsg 3 Á fimmta tímanum í gær kom upp eldur í kjallara hússins Skólavörðustíg 3. Þegar slökkviliðið kom á vetlvang var mikill reýkur í öllu húsinu, svo að ekki var viðlit fvrir fólkið á efri liæð- um hússins að l'ara niður stiga. Lagði slökkviliðið því stiga upp með húsinu og hjálpaði fólki út með því móti. Varð liðið að brjóta rúður á efri hæðunum lil að komast inn. Vegna reyksins gckk einn- ig verr en ella að komast að eldinum, cn hann var i spýtnarusli j kjallaranum. Brann kjallarinn talsvert að innan og komst eldurinn í gólf neðslu hæðar, en búið var að ráða niðurlögum lians eflir svo sem klukkustund. Berklavörn heldur skemnitifund í Tjarn- arcafé í kvöld kl. 8.3(1. Fjölbreýtt skemintiskrá. Fyrirlestur. Sigfús Eliasson flutti 1. fyrir- lestur sinn á vegum fél. Alvaran í húsi Guðspckifél. í gær. Hús- fyllir vo)\ Annað crindið vcrðun flutt á sunnudag á sania stað og tima. Fæöiskaup. „Meðlimur“ i Fæðiskaupcndafélagi Reykjavíkur hefir scnt Bergináli eftirfarandi línur: „Fyrir nokkru fór Fæðis- kaupendafélag Reykjavíkur fram á það við bæj- ai'stjórnina, að hún veitti aðstoð tii þess að koma upp almenningsmötuneyti fyrir fæðiskaup- cndur liér í bænum. Bæjarstjórnin hefir tekið vcl í málið, cn siðan hefir Samband vcitinga- liúsa- og gistiluisaeigenda komið til skjalanna og óskað eftir þvi, að bæjarstjórnin taki ekki á- kvörðun um aðstoð í þessu máli, án þess ao tala við sambandsstjórnina áður. * Lítil Eg fyrir mitt leyli er hvorki svo hrif- hrifning. inn af matnum á ýmsum matsölustöð- um í bænum og þvi siður af verðinu, að mér þyki æskilegt að þetta samband komi þarna nærri eða liafi þar neina íhlutun. Eg fæ ekki annað séð, en að bærinn geti ákvarðað aðstoð sina alveg á eigin spýtur og að fæðis- kaupendur séu sjálfráðir um það, livort þeir stofna sitt eigið mötuneyti eða ekki. Ef veitinga- og matsöluhúsin í bænum verða eftir sem áð- ur samkcppisfær um matargæði og verð, þá er ástæðulaust fyrir þau að leggja nokkurn steia í götu þessa ágæta fyrirtækis. * Gæði og- En komi hinsvegar í Ijós, að fæði í verðlag. almenningsmatsölu sé bæði betra og ódýrara, hví má almenningur þá ekki börða bæði bctri mat og ódýrari? Hvaða skyn- samleg rök mæla á móti þvi? — Hér cr verði á matsöluliúsum þannig liáttað, að naumast vcrð- ur hjá þvi komizt að greiða a.m.k. 600 kr. á mánuði, með þvi að lifa nokkuð spart, cn niiklu meira fyrir þá, sem gera meiri kröfur til matar- æðis. 1 flestum matsöluhúsum er þó aðeins sehl- ur miðdegisverður, þ. c. heitur réttur með súpu, en ekki kalt borð. * Háir út- Þessi úlgjalduliður er svo liár hér gjatdaliðir. fyrir allan þorra manna, ekki sízt ef menn þurfa í þokkabót að borga 3—500 krónur i húsalcigu, að hann er þeim í raun og veru ofviða. Það virðist þvi vera fuil- komin sanngirniskrafa og í þágu brejarins sjálfs, að þessi útgjaldaliður útsvarsgrciðenda verði lækkaður eftir föngum, enda þarf ckki að efa, að bærinn líti þarna fyrst og fremst á liag fjöld- ans, sem hefir verri aðstöðu til að fara spar- lega með fé sitt en megnið af bæjarbúum." * Smámyntin. Eins og nokkurum sinnum hefir verið gctið í Vísi, er nú mikill hörg- ull á smámynt í landinu. Kaupsýslumaður einn hefir í því sambandi sent Bergmáli fyrirspurn mn það, hvenær nýju skiptimyntarinnar, sem boðað liefir verið, að senn muni verða slegin, sé von lil landsins. Telur kaupsýslumaðurinn, að skiptimyntareklan geri öll viðskiþti miktu crfiðari en þyrfti að vera. * í sumar Eg hcfi leitað upplýsinga um þetta eða haust. efni hjá þeim fulltrúa i fjármálaráðu- neytinu, sem fjallar um jicssi mál. Hann gaf þau svör, að nýja skiptimyntin vapri tæplega væntanleg til landsins og i uniferð, fyrr en seint í sumar eða með liaustinu. Myntin verð- ur af nýrri gerð, það er aðrar myndir á pening- unum en áður, en gildið verður vitaskuld hið saina og áður —- 2 kr., 1 kr. o. s. frv. ♦ Gamla Þama munu menn mcðal annars losna myntin. við allar kórónur, sem mörgum cr að vonum illa við, að eru cnn sjáanlegar í sambandi við lýðveldið ísland, cn flcira er ekki liægt að segja að svo komnu máli uni út- lit nýju peninganna. En því má brela við, að ekki er■ gert ráð fyrir, að éldri jieningar verði leystir inn allir í einu, licldur sniám sanian, jafnóðum og þeir berast til bankanna.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.