Vísir - 13.04.1946, Page 4

Vísir - 13.04.1946, Page 4
V I S I R Laugardaginn 13. apríl 1946 II VÍSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN YlSIR H/F Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálsson. Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. Símar 1660 (fimm línur). Verð kr. 5,00 á mánuði. Lausasala 40 aurar. ____Félagsprentsmiðjan h.f. _ Villast í vestur Tlyrrverandi ritstjóri Þjóðviljans taldi sig “ boða stefnu Krists fyrir bæjarstjórnar- lvosningarnar, en núverandi ritstjóri blaðsins þykist vera tákn ættjarðarástar og héldur vafalaust þeim leik áfram allt til Alþingis- kosninganna. Ef hugur liefði fylgt og fylgdi máli hjá þessum blysberum austrænu menn- ingarinnar, væri ekki nema gott eitt um það að segja. Vantrúin er þó svo rík hjá kjósend- um, að trúmálabarátta fyrrverandi ritstjór- íuis dugði hónum og flokki hans ekki til sig- urs i bæjarstjórnarkosningunum, og ýmsir jspá, að brennandi ættjarðarást blaðsins þessa stundina verði ekki of alvarlega tekin, þrátt fyrir öll fundahöldin og má benda á oftirfarandi staðreyndir. Hinn 13. þ. m. birti Þjóðvilijnn viðtal við flugmálastjóra, sem er á ýmsan hátt mætur maður, en dálítið vanheill af kommúnisma. Var flugmálastjóri þá nýlega komiiin frá flug- málaráðstefnunni í Dúblin, sem ætlað var að skipuleggja flugþjónustu á Norður-Atlants- hafssvæðinu, sem þar var svo skipt í 7 ör- yggissvæði. Flugmálastjóri skýrði svo frá, að hér á landi yrði starfrækt björgunarstöð og að Reykjavík yrði umferðamiðstöð þessa svæðis. Ákveðið hefði verið, að Keflavíkur- flugvöllurinn og Reykjavíkurflugvöllurinn skyldu tilheyra öryggissvæðinu umhverfis Is- land, og að Keflavíkurflúgvöllurinn skuli telj- ast aðalflugvöllur þar til Reykjavíkurflugvöll- urinn hefði verið endurbættur, en þá virðist sem eigi að starfrækja báða þessa flugvelli jafnhliða. Flugmálastjóri ræðir svo nokkuð um fjarskiptastöðvar og lýsir yfir því, að Bretar muni starfrækja stöðina á Reynisfjalli „næstu tvo mánuði, en }>á muni amerískir sérfræðingar koma íslenzkum stjórnarvöldum til aðstoðar við rekstur liennar“, eins og flug- málastjóri orðar það. Nú er vitað, að við Is- lendingar erum ekki undir það búnir að starf- rækja Keflavíkurflugvöllinn og raunar ekki Iieldur Reykjavíkurflugvöllinn, en hverjir eiga þá að aðstoða við rekstur þessara flugvalla beggja? Úr því að amerískir sérfræðingar eiga nð stjórna Reynisfjallsstöðinni, virðist ekki fjarri að ætla, að amerískir sérfræðingar eigi einnig að stjórna flugvöllunum, enda hefúr Þjóðviljinn lýst yfir því, að Bretar séu ó för- um eða jafnvel farnir héðan. Úr því að flug- málastjóri og samstarfsmenn hans hafa sam- ið um aðstoð í flugmálum, og Þjóðviljinn birt- ir þetta viðtal algerlega athugasemdalaust, isýnast hinar sífclldu áskoranir kommúnista gcgn amerisku sérfræðingunum í hérliðinu al- geiiega tilgangslausar. Flugmálastjóri hefur jægar samið um ameríska aðstoð, — en hann cr tryggur flokksmaður kommúnista. Hefði floklmum ekki verið nær að gera honum „reisupassa“ áður en hann gerði samningana, heldur en að vera með sífelldar ýfingar gegn þeim mönnum, sem hann hefur falið forsjá flugmálanna. Þjóðviljinn hefur krafizt, að við ■eignast dollara, og nú birtir hann athuga- jsemdalaust samningana á flugmálaráðstefn- nnni. Hversu haldgott verður þá ættjarðar- ástartrompið og þjóðræknissamþykktirnar þegar til kosninga kemur, og liggur ekki í augum uppi, að kommúnistar hafa villzt af leið og í vesturátt? Spádómur — Framh. af 2. síðu. Rússar munu smátt og smátt draga her sinn úr hin- um ýmsu löndum, cn þeir fara ekki með hann fyrr en „fimmta lierdeild“ þeirra, — kommúnistar undir ýms- um nöfnum eru orðnir „hæfir“ til að taka við. Lít- um t. d. á Kína. Þar fara Rússar hægt og Iiægt á brott úr borgum Mansjúríu, en þeir fara ekki úr neinni borg þar, fyrr en kommúnistaher- sveitir eru „komnar svo ná- lægt“ borgunum, að þær verða fyrr til cn stjórnar- hersveitirnar að taka við völdúm í þeim borgum, sem Rússar fara úr. Þannig hleypa Rússar af stað borg- arastyrjöld í Kína að yfir- lögðu ráði. Svipuð verður sagan i Persíu og víðar. En einmitt allar þessar aðgerð- ir Rússa, sem Fngilsaxar eiga mjög erfitt með að taka á, verða til þess að þoka Bretum og Bandaríkjamönn- um meira saman, en jafn- framt tapa fíeiri og fleiri þjóðir trausti sínu á Bretum og Bandaríkjamönnum vegna undánlátssemi þeirra við Rússa. Þær gefast upp í baráttunni fyrir frelsi sínu og sjálfstæði, en beygja kné sín fyrir Rússum. Svo er nú komið t. d. fyrir Póllandi, Finnlándi, Búlgaríu og Rúm- eníu, — og fleiri fara á eftir. V. Fngum þeim, sem reynt hefir að kynna sér spádóm- ana, kemur þessi þróun á ó- vart. Hún er þar sögð fyrir og er beinlínis nauðsynleg til þess að augu mannkynsins opnist. I tímariti mínu — Dag- renningu —, sem kemur í bókaverzlanir á þriðjudag eða miðvikudag, mun nú í sumar birtast greinaflokkur þar scm þessi ])róun verður tekin til meðferðar og sýnt fram á hvernig stjórnmála- ástand nútímans er algjör- lega sagt fyrir í spádómum Bíblíunnar og öðrum fornum spádómum, sem geymzt hafa. Fyrsta greinin í þessum flokki birtist i 1. beftinu og heitir: Er Asíubylting að hefjast? Það er sýnt fram á m. a. að hinn stórmerkilegi spá- dómur um Asíu í hinni apo- kryfu Esdrasbók er nú að rætast. I þeim spádómi segir m. a.: „Og þú Asía! Vei þér, þú vesæla! Fg mun láta ógæfu dynja á þér, ekkjudóm, ör- birgð, hungursneyð, sverð og drepsóttir, til að herja hús þín með tortímingu og dauða. Og dýrð veldis þíns mun skrælna eins og blóm, þegar hitanuni, sem koma skal, verður hellt yfir þig.“ 1 sambandi við ])etta er einnig bent á ummæli Adams Rutherfords frá 1942 er hann sagði hina;komandi byltingu fyrir mcð þessum orðum: „Núverandi heimsstyrjöld verður að al'armikilli stjórn- arbyltingu — stjórnarbylt- ingu svo mikilfenglegri, að engin lík hefir ])ekkzt hér á jörðu, og í samanburði við hana verða franska og rúss- neska hyltingm smávægi- legar.“ Þessi stórfenglega heims- bylting er nú að skella vfir. Þjóðirnar munu hrópa: Gef oss l’rið! Gef oss friðJ En þær mun engan frið öðlast. Athyglisverðasti atburður mannkynsögunnar cr nú að gerast á Indlandi. Þetta skildi erkibiskupinn af Kantraborg og þeir í) biskup- ar, sem með honum gáfu nýlega út ávarp til brezku þjóðarinnar um að biðja til Guðs fyrir þyí að réttlátt samkomulag næðist í Ind- landsmálunum. Menn áttu og að minnast ræðu þeirrar, er Kongressflokksleiðtoginn Ne- hru hélt s. 1. gamlársdag. Hann sagði þá: „1 Asíu verður bylting, sem ekki verður kæfð með neinum kjarnorkusprengj- um og hún mun verða upp- haf þriðju heimsstyrjaldar- innar.“ Allt l^etta og miklu meira til, verða menn að gera sér ljóst, ef þeir eiga ekki bein- línis að „missa jafnvægið.“ Menii verða líka að vita það að „tímabil kommúnismans“ verður ekki nenaa 9 ár eins og „tímabil nazismans“, og ennfremur, að á þessu 9 ára tímabili kommúnismans verður um að ræða uppgang hans, útþenslu, yfirráð og loks hið algjöra hrun hans. Þróunin verður eins og hjá nazismanum, ncma í miklu stærri og enn hræðilegri stíl, en þar átti sér stað. „Tímabil kommúnismans" stendur nú yfir, — cr aðcins nýlega byrjað. — Mjög athyglisverð timamót sýn- ast munu verða í september —október 1947. Um þetta cfni mun eg fjalla nánar í áðurnefndum greinaflokki í „Dagrenningu“ og reyna að gera það svo ljóst að allir geti skilið. VI. Þar sem eg hefi nii hafið útgáfu sérstaks tímarits til að fjalla um þessi mál, mun þeim grcinum enn fækka, er eg skrifa í Visi um þau. Eg vil því nota þetta tækifæri til að þakka ritstjórum þess fyrir hjálpsemi þeirra og skilning á því, að þessar skoðanir mætlu einnig kom- ast fyrir almenna sjónir. Vel gálu þeir hafnað slíkum „þvættingi“ eins og sumir aðrir. Vera má þó að eg við og við sendi Vísi grein um þessi cfni, ef mér þykir brýn ástæða bera til, eða „andinn kenmr yfir mig“, 1 svo rík- um mæli að Dagrenning verði mér of lítil, eða komi Frh. á 8. síðu. Ófremdar- Bréf þa'ð, sem liér fer á eftir, er ástand. frá Pétri Sigurðssyni erindreka: „ViS þurfuni a'ð fá sterkari lögreglu í cykjavík, flciri lögregluþjóna. Þetta er gcr- samlega óþolandi, eins og það er. Af ýmsum ástæðum liefi eg lengi stillt mig um að taka til máls um þctta í blöðunum. Menn verða eins og þriimu lostnir, er þeir heyra urn vaxandi glæpi, innbrotsþjófnaði unglinga og allt liugsan- legt. En sannarlega gétur þessi vandræðalýður unnið störf sin óáreittur. Eg skal nefna eitt dæmi: * Vakinn Föstudagskvöldi'ð 22. f. m. liáttaði eg af svefni. nokkru eftir miðnætti, var þreyttur og svaf eins fast og mér er unnt, en síðari liluta nætur fór cg að lieyra einhvern hávaða gegnum svefninn og loks vaknaði eg. Eg fór út að glugganum til að athuga, hvað á gengi. Sá eg þá fólk viða i gluggum að gæta út, þótt klukkan væri fjögur að nóttu tii. Hópur karla og kvenna liafðist við í porti, sem snýr út að torginu við Barónsstíg. Fólkið var drukk- ið og gerði mjög mikinn liávaða. * Farið Eg klæddi mig og fór út til þess að á fætur. sjá, Iivers eg yrði vísari. Þá var ])Qtta fólk á leiðinni niður Njálsgötuna i tveim hópum. í siðari hópnum voru aðeins þrír, tvær stúlkur og.einn karlmaður, öll drukkin. En önnur stúlkan, liá og frcmur grönn, var svo drukkin, að hún gat ekki gengið östudd. Hin tvö leiddu hana, og veitti ekki af. Hún var svo stöðugt að kalla i hinn hópinn á undan. Með þessum hávaða og köllum slagaði þessi þrenning niður alla Njálsgötu og vakti auðvitað fólk í mörgum luisum. * Niður í Eg gekk í humált á cftir, alla leið nið- Miðbæ. ur að Vonarstræti og Tjarnargötu. Þar fór hópurinn inn i liið myndarlegasta hús og átti þar sjáanlega lieima, þvi að hann hafði lykil að liúsinu. En á allri þessari leið og þrátt fyrir köllin og liávaðann, varð aldrei liigreglu vart. — Við verðum að skoða okkur scm varnarlaust fólk. Þótt svona lýður hámist tímum saman í kringum hús manna um liánæt- ur, þá getur hann farið sinu fram óáréittur. * Liigreglan. En það er fleira en þetta, sem ár- vökur augu lögreglunnar þyrftú að athuga. Því þótt menn hjóli ljóslaust, gangi.frá bílum sínum óleyfilega og þverbrjóti allar um- ferðarreglur og lögreglusamþykkt bæjarins, verð- ur lögreglu helzt aldrei vart í stórum liverfum bæjarins, að minnsta kosti verður liún ekki á vcgi mínum og fer eg þó allmikið um bæinu. * Vérður úr Lögreglustjóri liefir eitt sinn góð- að bæta. fúslega skýrl þetta ástand fyrir mér, og sagði mér nákvæmlega, hvernig lögregluliði bæjarins væri skipt niður við ýms skyldustörf á hverjum tima. Það virðist því ekki duga að ásaka lögregluna, en úr þcssu vcrður samt að bæta. Bæjarbúar eiga heimtingu á því, að betur sé litið cftir ýmsu í bænum. Það gerir hvern mann bókstafíega að verri manni, að þurfá daglega að ganga fram hjá ýmsu, sem brýtur i bág við lögreglusamþykkt bæjarins og sjá engin ráð til að geta fengið á þessu breytingu til bóta. * Reglur. Það er betra, að setja engar reglur, en að hafa ýms fyrirmæli og bönn og fram- fýlgja svo lillu eða engu. —- Þyki einhverjum of nærri gengið, þar sem eg nefni livar húsið er, sem hinir drukknu hávaðaseggjr fóru inn í um nóttina, þá svara eg þvi einu, að búast má við, að meira verði gert að sliku framvegis og þá ef til vill nefnd nöfn manna, sem hátt standa í mannvirðingarstiga þjóðfélagsins. Þeir eiga ekki betra skilið, ef þeir kunna ekki að sjá sóma sinn og hegða sér eins og menn. •— En hvað sem því liður, þurfum við að fá sterk- ara lögreglulið i Reykjavík.“

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.