Vísir - 11.05.1946, Blaðsíða 4

Vísir - 11.05.1946, Blaðsíða 4
Laugardaginn. 11. maí 1946 B VÍSIR DAGBLAÐ TJtgefandi: blaðautgáfan visir h/f Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálsson. Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. Símar 1660 (fimm línur). Verð kr. 5,00 á mánuði. Lausasala 40 aurar. Félagsprentsmiðjan h.f. Umíeiðaimenning. Iokadagurinn er í dag, en svo sem getið var hér í blaðinu í gær, efnir Slysavarnafé- lagið og þá sér í lagi slysavarnadeildin Ing- ólfuí hér í hænum, til fjársöfnunar starfsemi sinni til styrktar, en hún er nú orðin. æði umfangsmikil. Félagsdeildirnar hafa í mörg horn að líta, enda er verkefni þeirra ekki einvörðungu björgunarstarfsciúi, heldur auk- ið öryggi á öllum sviðum. Hefur félagið dug- lcgum fulltrúum á að skipa, sem 'fai'ið hafa víða hér'heima fyrir og erlendis og aflað sér raungóðrar þekkingar á hjörgunar- og ör- yggisstarfsemi. Einn fulltrúi félagsins, Jón Oddgeir Jóns- son, er kominn hingað til lands ekki alls fyr- dr löngu úr ferðalagi um Svíþjóð, en þa^' kynnti hann sér umferðarmálin sérstaklega, aneð hliðsjón af hvað liér mætti að gagni koma. Er ætlunin að tckin verði upp kennsla i umferðarreglum í barnaskólum stærstu kaupstaða hér á landi, en það er mikil nauð-' syn og rétt farið að, er börnin læra uipJerð- arreglurnar þegar er þau hafa þroska til. Mála sannast er, að umferðarmenning cr hér á lágu stigi, og stöndum við þar langt að haki öðrum Norðurlandaþjóðum. Er brc/ka og ameríska setuliðið dvaldi hér mátti margt íif þeim læra, og voru J)á teknar upp ýmsar þarfar nýjungar, til þess að gcra stjórn um- ferðarinnar greiðari og öruggari. Virðist syo sem íslenzkir ökumefm gætu fært sér þessa fræðslu i nyt og farið eftir settum regl- um. Frá því er herlögregla hætti að stjórna umferðinni hcfur mjög sótt í hið fyrra horf og öryggisleysið virðist stöðugt fara vaxandi. Sem citt dæmi mætti nefna, að komið var fyrir spjöldum eða aðvörunarmerkjum við harnaslcólana og á öðrum stöðum, sem til- finnanleg slysahætta var á. Flest, ef ekki <>11 þessi merki hafa verið ónýtt, og ekki hef- ur verið hirt um að endurnýja þau. Bifreið- arstjórar óku yfirleitt varlega á þessum stöð- um, en nú munu þeir teljandi, sem hægja þarna á ferðinni, þótt alltaf megi búast við að börn skjótist yfir götu, á leið úr eða i skóla, og gefi ekki umferðinni þær gætur, scm vera ber. Sumir bifreiðastjórar taka fyllri rétt en þeir eiga með tilliti íil annarra starfsbræðra sinna,- og hefur þetta lcitt til margskonar slysa, en öðrum hefur teki/t að sifstýra fyrir snarræði bifreiðarstjóranna. Bifreiðastjórar verða að gæta þess, að á þeim Lvílir þung ábyrgð og athugi þeir dóma þá, sem upp hafa verið kveðnir nú upp á síð- kastið vegna um^erðarslysa, er ljóst að dóm- ararnir slaka þar í engu á kröfunum frá J)vi, sem tíðkazt hefur, nema að síður sé, Fyrsta skilyrðið til að skapa hér viðun- andi umferðarmenningu er að kenna börn- unum jjcgar í æsku umferðarreglurnar, svo sem nú cr ætlunin að gera fyrir atbcina Slysa- varnafélagsins. Almenningur ætti að sýna skilning sinn á hinu þjóðnýta starfi þess fé- lags, með Jíví að kaupa merki þess í dag og auka á Jjann hátt á örj'ggi borgaranna. Slík aðstoð byggist á hyggindum, sem í hag koma liú þegar, og J)ó enn frekar er frá líður. V I S I R Póstviðskipti komin á við öli lönd nema Japan og Spán. Samkvæmt tilkynningu frá skrifstofu alþjóða-póstsam- bandsins í Bern, hafa nú verið tekin upp póstviðskipti milli Þýzkalands og annara landa alþjóða-póstsambands- ins, nema til Japans og Spánar. Leyft er að senda bæði al- menn spjaldbréf og almenn bréf allt að 20 gr. Á spjaldhréfum má engin mynd vera, hverskonar sem er. Umslög um hréfin mega ekki vera fóðruð (tvöföld), og utan á Jieim engin teiknan eða áritun, önnur cn utan- áskrift sendanda og viðtak- anda, og svo ])jónustu-upp- lýsingar. Leyfð eru cingöngu hréfa- viðskipti um einkamál. öll bréfaviðski])ti um verzlunar- mál eru bönnuð. Bréfin má skrifa á þessum niálum. Frá Þýzkalandi: ensku, frönsku, rússnesku eða ])ýzku. Til Þý/kalands: öllum málum. Utanáskrift sendinga til Þýzkalands skal vera sem hér segir: Nafn og heimilisfang sendanda. Nafn viðtakanda. Borg og svæði ákvörðunar- staðar. Götunafn og húsnúm- er. Númer á Tlutningssvæð- inu (Postleitgebiet). Her- námssvæði (nema til Berlín). Allemagne (Þýzkaland). Ef seudanda er ókunnugt um niímer flutningssvæðis eða hernámssvæðis, verður þó tckið við bréfum hans. Til þess að forðast tafir, eru sendendur sérstaklega á- minntir uin að setja á bréf- in númer flutningssvæðis og hernámssvæðið. Bréf með utanáskrift „Poste restante“ eru eigi leyfð, aftur á móti má scnda bréf árituð á pósthólfsnúmer, ef um leið er tilgreint nafn pós t hólfsleigj anda. Bréf frá Islandi til Þ.ýzka- lands verða send um Brct- land eða Norðurlönd eftir at- vikum, og er burðargjaldið venj uleg t alþj óða-burðar- gjald, og auk þess fluggjald (cf þau óskast send flugleið- is) til Bretlands cða Norður- landa (lengra nær flugsend- ing ekki að sinni). Upplýsingar um númer flutningssvæðis og hernáms- svæða má fá hjá póststofunni i Rcykjavík og innan skamms hjá pósthúsum úli um land. (Frá póststjórn- inni). Sameiginlegt þvottahús opin- bena stoinana. Landlæknir hefur komið fram með tillögu þess efnis að stofnað yrði til samegin- legs þvottahúss í bænum fyr- ir ýmsar opinberar stofnanir og fleiri aðila. Gerir landlæknir ráð fyrir að aðilar að jiessu sameigin- lega J)vottahúsi verði m. a. ríkisspítalarnir, elliheimilið, sjúkarliúsin, sem ckki eru rekin af ríkinu, Skipaútgerð ríkisins og Eimskip, gisti- hús bæjarins og ýmsir aðrir aðilar, eða stofnanir sem þurfa á stórþvottum að halda. Landlæknir mun hafa kom- ið tillögu sinni á framfæri við ríkisstjórnina, en hún, eða dóms- og kirkjumála- ráðuneytið fyrir hennar hönd, skrifaði bæjarráði Reykjavíkur um ])essi mál, og var bréf þess lagt fyrir bæjarráð fyrir nokkru. Þar, var málinu vísað til horgar- stjóra til athugunar. 1 sambandi við þetta má geta J)ess, að áður hefur bor- ið á góma meðal bæjaryfir- valdanna að koma upp al- menningsþvottahúsi í Rvík. Var Gisla Sigurbjörnssyni, forstjóra Elliheimilisins, fal- ið að semja greinargerð um hugsanlega framkvæmd J)ess að koma upp almennings- Jivottahúsi, jafnframt því, sem honum var sérstaklega falið ásamt forstjóra Inn- kaupastofnunarinnar og skrifstofustjóra bæjarverk- fræðings, að athuga mögu- leika á kaupum á þvotta- vélum, sem setuliðin eiga hér á landi. Þýzkalandssöfnunin. Þorvaldur Jónsson 30 kr. Mar- grét Jónsdóttir 50 kr. Safnað af Bjarna Jónssyni 2725 kr. Þor- gerður Halldórsdóttir 50 kr. Stef- anía Ólafsdóttir 200 kr. Guðbjörg Guðjónsdóttir 00 kr. Systkini 50 kr. K. R. Rönn. 30 kr. P. Guð- laugs 100 kr. Safnað af Leifi Ás- geirssyn i275 kr. Heimilisfólk Gullberustöðuni 100 kr. Safnað af( Leif Ásgeirssyni 250 kr. Safnað af Bjarna Bjarnasyni 220 kr. Run- J ólfur Bjarnason 10 kr. Ragna og Katla 50 kr. K. J. 40 kr. Þorstcinn1 10 kr. Margrét 10 kr. G. E. og G. H. 50 kr. Málfríður Tómasdóttir' 20 kr. Öddfríður Erlendsd. 20 kr. Þórarinn Þórarinsson, Seyðisf. 40 kr. A. K. 15 kr. Þrjár vinstúlkur, 70 kr. íþróttaskólinn, liúsmæðra' og héraðsskólinn Laugarvatni 3927 kr. N. N.-10 kr. Jóna, Guð- björg og fna 75 kr. N. N. 5 kr. G. E. 200 kr. N. N. 5 kr. F. S. og .1. J. 200 kr. S. Ó. og S. J. Ó. 100 kr. Gömul hjón 25 kr. Kristján1 Andrésson frá Djúpadal 240 kr. Helga Illugadóttir 50 kr. II. B.| 20 kr. K. G. 200 kr. Sverrir 100 kr. N. N. 50 kr. II. J. 50 kr. N. N. lt) kr. N. N. 50 kr. JST. F. MJm M. Á MORGUN: Kl. 5 e. h.: Unglingadeildin. — Kl. 8ýp e. h.: Almenn samkoma. — Jóhannes Sigurðsson talar. — Allir velkomnir. (429 „Friður“ Það er nú liðið rúmt ár, síðan Þjóð- í eitt ár. verjar gáfust upp i Evrópu og vopna- viðskipti hættu. Það hefir því að nafn- inu til vei'ið friður í rúmlega ár i álfunni. En friðurinn hefir ekki fært mönnum það,.sem þeir bjuggust við, þvi að enn er vei'ið að bcrjast við vofur þær, scm stríðið vakti upp og magn- aði. Enn vei'ða menn að bei'jast við lmngur og harðrétti, hafast við í rústum eða hálfföllnum liúsum, og enginn veit með vissu, livað næsti dagur kann að bera í skauti sínu. * Ahyggjur. Það verður ekki kominn raunvcru- legur fi'iður fyrir einstaklinga þjóð- anna, þótt vopnaviðskipti sé hætt fyrir löngu, fyrr cn menn hætta að þurfa að liafa áhyggj- ur af næsta degi. Og það.á langt í land. Langur timi Iilýtur að liða þangað til svo verður um hnútana búið, að raunveruleg ró og kyrrð fær- ist yfir. Allir vilja vinna að þessu — að minnsta kosti í orði kveðnu, — en oft gegnir öðru máli um raunveruleikann. Þó virðist stundum Iield- ur miða í áttina, en þess á milli ekki. * Alþjóða- Svo nxargir alþjóðafundir hafa verið fundir. haldnir upp á síðkastið, að aldrei munu liafa vcrið lialdnir jafnmargir á ekki lengri tíma. Það er svo sem ekki van- þörf á að halda fundi um málefni þjóðanna, því að ef citthvað ætti að geta orðið til þess, að regla kæmist á í þessum „táradaU, þá virð- ist svo sem þessir fundir ættu að geta það. En þá vei'ða menn auðvitað að ræða málin hisp- urslaust, án þcss að fara i felur með nokkurn .skapaðan lilut, því að annars er lítils árang- urs að vænta. * Skollaleikur. Það er leitt til þess að vita, en . satt þó, að margir þessai'ra funda Iiafa verið Iciðinlegustu skollaleikir. Viljinn til samstarfs hefir vei'ið fyrir liendi i orði, en minna borið á honum, þegar til kastanna hefix- komið. Meðan þannig er haldið áfram, er auð- vitað ekki þess að vænta, að árangurinn verði mikill og fram til þessa liefir bann verið harla litill, miklum ínun minni en vonir manna stóðu til. En þó eru vonirnar enn vakandi um að enn kunni allt vel að fara. * Nýtt stríð. Mönnum hrýs lmgur við öllu tali um nýtt strið, sem sumir telja óum- flýjanlegt. Stríð þurfa aldi'ei að verða, ef menn hal'a einlægan vilja til að forðast þau, og strið á þessum tímum mundi að líkindum verða til að færa mannkynið nokkur hundruð ár aftur i tímann. Óttinn við nýtt stríð kann að leiða til þess, að þjóðirnar finni grundvöll til sam- vinnu, en sá grundvölllur yrði aldrei eins traust- ur og áreiðanlegur og sá, sem skapaðist af gagn- kvæmu trausti og heiðarlcik. * Síðasta Styrjöldin 1914—18 átti að vera liin sið- stríðið. asta alli'a styi'jalda. Menn vonuðu það :ið minnsta kosli, og menn liafa gert sér sömu vonir um stríð það, sem nú er lokið fyrir fáeinum mánuðum. Vonandi liefir mann- k.vnið lifað síðasta stríð sitt, en reynist það ekki, þá er ]>að, víst, að ef nýlt sli'íð verður, þá verð- ui’ það hið síðasta, Sá, sem sigrar, ræður öll- uin hnettinum. * Byrjað — í erlendu tímariti sá eg bollalegging- lokið. ar um þetta. Þar stóð: „Ef eitl strið verður enn, ])á hefst það án undan- genginnar yfirlýsingar. Það hefsf með atom- sprengjuregni og að líkindum verður sá sigur- sæll, sem verður fyrr til — þótt það sé ekki fullvíst, ]iví að svo mikil leynd hvílir yfir ölhi þessu viðvíkjandi. E11 það má reikna með þvi, að striðinu verði að mestu lokið — úrslitin verði sjáanleg — þegál' menn fá fyrstu frétt- ir um, að stríð hafi brotizt út.“

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.