Vísir - 11.05.1946, Blaðsíða 7

Vísir - 11.05.1946, Blaðsíða 7
Laugardaginn 11. maí 1946 V I S I R 7, Það var margt, sem bar Tímaritið Verðandi fyrir augu og eyru í hinum glæstu salarkynnum í húsi Sjálfstæðismanna við Austur- völl síðastl. miðvikudags- kvöld. Tónlistarfélagskórinn liafði efnt til kvöldvöku, sem var bæði fjölbreytt að efni og einkar skemmtileg. Gest- irnir sátu við veitingaborðin í salnum með kaffibollann fyrir framan sig, en á meðan fór fram hvcrt skemmtiatrið- ið á eftir öðru á sviðinu í salnum. Fyrsti þátturinn var kórsöngur. Tónlistarfélags- kórinn söng íslenzk lög og það voru flest lög, sem hing- að til lítill gaumur hefir ver- ið gefinn, en eru falleg og éiga það skilið að rækt sé lögð við þau. Sérstaklega var gaman að vikivakalögunum, | þar sem skiptist á einsöngur i og kór, eða nánar tiltekið, einsöngvarar og kór. Þetta voru gömul vikivakalög úr safni Bjarna Þorsteinssonar á Siglufirði og raddsett af honum og l>ykir mér líklegt að þau verði liér eftir meira sungin en áður. Laglegt lag var sungið eftir formann kórsins, Ölaf Þorgrímsson hrm., sem heitir „Islan'd, móðir söngva og sagna“ og erinfremur hið ágæta lag eft- ir Markús Kristjánsson: „Þú nafnkunna landið". Eins og kunnugt er, þá er kórinn skipaður góðum kröftum og .hefir ágætan söngstjóra, dr. Victor Urbantschitsh. Næsti liður á skfánni hét: Inter- messo eða miilispil. Enginn vissi, hvers konar millispils var að vænta fyrr en undra- barnið Erling Blöndal Bengtsson kom upp á pallinn með cellóið sitt. Hann lék nokkur lög með undirleik dr. Urbantschitsh og vakti fá- dæma hrilningu. Þar næst tók kórinn við aftur og söng nú 5 óperulög, allt vinsæl og fræg lög, með ein- söngvurum og undirleik á píanó og trommu, og var |)essi þáttur skemmtilegur. Síðasti þátturinn hét: Lög og leikir. Þar var nú sitt af hverju. Fjórar gítarmeyjar gerðu lukku með söng og spili, Sigfús Halldórsson söng og spilaði lög eftir sjálfan sig og fékk góðar viðtökur. Svo kom „skuggakoss“ með N’iðeigandi músik, en sér- staklega þótti skennntilegur gamanleikþáttur, sem hét „Söngtiminn“. Auðvitað var hann vel vitlaus, én hann var bráðskemmtilegur og var þá tilganginum náð. Síðast kom :svo „Laugardagskvöldið á Gili“ með söng og dansi og harmonikumúsík. Þar voru komnir IIofs-Láki æringi og allir hinir, alveg Ijóslifandi. Að lokum var stiginn dans fram eftir nóttu, en er nokk- uð var orðið áliðið, komu harmonikusnillingarnir fram og spiluðu nokkur lög með prýði. Hér hefir stuttlega verið sagt frá því, sem bar fyrir augu og eyru á þessari kvöld- vöku. Utlendingar mundu kalla slíka skemmtun sem þessa „Kabarett“, en íslenzka nafnið kvöldvaka er réttnefni á henni, og það þvi fremur, að megnið af því, sem þar fer fram, er hæði til gagns og gamans og samboðið fél- agi, sem heldur á lofti fána menningarinnar liér í boi'-g. Kvöldvakann verður end- urtekin næstk. þriðjudag. B. A. Hugðnæm bók- Nýlega hefi eg lesið 17. bók Huldu (Unnar sál. Bjark- lind). Bókin heitir: „I ætt- landi mínu“. Það er réttnefni, því allar gerast sögurnar hér á landi, flestár á siðustu ára- tugum. Þær eru 20 að tölu, á 223 bls., i fremur litlu broti og því fljótlegt að lesa þær með ígripum, Utgefandi er Bókfellsútg. i Rvk, 1945. Sög- urnar eru allar stuttar, og gætu sumar talizt sögubrot, eða sem kaflar úr lengri sög- um. En allar eru þær ávöxt- ur af göfugri rót og góðu bjarta. Flestar þrungnar af góðleik, geðprýði og skyldu- rækt, af ættrækni, átthaga- tryggð og ættjarðarást. Málið er fáort og hreint. Algjörlega er það laust við „langhund- ana“ leiðinlegu, stórorðin stærilátu, fjarstæðurnar fár- ánlegu, hundslegar hvatir og hverskyns óhróður og ósóma um-þjóð vora. Slík glamur- yrði, öfgar og óheilindi eru þó oft hafin til skýjanna. — Og þannig geta svo kölluð skáid og útgefendur hagnýit sér múgsefjun andvaraleys- ingjanna til fjárgróða. En með því er drepin dómgreind æskulýðsins, ruglað ráðdeild hans, málfari, siðgæði, ætt- jarðarást og menningu þjóð- ar vorrar. óhætt er öllum að lesa sög- ur Huldu. Þær geta bætt og göfgað æskulýðinn, ef þær eru lesnar með athygli, en spilla livorki ungum né öldr- uðum. V. G. BEZT AÐ AUGLVSA1 VlSI Allir kunnugir vita, að Ólafur B. Björnsson á Akra- nesi er hamhleypa til allra verka. Hann stendur jöfnum höndum í blaðaútgáfu og miklum verklegum fram- kvæmdum. Á síðastl. ári hóf Ólafur útgáfu tímaritsins Verðandi. Fyrsta verkefni þess er persónusaga fólks livarvetna um land, likt og Óðinn áður. Annað verkefni er rækilegur þáttur urri merkustu atburði í víðri veröíd. Ennfremur flytur Verðandi nú innan skamms þætti er nefnast: „Kirkjan í lífi þjóðarinnar á umliðnum öldum“, og rækilegan þátt um bækur og bókmenntir. Ólafur Björnsson er rit- stjóri tímaritsins, en hann hefir tryggt sér aðstoð rit- færra manna til þess að rita hina ýmsu þætti. Jón Magnússon, fréttastjóri út- varpsins, ritar þáttinn um víða veröld, Gils Guðmunds- son ritstjóri ritar fróðleiks- þætti, og þátt um bókmennt- ir. Ritstjórinn ritar persónu- sögu bænda og skipasmiða í Engey á síðustu tímum, og Óskar Clausen: Ur sögu hjónanna frá Hamraendum. Þá ritar Snæbjörn Jónsson þátt um enskar bókmenntir og- ýmsar greinar aðrar. Af fyrrgreindri upptaln- ingu er Ijóst, að Verðandi l'lytur fjölbréýtt efni og merkilegt. Er nú fyrir nokkru útkomið 1. liefti II. árg. scm flytur fjölda greina og margar myndir. I stuttu máli, þar er svo vel frá gengið, að þess er vart kost- ur að fá jafn fjölbreytt og gott lesefni. Þar er reynt að láta ekki ísl. konuna gleym- ast. Lesið þið bara: Þar var mikils misst, hina sönnu og látlausu minningargrein um frú Sigrúnu Briem, og grein- iija um mægðurnar frá Nesi. íslcndingurinn Þorsteinn Elton Jónsson, sem starfaði í brezka flugherrium 1913 og 1944, ritar grein er hann nefnir: Ur minnisblöðum orustuflugmanns. Henni fylgja margar myndir og frásögnin bregður upp lif- andi myndum af starfi or- ustuflugmannanna. Með þeim heftum, sem út eru komin af Verðandi, hefir hún áunnið sér heiðurssess í hópi íslenzkra tímarita. Hún er fyrst og fremst al- þýðlegt timarit, sem allir geta lesið sér til ánægju og gagns. Heftin sem út eru komin voru tilvaldar tækifær- isgjafir. Ytri frágangur Verðandi, prentun og pappír og próf- arkalestur er ritstjóranum til sóma. Yfir þetta hlaupa menn stundum, og gæta þess eklci að vandaður frágangur gerir hvern hlut eigulegri. Síðast en ekki sízt skal þess getið, að listamaðurinn Ríkharður Jónsson hefir gert teikningu á kápu Verðandi, sem er listaverk, og sýnir í myndum tilgang ritsins. Það er kunnugt, að Ólafur B. Björnsson hefir lilotið al- mennt lof fyrir ritstjórn blaðsins Akraness, og allan frágang þess. Þegar menn kynnast Verðandi mun Ölaf- ur ekki fá fyrir liana minni hrós, enda mun liann leggja kapp á, að Verðandi sé jafn- an sem fjölbreyttust og full- komnust um þau verkefni, sem luin lætur til sín taka. Það mun heldur ekki bregð- ast, því Ólafur hefir eldlegan áhuga fyrir þessum verkefn- um og er fær um að levsa þau vel af hendi. Það er lesendanna, al- mennings, að gera mun góðra bóka og vondra á þann hátt, að kaupa góðmetið, þótt Jrað sé eklci auglýst á áberandi hátt. Fylgi lesendur þeirri reglu um bókaval og bóka- kaup, geta þeir ráðið því að bókaútgáfan fari ávallt batn- andi. Kröfur þeirra eiga að vera strangar en sanngjarn- ar. Það er þetta mat, sem Ól. B. Björnsson leggur á sína bókaútgáfu, og hún niun standast próf vandfýsinna lesenda. Kynnið Verðandi og lesið vandlega, og ykkur mun ekkert ofmælt þykja í fram- angreindum linum, sem eru skrifaðar í þeim tilgangi að vekja eftirtekt og áhuga al- mennings á þessu nýja tíma- riti, og bókastarfsemi Ólafs B. Björnssonar ahnennt. Hún er svo merkur viðburð- ur í bókmenntalifi Islend- inga, að sjálfsagt er að kynna hana sem flestum. Arngi'. Fr. Bjarnason. G/EFM FYLGIH hringunum frá SIGUBÞÖB Hafnarstræti 4. 3 stærðir. Einnig hlikkfötur, nýkomið. Yerzlimin Ingolfui;, Hringbraut 38. Sírni 3247. Amerískir drengjaskór Aim. Fasteignasalan (Brandur Brynjólfsson lögfræðingur). Bankastræti 7 Simi 6063. Vörugeymsla sem rræst höíninni, fyrir eitt eða tvö þús. smálestir af sekkjavöru, óskast til leigu nú þegár. INNFLYT JEND AS AMB ANDIÐ. NINDN Kaki sportkjóiar nýkomnir. BAN KASTRÆTI 7 Stúlkur ó Uppl. á staðnum, ekki í síma. — Herbergi íylgir. ^amLomuLúii i &UL

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.