Vísir - 14.05.1946, Blaðsíða 4

Vísir - 14.05.1946, Blaðsíða 4
VlSIR Þriðjudaginn 14. mai 1946 f4, mmém VÍSIR DAGBLAÐ Utgefandi: blaðaUtgáfan yism h/f Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálsson. Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. Símar 1660 (fimm línur). Yerð kr. 5,00 á mánuði. Lausasala 40 aurar. Félagsprentsmiðjan h.f. Bernarsamþykktin. ráfaldlega hafa íslenzkir ríthöfundar farið þcss á leit, að Island gerðist aðili að Bern- arsamþykktinni, þannig að réttur rithöfund- anna yrði tryggður erlendis, og þeir fengju þar greitt fyrir útgáfur á þýðingum v'erka þeirra. Bóksalafélagið mun hins vegar jafnan liafa talið nokkur vandkvæði á þessu, og nú síðast er danskur rithöfundur her sig upp und- an því, að íslenzkur bókaútgefandi hefur tekið verk hans til þýðingar og gefið út, að því er virðist án þess að leita til þess samþykkis Iians, lýsir Bóksalafélagið enn yfir því að það geti ekki mælt með að Island gerist aðili að Bernarsamþykktinni. Islenzk l)löð munu sum liver telcið svipaða afstöðu til málsins. Þótt okkur hafi ef lil vill verið um megn fyrr á árum, að gerast- aðili að Bernarsam- þykktinni, er viðhorfið nú gerbreytt, enda ekki vanzalaust fyrír þjóðina í heild að veita ekki ærlendum mönnum fulla réttarvernd gegn á- sælnr íslenzkra bókaútgefenda, en tryggja rit- höfundum sínum jafnlramt sama rétt á er- lendum vetvangi. Þýðingarlaun þau, sem greidd yrðu fyrir erlend verk til ríthöfund- unna, yrðu hverfandi lítil, en hlytu að mið- 'nst við selt upplag hverrar bókar. Þctta myndi þó vafalaust miða að þvi að einvörðungu góð- ar bækur yrðu teknar hér til þýðingar, með því að varla myndu útgefendur treystast til að grciða fé úr landi fyrir rusl-hókmenntir. Hins vegar munu flestir merkir rithöfundar líta svo á, að þýðing verka þeirra á íslenzka tungu, sé frekar skemmtileg auglýsing fyrir þá, en gróðalind, með því að þeim myndi vafa- laust vera vel kunnugt um hve bókamarkaður «r hér þröngur, en sumir kynnu að taka ein- hvcrja málamyndagreiðslu fyrir rétt sinn. Að því, er varðar íslenzk blöð myndu slíkar greiðslur fyrir þýðingarrétt á verkum erlendra höfunda, ekki hafa nokkra fjárhagslega þýð- ingu og reynast þeim engan veginn um megn. Fyrsta skilyráið til þess að blöðin geti vænst, að góðir rithöfundar leggi ineð þeim hönd á plóginn, er að þau greiði fyrir slíka aðstoð sómasamlega, og nú á seinni árum hafa blöðin gert það, nema því aðeins að um beina sjálf- boðavinnu hafi verið að ræða, og þá aðallega af pólitískum ástæðum. Blöðin verða að hafa svo niikið fjármagn handa á milli, ef útgáfa þeirra á að vera tryggð, að þau geti greitt við- unandi rítlaun jafnt til íslenzkra sem erlenda Iiöfunda. Cr því, sem komið er munu hlöðin því sízt mæla gcgn því að ísland gerist aðili sið Bernarsamþykktinni, en styðja það mál «ftir mætti til þess að afmá þann smánarblett að algjör „rányækja“ gcti átt sér stað á hók- menntasviðinu hér heima fyrir. Þess er að vænta að íslenzk stjórnarvöld og Aljiingi taki málið upp og afgreiði það á þann einn hátt, sem siðaðri þjóð sæmir. Með því að Island gerist aðili að Bernarsamþykktinni myndi vera tryggt, að íslcnzkum lesendum yrði ekki hoðnar nema heztu erlendar bókmenntir og «r það menningaratriði út af fyrir sig. Lik- legt er að íslenzkum rithöfundum gangi hér eftir grciðlegar en verið hefur að koma verk- um sínum á framfæri á erlendum markaði, en rétt þeirra til greiðslu fyrir slík'verk ber að tryggja örugglega. Þeír vcrða aldrei oflaun- aðir hér heima fyrir. 6794 er símanúmerii í Húsgagnaverzluninni ATOMA Njálsgötu 47. — Gjörið svo vel og skrifið númerið hjá yður. Hálft hús 4 herbergi, eldhús, loftherbergi og ágætar geymsl- ur, á eignarlóð við Laufásveg, er til sölu. Upplýsmgar gefur: Jaóteicjna 'Jerhlréjaóa ían (Lárus Jóhannesson hrm.) Suðurgötu 4. Símar: 4314, 3294. Gólfmottur góð tegund, nýkomnar. Geysir h.í. c Veiðarfæradeildin. Hús og einstakar íbúðir í úthverfum bæjarins og í Seltjarnarneshreppi til sölu með tækifærisverði, ef samið er strax. IVf SÍ€» itý U Í3 S MÞ í M5 MMS Í ðs á Ö ð S M§ Lækjargötu 10 B. — Sími 6530. Timbur til sölu Kassa-timbur, nagla-laust, er til sölu, nokkur bílhlöss, ef samið er nú þegar. ^Ceim CýiljJcH k.tf. Sími 3976. Atvinna 2 eða 3 wnenn geta fengið vinnu yfir Iengri tíma. Jf/ 4;// VéjdUon Sími 1719. farandi: „Eg skrifa Bergmáli þetta bréf í von um, að það geti vakið einhverja —• og þá hel/.t, sem oiga að sjá um þessa hluti — til athugunar á þvi, hvort öryggi bila, stórra ahnenningsbíla, sé eins mikið og æskilegt væri. vil leyfa mér að álíta, að svo sé oft ckki, þótt svo sé liamingjunni fyrir að þakka, að slys verða sjaldan i þessum bilum cða af þeirra völd- iini. En það er auðvtiað engin afsökun fyrir þvi, að eftirlit sé ekki haft mjög strangt. * Fullur bíll. Eg ætla að segja liér frá einu dænii. Á þriðjudaginn i vfkunni, sem leið, fór ég i bió í Hafnarfirði. Það var ekki úti fyrr en laust eftir miðnætti, svo að einungis einn bill átti eftir að fara i bæinn. Flestir, sem ætl- uðu til Reykjavíkur með llonum, gcngu alla leið út á endastöðina, og var bíllinn orðinn fulliir ’löngn áður en liann álti að leggja af stað. Var ekki aðeins setið í öllum sætum, lieldur var og tvísctið í sumum, og loks slóðu svo auðvitað'cins margir og kornust þannig fyrir. * Iíennur Bíilinn tók ])ó alls ekki alla, sem til * af stað. bæjarins þurftu að komast, og ckillinn ' steig út úr bílnum til að skeggræða við þá, hvernig liægt væri að koma þeim til bæjarins. Vélin var i gangi, en hand-„breinsan“ á. Allt i einu tekur bíllinn að mjakast áfrani, því að þarna er dálítill halli, — minni þó en i mörgum brekkum á vegum úti, — og rennur áfram, unz hann rekst á steinvegg andspænis. Til allrar hamingju varð hraðinn aldrei mikill, en þetta nægði þó til að skjóta farþegunum skelk í hringu. * Spurning. Mér leikur nú.forvitni á að vitá það, hvort „bremsur" bila eigi ekki að vera svo traustar, að þær iialdi bílunum í ein- liverjum lialla, þegar þeir eru með fullfermi. Þannig liljóta þær að ciga að vera, því að ann- ars er eklci að þeim nema liálft gagn. En það var ljóst að þessu sinni, að „bremsur“ þessa híls voru ekki eins góðar og skyldi, og er mesta mildi, að ekki skyldi verða þarna slys, ef brekk- an liefði til dæmis verið brattari, og enginn veggurinn til að stöðva bílinn svo fljótt. * Tíðara Eg hýst við, að lausnin í þessu efni eftirlit. væri, að eftirlit með slíkuin bílum væri fran)kvæmt oltar en nó er gert. Þeir eru meira hlaðnir og aka miklu lengri vega- lengdir en flestir minni hílar, og það segír sig því sjálft, að það þarf að skoða þá oftar, ef skoða þarf híla’á annað borð. Því meira, sem bílarnir eru keyrðir og því þyngri farma, sem þeir flytja, því' ineiri þörf cr á auknu eftirliti. Ekki sízl þar sem farmurinn er oft 30—40 jnanns og jafnvel fleiri stundum. I * Stæðin. Og svo að síðustu þelta: Er leyfilegt að taka svo marga farþcga í bílana, að fjöhnargir lK-irra verði að standa upp á endann? Eni ekki nein takmörk fyrir því, liversu marga jfarþega megi taka í hvcrn I)íl? Við þessu vildi eg gjarnan fá svör.“ Eg spurðist fyrir um það, Iivort leyft væri að láta farþega standa. Svaraði starfsmaður sérleyfishafa, sem eg spurði að þcssu, þvi til, að þetta \æri leyfilegt. Voru víokkrar deilur um þetta i fyrra. * Sjónarmið I vögnunum mun ekki vera fest upp eigandans. neitt merki, sem segir til um far- þegafjöldann, og mun það þá að lík- indum aðeins takmarkast við það, hve margir komast inn í þá. Hvað auknu eftirliti viðkem- ur, fyndist mér að eigendur ættu ekki að hafa á móti því. Það mundi auka öryggi þeirra, ef cinliver óliöpp kæmu fyrir og skaðabótamál risi. Það riemi|r líka til greina, að erfitt hefir verið að endurnýja vagnana undanfarin ár.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.