Vísir - 14.05.1946, Side 7

Vísir - 14.05.1946, Side 7
Þriðjudaginn 14. maí 1946 V I S I R 7 Iluliy M. Ayrcs PrihJeJJaH Móðir hans, sem sat við liinn borðendann, gegnt iionum, starði á hann undrandi. Henni var meinilla við iburðarmiklar veizlur, en maður hennar krafðist þess, að slíkar veizlur væru Iialdnar við og við. Hún var.smeyk við heimilisstarfsfólkið, sem stjórnaði öllu innan iiúss að eigin geðþótta. Og liún neytti jafnan meiri matar cn skyldi, af því, að henni fannst, af gömlum vana, að það væri „synd“, að mat- væli færu til spillis. Henni liafði fallið miklu betur að hafa kalt kjöt á borðum, brauð og smjör, en fimm rétti matar, en hvað sem þessu lcið var hún allhreykin af þeirri stöðu, sem maður hennar liafði aflað sér í þjóðfélaginu, mcð miklu erfiði, og óneitanlega miklum dugn- aði. „Að við kæmum okkur í kynni við Marsh- fólkið?“ sagði liún lágt og eins og hún vissi það fyrir, að liún mundi standa ein síns liðs. „Faðir þinn segir, að það liafi elcki efni á að kaupa salt í grautinn sinu, livað þá meira“. Jónatan var nú ekki beint upplitsdjarfur, því að Iiann vildi ekki að neinar grunsemdir kvikn- uðu um það, að hann væri að nefna þetla vegna meyjarinnar, og muldraði um það í barm sinn, að Mai’sh-lijónin ættu son, sem væri allra mvnd- arlegasti piltur, en í' rauninni fyrirleit liann piltinn hjartanlega. Og Jónatan og pilturinn höfðu aldrei ræðzt við. Frú Corbie hugsaði sig um stundarkorn og sagði svo: „Það er þeim skylt, að verða fyrr til að heim- sækja mig.“ Þetla var ein kurteisisreglan, sem tekizt hafði að berja inn i höfuðið á lienni. Og svo bætli hún við dálítið meinfýsilega: „Þar að auki liélt eg, að þú værir. ekkért hrif- inn af þessu fólki". Jónalan svaraði engu og svo datt þetta tal niður. En forsjónin var lionuni hliðstæð, því að þegar hann var á göngu næsta morgun heyrði hann jódyn mikinn, og að kallað var á hjálp með meyjarröddu. Er hann leit i kringum sig sá hann gamlan liest, á harðahlaupum, og var klárinn allkátlegur á hlaupunum, en hann hafði fælzt, og sú, sem á lionum sat, Iiaf'ði misst stjórn á honum. Og nú var ekkert liik á Jónatan. Hann brá.við snarlega og lókst að ná haldi á taumunum. Hest- urinn dró hann með sér nokkra faðma, en luinn sleppti ekki takinu. Og allt í einu nam blessuð skepnan staðar, sveitt og móð og eins og lnin væri uppgefin. Unga mærin lienti sér úr söðlinum snarlega ■ og léttilega. Ilún var allföl, en hún brosti fram- an í Jónatan, er hann leit á hana. „Þökk,“ sagði hún, „þetta var vasklega gert. Eg var þessu óviðbúin. Ilann hefir aldrei gert mér neinn grikk fyrr, og eg liélt satt að segja, að liann ætti ekkert svona til, livað sem á gengi. Og hann er ekki lengur á þeim aldri, að honum ætti að vera hætt við fælni.“ . Augu mærinnar voru fögur — himinblá. Jónatan hafði aldrei fyrr séð augu, sem minntu hann eins á himininn á sólheiðum sumardegi. „Það var vasklega gert,“ sagði liún aftur, af því að Jónatan hafði engu svarað. „Þér hef'ðuð getað meitt yður.“ „Það hefðuð þér getað líka,“ sagði Jónatan. Hún fór að klappa hestinum á hálsinn. „Eg vissi ekki, að hann ætti þetta til,“ sagði hún aflur. „Þau trúa mér ekki heima, þegar eg fer að segja þeim frá því.“ Aftur hvildu stórp, bláu augun á honum. „Eruð þér ekki lierra Corbie?“ „Jú.“ „Eg er Pi’iscilla Marsh. Við eigum lieima í Moorland House.“ . „Það var mér kunnugt.“ Hann liorfði á hann atliugandi augum. Hún var alls ekki ófróð um Jónatan og bankainneign föður lians. Og liún vissi hve einföld og ómennt- uð móðir hans var, enda hafði oft verið rætt um það á lieimili liennar, livort hægt væri að hafa kynni af þessu fólki, án þess að verða fyrir álitshnekki. Og liún þekkti pilt, sem liafði verið í háskólanum með Jónatan, og þessi piltur hafði sagt lienni, að hann væri einrænn. En henni geðjaðist vel að honum, einkanlega augnalillitinu, henni var siður en svo ógeðfelt, að verða vör aðdáunarinnar í því. Hún and- varpaði og óskaði sér þess, að allir peningar Corbie gamla væru í eigu annars ungs manns, sfem hún þekkti. „Eruð þér hrifinn af hestum?“ „Nei.“ „Iðkið þér golfleik ?“ „Nei.“ Hún fór að hlæja. „Hvað hafið þér þá fyrir stafni,“ spurði hún einkar vinsamlega. „Annað en að koma til aðstoðar stúlkum á fælnum liestum?“ Jónatan roðnaði upp i hársrælur. ITann hélt, að hún væri að skopast að sér. „Eg liefi víst frekar lítið fyrir stafni,“ sagði hann freniur uppburðarlítill. „Þá hlýtur yður að leiðast," sagði hún og gretti sig dálítið. ’ „Öllum finnst vist, að eg sé einrænn og leið- inlegur,“ sagði hann. „Hvaða villeysa,“ sagði hún. Kenndi óþolin- mæði i rödd hennar. „Þér eruð hugrakkur pilt- ur. Eg ætlað að segja föður minum, a'ð þér hafi'ð bjargað lífi mínu. Hann mun verða yður af lijarta þakklátur.“ „Þetta er ekki þess vert, að á það sé minnzt.“ Þau þögðu um stund, en gáfu livort öðru nán- ar g'ælur. Loks sagði Priscilla: „Nú held eg, að reiðskjótinn sé búinn að jafna sig. Eg get vist ósmeyk riðið honum heim.“ „Það held eg, að sé óhyggilegt. Kannskc rnætti eg fylgja yður lieiin á leið.“ Og svo lögðu þau af stað, Jónatan og prin- sessan iians, og fóru um grasivaxna bala, í átt- ma til gamla ættarsetursins. Þa'ð var gamalt og úr sér gengi'ð, en vafningsviður hulda marga skelluna. „Þekkið þér Lyle Dawson?“ spurði Priscilla. „Já,“ svaraði liann og leit snögglega á hana. „Er hann vinur yðar?“ Hún kinlcaði kolli án þess að liorfa á hann. A Kvöm’ðmw Magga: Eg held, aö eg hef'ði lieldur vilja'ð vera strákur. 'Siggi: Því í dauðanunr sagöir þú þaö ekki, þeg- ar þú varst skírö. Nú er þaö oröiö of seint. Dómarinn: Hjálpaöi konan yöur við að stela veggfóörinu ? Sá ákæröi: Nei, ekki get eg talið það. Hún kom aðeins til þess aö velja „munstrin“. <% Skoti nokkur var að lnigsa um að.kvænast. En áður þurfti hann að komast að þvi, hvort konuefn- iö væri sparsamt. Veiztu það, sagöi hann við þá tilvonandi, að eg þekki stúlku, sem les alltaf í rúminu í eina klukku- stund áður, en hún sofnar og eyðir með þvi móti miklu af rafmagni. Lest þú nokkurn tima í rúminu ? Ekki nema þegar tunglsljós er. Eftir vikti voru þau göfin saman. Paul Winkler: Gullna skrímslið. mikilvægan stuðning, en til þess að sem minnst bæri á því, voru stofnuð tvö fyrirtæki, Rowak í Berlín, og Hisma, sem hafði bækistöð sína á spænskri grund. En stjórn beggja var í höndufn einnar deildar þýzku ríkisstjórnarinnar. I gegnum félög þessi fékk Franco flugvélar og margt annað, meðal annars vopn og skotfæri. En þótt Schnitzler og aðrir samstarfsmenn lians*’ elski I. G., þá táknar það engan veginn, að þeir liafi tekið ástfóstri við æðsta manninn þar, Geheinn'at Hermann Sclnnitz, sem er forstjóri miðstjórnar fvr- irtækisins. Hann er oft kallaður einræðisliefrann. Hann er sá „geheimrat“ (ráðgjafi), sem oft er vitn- að í i skjölum American General Aniline and Film Corporation, jafnvel eftir 1940, er það fyrirtæki kvaðst hafa sagt að öllu leyti skilið við I. G. Farben. Eftir árásina á Pearl Harbor lagði Bandaríkja- stjórn löghald á General Aniline. Stofnun þess og skipulag var verk Schmitz, enda telja allir nánustu undirmenn hans hann sérfræðing í „tarnung“, en svo nefna Þjóðverjar það, þegar fjármálabraski er leynt undir liulu sakleysisins. Tilgangurinn með þessu var, að leyna því að I. G. réð vfir viðkomandi fyrirtækjum, og voru þetta oft svo flóknar aðferðir, að Schmitz vissi oft ekki upp eða niður í því, sem liann hafði verið að gera, þegar nokkuð var liðið frá. Suni þessara dótturfyr- irtækja voru notuð sem forvarðastöðvar fvrir njósn- ara Þjóðverja. Hafa meira að segja fundizt meðal skjala I. G. þakkarbréf frá yfirmanni njósnadeildar : þýzka hersins. Það var lika tilgangurinn með þessum leynifélög- um, að koma í veg fyrir að þau yrðu gerð upptæk, ef Þýzkaland færi í stríð við viðkomamli lönd. Þegar skattayfirvöld Þýzkalands revndu að kom- ast fyrir um ýmsar erlendar eignir I. G. og Schmitz vildi-ekki láta þau vita, til þess að lialda öllu sem bezt levndu, var hann vanur að svara þannig, að það mundi „skaða hagsmuni þjóðarinnar”, að gel'a umbeðnr upplýsingar. Víða má finna í bréfum I. G. ráðleggingar til ým- issa Þjóðverja erlendis, um að afla sér borgararétt- ar í landi því, sem þeir eru búsettir í. Síðan er þessu þannig fyrir komið, að menn þessir eru gerð- ir forstjórar félaga þeirra, sem 1. G. á, og er þá allt tryggara, að limirnir dansi efitr liöfðimi. Menn þeir, sem þetta eru látnir gera, eru venjulega skyld- ir eða tengdir lielztu mönnum I. G. heima fyrir, og þar sem skvldleiki og mægðir leggjast á eitt með tryggðinni við fyrirtækið, er ekkert hug'sað um trúnað gagnvart liinu nýja föðurlandi. Það er að vísu rétt, að þegar nazistar tóku völd- in, höfðu þeir ekki mikla trú á I. G., því að þaðan liöfðu þeir notið miklu minni stuðnings cn frá stál- iðnaðinum og kolahrin'gnum. En mcðal ráðamanna I. G. var þá Max nolckur Ilgner, sem var frændi Schinitz gamla. Hann hafði snemma náð sambandi við ráðamenn flokksins, óg þegar hann náði völd- unum 1933, fór Ilgner af eigin hvötuni til i'lokks- stjórnarinnar og tilkynnti lienni, að I. G. mundi veita allan stuðning, sem krafizt yrði. Tókst honum svo vel að tala máli fyrirtækisms, að Schmitz karlinn var fljótlega kominn í vinfengi við æðstu menn flokksins og var senn gerður meðlimur Ríkisdags- ins, cn það þótti sérstakur vottur um traust. I. G. var ef til vill ekki ríkasta félag i heimi, en á þvi er enginn efi, að það var viðamesti hringur, sem til var og allsráðandi á ýmsum sviðum fram- leiðslunnar. Menn geta hæglega gcrt sér í hugarlund, hversu mikilvægt bandalag við slikt fyrirtæki var riki naz- ista. Nú orðið hefir vón Schnitzler ekkert gaman af að vera minntur á það, livað liann tók þátt í mörgum skrúðgöngum í SS-búningi sínum. Hann segir, að allir menn megi gera eina vitleysu. En getur nokkur gleymt þvf, hvað af þessari „vitleysu“ spratt? I. G.-menn lirósa sér líka af því, að mörgum þýzkum fyrirtækjum hafi mistekizt að framleiða eins „gott“ eiturgas og þeim tókst 1942. Það var notað í gasklefunum og þeir eru ckkert feimnir við að segja frá því.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.