Vísir - 15.05.1946, Blaðsíða 4

Vísir - 15.05.1946, Blaðsíða 4
íi V 1 S I R Miðvikudaginn 15. maí 1946 VISIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐACTTGAFAN VlSIR H/F Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálsson. Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. Símar 1660 (fimm línur). Yerð kr. 5,00 á mánuði, Lausasala 40 aurar. Félagsprentsmiðjan h.f. ftlmenmngsálitið gegn ofdrykkju. j^fengissalan er orðinn stærsti tekjuliður ríkissjóðs. Þetta er nöpur staðreynd, sem lætur meira og meira á sér bera éftir því sem drykkjuskapurinn í landinu verður almennari og.augljósari. Drykkjuskapur á almannafæri hefir svo mjög færst í vöxt tvö síðustu árín að furðu sætir og siðsamir og alvarlega hugs- andi borgarar liorfa á þessa ómenningu með viðbjóði og kinnroða. Konur í bænum hafa nú risið upp til varnar því l)öli og þeirri niðurlægingu sem hin sívaX- andi áfengisneyzla hefir í för með sér. Þær krefjast að nú þegar sé hafist handa og reynt að setja skorður við þessu þjóðfélagsmeini. Allir hugsandi menn eru konunum sammála. Þetta átumein verður að lækna, ef þjóðin á <:kki að tapa manndómi sínum og sjálfsvirð- ingu vegna vínnautnar og staðfestuleysis. Vínnautn er orðin næsta almennur löstur vegna þess að fæstir kunna sér hóf sem skyldi. Það þykir nú sjálfsögð gestrisni hjá fjölda manna að hafa áfchgi um hönd ef gesti ber að garði. Slíkur hugsunarháttur leiðir auð- veldlega út í öfgar enda er það gömul reynsla að neyzlan er því meiri sem greiðari er að- gangurínn að áfenginu. Peningaflóð stríðsáranna á ekki litinn þátt í hinni vaxandi vinnautn hjér á landi. Þrátt f'yrir hið háa verð á áfcngi, hafa tekjur manna verið svo miklar, að þjóðin hefir leyft sér þann gláðning, að greiða milli 40—50 milli- •ónir króna fyrir vínföng- á síðasta ári. Mun *kki fjarri því að landsmenn hafi eytt nálægt 10% af þjóðartekjunum í áfengi. Það svarar því að Jivert mannsbarn í landinu hafi látið «eins mánaðar vinnu fyrir áfengi á árinu sem leið. Allir sjá að slíkt gctur aðeins leitt til ófarnaðar og ógæfu fyrir ])jóðina. Fjármunir hennar renna í stórum stíl til kaupa á áfengi sem svo brýtur niður manndóm liennar og sjálfsvirðingu. Hér verður að taka í taumana. Meðan kaup- getunni eru engar skorður settar og löggjaf- arvaldið blæs að glóðum verðbólgunnar, verð- ur að hindra á einhvern hátt ])au miklu áfeng- iskaup almennings, sem nú fara fram. Það verður að setja skorður við því, að áfengi verði undir þessum kringumstæðum, selt tak- markalaust hverjum scm haía vill. 1 þessu <fni má ckki taka tillit til þess, þótt ríkissjóður missi eitthvað af áfengistekjum. Ríkið getur «ekki haldið áfram að taka fjórðung allra tekna :sinna með því að selja þcgnunum áfengi. Slíkt <t ekki samboðið neinu ]>roskuðu og mcnnt- uðu þjóðfélagi. En hvað sem gert yerður til þess að draga úr áfengisneyzlunni með því að takmarka söl- una, þá verða menn að gera sér Ijóst að ein leið er áhrifaríkust til að vinna á móli þessu höli. Sú leið er sterkt og þroskað almennings- álit, sem fordæmir siðlcysi og spillingu of- ■ Irykkjunnar. Aðeins slíkt almenningsálit get- ur þroskað líjá ungu kynsíöðinni hið rétta ' uigarfar í þessum efnum. Þegar ])að verður ; Imennt álitið smánarblettur á hverjum manni, að neyta víns í óhófi, og ísköld fyrir- Jitning almennings hvílir á öllum drykkju- skap, ]>á mun hregða til hétia vegar. Drykkjuskapur í bænum „Lögreglan í Reykjavík hefir meiru að sinna cn lög- regla stórborga, er hafa liundruð þúsund íbúa.“ Þannig fórust lögreglu- stjóranum orð í gær, er liann ræddi við blaðamenn. Skýrði hann frá því ófremd&r- ástandi, sem ríkir í bænum sökum drykkjuskapar og óreglu. Lögreglustjóri kvað lög- regluna skorta mjög menn til löggæzlustarfa. Iívað liann í hverri varðsveit vera 27 menn. Dag hvern eru 4 —5 menn í leyfi, og gera má ráð fyrir 2—3 forfölluðum daglegá. Þrír lögregluþjón- ar eru alltaf á stöðiiini sjálfri. Að lokum eru þrir ökumenn bifhjóla og bif- reiða. Þá eru eftir 18 lög- reglumenn, scm skiptast á um götuvörzlu og önnur störf, þannig, að tveir af hverjum þremur eru á göt- unni og éinn af hverjum þremur á stöðinni, til þess að sinna upphringingum og öðru. Ennfremur minntist. lög- reglustjóri á drykkjuskap- inn í bænum. Kvað hann hann vera orðinn svo mik- inn, að mestu furðu sætti. A fyrstu fjórum mánuðum 1945 voru 022 menn teknir úr umferð. Á sama tíma nú, liafa hvorki meira né minna en 1278 menn verið teknir. Gefúr þetta glögga hugmýnd um hvert stefnir. Lögreglustjóri kvað nauð- synlegt, að hafizt yrði handa um byggingu fangahúss og drykkjumannahælis, þvi að margir af mönnum þessum, sem úr umférð eru teknir daglega, væru hreinir alko- holistar og ættu í raun réttri að dvelja i sjúkrahúsi. Skemmtikveld Þjóðræknis” félagsins. Þjóðræknisfélag íslendinga gengst fyrir kvöldskemmt- un i Oddfcllöwhúsinu i kvöld. Riskupinn yfir Islandi, herra Sigurgeir Sigurðsson, forseli félagsins, flytur stutt ávarp. Magister Westergaard Nielsen sýnir litkvikmvndir frá Danmörku og flytur er- indi á islcnzku. Kvikmynd- irnar eru frá 5. maí 1945, frá Sámsey og afmæli Ivristjáns X. Að lokum verður dansað. að. —. Óvenju mikil ekla á vörubifreiðum. Að undanförnu hefir verið óvenjumikil vinna hjá vöru- bifreiðum hér í bæ. Heíir það komið þráfaldlega fyrir að ekki hefir verið hægt að afgreiða pantanir fyrrerveft- ir einn eða tvo daga. . Orsök þessarar eklu á vörubifreiðum er lalin vera sú, að óvenjumikið er um vinmi við höfnina. Þá mun bærinn liafa nnm fleiri vöru- bifreiðar á leigu nú, cn á sama tíma í fyrra. Kom þessi ekla á vörubif- reiðum sér sérstaklega illa i gær, flutningadaginu. Fékk blaðið þær uppl. hjá vöru- bifrciðastöðinni „Þrótti“ að engan veginn hefði verið hægt að afgreiða allar þær pantanir, er bárust frá fólki, er var að flytja,' vegna þess hve margar bifréiðar ðru nú í fasta vinnu. Heykvíklngafélagið heldur íund með allskonar skemmtiatnðum n. k. mánudag, 20. maí kl. 8,30 síðdegis í húsi Sjálf- stæðisflokksins við Austurvöll. Meðlimum heimilt að taka með sér gesti. Síjórnin. Á Skóla- Frá „Daglauna-Dabba“ hefir •mér vörðustíg. borizt bréf það, sem hér fer á eftir: „Siðastliðinn laugardag, síðdegis, átti eg leið upp Skólavörðustíg. Er eg kom móts við liúsið nr. 21, sá eg þar tvo drengi, er voru að velta sér á gangstéttinni. Annar þeirra, 3—4 ára gamall, hafði í hendi sér „dolk“;,,einn þeirra, er undanfarna daga hafa fengizt hér i verzlun- um og verið seldir á 1.95. er komið, í öllum stærðum. Drengur Kr eg sá vopnið í liehdi óvitans, á þríhjóli. staldraði eg við, til að aðgæta, hvern- ig hann færi með það. Rétt á eftir bar þarna að þriðja drenginn. Sat hann á þrí- hjóli og ók niður eftir gangstéttinni. Risu þá hinir tveir á fætur og eltu „manninn" á lijólinu. Hann nam staðar á horninu við Klapparstig. Snaraðist þá hinn vopnaði fram fyrir hjólið og sveiflaði hnifnum yifr-liöfði sér. Eftir það hurfu þeir í áttina að Njálsgötu og veitti eg þeim ekki eftirför. * Ekki En þvi vek eg máls á þessu, að eg einsdæmi. vcit, að það er ekki eins dæmi, að óvitadrcngir sjáist með linífa í hönd- um á götum úti, — eg hefi áður séð það. Og það þætti mér furðulegt, cf dæmin væru ekki flciri en einmitt þau, sem eg hefi séð, því að eg er ckki ýkja mikið á ferli eða víða. — En það hljóta menn að skilja, að börn, sem velta sér á fjölförnum gangstéttum, bera litt skyn á það, liver hætta getur stafað af beittum lmif- um í höndum þeirra. * % Óvitar. I>að er ekki nema eðlilegt, að stálpað- ir piltar fái sig áfgreidda, er ]ieir koma í búð og biðja um, að sér sé seldur hnífur, en það verður aldrei nógsamlega brýnt fyrir þeim, sem slílc tæki mcðhöndla, að þess ber mjög vand- Icga að gæta, að óvitar hafi ekki liönd á þeim.“ álér finnst Jielta rétt athugað. Máltækið segir, „hnífur og skæri eru eklci barna meðfæri", og það er mikið til í þvi. Og ]>að eru ekki aðeins þeir, sem slik tæki sclja, heldur og þeir, sem hafa þau undir höndum á annan hátt, sem ættu að gæta þess, að börn nái ekki í þau, því að slys gcta af hlotizt. * Samtök Fyrir nokkurum dögum hringdi frú um gjafir. ein til mín, til að segja mér frá sam- tökum um brúðargjafir, sem lienni fannst margur geta tekið sér til fyrirmyndar vegna ]iess, hve húsnæðisvandræðin eru mikil hér í bænum og flestum ungum körlum og kon- uni ofviða að stofna hcimili á eigin rammleik. Samtökin voru á þá leið, að brúðhjónunum voru einungis gefnir peninagr og, að því er mér skild- ist, til þess að þau ættu þó eittlivað meira en áður upp í þá fúlgu, sem íbúðir eru seldar fyrir eða leigðar með fyrirframgre'iðslu. * Vel til Mér finnst þetta vel til fundið, og eg fundið. minntist á ])að við kunningja minn, sem kvorigaðist fyrir fáeinum mánuðum, og spurði hann hvernig honum hefði fundizt, að fá einungis peningagjafir. Hann sagði: „Fjarri sé ]>að mér, að vanþakka þær gjafir, sem ei; fékk, cnda voru þær hinar eigulegustu, en þó hehl eg, að mér hefði ckki þótt lakara, þótt eg hefði fcngið fé ]iað, sem í þær var varið. Allir hlutir eru svo dýrir nú. * Skuldabaggi. Eg varð að taka allmikið lán, til þcss að komast irin í íbúðina, sem eg bý nú í, og verð að rogast með þann skulda- bagga næstu árin, — hver vcit hve lengi. Auð- vitað dettur inér ckki i hug að selja gjafirnar — liver mundi gera slíkt? — eii mig klæjar í lófana cftir peningunum." Mér finnst liann liafa lfitt naglann á höfuðið með þessmn orðum, og víst cr, að mörg lijóriacfni verða að fresta gíft- ingu sinni veena dýrtíðarinnar — þau vantar þak yfir höfuðið, sem er fyrsta skilyrðið fyr- ir búskapnum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.