Vísir - 16.05.1946, Blaðsíða 3

Vísir - 16.05.1946, Blaðsíða 3
Fimmtudaginn 16. maí 1946 VISIR 3 Ferðafélagið ráðgerir 15 orlofsferð- ir og 32 helgaferðir í sumar. 4 ferðir verða farnar í félagi við Ferðafélag Akureyrar. Á áætlun Ferðafélags ís- lands eru 15 orlofs- og sumarleyfisferðir í sumar, og þar af fjórar, sem farn- ar verða í félagi við ferða- félagsdeild Akureyrar. Helgarferðirnar verða alls 32, og er þegar búið að fara þrjár þeirra: Á Hengil, i Raufahólshelli, og loks suð- ur á Garðskaga og i Hafnir. Hafa um 20 manns tekið þátt í hverri þeirra ferða. Sumarleyfisferðirnar verða sem hér segir: Fyrsta ferðin hefst 29. júní og verður þá farið að Mý- vatni, Dettifossi, Ásbyrgi og i Axarfjörð. Samskonar ferð hefst 23. júlí. Þetta eru 9 ¦daga ferðir. 10. júlí hefst 12 daga ferð austur á Fljótsdalshérað og verður ef til vill farið aust- ur á firði. Sama dag hefst ferð aust- ur í öræfi, í Bæjarstaðaskóg, Ingólfshöfða og öræfajökul, ef viðrar á jökulinn. Það er 10 daga ferð, og samskonar ferð hefst 20. júlí. Þann 12. júli verður fari'ð í 10 daga ferð til Vestfjarða, um Stykkishólm, Breiða- fjörð, Barðaströnd, Vestfirði, Isafjarðardjúp og suður Þorskafjarðarheiði. Um svipað Ieyti verður far- ið í 3^ daga ferð til Vest- mannaeyja. 1 byrjun júlí verður farið í 7 daga ferð til Skagafjarð- ar og Eyjafjarðar og m. a. farið til Drangeyjar og út í Fljót. Þann 25. júlí verður lagt af stað í Fjallabaksferð, sem stendur yfir í 8 daga. Farið verður í bifreiðum í Land- mannahelli, en þaðan ríðandi aústur í Skaptártungur. Tvær ferðir verða farnar austur á Síðu og í Fljóts- hverfi, báðar fyrrahluta ágústmánaðar. Þær sumarleyfisferðir, er farnar verða með Ferðafélagi Akureyrar, eru þessar: ¦fi.—11. júlí: Askja — Vatnajökull — Herðubreið. Ekið um Ödáðahraun og Dyngjufjalladal að Dyngju- jökli og gengið á jökulinn. Síðan ekið norður að Suður- skörðum og gengið um öskju, en bílunmn ekið sam- tíniig, austan Dyngjufjalla, miílH:,Dyngjuvatns og Vað- öíflu, áleiðis að öskjuopi. Ek- ið;,í -Herðubreiðarlindir og á- fram til Mývatnssveitar, ef uunt reynist. 13.—14. júli: Herðubreið. Laugardag ekið um Mý- vatnssveit austur að Jökulsá og suður í Grafarlönd og gist. Sunnudag gengið um Herðu- bi-eiðarlindir og á Herðu- breið. 20.—25. júlí: Sprengisandur — Vori- arskarð — Tungnaá. ; Laugardag ekið um Vatna- hjalla að Laugafelli. Sunnu- dag ekið um Sprengisand að Jökulsá og gengið í Vonar- skarð. Mánudag um Eyvind- arver suður að Tungná o'g gist. Þaðan verður farið 'á hestum suður á land, en annar hópur, sern keinur að sunnan mætir þessum við Tungnaá og fer sömu leið norður um. 3.—5. ágúst: Laugafell — Sprengi- sandur— Tungnafells- jökull — Bárðardalur. Laugardag ekið um Vatna- hjallaveg að Laugafelli og gist þar. Sunnudag ekið um Sprengisand að Jökuldal og gengið þaðan á Tungnafells- jök'ul. Mánudag heim um Bárðardal. Eins og að í'raman grein- ir eru 32 fetðir um helgar á áætlun Ferðafélagsins, er taka yfirleitt 1—2y2 dag hver þeirra. | Fyrstu ferðirnar eru flest- ar í nágrenni Reykjavíkur og taka aðeins 1 dag hver. Hvítasunnuförin verður á Snæfellsjökul að vanda, 2. ágústs-ferðir eru tvær, önnur á Kjöl, hin um Breiða- fjarðareyjar. Þrisvar verður í'arið itl Gullfoss og Geysis, seint í júní, júlí og ágúst. Af nýjum ferðum má nefna ferð vestur í Hnappa- dal. Þá verður farið til Bauðamelsölkeldu, inn í Hnappadal og gengið á nær- liggjandi fjöll, ef vel viðrar. önnur ný helgarferð er i Þórisdal, gengið frá skála Ferðafélagsins hjá Egils- áfanga. Síðasta ferðin á sumrinu er 8. sept. um Grafning og kringum Þingvallavatn. Á sunnudaginn kemur verður farið suður að Reykja- nesvita og önnur ferð á Skarðsheiði. Hallgriinskirkja- Framh. af 1. síðu. Eins og kunnugt er hefir Hallgrímssöfnuðurinn hér í bæ þurft að nota bíósalinn í Austurbæjarskólanum fyrir guðsþjónustur og aðrar sam- komur. Hafa forráðamenn skólans góðfúslega leyft söfnuðinum afnota af saln- um. Gat Felix þess að lokum, að lítið þyrfti að breyta kórnum er aðalbyggingin verður reist, og er það mjög heppilegt, þar sem f járhagur- inn er ekki sem beztur, en hinsvegar brýn nauðsyn fyr- ir samkomustað fyrir söfn- uðinn. V í s i r. Nýir kaupendur fá hlaðifi ó keypis til n*siu iniiiiiirtnnnii;i. —, Hring-ið í «h»i> l«;;fi Athygli manna skal vakin á því, að þar setn vinna í prentsmiðjum hættir ]|L 12 á hád. á laugardögum í suma.r, þá þurfa auglýsingar, sem biát- ast eiga á laugardögum, að vera komnar eigi siðar en klukkan.7 á föstudagskvöldum. ..RÍDCID RÖRSNITTITÆKI: Skrallsnitti V?"—"/" Þríhausar ti i/n" 7-1 -1" 1" Varab'akkar Í4?—%"—1" Rörskerar, 2 sír roir Rörskeralijól, í'}. gerðir Rörhaldarar, 2 gerðrr Snitti-olía Rörsnitti-Í appar: l/3M___v -74 -1" Vezzlu Ellfeicea ELL Tónlistarf éíagskóriim Kvöldvaka kórsins verður endurtekin næstkomandi fimmtu- dag, 23. þ. m. í húsi Sjálfstæðisfélaganna við Austurvöll, sökum þess að miklu færri komust að en vildu á síðustu kvöldvöku. Aðgöngumiða má panta í síma 4179 í dag og á morgun. Stjórnin. Sjómannadagurinn 2. júní 1946. Væntanlegir þátttakendur í hinum ýmsu íþrótt- um Sjómannadagsins, eru beðnir að tilkynna þátt- töku sína sem fyrst til hafnsögumanna í Reykja- vík, eða skrifstofu sjómannabl. Víkings, Bárug. 2. Sigurvegarar frá íþróttakeppni Sjómannadags- ins í fyrra eru beðnir aö afhenda verðlaunafarand- gripi á skrifstofu Slysavarnaíélags Islands sem allra fyrst. Stjórnin. Nýtt úrval af kápum og drögfum tekið upp í da g- » J^omvtbdo ilri .ifjfti hur wmmtmw flöshwr Yfir 100,000 Coca-Cola flöskur hafa horfið úr umferð undanfanð ár. Mikið af þessum flöskum liggur víðsvegar á heimilum og ann- arstaðar, en af athugunarleysi og vanrækslu hefir þeim ekki venð skilað í umferð. Flösk- urnar eru nú ófáanlegar frá útlöndum. Hjálpið okkar til að ná hinum horfnu flöskum aftur í umferð með því að skila öllum Coca-Cola flöskum til. verzlana eða .veitingastaða, sem þér skiptið við —- gegh 25 aUra greiðslu fyrir hverja flösku. . 'R[ " [ Verksmiðjan Vífílfell h.f., Haga. t'/ &ivc!/:j,uvj cadiíbnti '6< ¦jl:\.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.