Alþýðublaðið - 27.08.1928, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 27.08.1928, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Spánarsamningarnlr. Hefir verið gengið svo frá samningunum, að Spánverjar geti hækkað tollinn að íslend- ingum forspurðum? Hækkar tollurinn um þriðjung ? Sá kvittur hefir gengið um bœ- tnn undan farið, að mjög bráð- Sega sé von á stórkostlegri hækk- an á innflutnmgstolJi af íslenzk- um fiski, sem til Spánar 'flyzt. Mönnum hefir, sem vonlegt er, þólt þetta afar-ótrúlegt. Þeir hafa efkki viljað trúa því, að svo illa og óvlturlega hafi verið gengið frá samningDUm við Spánverja, þegar iátið var undan svokölluðum kröfum þeirra um undanþágu frá bannlögunum fyrir spönsk vin „tii þess að tryggja markaðinn“, eiins og það þá var kallað, að Spán- verjar geti upp úr þurru og að okkur forspurðum hækkað toll- inn. Eftir því sem Alþýðúblaðdnu hefir v'erið skýrt frá, er gangur málsins þessi: Þegar Spánarsamniingurmn var gerður og íslendingar leyfðu inn- flutning spænskra vína, var það til skdlið, að þeir skyldu njóta ^bezta tollkjam“, en láðst hefir að setja nokkur ákvæði í sanm- inginn um það, hve hár tollurinn mætti vera hæstur. Englendingar nutu þá og beztu tollkjaxa, og var tollur af fiskd frá þeim <þá 24 gullpesetar af hverjum 100 kg. Lenti því íslenztó fiskurinn í sama flokki og varð tollur á hon- am þá einnig 24 gullpesetar af hverjum 100 kg. Svíar höfðu sérsamning við Spánverja og var þar ákv'eðið, að tollur af sænskum fistó mætti ekki vera yfir 25,60 gullpesetax af 100 kg. Þegar svo samnings- timinn við Bnglendinga var út- runninn og nýr samningur gerður máilli þejrra og Spánverja, hækk- aði tollurinn af ehskum fiski upp i, sama og af sænska fiskinum, eða 25,60 gullpeseta. Voru það kölluð „beztu tolIkjör“, og híðkk- aði þá jafnframt tollurinn af ís- lenzka fiskinum eitnnig upp í 25 gullpeseta. Nú í sumar var svo útrunninn samningstíminn milli Svía og Spánverja, og þá þegar tekið til " samningsgerðar að nýju. Létu Spánverjar í veðri vaka, að þeir vildu alveg hverfa frá þeirri reglu að gera-sérsamninga um tollkjör, en láta framvegis sömu tolla vera á sömu vöru frá hvaða landi sem væri, ef ekki væri um beint tollstríð að ræða, og yrðu það þá „beztu tollkjör“. Viidu þeir snú hækka tollinn af sænska fisk- ánum upp í 32 gull-peseta. Nú ér sagt, að samningar séu komn- dr á xmlli Svía og Spánverja og hafi Svíar fallist á (ollhækkun þessa. Óvíst mun þó ennþá’, bvfr’ nær tollhækkunin öðlast gildi, er talið líklegt, að Spánverjar muni láta það dragast fram1 til næstu áramóta. Beztu tollkjör værða því fram- vegís, ef rétt er frá skýrt, 32 gullpesetar af hverjum 100 kg. og hækkar tollurinn af íslenzka fistónum og öðrum, sem nýtur „beztu tollkjara", upp í það um leið og samningurinn milli Svíaog Spánverja gengur ígildi Er það réttum þriðjungi hærra en tollurinn vnr þegar undanþágan var veitt frá bannlögimum og Spánarsamn- inguriim sæli gerður. Hækkun þessi er gerð að okkur íslendingum algeilega forspurð- um, en í hvert skifti, sem hér hefir verið minst á endurskoðun samningsins eða fækkun útsölu- staða, hafa íh^ldsmenn ætlað að ærást og talið, að með því væri þessum ágæta samningi stefnt í voða. Alþýðublaðinu er ekki kunmigt um. að nokkur fiskur, sem dil Spánar flyzt, sé tollaður hærra en þetta. „Beztu t.olIkjörin“ okk- ar, sem svo dýru verði voru keypt, eru því jafnframt orðin „verstu tollkjör“. Fðr til Vestfjarða. Eftir Guðmund Gislason Hagalin. --- Frh. Á sunnudagsmorgun ld. 8^4 héldum við af stað upp Miðdal. Vebur var hið bezta. Himininn var heiður, sólin skein og ekki blakti hár á höfði. Fram Miðdal- inn fórum við fjárgötur — og þó að ekki væri fljótfarið, mátti leiðin teljast mjög vel fær. Smátt og smátt hækkuðum við okkur, og kl. um 12 vorum við kamn- ir upp úr dalnum, upp á sjálft hálendið. Gróðurinn mínkaði, varð að eins snöggir daufgrænir blett- ir á stöku stað. Ekkert lifandi var sjáanlegt, en eyðiþögn var yfir öllu. Upp allan dalinn höfðum við ekki séð eina einustu tónd, ektó einn einasta fugl. Skoðuðum við nú kortið og athuguðum nánar stefnuna. Landið var þama holt og dældir, en á hægri hönd okk- ur voru hæðadrög og framund- an allhá fjallsöxl. Brátt komum við að vötnum. Mátti heita gróð- urlaust í kring um þau og engir gárar á yfirborðinu sýndu það, að í vötnunum vetóu fiskar. Á efntu þeirra sáum við þó fiskiönd. Sak- ir þess, að við höfðum talið víst að fá gnægð fiskjar í Isafjarðalá, höfðum við hvorki kjöt né fisk með okltur. Lceddist þvi Vilmund- ur svo nærri fiskiöndinni, að hann gat skotið hana, og var hún svo nálægt landi, að við gát- um náð til hennar rneð stöng- tnni. Bundum við hana í aðra; klifina og héldum svo áfram. Skömmu seinna sáum við rjúpu með unga. Flaug allur hópurinn upp og stefndi til dals, Vegurinn versnaði nú nokkuö, en var þó hvergi illfær. Holtin voru greið yfirférðar, en í laut- unum á milli þeirra voru urðir, þó eigi mjög stórgrýttar. Við stefndum á fjallsöxlina, og kom umst brátt að raun um, að hún var lengra í burtu en við höfð- um haldið. Þá tókum við eftir því, að kOTt herforingjaráðsins voru ekki sem greinilegust. Sums staðar sáum við litil vötn, sem merkt vom á kortinu, annars staðar stór vötn, sem hvergi sást votta fyrir á korti. Þá er við höfðum gengið um tvo tíma frá því að viö komum upp, vorum við komnir í algerða auðn. Grjótið var nakið, hvergi gróðrarblettur við vatn eða lind. Þarna uppi sáum við veiðibjöllur. Þær svifu tígulegar og sólblik- aðar yfir höfðum okkar, fylgdu okkur um hríð nöldrandi og rendu sér svo í fögrura boga S hvarf til norðausturs. Loks komtimst við á fjallsöxl- ina, og bar þá sóltrnd rancl i jökul. húfu við bláloft. Við stóðum hik- andi um hríð. Gat þetta verið „VesturfjaUakóngurinn‘‘, Snœíells- jökull ? Þessi jökulhjálmur sýndist svo undarlega nærri. Við höfðum hvomgur séð Sjónfríð. Var þetta kannske hún? Nei, það gat alls ekki verið. Þetta þarna á hægri hönd vax Sjónfríð — en snætind- urinn. i suðvestri h'laut að vera Snæfellsjökull. Við gengum nokk- ur skref — og sáum nú að fulliu suður af fjallsöxlinni;. Og báðir stóðum við sem steini líostnir. Allur fjallgarðurinn strnnan \öð Breiðafjörð blasti við sýn — og Hvammsfjarðar- og Dalasýslu- fjöllin sáust svo glögt sem við værum að eins fáar mílur frá þeim, I norðaustri sáust Reykjar- fjarðarhymurnar og norðtan við þær bar við himin drifhvíta bungu Drangajökuls, í norðri og norðvestri glampaði á dimmblátt Djúpið og í vestri bar hæstu tindana á Glámu við bláloft. Við dmkkum fjallaloftið í Iöngum teygum- — og það fyrsta sem sagt var, voru þessi orð: — Mikrls fara þeir á rms, ‘sem alt af dratta- niðri í dalnum! Meira. Enskur togari kom inn i morgun til þess að sækja mann, er hann hafði kom- ið með veikan. íslandssöudsnótið. fór fram í gær, eins og til stóð. Veður var ágætt. Úrslit í íslands- sundinu urðn þessi: Fyrstur Jón I. Guðmundsson á 9 m. 1 sek. Er það nýtt met, var hið gaml® met Erlings Páissonar 9 m. 6 sek. Hlaut Jón því Islandsbikax- inn og heitið sundkóngur ís- lands. Annar varð Gíjsli Þorleifs- son ó 9 m. 27,7 sek. Þriðji varð Þórður Guðmundsson á 9 m. 30 sek. I 200 st. sundinu fyrir kon- ur sigraði Heiðbjört Pétursdóttir á 4 m. 8,1 sek. Önnur varð Sól- veig ErJendsd. á 4 m. 13,4 sek. Þriðja Ásta Jóhannsd. á 4 m. 15,9 sek. Um sund^rautarmerki I. S. I. þreyttu 6, 4 karlmenn og 2 komir. Mega karlmenn ekki vera lengur að synda km. en 26 mín., en konur mega véra 30 m. Af þeim fjórum karknönnr um, er nú reyndu, náðu merk- inu að eins tveir, þeir Jón Leh- mann á 24 m. 2 sek. og Sig. Benedrktsson 24 m. 52 sek. Tvær stúlkur þreyttu um merkið og hlutu það báðar.Ásta Jóhannes- dóttir á 26 m. 42,4 sek. og Sól- v€4g Erlendsdóttir á 27 m. K,5 sek. Báðar höfðu þær áðuT synt 200 st. Þá er þessum sundþrautum vai' lokið, vax reyndur björgu'nar- búningur Slysavamafélags Is- lands. Fór Jóhann Þorláksson í búninginn, og lýsti landlæknir búningnum mjög ýtarlega. Var síðan farið með Jóhann urn 200 stíkur frá landi, og synti hanm þaðan með taug til lands. 1 Að visu sóttist homiín sundið frek- ar seint, en ektó kvaðst Jóhaníi eiga neitt óhægt með hreyfingar Kvaðst hann mundu hafa getað haldið áfxam að synda mjög lengi. Sannar þessi reynsla, að búningur [>essi getur orðið að ó- metanlegu gaigni, þegar slys ber að höndum. S, Knattspirrunmótið. Kappieikurinn i fyrrakvöld, Fyrri háljleikur; K. R. Iék undan vindi, og lá mjög upp á Vals-möhnum, Sýndu þeir þó mákinn dugnað, og skömmu eftir leiksbyrjun tókst þeim að skora mark hjá K. R. En skömm vax biðin eftir endurgjald- inu. Guðjón Ólafsson skallaði brátt knöttinn í mark hjá Val, FærðUst þá Vals-menn í aukana, brutust gegn um fylkingar K. R. og skoruðu mark á ný. En K. R.- ingar hefndu grimmilega sinna ó- faxa og gerðu tvö mörk hjá Val áður en hálfleiknum lauk. Síðiori hálfleikw. I seinni hálfleik lék Valur und- an vindi, og veitti þá K. R.-ingum ekki af öllu sínu harðfylgi til [æss að verja markið. Gekk á ýmsu,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.