Vísir - 27.05.1946, Blaðsíða 7

Vísir - 27.05.1946, Blaðsíða 7
Mániulaginn 27. maí 1946 V 1 S I R 7 Ruby M. Ayres 10 PtiHAeAAaH Hann liugsaði sig um stundarkorn og mælti svo: „Mér fíýgur ekki i hug, a'ð þér munið nokk- urn tima fá ást á mér, en eg elska yður.“ „Þér eigið skilið að fá konu, sem er þúsund .sinnum betri en eg,“ sagði liún liálfkæfðri röddu. Hann beygði sig niður og lagði hendurnar á axlir hennar: „feigið þér við það, að þér séuð fúsar til að giftast mér.“ Hún lagði aftur augun andartak. „Það er mikil áliætta fyrir yður,“ svaraði hún. Jónatan liló. „Eg ætla nú samt að liætta á það lijartans glaður, svo fremi að þér leyfið mér það.“ Og svo kyssti liann hana. 4. KAPITULI. Priseilla var á fótum langt fram eftir nóttu og revndi að skrifa Clive Weston bréf. Það var dauðahljótt i liúsinu. Hugh var kominn heim fyrir tveimur klukku- stundum, dálítið æstur og liávaðasamur. Hann settist á rúmstokkinn hjá lienni og starði á hana. Það var auðséð að lionum var þungt í hug. „Jæja, kom liann?“ spurði hann loks. „Við hvern áttu?“ „Riddarann þinn, vitanlega. Eg varð að hafa mikið fyrir því, að fá pabba til að bjóða honum að koma, svo að eg vona, að liann bafi ekki liafnað boðinu.“ Priscilla snexi sér að honum. „Eg botna ekkert í þessu, Hugh.“ - Hann hnyklaði brúnir gramur á svip. „Þú ert ekki vön að vei-a svo skilningssljó, Priscilla. Hvað heldurðu, að eg liafi liaft fyrii stafni þennan óratíma sem eg var inni í les- stofunni, nema að sannfæra pabba gamla um að koma fram sem okkur bæri við þessa beið- arlegu nági’anna okkar og samboi’gaia.“ „Áltu við, að ef þú hefðir ekki —“ sagði Priscilla forviða. „Eg á við það, að ef eg hefði ekki lagt þelta á mig, hefði honum alls ekki verið boðið hingað. Eg sagði við pabba, að það væri hyggilegast að koma vel fram við þá, þvi að ekki væri að vita nema þeir ættu eftir að ráða liér liúsum.“ Hugh geispaði. „Jæja, kom hann?“ „Já,“ svaraði Priscilla. Nú skildi hún ekki í því, að benni hafði ekki strax doltið í hug, að bróðir hennar liefði verið potturinn og pannan i þessu. Hugh liló, eins og honum væri skemrnt. „Og pabbi gaf fyrirskipun um að sækja wliiskyflösku og ódýru vindlana!“ Hugh þagnaði skyndilega, er hann veitti því athygli livernig systir hennar var á svipinn. „Blessuð vertu ekki svona liátíðleg á svip. Eg vona, að þú takir þetta ekki nærri þér. Piltur- inn lítur allt öðruvísi út, þegar hann hefir feng- ið sér ný föt og fer að snurfusa sig dálítið.“ Priscilla sagði ekkert. Hún gat ekki fundið nein orð til þess að láta það i ljós, sem hún var að hugsa um. Hugli liélt áfram i sania dúr og. áður: „Þú verður nú að játa, að eg fór býsna laglega að því, að ryðja brautina fyrir þig.“ „Fyrir sjálfan þig, áttu víst við,“‘ svaraði systir lians. Hann yppti öxlum. „Eg fæ víst ekki einn að njóta milljóna Cor- bies.“ Hún leit allhvasslega á hann. „Þér hefir aldrei flogið í hug, að mér kynni .að þvkja vænt um annan mann?“ „Þykja vænt um,‘‘ sagði hann og lcit iindan. „Mér finnst það þreytandi, þegar stúlkur tala þannig. Hvað heldurðu, að langur tími liði, þar til þeir draumar eru aðeins minning? Ef þú ert að lmgsa uni Clive Weston, þá er hann bláfá- tækur og eignast aldrei neitt. Eg liélt að þú vær- ir hyggnari en svo, að vera að ala slíkar vonir.“ „En nógu livggin til að leggja allt í sölurnar fyrir þig?“ Hann geispaði aftur. -,,Eg er of þreyítur lil að fara að þrefa. A morgun lítur þú allt öðrum augum á þetta.“ Ilann ætlaði að kyssa hana, en hún sneri sér undan. „Eg hugsa eins mikið um velferð þina og vel- ferð sjálfs min. Sá dagur kemur, er þú þakkar mér.“ „Og hvenær skyldi sá dagur renna upp?“ „Þegar þú verður frú Corbie,“ sagði bann og varð vart fyrirlitningar i rödd lians. „Frú Corbie, með bankainnstæðu upp á bálfa milljón. Allar konur í héraðinu munu öfunda þig. Og þá muntu þakka mér.“ „Ef til þess kæmi gætir þú eips vel þakkað mér.“ Hugh skildist, að með þessum orðum var PiisciIIa að gefa eitthvað í skyn, sem hann vissi ekki. • „Við hvað átfu?“ „Að þér hefir orðið að ósk þinni, að eg liefi skolið í mark, eins og þú stundum hefir sagt. Eg erwíst óheimskari en þú h'eldur, því að Jóna- tan Corbie bað min i kvöld.“ Ilugh var orðlaus um stund. Loks kom þelta eina orð yfir varir lians: „Bull!“ Ilún hristi höfuðið. „Nei, það er satt.“ Ilann starði undrandi á hana um sinn. Svo fór hann að hlæja ánægður á svip. „Segirðu salt? Þú ert engill, Priscilla. Aldrei skal eg gleyma hvað þú hefir fyrir niig gert. Hvernig fórstu að þessu. Maðurinn hlýtur að vera ruglaður. Þið hafið aldrei talazt við fyrr en i dag. Hvérnig —“ „0, farðu —•“ „En, elsku Priscilla.“ „Farðu, segi eg.“ Hann yppti öxlum og lilýddi. Hún lieyrði, að liann gekk blí§trandi til herbergis síns. Hann var alveg áhyggjulaus. Og ekki fékk hún þakk- irnar. Priscilla lók lindarpennann og starði á auða pappírsörkina. Bréf Clives lá á sænginni en liún þurfti ekki að lesa það. llún kunni það utan að. Eg á kú, sem eg vil gjarnan selja þér, Þorsteinn minn. Einmitt það ? Heldur þú að hún „passi“ i Borgar- fjaröarkynið mitt? Ekki skal eg fullyröa neitt um það. Mjólkar hún vel? Nei, eg get ekki sagt, að hún mjólki vel, en eg skal segja þér, að hún er góð, blíð og róleg gönml belja og ef hún’á einhverja mjólk, mun hún fúslega iáta þér hana i té. ♦ Spiritus er sá vökvi. sem allt geymist ágætlega i, að undanteknum leyndarmálum. ■* Um daginn var prestur nokkur að ávíta eitt sókn- arbarna, sinna fyrir að eiga ekki biblíu til á heim- ilinu. Sóknarbarnið svaraöi- því til, að það gerði ckki mikið til, þar sem það ætti orðabók, sem inni- héldi öll o'rðin, sem stæðu i biblíunni. « ’AKvöm'ðmmm Tokyo undir sprengjuregm Bandaríkjamanna. Eftir Lars TiUitse, fyrrv. sendiherra Dana í Japan. grein fyrir liinu vonlausa ástandi, sem versnaði dag frá degi, en þeir vonuðu, að eitthvert kraftaverk gerðist. * Og kraftaverkið gerðist; en það var annars eðlis en þeir höfðu vonað. Kraftaverkið var kjarnorku- sprengjan, sem gereyddi borginni Hiroshima fljótar og rækilegar en þó að jarðskjálfti hefði lagt hana i auðn. Sporvagnabyltíngin. Eftir Joseph Wechsberg. Þann 4. mai 1945 gerðu Tékkar uppreist gegn Þjóðverjum. En þeir áttu ckki að gera það þá. Þeir áttu að hefjast handa daginn eftir, hinn 5. maí. En. Prágbúar eru óþolinmóðir. Þeir liöfðu beðið nógu lengi. Og er degi tók að halla umræddan dag, byrj- uðu vegfarendur að lieyra hamarshögg og hávaða á: götunum. JTékkar voru bprjaðir að fjarlægja ýms- merki, sem Þjóðverjar höfðu sett upþ á götum borg- arinnar. Sum merkjanna voru máluð, og þá var: aðeins málað yfir þau. Hermenn nazista borfðu undrandi á aðfarir fólksins, en gerðu ekkert til þess að hindra þær. Ujn líkt leyti var tilkynnt í útvarp- inu að ströng refsins væri viðlögð, ef fólk eyðilegði merki og vegvisa, sem Þjóðverjar höfðu sett upp. Við þessa tilkynningu æstist fólkið um allan helm- ing og er kvöld var komið, hafði það fjarlægt öll' merki, er nazistar höfðu sett upp. Uppreistin var samt ckki byrjuð ennþá. Vfireitt var fólkið ánægt yfir því, sem það liafði gert. Unr morguninn byrjuðu ýmsir betlarar að selja litla svarta miða, — tilkynningu um andlát názismans!' Néðst á miðanum var tékkneskur málsháttur: Blás- ið ekki emira lofti í blöðruna. Ef of miklu er blásið' í blöðruna, þá springur hún. Allt var þögult í borginni að morgni 5. ínai. Að- eins háváðinn í sporvögnunum barst að eyrum manna. Að vissu leyli voru það þeir, sem gerðu upp- reistina opinbera ráðstöfun. Pragbúar dá mjög spor- vagnana og sérstaklega þá, sem stjórna þeim. Það; -var kl. 11 f. h„ sem fólkið i borginni lieyrði sterka bjölluhringingu. Bjölluliringingin virtist ,fara i taug- arnar* á þýzku varðsveitunum. En öðru máli var að gegna um borgarbúa. Þeir þyrptust yzt á gang- stéttarbrúnina og störðu eftirvæntingarfullir eftir sporbrautinni. Hver, sem vettlingi gat valcbð, starði eftir sporinu og að lokum kom það, sem allir böfðu beðið eftir. Það var sporvagn, skrýddur tékknesk-: um, enskum, bandarískum og rússneskum fánum. Hann nam ekki staðar til þess að taka við fólki á biðstöðunum, lieldur hélt viðstöðulaust áfram. Nú kom annar í ljós og síðan hver af öðrum. Þeir brunuðu allir eftir götunum og ökumennirnir hringdu stöðugt bjöllum sínum. Þegar fólkið sá þetla, óttaðist það, að vagnstjórarnir yrðu drepnir fyrir uppátækið. Þetta bragð með sporvagnana var mjög snjallt. Það var eina Ieiðin fyrir forystumenn leynisamtak- anna lil að kynna fólkinu, að liinn langþráði dagur væri upp runninn. Þjóðverjar liöfðu liinráð yfir út- varpinu. Þeir réðu yfir blöðunum og livert orð,*sem sagt var opinberlega, urðu þeir að samþykkja fyrst. Nokkurum snjöllum Tékkum liafði komið þetta bragð í hug. Fólkið í borginni hafði ekki séð þjóð- i fána sinn opinberlega i sex ár, svo að er það sá hann, vissi það, að um aðeins eitt gat verið að ræða. Tékk-Í ar eru fullir eldmóði og þess vegna var fánum liinna: þjóðanna bætt við. „Þegar við sáum fánann,“ sagði gömul kona við: mig, „vissum við, að uppreistardagurinn var kom- inn.“ Er liða tók á daginn liöfðu allir íbúar borgarinnar prýlt sig með litum þjóðfána síns og verzlanirnar bvrjuðu að setja út í glugga sina myndir af dr. Ben- es, Masaryk og Stalin marskálki. Þjóðfánar Tékka,! Bandarikjanna og Rússa blöktu í gluggum víðsveg-; ar um borgina. En undanfarið höfðu húsmæðurnar | i borginni saumað fána þessara þjóða úr ýmsumj pjötlum, sem til féllu. Þær notuðu jafnvel efni úr| I þýzkum fánum lil þessa. !

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.