Vísir - 28.05.1946, Blaðsíða 2

Vísir - 28.05.1946, Blaðsíða 2
V 1 S I R Þriðjudaginn 28. maí 194&- ^Áfeíai ^J^reic f aaóon VERZLUNARSTJDRI SJÖTUGUR: Helgi Helgason, verzlunar-'sjóna- og mannúðannálum síjóri og leikari varð sjotugur . Góðtemplarareglunnar, og er í gær. Þeir sem sjá hann nú meðal þeirra manna, er ganga a götu, teinrettan og spengílegan, munu flestir telja nær sanni, að hann væri um sextugt. En óreglan hef- ur þá ekki heldur beygt hann niður í sorann. Flestir Reykvíkingar kann- ast við hann Helga hjá Zim- sen, en þar er hann nú húinn mests trausts njóta og fyrst og fremst er tekið tillit til i starfi Reglunnar hérl Rvik. Enda háfa hon'um verið fal- in hin mestu trúnaðarstörf og hann verið kosinn í helztu virðingarstöður innan vé- banda Jiennar hérlendis. Stórtemplar, eða yfirmaður ð starfa samfleytt í rúm Reglunnar á íslandi, var 51V2 ár, eða síðan 15. október 1894. Verzlunarstjóri járn- vöruverzlunarinnar hefur hann veriðlG árum skemur. Helgi Helgason er kominn í beinan karllegg frá hinum nafntogaða atgerfismanni síra Snorra á Húsaf elli, er var langa-langafi Helga. Móðir Helga, Rannveig Magnúsdótt- ir og Rergur Ólafsson Thor- berg,, landshöfðingi voru bræðrabörn og bjuggu þau hjónin, Helgi Guðmundsson og hún, í Móakoti í Garða- hreppi, þegar Helgi. fæddist þeim, hinn 27. maí 1876. Stundaoi -faðir hans þá sjó- mennsku þar syðra. Til Reykjavíkur fluttist Helgi með foreldrum sínum ' árið 1884, en þaðan til Hafn- arfjarðar árið 1887. Ári síðar missti hann f öður sinn og var Helgi þá eigi meira en 12 ára að aldri. Sama árið og hann kom til Hafnarfj. sté hann eitt þýð- ingarmesta sporið, er hann sjálfur telur sig hafa stigið um æfiria, með því að ganga í Reglu Góðtemplara. Hann gerðist, 11 ára, félagi barna- stúkunnar „Kærleiksbandið", í Hafnarfirði, en i verndar- stúku hennar, „Morgun- stjörnuna", flutti hann sig er hann- hafði, aldur til, eða tveúnur árum síðar. Þeirri stúku og fóiki því, er hana skipaði þá, og næstu árin þar á eftir, mun hann unna með tilfinningur æskumannsins á meðan hjarta hans hrærist. Löngu eftir að hann flultist til Reykjavíkur hið síðara sinni, árið 1894, þá gagnfræð- ingur frá Flensbprgar-skól- anum, hélt hann tryggð við þessa nafn-fögru stúku í Hafnarfirðinum og var félagi hennar í 9 ár eftir það. En á nýársdag 1903 flutti hann þó líka þessa vist sína til Reykjavíkur og gerðist fé- lagi stúkunnar Einingin nr. 14 og hefur verið þar síðan. 1 Reykjavíkurstúkunum kynntist hann konuefni sínu, Kristínu Sigurðardóttur, er hann giftist 3. október sama ár (1903), en faðir hennar, Sigurður Jónsson, þáverandi fangavörður, var félagi Ein- ingarinnar til dauðadags. 1 þessari stúku hefir svo Helgi Helgason starfað ósleitilega fram á þennan1 dag að hug- hann 1939—40 og íunboðs- maður Hátemplars var hann 1938—39. Þar að auki hefir hann átt sæti í framkvæmda- nefnd Stórstúkunnar í ýms- um öðrum embættum. Þingtemplar, eða yfirmað- ur Þingstúku Reykjavikur, var hann frá stofnun hennar og þar til 1930, og nú er hann umboðsmaður Stór- templars í Þingstúkunni. Auk þessa hefir hann ver- ið æðstitemplar Einingarinn- ar um langt skeið og um- boðsmaður Stórtemplars þar í stúkunnl í samtals 60 árs- fjórðunga, og erú þó ótalin mikil og margvísleg önnur störf. Einingin hefir þá einn- ig kjörið hann heiðursfélaga sinn. Mér er kunnugt, að einnig í öðrum félagasamtökum er Helgi Helgaspn mikils met- inn sökum óvenjulegra mannkosta sinna. Til dæmis mun hann vera einn af helztu mönnum Oddfellow-reglunn- ar. Einna þekktastur mun þó Helgi Helgason vera sem leikari. Fyrsta hlutverk sitt lék hann í Hafnarfirði 19. janúar 1893 sem Andrés í „Hrólfi" eftir Sigurð heitinn Pétursson. Hjá Leikfélagi Reykjavíkur lék hann fyrsta hlulyerk sitt í „Drengurinn minn", þann 27. nóv. 1898. Alkunnastur er hann fyrir leik sinn í „Fjalla-Eyvindi", er hann lék fyrstur íslenzkra manna, á jólum 1911, og hef- ir leikið alls 55 sinnum. Næsti Fjalla.-Eyvindur hér heima var Ágúst Kvaran, er lék hlutverkið fyrst á hátíð- arsýningunni 1930. Samtals mun Helgi Helgason hafa leikið 63 hlutverk, smá og stór, og sést glöggt á því, a'ð. hér er ekki um að ræða neinn liðlétting í leiklistarlifi Reykjavíkur. Síðasta hlut- verk Helga Helgasonar var í Víkingunum á Hálogalandi, eftir Ibsen, á formannsárum frú Guðrúnar Indriðadóttur. Eg hefi heyrt Helga minn- ast leikáranna og leikstarfs- ins í Iðnó með sannri gleði, sér í lagi mun hann minnast samstarfs síns með leikkon- unum Stefaníu heitinni Guð- mundsdóttur og Guðrúnu índriðadóttur með óbland- inni ánægju. En eg hefi einn- ig heyrt hann minnast þessa starfs með nokkurri leiði, því að aðbúnaður leikenda var í 4oá daga hinn bágborn- asti. Þeir þurftu sturidum að' hýma hrollkaldir í yfirhöfn-1 um sínuín á æfingunum i köldum sal með rauðkyntum kokaof ni. Búningsherbergin meira en óvistleg, köld og rök, og urðu all-óft fyrir heimsókn tjarnarinnar.. Nú finnst Helga hátíð, á móts við það, sem áður var, að koma í þessi húsakynni, en viðkvæma gíéði og fögn- uð mun það vekja honum, ee hann lifir þá stund, að verða boðinn heiðursgestur á fyrstu frumsýninguna i Þjóðleik- h'úsinu okkar Tangþráða,' er nú lætur hylla undir þessa sameiginlegu þrá okkar, sem unnum þessum menningar- þætti íslenzks þjóðlífs og lít- um vonaraugum til hinnar hrjáðu byggingar við Hverf- isgötuna. Konu sína missti Helgi Frh. á 4. síðu. BALDVIN JÓNSSON hdl. Vesturgötu 17. Sími 5545. Málflutningur — Fasteignasala. Alm. Fasteignasalam (Brandur BrynjóIfssoE lögfræðingur). Bankastræti 7. Simi 6063. KAUPH0LLIN er miðstöð verðbréfavið- skiptanna. — Síkii 17Í0. Hárlitisn Heitt og kalt permanent. með útlendri olíu. Hárgreiðslustofan Perla. r 0 nUOLÝSINGRGHRirSTOPfl =J> Tilkynoiiig ubii byggÍBiffarSóclir Bæjarráð hefir samþykkt að framléngja til 1. septeniber 1946 frest til að hafa byrjað á bygg- mgu íbúðarhúsa á leigulóSum bæjarms, sem út- hlutað var 16. apríl s.l. og síðan, með byggingar- fresti til 1. júlí n.k. Borgarstjórinn. Ávaxtasafar: Gmpefrm it Æppelsínu Fyriríiggjandi. . Brynjolfsson Dragnótakaðall af beztu tegund sísal, 2%", fyrirliggjandi. f^órour i^i/einááon kJT Co. k.r. Sími 3701. Hefi flutt vinnustofu mína á Greltisgötu 2. «/Óf£ IPíS itntlSB IBSS1ÞM gullsnriður. UNGLINGA vantar þegar í stað tií að bera út blaðið um FRAMNESVEG Talið strax við afgreiðslu blaðsins. Sími 1660. DAGBLAíÞItÞ VÍSIR nýkomið wA/. VÓeneaiktóóovi Cv L^o.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.