Vísir - 28.05.1946, Blaðsíða 2

Vísir - 28.05.1946, Blaðsíða 2
2 V 1 S I R Þriðjudaginn 28. maí 194ff ^JJelcýi ^JJeíc aasovi VERZLUNAR5TJDRI SJÖTUGUR Helgi Iíclgason, verzlunar- síjóri og leikari varð sjoíugur í gser. Þeir sem sjá liann ganga á götu, teinréttan og spengilegan, munu flestir telja nær sanni, að hann væri um sextugt. En óreglan hef- ur þá ekki heldur beygt hann niður í sorann. Flestir Reykvíkingar kann- ast við liann Helga hjá Zim- sen, en þar er hann nú búinn að starfa samfleytt í rúm 511/2 ár, eða síðan 15. október 1894. Verzhinarstjóri járn- vöruverzlunarinnar hefur hann verið 1(5 árum skemur. Helgi Helgason er kominn í beinan karllegg frá hinúm nafntogaða atgerfismanni sira Snorra á Ilúsafelli, er var langa-langafi Helga. Móðir Helga, Rannveig Magnúsdótt- ir og Bergur Ölafsson Thor- berg, landshöfðingi voru bræðrabörn og bjuggu þau hjónin, Helgi Guðmundsson og hún, í Móakoti í Garða- hreppi, þegar Helgi fæddist þeim, hinn 27. maí 1876. Stundaði faðir hans þá sjó- mennsku þar syðra. Til Reykjavíkur fluttist Helgi með foreldrum sínum árið 1884, en þaðan til Hafn- arfjarðar árið 1887. Ári síðar missti liann föður sinn og var Helgi þá eigi mcira en 12 ára að aldri. Sama árið og hann kom til Hafnarfj. sté hann eitt þýð- ingarmesta sporið, er liann sjálfur telur sig hafa stigið um æfiiia, með því að ganga í Reglu Góðtemplara. Hann gerðist, 11 ára, félagi barna- stúkunnar „Kærleiksbandið“, í Hafnarfirði, en i verndar- stúku hennar, „Morgun- stjörnuna“, flutti hann sig er hann hafði, aldur til, eða tveimur árum síðar. Þeirri stúku og fólki því, er hana skipaði þá, og næstu árin þar á eftir, mun hann unna með tilfinningur æskumannsins á meðan hjarta hans lirærist. Löngu eftir að hann fluttist til Reykjavíkur hið siðaraj sinni, árið 1894, þá gagnfræð- ingur frá Flensbprgar-skól- anum, liélt hann tryggð við þessa nafn-fögru stúku í Hafnarfirðinum og var félagi hennar í 9 ár eftir það. En á nýársdag 1903 flutti hann þó líka þessa vist sína til Reykjavíkur og gerðist fé- lagi stúkunnar Einingin nr. 14 og hefur verið þar síðan. 1 Reykjavíkurstúkunum kynntist hann konuefni sínu, Kristínu Sigurðardóttur, er hann giftist 3. október sama ár (1903), en faðir hennar, Sigurður Jónsson, þáverandi fangavörður, var félagi Ein- ingarinnar til dauðadags. 1 þessari stúku hefir svo Helgi Helgason starfað ósleitilega fram á þennan dag að hug- ’ sjóna- og mannúðarmálum j Góðtemplarareglunnar, og er nú meðal jjeirra manna, er mests trausts njóta og fyrst og fremst er tekið tillit til í starfi Reglunnar hér'í Rvík. Enda hafa honum verið fal- in hin mestu trúnaðarstörf og hann verið kosinn í helztu virðingarstöður innan vé- handa hennar hérlendis. Stórtemplar, eða yfirmáður Reglunnar á Islandi, var hann 1939—40 og umboðs- maður Hátemplars var hann 1938—39. Þar að auki hefir hann átt sæti í framkvæmda- nefnd Stórstúkunnar í ýms- um öðrum embættum. Þingtemplar, eða yfimiað- ur Þingstúku Reykjavíkur, var hann frá stofnun hennar og jjar til 1930, og nú er hann umboðsmaður Stór templars í Þingstúkunni. Auk þessa hefir hann ver ið æðstitemplar Einingarinn- ar um langt skeið og um- boðsmaður Stórtemplars þar í stúkunni í samtals 60 árs- fjórðunga, og erú þó ótalin mikil og margvísleg önnur störf. Einingin hefir þá einn- i§ kjörið hann heiðursfélaga sinn. Mér er kunnugt, að einnig í öðrum félagasamtökum er Iíelgi Helgason mikils met- inn sökum óvenjulegra mannkosta sinna. Til dæmis mun hann vera einn af helztu mönnum Oddfellow-reglunn- ar. i Einna þekktastur mun þó! Helgi Helgason vera sem leikari. Fyrsta hlutverk sitt lék hann í Hafnarfirði 19. janúar 1893 sem Andrés í ,,Hrólfi“ eftir Sigurð heitinn Pétursson. Hjá Leikfélagi Reykjavíkur lék hann fyrsta hlutverk sitt í „Drengurinn minn“, þann 27. nóv. 1898. Alkunnastur er hann fyrir leik sinn í „Fjalla-Eyvindi“, er hann lék fyrstur íslenzkra manna, á jólum 1911, og hef- ir leikið alls 55 sinnum. Næsti Fjalla-Eyvindur hér heirna var Ágúst Kvaran, er lék hlutverkið fyrst á hátíð- arsýningunni 1930. Samtals mun Ilelgi Helgason hafa leikið 63 hlutverk, smá og stór, og sést glöggt á því, að hér er ekki um að ræða neinn liðlétting í leiklistarlifi Reykjavíkur. Síðasta hlut- verk Helga Helgasonar var í Vikingunum á Hálogalandi, eftir Ibsen, á formannsárum frú Guðrúnar Indriðadóttur. Eg hefi heyrt Helga minn- ast leikáranna og leikstarfs- ins í Iðnó með sannri gleði, sér í lagi mun hann minnast samstarfs síns með leikkon- unum Stefaníu heitinni Guð- mundsdóttur og Guðrúnu Indriðadóttur með óbland- inni ánægju. En eg hefi einn- ig heyrt hann minnast þessa starfs með nókkurri leiði, því að aðbúnaður leikenda yar í -þá daga hinn bágborn- asti. Þeir þurftu stundum að hýma hrollkaldir í yfirhöfn- um sínum á æfingunum í köldum sal með rauðkyntum kolyoíni. Búningsherbergin meira en óvistleg, köld og rök, og urðu all-öf't fyrir heimsókn tjarnarinnar. Nú finnst Helga Iiátíð, á móts við j)að, sem áður var, að koma í ])essi húsakynni, en viðkvæma gléði og fögn- uð mun það vekja honum, er hann lifir J)á stund, að verða hoðinn heiðursgestur á fyrstu frumsýninguna í Þjóðleik- husinu okkar Tangþráða, er nu lætur hylla undir J)essa sameiginlegu þrá okkar, sem unnum þessum menningar- þætti islenzks þjóðlífs og lít- um vonaraugum til hinnar hrjáðu byggingar við Hverf- isgötuna. Konu sína missti Helgi Frh. á 4. síðu. BALDVIN JÓNSSON hdl. Vesturgötu 17. Sími 5545. Málflutningur — Fasteignasala. Alm. Fasteignasalan (Brandur Brynjólfsson lögfræðingur). Bankastræti 7. Sími 6063. KAUPHÖLLIN er miðstöð verðbréfavið- skiptanna. — Sínai 1710. Hárliton Heitt og kalt permanent. með útlendri olíu. Hárgreiðslustofan Perla. r Fc í l< v\* v\c^v Bur • jEriL RUGI,^6ING(t6HRirST0rn J Tilkyrming uni Bæjarráð hefir samþykkt að framlengja til 1. september 1946 frest til að hafa byrjað á bygg- mgu íbúðarhúsa á leigulóðum bæjanns, sem út- hlutað var 16. apríl s.l. og síðan, með byggingar- fresti til 1. júlí n.k. Borgarstjórinn. Avaxtasafar Grapefrm ií Æppelsinu FyrirKggiandi. * L Brynjolfsson & Kvaran Dragnótakaðali af beztu tegund sísal, 2^/4", fyrirlíggjandi. j^órfur SueiiiSSoii (J CHo. hj. Sími 3701. Hefi flutt vinnustofu mína á Greltisgötu 2. Jóu ÆÞatiuannssau gullsmiður. lilMGLINGA vantar þegar í stað tií að bera út blaðið um FRAMNESVEG Talið strax við afgreiðslu blaðsins. Sími 1660. ÐAGBLAÐIÐ VÍSIR nýkomið ^Jd. ÍJeucdifliMm ( ^ (do.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.