Vísir - 05.06.1946, Blaðsíða 3

Vísir - 05.06.1946, Blaðsíða 3
Miðvikudaginn 5. júní 1946 V I S I R 3 Bifreiðaferðir um óbyggðir Islands Farþegaferðir awn Sjwrengi sanih ÚtSáöahraaww &g ÆBrúaröreefi í snwnar* Páll Arason, sem kunnur •er fyrir bifreiðarferðir um ýmsar óbyggðir landsins, svo sem Sprengisand og Ódáða- hráun, ftefur ákveðið að ferð- ast með farþega um Sprengi- sand, Brúaröræfi og Ódáða- hraun í sumar. Mun hann fara í fyrstu ferðina um miðj- an þennan mánuð og verður það jafnframt eins konar könnunarferð. 1 nýútkominni ferðaáætlun Ferðafélags Islands auglýsti Páll þessar ferðir sínar og í tilefni af þvi leitaði Vísir nánari upþlýsinga hjá honum uni hinar fyrirhuguðu ferðir. Páll mun fara í fyrstu ferð sinni upp úr Bárðardal, um Ödáðahraun, til öskju og suður undir Vatnajökul. Það- an mun svo farið austur með jöklinum og reynt að vaða Jokiilsá eí tök verða á, en hifreiðin skilin eftir. Ef Jök- ulsá reynist væð verður geng- ið á Kverkfjöll. Síðan verður iarið norður með Jökulsá, um Herðubreiðarlindir að Rej'kjahlíð í Mývatnssveit. páll gerir ráð fyrir að verða b 19 daga i öræfum, en þar í eru innifaldar gönguferðir a íjöll og aðrir krókar, svo -sem ganga á öskju, á Kverk- fjöll, Herðubreið o. fl. I þess- ari ferð verða líklega 4—5 farþcgar. I júlí og ágústmánuði mun Páll efna til óbyggðaferða með farþaga eftir því sem þátttaka verður fyrir hendi. Auk ferða um Ödáðahraun mun hann fara um ^Sprengi- sand, jafnvel alla leið suður að Tungná, en frá ferjustaðn- um á henni er ekki nema öO km. leið niður i Landsveit. Þá mun verða farið í Jökul- <lal, jafnvel um Vonarskarð og norður með Skjálfanda- fljóti í Bárðardal. Til Brúaröræfa fer Páll annaðhvort frá Möðrudal á Fjöllum eða Brú á Jökuldal. Farið verður suður að Kring- ilsá, en á þeim slóðum halda hinar villtu hreindýrahjarðir þessa lands sig. Hugsanlegt er og að í þeim ferðum yrði komist yfir Kreppu og alla leið í Hvannalindir. Myndu jeiðangursfarar þá geta geng- ið á Kverkfjöll' ef þeir vilja. I hifreið þeirri, sem Páll hefur til umráða eru sæti fvrir 7 farþega. Er þetta am- erísk herhifreið, mjög traust og með drifi á öllum hjól- um. ’En auk þess sem Páll fcr sjálfur á bifreiðinni útvegar hann hesta og fylgdarmenn um hálendið aiistan og norð- an Vatnajökuls, úr Fljóts- dalnum til Snæfells, Víðidals og alla leið til Ilornafjarðar. Má segja að þetta sé til mikilla þæginda fyrir ferða- langa, sem kvnnast vilja auðnum og óhyggðum Is- lands, en einmitt þær eru þær íslenzkasta í landslagi voru og vissulega þess virði að þeim sé meiri gaumur gef- inn en verið hefur að undan- förnu. Páll Arason er dugmikill og áræðinn bílstjóri og hefur sannað það á óbyggðaferðum sínum hæði í fyrrasumar og hitteðfyrra, enda má hann tcljast hrautryðjandi í bif- reiðaferðum um óbyggðir ís- lands. Bullræðaskóli haldinn hér. Eins og auglýst var í Vísi síðastliðinn mánudag, verð- ur dulfræðaskóli haldinn að Reykjum í Hrútafirði dag- ana 4.—11. júní n. k. Kennsla fer fram í fyrir- lestrum tvisvar á dag og verða fyrirlestrarnir þýddijr jafnharðan, þar sem þeiir eru fluttir á ensku. Viðfangs- efni verða ýmisleg/svo sení: Dulræn lífeðlisfræði, Kyngi, eðlileg og hættuleg og fleira. Sömuleiðis verða skýrð ým- is rit, svo sem „Rödd þagn- arinnar“, „Leiðarljós“ o. fl. Ivennarinn, Mr. Edwin Boll, er mörgum að góðti kunnur hér á landi. Ifann ei' mikill íslandsvinur, hefir komið hingað ár eftir ár fvr- ir stríðið og i heimalandi sínu hefir hann haldið ótal fýriríestra um ísland. Margir hafa áður lilustað hér á fvrirlestra Mr. Bolts og munu Iilakka lil að hlusta á hann, er hann kemur í sum- ar. Hann mun halda fyrirlestra í Reykjavik um miðjan júlí. Byggingarnar. Framh. af 1. síðu. steinhúsum og ekkl nemá lítið citt af timburhúsum. Aðeins tvö sænslc timburluis eru í smíðum. llelztu hyggingafram- kvæmdirnar eru í útjörðum hæjarins, svo sem Melunum, Kaplaskjólinu, Rauðarárholt- inu, Norðurmýrinni og Kleppsholtinu. Byggingafulltrúinn kvað eftirlitið með hyggingaframl- kvæmdum í bænum vera örðugra nú en nokkru sinni áður vegna hinna miklu byggingaframkvæmda ann- arsvegar, en vegna manneklu í eftirlitinu hinsvegar. Björgvin Sigurðs- son kjörinn for- maður HeimdaSiar. Björgvin Sigurðsson oand. jur. var kjörinn formaður Heimdallar á aðalfundi fé- lagsins í gærkveldi. Var fundurinn fjölsóttur. Áður en aðalfundarstörfin liófust, var sýndur kvik- myndaþáttur. Aðrir í stjórn voru kosnir: Geir Hallgrímsson, Már Jó- hannsson, Gunnar Helga- son, Valgarð Briem, Örn Clausen, Ólafur Ólafsson, Svavar Ármannsson og Jón- as Gislason. óskast í vor og sumar á hcimili við Þingvallavatn. Má vera eldra fólk eða unglingar um 16 ára ald- ur. Upplýsingar á Fjölnis- vegi 8, uppi. Til leigu eru 1 Grímsá í Borgarfirði 5 dágar frá 10. 15. þ. m. fyrir allt að 3 stengur. Veiðihús. Guðjón Teitsson, simi 2890 og 2902. tvíhólfa, 2 stærðir. um skoðun bifreiða og bifhjóla í Guílbringa- og Kjósarsýslu og Hafnarfjarðarkaupstað. Samlrv.æmt h’fvn:ðalöguniim tilkynnist hér með, «ið hin árlega skoðun kifreiða og bifhjóla fer á þess'u ári fram sem hér segir: í Kciiavik: Þriðjudaginn 11., miðvikudáginn 12., fimmtudaginn 13., föstu- daginn 14. og þriðjudaginn 18. júni kl. 10—12 árdegis og 1 -6 síðdegis. Skulu þá allar hifreiðar og bifhjól úr Keflavíkur-, Hafna-, Grindavlkur-, Miðnes- og Gerðahreppum koma til skoðunar að húsi, Einars G. Sigurðssonar skipstjóra, Tjarnargötu 3, Kefíavik. I Hafnarfí.rð": r', !, Miðvikudaginn 19., fimmtudagimi 20., föstudaginn 21., mánudag- inn 24., þriðjudaginn 25. og miðvikudaginn 26. júní kl. 10—12 árdegis og 1—6 síðdegis. Fer skoðun fram við vörubílástöð Hafn- arfjarðar, og skulu þangað koma til skoðunar allar hifreiðar og hifhjó! úr Iiafnarfirði og ennfremur úr Vatnsleysustrandar-, Garða-, Bessástaða- og Seltjarnarneshreppum. Á Bráavlands: Fimmíudaginn 27. júní kl. 10—12 árdegis og 1- 6 síðdegis. Skulu þangað koma til skoðunar allar hifreiðar úr Mosfells-, Kjalar- ness- og Kjósarlireppum. Þeir, sem ciga farþegabyrgi á vörubifreiðar, skulu koma með þau til skoðunar ásamt bifréiðum sínum. Við skoðunina skulu ökumenn hifreiða leggja fram skírteini sín. Komi i ljós, að þeir hafi ekki l'ullgild ökuskírtcini, verða þci.r látnir sæta á- byrgð og bifreiðarnar kyrrsettar. Vanæki einhver að koma hifreið sinni lil skoðunar á réttum degi, verð- ur hann latinn sæta áhyrgð samkvæmt bifreiðalögum og bifreiðin tekin úr umferð af lögreglunni, livar sem til hennai iiæst. Ef bifreiðaeigandi (umráðamaður) getur ekki af óvlðráðánlegum ástæðum. fært bifreið sína lil skoðunar á réttum tíma, her honum áð koma á skoðunarstað og tilkynna það. Tilkynningar í síma nægja ekki. Bifreiðaskattur, scm féll í gjalddaga þann 1. apríl s.l. (skattárið 1. apríl 1945— 31. marz 1946) skoðunargjald og iðgjöld fyrir vátfyggingu ökumanns verður innhdhnt um leið og skoðun fer fram. Séu gjöld þessi ekki greidd við skoðun eða áður, verður skoðun ekki frámkvæmd og bifreíðin stöðvuð þar til gjöldin eru greidd. Sýna bér skilríki fyrir því, að lögboðin vátrygging fyrir hverja bifrcið sé í lagi. Athygli skal vakin á því, að umdæmismerki bifreiða skulu ávallt vera vel læsileg, og er þvi hér með lagt fyrir þá bifreiðaeigendur (umráða- merin), sem þurfa að endurnýja númeraspjöld á bifreiðum sínum, að gera það tafarlaust nú, áður en bifreiðaskoðunin hefst. Þeita tilkynnist hér með ölluni, sem hlut eiga að máli, til eftirhreytni. Bæjarfógetinn i Hafriarfirði, sýslumaðurinn í Gullbringu- og Kjósarsýslu, 1. júní 1946. > • - SMWtÖjnt: I. ^wwðwwwswwwílssaww

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.