Vísir - 07.06.1946, Blaðsíða 7

Vísir - 07.06.1946, Blaðsíða 7
Föstudaginn 7. júní 1946 VISIR 7 Kiiíij M. Avres 17 itíHA \ ) *„Það er erfill að útskýra það. Kannske er cg þreytt. Það Inyggir mig, ef eg hefi sært yður.“ Hann lagði hendur sínar á axlir lienni og knúði hana til þess að Iiorfa í augu sín: „Þér eigið við það að þér elskið mig ekki?“ „Ekki nóg,“ hvíslaði hún, „mér þykir vænt um yður, vænna en um nokkurn annan, en —“ Weston liorfði á liana fölur, hörkulega. Tvisvar reyndi hann að mæla, en gat það ekki. Er hann sat í lestinni á leið til þorpsins frá London, liafði hann liiigleitt hvað gera skyldi, cf hún hafnaði honum. En i hjarta sínu var hann sanyfærður um, að liún mundi ekki gera það. Hann hafði verið svo viss, öruggur uni ást hennar, en hann hafði farið villur vegar. Loks stamaði hann: „Hvað — livað sögðuð þér í bréfi yðar ?“ „Aðeins að það gleddi mig, að þér hefðuð-haft lieppnina með yður.“ „Aðeins það.“ Ilann leit í kringum sig', eins og í lciðslu. Ilann vissi um kjör og baj'áttu "Priscillu, barállu liennar við fátæktina, og liann hafði ályktað, að hún mundi verða glöð vfir að getá snúið baki við öllu þarna. Hann leit aftur á liana, og honum fannst næstum, i svip, að útlit hennar hefði breytzt eigi síður en tilfinningar liennar. En er hann virti hana nánar fyrir sér sá hann, að hún var eins fögur og blíðleg og liún ávallt Iiafði verið, þessi stúlka, sem hann elskaði — og allt af mundi elska. Ilann þekkti' hyern andlitsdrátt liennar, hverja svipbreytingu, hvcrja hreyfingu hius íagra líkama hennar. Það voru margar stundirnar, sem þau höfðu unað saman, og hann liafði litið á þessar sam- verustundir. sem eins konar forleik að samlífi þeirra alla ævina. Hann liafði sætt sig við að hiða, öruggur um, að hún væri sama sinnis og Iiann — og nú var allt gerbreytt. Og nú, þegar hann færi úr landi næstkomandi fösludag, færi hann i útlegð, eins og landflótta maður. Allar vonir um ást og liamingju voru í rústiun. Hann rétti úr sér. „Xú verð eg að fara. Eg harma það að eg skyldi liafa lagt liingað leið mina. Eg hefði átt að vila, að ást yðar átti sér ekki djúpar rætur.“ Á næsta andartaki var hún ein i stofunni. Það var komin úrhellisrigning og í fyrstu gat hún vart greint neitt, er hún leil út, en brátt kom hún auga á Clivé. Ilann fór liratt, eins og hann væri á flótta undan einhverju. Þegar hann væri kominn að stóra ejJkitrénu, þar sem trjágöngin enduðu, mundi hann hverfa s jónum hennar, og hún mundi aldrei framar sjá hann. Þá voru leiðir þeirra skildar að fullu og öllu. Hún heyrði til föður síns úti í forstofunni. Hann dróst áfram og studdist við staf sinn. Hún reyndi að ná valdi á sér, láta á engu bera, og bjóst til að fagna honum. „Hvernig hður þér, pabbi minn?“ Gamli maðurinn horfði á hana áhyggjufull- um augum. „Eg þóttist hevra mannamál. Yið hvern varstu að tata hér rétt í þessu?“ Priscilla gerði sér upp Iilátur. „Eg hefi fengið tvær heimsóknir í dag. Clive Weston kom til að kveðja. Hann leggur af stað lil Austur-Afríku næstkomandi föstudag. Og skömmu áður kom Iierra Corbie til þess að spyrja um líðan mína eftir æfintýrið i gær.“ „Æ, þessi -Corbie,“ sagði öldungurinn og sett ist með erfiðismunum í ganila hasgindastólhm sinn. „Eg"vona að liann fari ekki að venja komur jsinar hingað. Eg hefi forða/j cll kynni við févlk hans í mörg ár, og liann fer villur vegar, að hann fái ótakmarkaðan aðgang að lieimili minu, þótt hann stöðvaði klárinn. Eg cr lionum vitan- lcga þakklýtur, og cg sýndi honum fulla kurt- eisi i gærkvöldi, af þvi að bróðir þinn bað mig að taka lionum vel, en eg kæri mig ekkert um daglegar samvistir við fyrrverandi slátrara og stórgripasala.“ Priseilla hló svo dátt, að hún tárfelldi. „Þú mátt ekki tala i þessum dúr, pabbi,“ sagði Iiún. „Það liefir svo skopleg áhrif.“ Hún hætli allt i einu að hlæja. „Eg hcfi lofað að giftast Jónalan Corbie. Og lumn kemur hingað í kvöld til þess að biðja um samþykki þitt.“ Öldungurinn horfði á hana forviða. „Menn gela verið spaugsamir, ef svo ber ujid- ir, stúlka mín. En hér finnst mér of langt gengið.“ „Eg er ekki að gera að gamni minu,“ sagði Priseilla blíðlega. „Hann hað mín i gærkvöld, þegar þú varst háttaður, og eg játaðist honum." Svo Iiélt hún áfram af ákafa: „Eg er þreytt á fálæktinni og baslinu. Ilann er auðugur. Við getum fengið allt sem við ósk- um okkur. Hann mun verða við öllum óskum okkar. Getum við ekki látið okkur á sama standa hvernig faðir hans Iiefir aúðgazt? Lífið er ó- bærilegt ef' menn liafa ekkert fé Iianda milli. Lífið er svo ömurlegt —“ Ilún hælti skyndilega, gat ekki lialdið jafn- vægi Iengur og hún barðist við grálinn, er lnin hljóp út úr stofunni. 6. KAPÍTULI. Priscilla var boðin til tedrykkju hjá móður Jónatans Corbie, dag þann, cr ráðgert var að Clive Weslon skvldi leggja af stað lil Auslur- Afríku. Þegár Priscilla vaknaði þennan inorgun var þungt yfir lienni. Ilún gerði sér ekki ljóst i byrjun hvernig á þvj stóð, en svo minnlist hún hvaða dagur var burtfarardagur Clive. Eftir nokkurar klukkustundii- mundi stóra hafskipið láta úr höfn, og meðal farþega vrði maðurinn, sem Iiún elskaði. — Priscilla-hallaði sér aftur i rúminu, lagði aftur augun og beit á vör. Hún- ga,t ekki gert sér fyllilcga grein fyrir hvernig Iiún liafði þraukað þcssa seinustu daga. Erfiðast veittisl henni að þakka mönnum, er óskuðu henni til hamingju, og að búa við nap- urt háð föður síns. Hvað eftir annað hafði Iiann kallað lilvonandi lengdason sinn „slátrarason“. Öldungurinn lét sig það cngu skipta hvern hag fjölsskylda hans mundi Iiafa af auði Corbie. Priscilla fór í snatri í kjólinn sinn, áður cn hún fór til ledrykkjunnar. í raun og veru sár- kveið hún fvrir að hitta hina skartklæddu auð- mannskonu, sem liafði þjóna og þernur á liverj- um fingri, og átti margar skartbifreiðar. „Eg vil liezt fara þangað ein,“ sagði liún við Jónatan, er hann slakk úpp á að aka henni þangað i bifreið sinni. getur komið á veltvang scinna og ekið mér heim,“ sagði hún. Hún lagði leið sína i gegnum skóginn. Þetta var um liaust og sól skein i lieiði. Friður og ró ríkti. Ilið skrautlega hús Corbie virtist í ósamræmi við öll önnur hús i þessari smáborg úli á lands- hyggðinni, og þegar Priscilla gekk á eftir þjón- unuin i stóra, skrautlega forsalnum, fannst henni, að hún væri svo agnar smá. Og liún var ekki eins liugrökk og að vanda. A veggjunum héngu málverk af frægum ætt- feðrum -* - ekki þó ættfeðrum Jóntans. Á gólf- inu voru þvkkar og mjúkar ábreiður. — Þjónn- inji.vísaði henni. inn í setustofuna. Stalin er orðinn hæruskotinn. Eftir Harrison E. Salisbury. Fáir tala um einkalif Stalins. Hann missti eldri son sinn, Jakob, í stríðinu. Jakob var af fyn-a hjóna- bandi, cn fyrri kona Stalins dó 1917. Ekki var Ják- ob í neinu dálæti hjá föðúr sínum. Hann var liðs- foringi í stórskotaliðinu, var tekinn höndum af Þjóð- verjum og dó í fangabúðum þeirra. önnur kona Stalins var Nadejda Alleluya og eign- uðust þau tvö börn, Vassily, sem er nú tuttugu og fimm ára og ofursti í flughernum, og Svetlönu. Vassily var þrisvar Hefndur í dagskipunum Stalins og var tvisvar sæmdur heiðursmerki fyrir hreysti- lega framgöngu. Svetlana hefir lokið prófi i þjóðfélagsfræðum, og fyrir rúmu ári giftist hún manni, sem stundaði nám með henni. Sagan segir, að Stalin liafi hótað þeim að’ leyfa þeim ekki að eigast, ef þau stæðu sig ekki vcl við námið. Að likindum hafa þau stað- ið sig með prýði, því að þau fengu að gil'tast og fóru í brúokaupsfefð suður á Krírn, og lagði Stalin til bílinn i ferðina. Blöðin í Moskva minntust ekki á þetta einu orði. Sagt ef, að Svetlana sé augasteinn föður síns. Hún er nú tuttugu ára, dökk yfirlitum og feimin. ' ön'nur kona Stalins andaðist 1932. Er almennt á- litið,. að Stalin hafi kvongazt í þriðja smn og sé núverandi kona hans systir Lazars Kaganovitch, sem er vfirmaður járnbrautanna og þungaiðnað- arins. Eg geri ekki ráð' fyrir, áð Stalin hafi nokkurit sinni tekið stefnu, sem Politburo fylgdi ekki ein- huga. Heldur geri eg ekki ráð fyrir, að stefnumun- ur þeirra sé mikill, því að þeir hafa allir starfað svo lengi sainan, að skoðanir þeirra eru allar orðn- ar mjög líkar. Af þessu leiðir, að ekki þarf að bú-* así við stefnubreytingu, þótt Stalin falli frá. Það er til almenningsálit í Bússlandi, og það hef- ir sitt að segja fyrir stjórnina. Almenningsálitið verður til með því móti, að blöð og útvarp, jafnvel barnablöð og íþróttablöð, harnra á stjófnar„límmni“ dag eftir dag, svo að enginn kemst hjá að kynnast henni. Með þessu móti eru skoðanir almennings mót- aðar eins og stjómin vill í hvert skipti. En jafnframt þvi, sem stjórnin lætur i'ólkið vita, hvernig það eigi að hugsa, aflar lnin sér upplýsinga um allt jráð, sem það segii- og hugsar fyrir utaii þetta. Það getur líka komið sér vel fyrir stjórnina, að Irafa eflirlit með hugsunúm fólksins, hafa eins- konar sifellda Gallup-könnun á skoðunum manna. Það hefir verið heþ'.ta starf Stalins um langan. aldur, að reyna að hrinda af stað framförum með þjóð sinni. Hann bendir þeim á 'fögur fordæmi og mörg ])eirra eru meirn að segja tekin frá Banda- ríkjunum. Hann fer ekki dult með aðdáun sína á dugnaði Bandaríkjanna og lægni. Þó ber hann ekkr virðingu fyrir amerískum stjómmálum, en hinsveg-; ar ber hann virðingu fyrir afrekum manna eins og: Henry Fords og Henry Kaisers. Hann mundi kunna því vel, að hafa slíka framleiðsluhölda í Polithuro. Svarið við spurningunni: „Hver verður arftaki Stálins?“ liggur í auguni iippi. Einliver tekur við; stöufum hans, en enginn getur komið í staðinn fyr- ir Íiann sjálfan. . Frú Asa var aö liæla nýja hundinum sínum viö vinkonu sína. „Eg veit,“ sagði hún, „aö þaö er eig- inlega ekki hægt aö kalla hann kjölturakka, en eng- inn ílækingur eöa betlari getur nálgast húsið okk- ar, dn þess að hann veröi þess var og láti okkur vita um það.“ „Ilvað gerir hann eiginlega þá?“ spurði vinkon- an. „Ræðst hann á móti þeim eða geltir hann bara?“ „Nei, hann skriður undir legubekkinn." « Siggi: Ætlar þú ekki að koma og synda með okkur? Sigga: Nei, eg get það ekki. Mölfluga át sund- bolinn minn. Siggi: Já, hún hlýtur að hafa verið á „kúr“.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.