Vísir - 12.06.1946, Blaðsíða 2

Vísir - 12.06.1946, Blaðsíða 2
V I S I R Miðvikudaginn 12. júní 1946 HVAR sem íslendinga ber að garði erlendis, verða þeir þess varir, sem eðlilegt er, hversu litla þekkingu aðrar þjóðir hafa hafa á landi voru og" þjóð. Og þó er hitt ef _til vill ennþá meira áberandi, hversu rangar skoðanir menn hafa um þetta efni, sem mest stafar af því, að þekking. margra á íslandi er bygð á gömlum og nýjum ferðasög- um erlendra manna, sem margir hverjir hafa komið hingað aðeins í svip, verið misjafnlega heppnir með veð ur og aðbúnað og oft krydd- að frásögnina með fjarstæð- um, sem voru meinlausar í þeirra augum, en hafa gert okkur ógagn og valdið mis- skilningi. Við íslendingar höfum til- tölulega lítið gert til þess að' leiðrjetta missagnir um land okkar og þjóð. Og sumir, sem farið hafa um erlendis, hafa ávalt gætt þess, að hafa það nógu ríkt í huga, að smáþjóð eins og við erum, má ekki við því að skuggi falli á marga enstaklinga, því að þá er hætt við því, að þjóðin öll verði mæld með röngum mæli- kvarða. Mjer hefir þótt vænt um hverja tilraun, sem gerð hef- ur verið .til þess að kynna land okkar út á við skrum- laust og með sanngirni: — Myndabækurnar „ísland í myndum" sem verið hafa íil sölu undanfarin ár, hafa ef- laust verið ein okkar besta landkynning, þær hafa farið víða munu -lengi geyma sanna lýsingu á íslandi og íslensku þjóðinni. Og þær bækur komu þegar okkur var mest þörf á því að kynna land okkar, Llutlaust og fagurlega.. Nú eru þær bækur því miður, ófáanlegar, en önn- ur bók komin í þeirra stað. Og með þessum línum vildi jeg minna á hana. Bókin heitir „Iceland and Iceland- ers" og hefur dr. Helgi P. Briem konsúll íslendinga í New York skrifað' bókihaý, en myndirnar eru eftir Vig- fús Sigurgeirsson. — Þessi bók hefur það fram yfir hin- ar fyrri, að í henni eru flest- ar myndirnar litprentaðar með eðlilegum litum. íslend ingar eru yfirleitt aðfinnslu- samir og finnst fátt óaðfinn- anlegt, sem aðrir gera. Og heyrt hefi jeg menn halda því fram, að þessi nýja bók stæði hinum fyrri að baki, og þætti þéim litmyndirnar ekki nógu eðlilegar. Þær eru þó teknar af einum af okkar bestu ljósmyndUrum á lit- filmur og prentun virðist mjög vönduð. En meðan í'yrri bækurnar voru til sölu, voru margir, sem hjeldu því fram, að þær kæmu ekki að fulíum notum, vegna þess, «-ð landinu yrði aldrei lýst til hlítar, nema með'litmynd- um, litaauðgi landsins væri svo mikið, að án þess að sýna hana, væri lýsíngón svipur hjá sjón. Þetta er rjett. Og jeg álít aG íslendingar ættu að nota þessa nýju bók til þess að kynna landið. í einu af tímaritum okkar birtist grein um bókina. Þar segir m. a.: „Það er ekkert álitamál, að aðalræðismaður okkar í New York, dr. Helgi P. Brfem, | hefir unnið hið ágætasta verk, og jafnframt bætt úr brýnni'; þörf með því að rita á enskaj tungu þessa gagnorðu, glöggu • og fjörlegu lýsingu á íslandij og íslendingum. Honum hef- ur tekist að gefa greinargott og fróðíegt yfirlit um sögu lands og þjóðar í'stuttu máli, en segja í sömu andránni vel !og skemmtilega frá sjerkenn- lum íslenskrar náttúru, veðr- áttu, jurtagróðri og dýralífi. Bókin er einnig mjög vönduð að ytra frágangi og prýdd miklum fjölda góðra ljós- mynda, sem flestar eru lit- prentaðar. Þetta er besta og g\ær(flegatsta v landkynning'ar- bók okkar, sem jeg hefi sjeð." Bókin er bundin í gott band og seld við hæfilegu verði. O. M. Skrifstofustúlkur Stórt fyrirtæki hér í bænum vantar tvær skrifstofu- stúlkur, helzt strax eða í byrjun júlí, þurfa að vera vanar skrifstofuvinnu. Enskukunnátta æskileg. GóS laun. Tilboð leggist á afgreiðslu blaðsins fyrir 15. þ. m., merkt: ,.Skrifstofustúlkur". Ungur maður óskast við létta verksmiðjuvihnu. Verksmiðjan Vífififell h.f. Haga. UNGLINGA Vantar krakka til að bera blaðið til kaup- enda í SKERJAFIRÐI og LEIFSGÖTU. Talið strax við afgreiðslu blaðsins. Sími 1660. DAGBLABm VÍSE Iliiefaleikari látinii. Svertinginn Jack Johnson, fyrrverandi meistari í hnefa- leik í þungavigt, lézt í fyrra- dag í Suður-Karolina. Johnson var 68 ára að aldri. Hann lézt af afleiðing- um af bifreiðaslysi er hann varð fyrir. óskast strax vegna sumar- leyfa. Heitt & Ealt. Sími 3350 eða 5864. ííl til sölu. Verð frá 5—6 þúsund krónum. Til sýnis á ölclugötu 55. S^tiílka óskast vegna sumarleyfa. Kaup eftir samkomulagi. Matstofan Central . .Sími 2200 og 2423... Trésmiður eða gerfismiður, má vera eldri maður, óskast til vinnu á verkstæði. Æski- legt að viðkomandi væri vanur vélum og gæti lán- að kr. 20,000. Trygg fram- tiðaratvinna í boði. Til- boð méð lieimilisfangi og símá, ef hœgt er, merkt: „Smiður", leggist inn á afgréiðslu blaðsins 'fyrir iyrii' 15, [i. m. Nemendasambands Menntaskólans verður haldinn í skólahúsinu föstudaginn 14. júní 1946 kl. 8V2 siðdegis. Fulltrúar stúdentaárganganna, sem hafa verið boð- aðir og kjörnir til. samstarfs við f jársöfnunarnefnd eða hátíðarnefnd, eru beðnir að mæta á stofn- fundmum. Undirbúningsnefndin. Auglysingar sem birtast eiga í blaðinu á laugardög- um í sumar, þurfa að vera komnar til skrifstofunnar eifi Miat en kl. 7 á föstudagskvöld, vegna þess að vinna í prentsmiðjunum hættir kl. 12 á hádegi á laugardögum á sumrin. Eldhússtúlka óskast Duglega stúlku yantar til eldhússtarfa á Djúpuvík um síldveiðitímann. Upplýsingar á skrifstofu Alliance h.f. JBLfm MÞjúpavík Bankarnir verða iokaðir alian mánudag- inn 17. júní. Súmiatbahki 9<&lan4<& Xatuf^anki ýj/ahd* Íft^JtaHki J^ó/aH^ Lfi Auglýsing Að gefnu tilefni, tilkynnisfað stranglega er bann- að að skilja eftir í leigugörðum bæjarins, kassa, spýtur eða annað lauslegt, er veldur óþrifnaði og verður það tafarlaust að fjarlægjast f. 18 þ. m. Annars tekið á ábýrgð garðleigjanda. Rækfunarráðunautur Reykjavíkur. I:

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.