Vísir - 19.06.1946, Blaðsíða 2

Vísir - 19.06.1946, Blaðsíða 2
2 V I S I R Miðvikudaginn 19. júní 1946 Hátíðahöldin Vísi hafa borizt fregnir af hátíðahöldunum á Akureyri. ísafirði og Vestmannaeyjum og fóru þau í hvívetna ágæt- lega í'ram. A ísafirði hófust hátíða- höldin með guðsþjónustu kl. 11 f. h. Sira Sigurður Krist- jánsson pi’édikaði. Kl. 1.30 hófst skrúðganga íþróttamanna og slcáta um ýmsar götur bæjaiins og að liandknattleiksvelli kvenna. Þar flutti bæjarstjórinn, Ás- berg Sigurðsson, ræðu, Karla- kór sjómanna söng, en að því loknu hófst keppni drengja í frjálsum iþró.ttum, svo og keppni í knattspymu. Um kvöldið var skemmt- un haldin í Alþýðuhúsinu. Formaður í. B. I., Böðvar Sveinbjai-narson, setli skemmtunina, Jóhann Gunn- ar lÓlafsson, bæjarfógeti, flutti ræðu, Sunmjkórinn söng undir stjórn Jónasar Tómassonai’, tónskálds, Har- aldur Leósson kennari las upp, auk þess var leiksýning og lolcs stiginn dans. í Góð- templarahúsinu var einnig dansleikur um kvöldið. Það var bæjarstjórnin og iþróttamenn, sem stóðu fyrir hátíðahöldunum, en ágóðinn rennur til íþróttafélaganna i bænum. Merki voru seld allan dag- inn á götunum. Veður var sæmiíegt, þurrt, en sólarlítið og kalt. í Vestmannaeyjum hófust hátíðahöldin með skrúð- göngu kl. 1.30 e. h. Var geng- ið uin bæinn og fór Lúðra- sveitin í brpddi fylkingar. Staðnæmst vár á Stakkagerð- istúni og setti foi’seti bæjai’- stjórnar, Árni Guðmundsson, hátíðina með íæðu. Að þvi loknu lék Lúðra- sveitin, Karlakórinn söng og loks fór fram handknattleik- ur milli Austui’- og Vestur- bæjar. Að öðru leyti varð að fresta útiskemmtuninni y*egna óhagstæðs veðurs. í samkomuhúsi Vest- mannaeyja héldu hátíðar- höldin áfram í gærkveldi. Þar flutti sér Halldór Kol- beins í’æðu, auk þess fór fram glímusýning og loks var stíginn dans fram á morgun. Á Akureyri hófust 17. júní liátíðahöldin nxeð skrúð- göngu fi’á i’áðhústorgi kl. 13.30. Gengu skátar undir ís- lenzlcum fánum i farar- broddi, síðan Lúðrasveit Ak- ureyrar og ýms félög undir fánum sínum. Gengið var uin nokkurar götur og staðnæmst á liátíðasvæðinu er var á túni sunnan sundlaugar bæj- arins. Skrúðgangan var sú fjölmennasta sem þar hefir sézt, ca. 3 þúsund manns samtals. Hátíðina setti Ár- mann Dalmannssonfformað- ur I. B. A., en Friðrik Rafnar vigslubiskup prédikaði. — Lúðrasveitin lék, kórar bæj- úti á landi. arins sungu, Sigurður skóla- meistari Guðnxundsson og Ólafur Halldórsson, stúdent, flultu ræður dagsins, síðan var fimleikasýning kvenna og karla úr íþróttafélaginu Þór, drengjaglima og viki- vakadans. Frá fréttarilara Vísis á Pati’éksfirði. Hreppsnefndin hér sfóð fyrir hátíðahöldum 17. jáni sem hófust með messu kl. 10.30 í Eyrarkirkju. Prófast- ur Einar Sturlaugsson prc- dikaði. Kl. 13.15 safnaðist fc’lk saman við Barnaskólann og var þaða.i gong.ð unttir fán- um út á Vatneyrartún. . Skálar geugu fytir skvúð- göngunn; Mnn þetta haía vei’ið sú fjöi.'iíenuasto b >p- ganga, sem hér hel'ir sés! Þá hófst útidagskrá: P.a o- ur, söngur og íþróttir. Ásmundur OIscu odcb iti setli skemmtunina er. Gunn- ar Guðmundsson '.erkfr.e'ói- nemi flutti liátíðareðu og Þórhallur Arason verzluiiar- fræðinemi flutti minhi fán- ans. Þá söng kirkjukór Eyr- arkirkju undir stjórn Stein- grims Sigfússonar. Einnig söng kórinn á milli ræðanna. Þá hófust íþróttir og var það keppni milli Geirseyr- inga og Vatneyringa. Keppt var um silfurbikar sem Vatneyringar unnu með 6 sligum en Geirseyringar, lvlutu 2. Keppt var i boðlilaupi karla, boðsundi karla og kvenna og unnu Vatneyr- ingar þessar greinar ei Geirseyringar unnu Iiand- knattleik með 2:0. Lauk þar með úti-dagskránni. Að þessu loknu bauð hreppsriefndin öllum upp á ókeypis veitingar í Skjald- borg en þar var veitt smurt brauð, öl eða gosdrykkir. Kl. 9 e. h. liófst dansleik- ur i Skjaldborg er stóð til kl, 2 og var dansað eftir músík frá Sóleyjargötudansleiknum eftir að lienni var útvarpað Skemmtunin fór öll hið bezta fram enda var veður með afbrigðum gott og allir i hátíðaskapi. ÚTLANDA! Stórt íslenzkt verzknarfyrirtæki vantar: Skrifstofystálku Hún þarf að vera vön vélrítun og kunna a, m. k. íslenzka hraðritun og getað skrifað dönsku. Ungan mann með vöruþekkingu. Hann þarf að kunna dönsku og helzt ensku eða þýzku, geta skrifað á ritvél og helzt kunna íslenzka hraðritun. Umsóknir, ásamt upplýsingum um kunnáttu og fyrri störf, sendisi blaðinu, merkt: TIL OTLANDA. -JJ.J. dJiinófipaJéfacj JJáíandi TILKYMING utn hreytinyu ú afyreiðstu féíuysins í New Yark Her með tilkynmst háttvirtum viðskiptavinum vor- um að frá I. júlí næstk. annast firmað THULE SHIP AGEIVUY., INC. 11 Broadway, New York. Símnefm EIMSKIP, afgreiðsla skipa vorra þar. Biðjum vér háttvirta viðskiptavmi vora að snúa sér framvegis til þessa firma um allt er viðkemur vöru- sendingum milli Bandaríkjanna og Islands. — Tilkynning um þetta hefir verið send öllum útflytj- endum í Bandaríkjunum, sem skipt hafa við ísland undanfarin ár. —Jd.J. JJimáfipaJéfacj JJófandá herast árnaðar- óskir Forsætisráðherra hefir bor- izt símskeyti frá dr. Richard Beck með þveðjum til forseta íslands, ríkisstjórnarinnar og íslenzku þjóðarinnar í tilefni af þjóðhátíðardeginum. Forsætisráðherra liefir þakkað kveðjuna og falið dr. Beck að flytja Vestur-íslend- ingum kveðjur íslenzku þjóð- arinnar, á samkomu Vestur- íslendinga í Grand Forks á. þjóðhátíðardaginn. (Frétta- tilkynning frá utanríkisráðu- neytinu.) BEZT AÐ AIJGLY8A í VISI «OíifiaOWOa«í5GÍÍOCOOOOOíÍ«OOOOOOÍÍOí>ötXJÍít;OOÍX>OOOíKSOOOOÍKSí>ÍSCOOOOÍÍOOOÍiOÍÍ»OOCÖoeí « n Matreið§lu§tarf « « íf íi G « Yfir síldarvertíðina óskast myndarleg stúlka til að veita forstöðu « matstofu á norðurlandi fyrir 20—25 manns. « Híítt litt ttp Fyrsta flokks vinnuskilyrði. Upplýsingar veittar í dag og á morgun frá kl. 16—22 í s^íma 5806. ' '.OCOíÍíÍCOOOCKiiKJOOOOOOOOOOOOOOíKiOOOOO’. KSOOOOQOOOOOOOOOÖOOOOOOOOOOOOOOOOOOOC

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.