Vísir - 26.06.1946, Blaðsíða 7
Miðvikudaginn 26. júní 1946
V I S I R
Rul»> M. Ayres
25
NMMJAaH
„Já, vitanlega. Mér er það gleðiefni, er eg kem
úr langri ferð, ef eg er sótt á stöðina."
„Gott og vel," sagði Jónatan og það kom f ram
blíða i tilliti augria hans. „Engin önnur en þú,
prinsessa, liefði komið með uppáslugu i þessa
átí."
Upp a síðkastið var Jónatan farinn að kalla
hana prinsessu. Það snerti viðkvæman strcng í
brjósti hennar, en ekki var hún allskostar ánægð
með sjálfa sig.
„Af hverju kallarðu mig prinsessu?" spuvði
hún hann eitt sinn.
„Af því að eg hefi allt af litið á þig sem prins-
essu. Aður en eg kynntist þér, leit eg á Moorland
Ilouse sem höll, þar sem ævintýraprinsessa
bjó." 4 .
Hann þagnaði skyndilega og bætli svo við:
„Eg veit vel, að þú hendir gaman að þessu."
„Nei, nei."
Henni geðjaðist bezt að honum þegar hann
var i þessu skapi, hann var þá eins og ungur, ó-
þroskaður piltur, þá voru þau eins og félagar,
hlógu, gerðu að gamni síriu. Það var hinn þögli,
alvörugefni maður sem hún óttaðist.
Þegar þau óku til stöðvarinnar til að sækja
Lenu spurði hann skyndilega:
„Viltu giftast mér í næsta mánuði, prinsessa?"
„í næsta mánuði,". endurtók Priscilla og
Iiorfði undrandi á hann. „Liggur svona mikið
á?" sagði hún í léttum tón.
„Finnst þér, að eg hafi hraðan á? Mcr finnst
að e'g hafi verið mjög þolinmóður."
Priscilla fór að hlæja.
„Veiztu hversu lengi við höfum verið trúlof-
uð?"
„Já, þrjár vikur og f jóra daga," svaraði Jóna-
tan.
,,Það er ekki langt tilhugalíf. Sum hjónacfni
biða árum saman áður en þau giftast."
„Eg á ekki heima i þeim flokki," sagði Jóna-
tan.
Hún sá á munnsvipnum, að þrái var hlaup-
inn i hann, og að óþolinmæði kenndi í rodd hans5
svo að hún sagði eins og til þess að róa hann:
„Eg veit ekki hvað pabbi mundi segja um
þetfa."
„Þú getur ekki alltaf tekið tillit til hans á
undan mér. í þessu verðurðu að taka óskir mín-
ar fram yfir óskir hans."
„Ertu viss um það?"
„Já, ætti það ekki svo að vera". — Hann
beygði sig niður og horfði i augu hennar, og áð-
ur en hún fengi ráðrúm til að svara, sagði hann
allharkalega:
„Þú þarft ekki að tala þér þvert um hug. Eg
veit vel, að eg er ekki fremstur hjá þér, og ekki
annar eða þriðji."
„Þetta var ekki vingjarnlcga sagt, Jónatan."
„En það er satt samt," sagði hann þrálega.
„Þú elskar mig ekki — þcr þykir ekki einu sinni
vænt um mig —"
Hann þagnaðí skyndilega, en Priscilla vissi
hvað hann vildi sagl hafa:
„Þá mundirðu giftast mér á morgun."
Og það var saft. Ef hann hefði verið Clive —
Þau námu staðar við járnbrautarstöðina
miklu og þau gátu ekki ræðzt við frekara um
þetta, en Priscillu var ljóst, að þetta mál var
ekki útrætt. Hún vissi, að Jónatan hafði fyllsta
rétt, til þess að fara fram á, að hún tæki fljót-
léga ákvörðun sína um hvenær brúðkaup þeirra
skyldi standa.
Meðan þau biðu eftir lestinni og gengu fram
og aftur á brautarpöllunum sagði hún:
„Þú hefir ekki sagt mér neitt frá Lenu. Er
hún lág eða há, ljóshærð eða dökkhærð?"
I Hann hnyklaði brúnir.
„Satt að segja veit eg það ekki."
Priscilla fór að hlæja.
„Ó, Jónatan, mundir þú svara eins, ef einhver
spyrði þig, hvernig eg liti út."
v„j «
,,i.NCl.
í sömu svifum kom lestin brunandi inn í
stöðina.
Andartak síðar sagði Jónatan:
„Þarna cr hún, unga stúlkan með brúna
hatlinn."
Priscilla gekk á eftir hönum í þrönginni og
var ekki laus við hugaræsingu. Lena var langt
frá því að vera eins „algeng" og blátt áfram og
hún hafði ætlað. Hún var smávaxin, tæplega i
meðallagi liá, snoturlega klædd en iburðarlaust.
Húrt var fölleit, augu hennar brún og Ijóm-
andi. Munnsvipurinn ákveðinn — helzt til á-
kveðinn kannske' — nefið var ekki fritt, en
smágert.
Priscillu.var Ijóst, að hér var um stúlku að
ræða, sem talsvert var i spunnið. — Jónatan
fékk burðarmann til þcss að annast farangur
Lenu og gekk á 'undán henni og Priscillu:
„Það var fallega gert af þcr að koma og sækja
mig," sagði Lena.
Hún hafði ekki sagt neitt við Priscillu, eflir
að Jónalan hafði kynnt þær.
„Það var Priscilla, sem stakk upp á því,"
sagði Jónatan.
„Jæja," sagði Lena kæruleysislega. „Það var
vinsamlegt af henni."
Hún sat við hlið Priscillu á leiðinni heim, en
hún ræddi aðeins við Jónatan. Hún sagði hon*
um ýmsar smáfréltir, sem hann virtist éngan
áhuga hafa fyrir, hún talaði um fólk, sem Pris-
cilla þekkti ekki, og spurði, sem henni og var
skylt, um líðan foreldra Jónatans.
Þessi framkoma Lenu vakti nokkra gremju
i brjósti Priscillu. Hún hafði ekki búizt við
neinni vinsemd af stúlku þessari, en hafði þó
gert ráð fyrir, að hún mundi sýna sér fulla kurt-
eisi.
Þegar þau nálguðust heimili Jónatans sagði
hún:
„Það er kannske bezt, að eg fari úr hjá
Moorland House, Jónatan, eg hafði lofað pabba
að vera komin heim til tedrykkju."
Henni til mikillar undrunar hreyfði hann
engum mólmælum.
„Við hiltumst i kvöld," sagði hann, því að
Priscillu hafði verið boðið til miðdegisverðar á
heimili Jónatans.
a KvötvvVKimm
Fiá léf faihcldumufö í Niiinbeig
Eftir Victor Vinde.
Skýrsla er Iögreglustjóri nokkúr gaf æðstu stjóm
SS-liðsins um afdrif þeirra 50 þúsund Gyðinga er
lifðu af i Gyðingahverfum Varsjár, er þó met allra
svívirðinganna, því að hún lýsir um leið sigurgleði
yfir því, hve vel tókst að koma þeim öllum fyrir
kattarnef. Skýrslu þessa ætti að prenta í milljóna
upplagi og leggja fyrir framan nefið á hverjum Þjóð-
verja og auk þess hverjum þeim manni, er nokkurn
tíma hefir sýnt nokkurn snefil af samúð með þriðja
ríkinu. Soltin hálfnakin börn, konur og gamalmenni
flýðu úr Gyðingahverfunum og leituðu sér hælis í
skolpleiðslunum, er liggja undir borginni, þegar naz-
istar réðust á varnarlaus Gyðingahverfin með vél-
byssum, handsprengjum og eldsprengjum. Þegar
dimma tók kom fólk þetta upp á yfirborðið, til þess-
að draga að sér ferskt loft, en þá lágu þýzkir her-
menn í lcyni fyrir þvi og skutu það niður eins og
rotlur, eltu það uppi á götunum, sem lýstar vorii
með Ijóssprengjum og engum var þyrmt. Það er vart
hægt að hugsa sér að nokkum tíma áður í sögu
mannkynsins hafi skýrsla hrósað einkennisklæddunx
mönnum fyrir að myrða 50 þúsund varnarlausra,.
veikra og soltinna barna, kvenna og gamalménna.
Svo djúpt hefir að líkindum aldrei nein þjóð eða'
þjóðflokkur sokkið hve langt sem rakið er aftur í
tímann.
Ekki fámennur hópur manna.
Þá sögusögn, að nazistar væru aðeins fámenn
klíka í þýzka ríkinu, er undirokuðu alla þjóðina^
hafa ákærendur rakið. Seinni tímar og sagan myndi
aldrei fallast á það. Þýzkir marskálkar, stóraðmír-!
álai*, hersliöfðingjar og aðmírálar, iðnhöídar og f jár-
málamenn, merintaðir háskólaborgarar — menn sem'
voru komnir af gömhim og göfugum ættum tókuj
höndum saman með villimönnunum. Þj'zku herfor-
ingjarnir hafa skapað sér ábyrgð, sem um aldaraðir
mun kasta rýrð á hermennskuanda þeirra. Það er
enginn munur á Wilhelm Keitel, Richard von Neur-
ath og Hans Frank, böðli Póllands.
Maðurinn er tortrygginn og [rað munu rísa upp
einstaklingar í framtíðinni, sem í hjarta sínu munu
reyna að hreinsa eða a. m. k. afsaka nazistana. Rétt-
arhöldin í Nurnberg hafa þó það gott í för með sér,
að þýzka þjóðin getur ekki aftur komið af stað sög-:
unni um rýtingsstunguna í bakið og getur aldrei
fengið aðrar þjóðir til þess að trúa því, að gallar.
hennar hafi verið mannlegir. Sönnunargögnin i
Nurnberg eiga heima í glæpasafni heimssögunnar.
Þau dæma ekki einungis eitt kerfi og stofnendur
þess, heldur og héilt tímabil og heila þjóð.
Hversvegna er ykkur svona illa viö hann nábúa
ykkar ?
Þánnig er mál meö vexti, a5 hann útbjó garö-
sláttuyéfina sína þannig, aö í hvert skipti sem hún
er notuö, þarf aS setja „túkall" í hana til þess, að
hún íari aí staS.
*
HvaS er aö sjá þig', maður. Það er engu líkara en
aö þú hafir lent í bifreiöaslysi. HvaB hefir eiginlega
komiS íyrir?
ÞaS má eiginlega kalla þaS bifreiöaslys. Konan
míri fann nefnilega ljóst kvenhár í bílnum mínum.
Hvað skyldi vera að. vekjaraklukkunni okkar?
spuröi surtur herbergisfélaga sinn. Eg held aS eg
veröi að fara meö hana tilúrsmiös.
Nei, vertu ekki a'ð því. Viö getum sjálfir gert við
klukkuskrattann. — Þeir fóru nú aS bjástra viS a*5
opna klukkuna. Eftir mikiö þóf tókst þeim þaS og
datt þá dauS íluga út úr henni.
Sko, sagSi þá annar. Heldur þú a"S þaS sé nokkur
fúrSa þó aS.hún sé hætt aS ganga. 'Vélstjórinrier
hvorki meira né minna en dauSur.
Þjoðveijar 09 Monte Carlo.
Eftir Charles Robbins.
Það hafa ekki borizt margar fréttir frá Monte;
Carlo síðan fyrir stríð — engar fréttir um að bank-
inn hafi verið sprengdur, njósnari hafiverið þar á J
veiðum eða því um líkt.
Fegurðin er að vísu hin sama og áður, en þó var'
það fyrst og fremst „hlutleysi" þessa litla bletts-*:
á strönd Miðjarðarhafsins, sem hafði þau áhrif, að
þangað leituðu margir flóttamenn, þar á meðal einn.
Rotschildanna, sem sagður er hafa greitt hálfa millj-
ón dollara fyrir að sleppa úr hlutleysinu.
Fyrir stríð var Monaco litið, máttvana ríki, senxl
lifði enn á lénstímunum. Það hefir verið undir venid ]
Frakka sí,an um miðja síðlistu öld — haft fransk- s
an forsætisráðherra, en að öðru leyti hefir það haft
eigin stjórn — og tekjurnar voru aðallega af spila-
vítinu. Landflæmið voru einar fjórar fermílur og ;
mannfjöldinn 24,000. Flestir voru íbúarnir komnirí
þangað til að njóta blíðu og fegurðar veðurfarsins^ {
en stríðið hrakti marga þeirra á brott. Sumir ætl- {
uðu þó að reyna að vera þarna áfram — m. a. 420!
Bretar og 20 Bandaríkjamenn —, en þeir komust
fljótt að þeim sannindum, að hlutleysið var ýkja
lítið á stríðsárunum.
Nazistar og fasistar réðu þarna til skiptis, kémvi