Vísir - 11.07.1946, Blaðsíða 2

Vísir - 11.07.1946, Blaðsíða 2
V I S I R Fimmtudaginn 11. júlí 1946 w* Smásögur um Sh. tiolmes. Þriðja bindi heildarútgáf- nnnar af sögunum um Sher- lock Holmes er komið út fyr- ii nokkuru. 1 þessari bók eru margar stutlar sögur, sumar mjög spennandi og allar samdar af ]iinni þekktu tækni A. Con- íins Doyles, en hann varð .iyrstur höfunda til að semja leynilögreglusögur i stórum ístíl. Bókin er rúmar 28 arkir, gefin út af Skemmtiritaút- gáfunnj. Þýðandinn erLoflur Guðaundsson rithöfundur. Þrír á báti. Þrír á báti (og hundurinn sá fjórði) heitir skopsaga, sem nýlega er út komin á Ibókaforlagi Spegilsins. Höfundur sögunnar, Jer- ome K. Jerome, er rajög vel þekktur i hinum enskumæl- andi heimi fyrir kímni sína <_>g mun þessi saga vera ein liin bezta, sem hann hefir isamið. Segir hann þar frá •veiðiför nokkurrá skringi- legra náunga og mun inargur liafa gaman af að fara i för með þeim í sumarlej'finu, því að frásögnin er sprenghlægi- Jeg á köflum. Þýðandinn er Kristján Sig- nrðsson. Bókin er rúmár 15 arkir, prentuð með skýru letri. Oanmörk s ver- aldarsögunnl. Nýlega kom út hjá forlagi "Gyldendals í Kaupmanna- Jiöfn 1. bindi af Danmerkur- sögu eftir Viggo Starcke. Bók þessi — Danmark i Verdenshistorien — er hið mesta rit, og þar sem 1. bindi fjallar um stuttan kafla sög- lumar má gera ráð -fyrir því, að verkíð •verði í heild griðar- íitórt. Fjallar 1: bindið um Danmörku á fyrstu dögum sögunnár og er skreytt fjöl- mörgum myndum. Höfundurinn segir í for- mála, að það hafi gert sér ldeift að ráðast i verkið, að Þjóðverjar Iögðu niður starf- sem stofnunar þeirrar, sem hann starfaði við. Stúlku vantar nú þegar í þvotta- hús Elli- og hjúkrunar- heimilisins Grund. Uppl. gefur ráðskona þvottahússins. Bækur Helgafells. Margar wnerhar htehuw *>g ritsöfn í rt&ntiusn. Á vegum Helgafellsút- gáfunnar og Víkingsprents hafa þegar komið út um 30 bækur á þessu ári, en í undirbúmngi eru þó miklu flein bækur og er þar á meðal margt merkra cg stórra bóka. Ragnar Jónsson forstjóri hefir skýrt Vísi frá ýmsum helztu bókunum, sem nú eru á döfinni, og koma ýmist út í haust eða þá a. m. k. mjög fljótlega. Fornrit. Af fornritum okkar eru tvær bækur væntanlegar í nýjum útgáfum á vegum Helgafells. Annað þeirra er Grettissaga í samskonar út- gáfu og með sama sniði og Njáluútgáfa Helgafells. 1 Gretlissögu verða um 60 teikningar sem þeir Gunn- laugur Scheving og Þorvald- ur Skúlason listrhálarar hafa gert. Ekki eru breytingar gerðar á bókinni frá eldri út- gáfum, nema hvað málið er fært til nútímastafselningar. Halklór Kiljan Laxness sér um útgáfuna. Þess ma enn- f remur geta, að auk viðhafn- arútgáfunnar mun væntan- leg önnur ódýrari en einnig myndskreytt útgáfa af Grett- issögu, sem ætluð er börnum. Er fyrirhugað að Grettissaga verði ein aðal jólabók Helga- fells í ár. Hitt fornritið er Land- náma. Einar Arnórsson pró- fessor sér um útgáfu heimar og sameinar hann-i þessari útgafu öll handritin að Land- námu, sem sé Sturlubók, Þórðarbók og Hauksbók. Styðst hann ævinlega við það handrilið í hverju tilfelli, sem fullkomnast er. Ritinu fylgir sérstök mappa (rexinhylki) með 12 litprentuðum uppdráttum af landnámi íslands. Agúst Böðvarsson, mælingamaður, hefir gert uppdrættina, en tveir ungir listamenn hafa annast lilunina. Uppdrætt- irnir verða prentaðir i Eng- landi og þar af leiðandi verð- ur ekki hægt að koma bók- inni út fyrir áramóf. Gunn- laugur Scheving, listmálari, málar mynd, sem verður fremst i bókinni og nefnist „Landsýn". Þjóðleg fræði og landlýsingar. Af bókum er fjalla um þjóðleg efni má géta tveggja framhaldsrita, sem hafin var útgáfa á í fyrra, en það eru Austanlórur eftir Jón Páls- son og Saga Eyrarbakka eft- ir Vigfús Guðmundsson. — Framhald beggja þessara rita er væntanlegt innan skamms. Hliðstæð útgáfa hefst 'á næstunni á ritverki er fjallar um Mývetninga eftir Helga Jónsson frá Þverá og nefnist „Af norðurheiðum". Er þetta stórmerkilegt rit, sem gefið verður út i mörgum heftum og er að mestu leyti frásagn- ir um hienn og atburði í Mý- vatnssveit. Ritið verður myndskreytt. Tvö þjóðsagnasöfn eru væntanleg bráðlega. Annað eru Þjóðsögur Gísla Skúla- sonar í útgáfu Sigurðar pró- fessors Nordals og með teikningum eftir Halldór Pét- ursson listmálara. Hitt safn- ið er 8. bindi af Islenzkum þjóðsögum og sögnum eftir Sigfús Sigfússon. . Til landslýsingar má svo telja væntanlegt mýndarit i litum af öllu íslandi, sem Helgafell mun gefa út í mörgum heftum á næstu ár- um. Forlagið á von á þekkt- um enskum ljósmyndasmið til þess að annast þessar ljós- myndatökur, en hann var stríðsljósmyndari víða um heim undanfarin ár. í fyrsta hefti þessa verks mun aðal- lega eða eingöngu verða myndir frá Reykjavík, Hafn- arfirði og Þingvöllum. Ekki er vist hvenær fyrsta heftið getur komið út, en útgáfa alls verksins nmn taka mörg ár. Skáldrit. I þeim flokkt má nefna stórt og viðamikið safnrit, „íslands þúsund ár", og er það úrval íslenzkra kvæða allt aftan úr fornöld og fram til Steins Steinars. Ritið verður samtals um 1000 blað- síður að stærð og tvöföld röð á hverri'síðu. Ritstjóiar að verkinu v'érða þéir Einar Öl. Sveinsson, Páll E. Ólason, Tómas Guðmundsson, Snorri Hjartarson og Arnór Sigur- jónsson. Mun Einar Ólafur rita inngang að safnriti þessu. í „íslands þúsund ár" hafa menn allt það bezta, sem ort hefir verið fyrr eða síðar á íslandi. Fyrir þá, sem vilja lesa meira en það, sem þar er ritað, er bókin lykill að ís- lenzkri ljóðagerð á öllum öld- um. Síðar er fyrirhugað að gefa út hliðstætt safn af því, sem fegurst hefir verið skráð á íslenzkri tungu í óbundnu máli. Bækur þessar verða i sama broti og Njála. AnnaíS stórrit, sem er í vændum, er síðari hluti af ritmii Jónasar Hallgrímsson- ar, sem verður með sama sniði og ljóðmælin hans. I þessu bindi verður úrval af þvi, sem Jónas hefir fegurst skráð í óbundnu máli, svo sem sögur, bréf, ritgerðir o. fl. Tómas Guðmundsson sér um útgáfuna og skrifar skýringar, þar sem þeirra er þörf. Bókin verður öll prenl- uð í tveimur litum, og titil- blaðið i 4 litum. Hún verður bundin í samskonar band og fyrri hlutinn. Ef tir Tómas Guðmundsson kemur „Fagra veröld" út í viðhafnarútgáfu með vign- ettum eftir Ásgeir Júlíusson. Ennfremur framhald af skáldsöguíGuðmundar Kamb- ans „Vítt sé eg land og fag- urt". I vændum er heildarútgáfa af rítum Jakobs Thoráren- sens í 2 bindum og um 1000 siður að stærð. Verður hún í sama broti og með sama sniði og t. d. rit Þorgils Gjaíl- anda. Geta má tveggja nýrra fcókaflokka, sem hefja göngu sína á þessu ári og flytja skáldverk margra íslenzkra höfunda. Annar heitir „Skáldaþing" og flytur ljóð ýmissa skálda, sem lítið eða ekki hafa komið fram á sjónarsviðið áður. Hinn flokkurinn heitir „Nýir penn- ar" og koma þar fram ýms- ir nýir skáldsagnahöfundar. Aðrir bókaflokkar, sem hefja göngu sína inuan skamms eru „Nútímasögur", „Tíu beztu" og „Reyfarinn". Unnið er að því að gefa út öfugmælavísurnar gömlu með skemmtilegum teikning- um eftir Örlyg Sigurðsson. Þá er loks ógetið bókar, sem telja má alveg einstaka í sinni röð, en það er skáldrit í myndum ef tir John Turber, heimsþekktan nútíma lista- mann. Bókin heitir „Síðasta blómið", er einskonar ver- aldarsaga og jafnframt tákn um það hvernig sagan endur- tekur sig æ ofan í æ. Skýrir hún frá sköpun heims og þróun, frá vitisvéluni, hern- | aði og eyðileggingu og hvern- jig máttur lífsins dafnar æv- inlega á nýjan leik. Bókar- höfundur, skýrir myndirnar með örstuttum.texta, oft að- eins einu orði eða einni setn- ingu. Magnús Ásgeirsson hef- ir fært textann í ljóð og gert það snilldarvel. 1 bókinni eru um 60 heilsíðumyndir í stóru broti, og verður hún prentuð í 2 litum. Eru tvær útgáfur fyrirhugaðar, annað viðhafn- arútgáfa, hin ódýrari og ætl- uð börnum. Aðrar bækur. Ein af stærstu bókunum, sem væntanlegar eru áður en [langir tímar líða, er bókin ! „Kynlíf" ef tir dr. Kahn,' sama .höfund og ritaði Bókina jUin manninn. Bókin er um jGOO bls. að stærð, er i 735 iköflum og verður prýdd fjöl- . mörgum myndum sem prent- aðar eru i 7 litum. Gera varð nýjar frumteikningar í þessa útgáfu vegna íslenzka text- ans. Voru þær gerðar í Eng- landi og prentaðar þar. í þessari bók, sem er eins- konar viðbót við Bókina um manninn, en þó að öllu leyti sjálfstæð, er allt sem viðkem- ur kynlífi fólks svo sem með- göngutíma kvenna, barns- burði, ættgengi, sjúkdónmm og ótal margt fleira. Hún er alþýðleg í bezta skilningi orðsins og nauðsynleg til lesturs öllu fólki, ungu sem fullorðnu. Hún fræðir fólk um þá hluti mannlegs lifs, sem eriginn getur verið óvit- andi um. Bæði „Bókin um mann- inn" og „Kynlíf" hafa náð feikna mikilli útbreiðslu í Ameríku og hafa lcomið í mörgum útgáfum á tiltölu- lega mjög skömmum tima. Um þessar mundir er dr. Kahn að skrifa nýja bók, heljarmikið rit um eðli og lögmál náttúrunnar og hefir Helgafelli verið boðið að gefa hana út á íslenzku, sam- tímis því, sem hún kemur út i Bandaríkjunum. „I sálarháska" heitir fram- hald af „Fagurt mannlíf", sem er upphaf að æfisögu síra Arna Þórarinssonar og Þórbergur Þórðarson skráði. Er hún væntanleg innan skamms. Steingrimur Matthíasson læknir skrifar allstóra bók er hann nefnir „Annað Iif. i þessu lífi". Er það safn rit- gerða um ýmisleg efni. Fjölmargar fleiri bækur eru í undirbúningi, sem ekki verður.getið hér. Eins og áð- ur er tekið fram, hafa um 30 bækur komið út það sem af er þessu ári á vegum Helga- fells og Víkingsútgáfunnar. Síðustu bækurnar eru bækur Kiljans, „Eldur i Kaupin- hafn" og „Sjálfsagðir hlutir", ennfremur „Lausagrjót" ef tir Knút Arngrímsson og „Horf t yfir sjónarsviðið", eftir Ingi- björgu Benediktsdóttur. Þá má loks geta þess að fjórar síðustu bækur Listamanna- þingsins eru nú fullprentað- ar og koma út innan skamms. FLAUEL, Hvitt, svart, rautt, ljós- brúnt og dökkbrúnt. L/iaóGOLvbtíoin Freyjugötu 26. GÆFAN FYLGffi hringunum frá SIGUBÞðB Haf narstræti 4. BEZTAÐAUGLYSAIVISI

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.