Alþýðublaðið - 28.08.1928, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 28.08.1928, Blaðsíða 2
ALÞÝÐUBLAÐIÐ Fátækraflutningnr. Kona flýr úr bænum og felur sig, til þess að reyna að, komast h]á sveitaifiutningi. Lögregluþjónar og íátækrafulltrúar sendir að elta hana eins og um glæpakvendi væri að ræða. Konan ófundin enn. I gærkveldi átti ritstjóiri AI- þýðublaðsins tal við lögregluþjón, Kjartan ólafsson, í Hafnarfirði. Sagðist Kjartani svo frá: Föstudaginn 24. þ. m. var hringt á skrifstofu bæjarfógetans í Hafnariirði frá skrifstofu borg- arstjórans bér í Reykjavík og bæjarfógetinn beðínn að hafa upp á konu, að nafni Jónína Guðný Jónsdótíir, sem búsett er hér í Reykjavík, en á sveit í Hel'lna- hreppi i Suður-Múlasýslu. Átti ,að flytja konuna svei’.arflutningi austur, en þegar til kom fanst hún ekki hér í bænum, en frétt hafði borist á skrifstofu borgarstjóra um, að hún væií komin suður í Hafnarfjörð. Lögregtan í Hafnaríirði hóf leit að konunni og komst aö 'því, aÖ hún var stödd þar í húsi einu í Firðinum. Gerði lögreglan skrif- stofu borgarstjóra hér aðvart um það þá þegar. Um kvöldið, klukkan á tólfta tímanum, kom svo bifreið suður eftir. Voru í henni, auk anuars fátækrafulltrúans, tvelr lögreglu- þjónar. Skyldi nú taka konuna. En er þeir komu að húsinu, var það lokað og fólk alt í svefni. Kváð- ust sendimennirnir, fátækrafull_ trúinn og lögregluþjónarnir, eiga að taka konuna og vildu vekja fólkið. En Kjartan Ólafsson réði eindregið frá því, og kvaðst ekki veita leyfi til þess, þar sem hann vissi, að húsmóðirie þar var veik og mundi ekki þola ónæði og geðshræringu, sem af slíku hlyti að leiða. Varð það úr, að fá- tækrafulltrúinn og Kjartan fóru á fund héraðslæknisins í Hafnr aríirði og báru málið undir hann. Itrekaði læknir bann Kjartans. ,Við það sat, og fóru sendimenn stiður aftur. Næsta dag, laugardagínn var, komu svo fátækrafulltrúamir báð- & aftur suður eftir. Var þá eng- inn lögregluþjónn með í förjnni. Snéru þeír sér til fulitrúa bæjar- fógetans, bæjarfóge'iæi var sjáþf- ur fjarverandi, og afhentu hon- um kröfu fxá lögreglustjóra Reykjavíkur um að hann fyndi Ikonuna og fiytti hingað til Reykjavikur, nauðuga eða viljuga. Vax nú hafin leit að konurmi að nýju, en hún var þá f'arin úr iiúsi því, sem hún hafði hafst við í um ’nóttina. Var heninar leítað laugardag og sunnudag, en árangurslaust. Og ófundin var faún, að því er Kjartan bezt vissi, þegar hann talaði við ritstjóranin í gær. Kjaxtan Lét þess enn fremur getíð, að bæði húsmóðirin í húsi því, er konan dvaldi í um nótt- Ina í Hafnarfirði og Magnús V. Jóhannesson fátækrafulltrúi hafi sagt sér, að ,læknisvoftjorð, frá Jóni Hjaltalín Sigurðssyni, sé tii, er yotti, að konan þoli als ekki flutningLnin. Magnús lét þess enn fremur getið, að sveit hennar, ' Hellnahreppur, krefðist þess, að hún yrði flutt á hreppsins ábyrgð. Skilgóður maður hefir sagt Al- þýðublaðinu, að kona þessi hafi fluzt hingað suður fyrir alimörg- um árum af þvi, að sonur henn- ar hafí veikst af berklum og verið fluttur til Vífiilsstaða, en hún vildi geta verið sem næs* honum. Sonur hennar fékk þar engan bata, berklarnir komust í heilann, varð hann sturiaður og dó síðan. Fékk ólán þetta svo; mjög á konuna, að hún hefír verið veikluð ávalt síðan. Ekki mun hún þó stöðugt hafa þegíð fátækrastyrk, heJdur getað unnið fyrir sér tímum saman. Ólánssama einstæðings-konu, sem ratað hefir í þungar raun- ir, á að taka með valdi og flytja 'nauöuga í annað hérað. Hún flýr, felur sig. Lögreglan er send héð- an að elta hana, árangurslaust. Þá er krafist aðstoðar lögreglu- fetjóra í næsta héraði ti.l að hand- sama hana. Hún fer buJdu höfði. Ef hún fínst, verður hún tekin og flutt á sveit sína. Hún hefir ekkert af sér gert annað en að vera fátæk og eiga engan að. Þetta gerist hér í böfuðborg ís- lands árið 1928, tveim árum fyr- ir 1000 ára afmælishátíð alþingis. Hvilík svívírðing! Hverjir gera þjóðinni þessa skömm ? Lögregluþjónarnir og fátækra- fulltrúarnlr eiga ekki sök á þessu. Þeir eru að eins verkfærin, þeir verða að hiýða fyiirskipunum yf- irboðara sinna. Ekki er held’ur rétt að sakfella borgarstjóra svo mjög fyrir þetta, — nema bonum haii verið kunnugt um, að kon- an þoiir ekki flutníng; en þá er skömm hans mikil. Sama er að segja um sveitarstjórn Hellna- hrepps. Hafi lienni verið'kunn- ugt um læknisvottorðið, og húri sarnt heimtað konuna flutta „á hreppsins ábyrgð", er það henni til ævarandi vansæmdár. H\’aða ábyrgð getur hreppurinn tekið á iííi konunnar og heilsu? Og auð- viláð var borgarstjóra skylt, frá sjónarmiði almenus velsæmís og Júannúðar, að hafa að engu kröf- ur um flutning, ef honum var kunnugt um læknisvottorðið. En aðallsökfn er þó hjá hvox- ugum þessum aðila. Áðalsökin er hjá löggjöfunum. Alþingi hefir gert og gerir sjálfu sér og þjóðínni svMrðitagu með því að lögleyfa slíkt athæFf, sem hér að framan er lýst. Þeir, sem með atkvæðum sín- um stuðla að því að koma þeim mönnum á þing, sem berjast gegn því, að fátækrailutnitigur verði lögbannaður, þeir bera ábyrgðina. Það eru þeitr, sem gera landi og þjóð þessa svíVirðingu. Alþýðublaðið náði í gærkvetldi seint tali af Magnúsi V. Jóliann essyni. Kvaðst hann ekki vita til að konan væri fundin enn þá. Sagði hatnn og, að ha'ntn þekti kon- una, hún væri dagfarsprúð og vönduð kona, og að hún hefði vottorð frá lækni um, að hún þyldi ekki flutning austur. — Þetta er ekkí í fyrsta skiftið, sem þurfamenn reyna að flýja og fela sig til að komast hjá sveitar- flutningi — sagði hann enn frem- ur. Bjarnargreiði er það, sem „Mgbl.“-tvímennlng- amir gerðu vini sínium, Jóharan- esi bæjarfógeta, á suimudaginíti var. Þá skýrðu þexr frá dómi, er hann nýlega hefír uppkveðið i málS ríkisstjórnarinnar gegn hiinu þjóðkunna yflrvaldi Barðsitrend- Snga, Einar M. Jónassyni, þaiim hínum sama, er „Mghl.“ fyrst rómaði svo mjög fyrir ú rskurð- ínn fræga og mótspyrnu gegn ríidsstjóxninni, en síðan gerði gys að, er séð var, að sæmilegri flokksmenn þess töldu athæfi íhans óverjandl. í fávizku sánni hírta tvímenningarnir kafla úr „forsendum" dómslns, en hanin er; í stað þess að vera hlutlaus lýs- Sng á eðli málsiins og kröfum að- ila, að mestu hnútur tii ráðu- neytisins fyrir að hafa valið þessa „einstæðu leið“, sem dömaránn kallar, í stað þess að fara aðra, sem hann telur „þá venjulegu og sjálfsögðu leið“. Verður ekki séð, ihvað þessar hugleiöingar koma málínu við. Um þessar forsendur dómarans hefír merkur lögfræðingur hér sagt, 'að hann furði sig á, að „Mgbl.“ skuli ekki hafa sýnt dóm- aranum þá hlífð að láta ógert að hlrta þær. Þær væru áreiðan- lega bezt geymdar i exnhvers konar „einkabréfa-trúnaðarmáli“. Um sjálfan dóminn sikal ekki fjölyrt hér né „undlrbyggingu“ hans eða kröfur ríkisstjórnarinn- ar. Reikningar Einars M. Jónas- sonar voru rannsakaðir af Stef- áni Jóhanni, Þorláki Eiiniarssyni,. Birni E. Árnasyni og Erlendi Guð- mundssyní, auk Bergs Jónsson- ar, er tók við embættinu. Dómar- inn komst að þeirri, niðurstöðu, e® krafa rikísstjómarinnar á hend- ur E. M. J. um gTeíöslu' á 19 þús. kr. ríkiss j óöstek jum áríð 1927 væri ekki „nógu undirbyggð" og heldur ekki krafan um greiöslu á eftírstöðvum frá fyrri árum, ca. krr. 35 000,00, sem fyrverandS stjórn vlrðist hafa talíð góöa eign og gflda og fært í Lanndsreiknilng- inn sem slíka. En hvers vegna er „Mgbl.“ að birta þessar rrrakalausu forsend-- ur og fjölyrða um dóminn? Því er auðsvarað. Stefán Jóhann fluttí málið fyr- • * ir íhönd xíkisstjóniarinnar. Tví- mennSngunum er illa við Stefán. Hann er jafnaðarmaður, þó að það sé iygi, sem „MgbL“ segit, að hann hafi nú verið sendur utan á ,sosialistafund“. Hann er ekki af ritstjójranna sauðahúsx. Þeím hefir oft svlðið undan hon- um, er hann hefir fengið iflmælgi þeirra og rójgburð dæmt dautt og ómerkt og sjálfa þá dæmda tgl að greíða sektir ojg málskostnað. Nú héldu tvímenningarnir, að hægt værí að skella skuldinná & Stefán fyrir þe’nna dóm bæjar- fógetans. „Fatast reíðum fauta sýn, fanturinn bræður lamdi.“ Svo var kveðíð um berser^ einn til forna. Lákt fór fyrír tvimenn.ingunum á sunnudaginin, er þeir birtu for- sendurnar furðulegu. Kalla þetta ýmsir Bjamargreiða. » InBibrot og pjgéfm- aðar. Um miðja síðustu viku var brotíst að næturlagi iim i bæ- ínn Tjamarkot á Stokkseyri. Hafðfi bæjardyrahurðín verið sprengd upp með járni. Sá, er inn brauzt, hafðí leitað fjármuna, oig fann hann um 750 krónux í komimóðu- skúffu. Tók hann þær, en pen- íngabuddu, sem var í sömu skúffu, skildi hann eftír. Bónd- Inn í Tjarnaxkoti heitár Gainalí- el. Var hann ekkí heima, er, þettE' gerðlst, -|hann var uppi í sveit. Munu þessír peningar hafa verið allur vertiðargróöí hans. Ekkl heftr enn þá hafst upp á ' sökudólgnum, en málíð hefir ver- íð afhent sýslumanninum tíl ram- sóknar. Skæð veiki geysar í firikk- ianði. Khöin, FB., 27. ágúst. Frá Aþenuborg e;r símað: Far- sótt, eins konar hitabeltíssótt, geysar hér o,g víðar í Grikklandi. Fímmtiu þúsund Aþenubúar. eru sagðír veikir. Stjómin hefir veitt limtán milljón drökmur til þess að hjálpa veikum fjölskyldum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.