Vísir - 23.07.1946, Blaðsíða 4

Vísir - 23.07.1946, Blaðsíða 4
V I S I R Þriðjudaginn 23. júlí 1940 4 VÍSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAUTGAFAN visir h/f Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálsson. Skrifstofa: FélagsprentsmiðjunnL Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. Símar 1660 (fimm línur). Verð kr. 5,00 á mánuði. Lausasala 40 aurar. Félagsprentsmiðjan h.f. Bandalag sameinuðu þjéðanna. II lþingi hefur hvað eftir annað lýst yfir þeirri ““ skoðun. sinni, að það óskaði eftir að Is- lendingum gæfist kostur á að taka þátt í starfi hinna sameinuðu ])jóða. Ekki hefur verið léð ■máls á slíku fyrr en nú, og hefur Alþingi ver- ið boðað til funda, aðallega til að afgreiða mál þetta. Liggur fyrir þinginu greinargei’ð ríkisstjórnarinnar og álit sérfræðings í þjóða- rétli, sem skýrir málið mjög, þótt ekki sé langt út í það farið, að skýra hugsanlega hags- munaárekstra í framkvæmdinni. Helztu skuldhindingar, sem aðili tekur á sig með þátttöku í félagsskapnum eru þ;er, cr hér greinir: Hver þjóð skuldbindur sig til að lifa í friði, beita ekki vopnavaldi, nema í þágu sameiginlcgra hagsmuna, stuðla að fé- lagslegum framförum og bættum lífskjörum, freysta trúna á mannréttindi, jafnréttiikvenna og karla, stórra og smárra þjóða. Til ])ess að ná sliku marki skulu meðlimir standa við skuldbindingar sínar' samkvæmt sáttmálan- >um, leysa millirikjaágreining friðsamlega, af- .neita beitingu valds eða hótunúm um vald- I)eiting í alþjóðamálum og veita loks.samein- uiðu þjóðunum alla aðstoð í sérliverri aðgerð þeirra samkvæmt sáttmálanum og aðstoða ekkert ríki, scm sameinuðu þjóðirnar beita aðgerðum gegn. Stofnunin á að tryggja að ríki utan samtakanna vinni í samræmi við samþykktir þeirra. Skylt er meðlimum að greiða kostnað við stofnunina cftir niðurjöfnun alþjóðaþings, fela meðlimum öryggisráðsins aðalábyrgð á varð- veizlu friðar og öryggis, fallast á að sam- ])ykkja ákvarðanir öryggisráðsins í samræmi við sáttmálann, leita lausnar á milliríkjadeil- um með samningatilraunum og friðsamlegum ráðum, en tilkynna öryggisráðinu, ef það ekki tckst. Aðilum ber að hlíta ákvörðunum ör- yggisráðsins um það, hvenær sé fyrir hendi ógnun við friðinn og til hverra ráðstafana skuli gripið, cn þá geta komið til greina margskoriar þvingunarráðstafanir, jafnvel að slitið verði stjórnmálasambandi við hlutaðeig- mndi þjóð, eða aðgerðir hafnar mcð liervaldi itil þess að koma á alþjóðafriði og öryggi. Þá 'gangast meðíimirnir undir að láta öryggisráð- onu í té vopnað lið, aðstoð og fyrirgreiðslu ieftir sámningum þess og þeirra, þar á meðal .umferðarétt til varðveizlu alþjóðafriðar og öryggis. Meðlimir ciga að hafa hluta af loft- her sínum reiðuhúinn til fyrirvaralausrar notkunar við sameiginlegar hernaðaraðgerðir, ;en nánar skal þctta ákveðið af öryggisráðinu og í samræmi við samninga, en meðlimirnir skuldbinda -sig ennfremiír til að veita gagn- kvæma aðstoð við framkvæmd sam])ykkta öryggisráðsins. Skylt er aðilum að hhta úr- skurðum alþjóðadómstólsins, en sérhvcr milli- ríkjasamningur þeirra, skal skrásettur af aðal- skrifstofu handalagsins, en brjóti hann í hága við samþykktir ])ess, skal hann víkja. Loks skulu stofnuninni látin í té sú réttarstaða og sérréttindi, sem nauSsynleg eru fvrir starf- semi hennar í hverju landi. Gert er ráð fyrir að árgjald Islands til stofri- unarinnar geli orðið um kr. 250 þús., en auk þess verði að greiða kostnað við þátttöku í þingi stofnunarinnár, sem ekki cr unnt að úætla. Ludvig C. Magnússon skrifstofustjóri fimmtugur Meðal íslendinga eru fjölr margir, sem eyða tómstund- um sínuin og starfsþreki til eflingar margvíslegra þjóð- þrifamála, án endurgjálds og viðurkenningar, annarrar en þeirrar, sem vinnugleðin ein og árangurinn af starfinu veitir. Hér verður þess marins getið í sambandi við hálfr- ar aldar afmæli hans, er sýnt hefir mikimí félagsmála- þroska pg eytt hefir tóm- stundum sínum af kappi við ýmis félagsmálastörf, er til aukinnar menningar horfa meðal vor. Eg er þess fullviss, að þeir, sem til þekkja, eru mér sam- mála um, að það var happa- dagur fyrir bindindisstarf- semina hér á landi, þegai- Ludvig C. Magnús'son geklc í G.T.-regluna í Reykjavík. Það skcði á fullveldisdaginn 1. desember 1935, og gekk hann í stúkuna „Frón“. Frá ■þeirri stundu liefir hann ver- ið traustur, kappsamur og liugkvæmur bindindismað- ur, eins og síðar verður stutt- lega vikið að í grein þessari. Ludvig Carl Magnússon, en svo er liann lieitinn fullu nafni, er Skagfirðingur, fæddur 23. júlí 1896 á Sauð- árki'óki. Foreldrar hans eru: Magnús Guðmundsson af- greiðslumaður þar, er and- aðizt 19. desember 1939, og kona hans Hildur Margrét Pétursdóttir, sem enn er á lífi. Ludvig er'því kominn af kunnrim og merkum ættum, er hér verða ekki nánar raktar. Hann ólst upp i hinum góðu foreldrahúsum iiorður þar, og fékk hina beztu und- irbúningsmenntun barna og unglinga, sem þá var völ á. Stundaði hann í æsku iþrótt- ir af hinu mesta kappi og hefir átt að fagna lireysti og góðu heilsufari. Haustið 1913 settist liann í Verzlunarskóla Islands og lauk þaðan fullnaðarprófi 1915. Lagði liann síðan stund á bókhald og endurskoðun sem sérgrein og kynnti sér nýtízku skrifstofuhald, hér- lendis og erlendis, og hefir jafnan fram á þennan dag aukið þekkingu sína í þeiin greinum. Frá því er Ludvig útskrif- aðist, hefir hann unnið hjá ýmsum landkunnum verzl- unarfyrirtækjum og heild- sölufirmum hér i bænum, auk þess sem hann á vissu skeiði hefir rekið sjálfslæða heildverzlun, umboðssölu og útgcrð, jafnhliða endurskoð- un og bökhaldi. Vélfrystiliús setti hann upp og rak liér í Reykjavík um eilt skeið, og mun það vera eiít með fyrstu vélfrystihúsum fyrir útgerð- ina, er hér hafa verið rekin. Þrinn 1. apríl 1936 réðst Ludvig C. Magnússon til Sjúkrasamlags Reykjavikur, sem aðalbókari og skrif- slofustjóri, og Iiefir hann unnið þar jafnan síðan við viriáældir og ágætan orðstir, fram á þennan dag, og hafa þar vel notið sín liæfileikar lians i sérgreinum þeim, er hann hefir lagt stund á. Eins og margir Skagfírð- ingar, er Ludvig liestamaður mikill og hneigður fyrir söng og hefir lítt farið i launkofa nieð þær íþróttir um dagana. Hann var einn af stofn- eri’dum Karlakórs K.F.U.M. og söng með því félagi fyrr á árum. Ilann var meðal stofnenda Heslmannafélagsins „Fáks“, er i Reykjavík var stofnað 24. apríl 1922 og írianna oft- ast verið dómari á kappreið- um þeim, er það félag liefir efnt til liér í bænum. Hann liefir og verið hvata- maður að stofnun hesla- mannafélaga utan hæjarins; stofnaði t. d. Hestmannafé- lagið Glað í Miðdölum, er var fyrsta hestamanriáfélag- ið utan Reykjavíkur. Þá var hann einri af aðalhvata- mönnum að slofnun Hesta- mannafélagsins Léttféta á Sauðárkróki. í hópi dýravina cr Ludvig’ góðkunnur, og sýriir slarf- semi hans í félögum, er þeim málum sinna, ef til vill bct- ur cn nokkuð annað, innsta eðli hans. Hanri var hvatamaður að stofnun fimrn dýravinafé- laga meðal barna og ung- linga og í stjórn Dýravernd- unarfélags íslands hcfir hann átt sæti sem ritari um 10 ára skeið til ársins 1944. I hverju því máli, er Lud- vig snýr sér að, gerigur hann heill og óskiptur til verks, og kemur það sér vel i félögum þeim, er hann starfar i, að hann hýr yfir óvenjumikl- u m _gk i ])ulagshæfileikum. A siðari árum hefir Lud- vig C. Magnússon gerzt hinn mesti bindindisfrömuður. Frá því ér hann gekk í regl- una, árið 1935, hefir hann verið sjö ár æðstitemplar í stúku sinni, „Frón“ nr. 227, og tvö ár umboðsmaður Stór Frh. á 6. síða. Allt er .... ef endirinn allra beztur verður. goít .. Það niá segja uni leikina við dönsku knattspyrnumennina. Sá fyrsti fór illa. Það mátti að nokkuru leyti lcenna piltun- um oklcar, þvi að þeir stóðu sig ekki eins vcl og hægt var að krefjast af þeiin. Þó var nokk- ur heppni með þeim. Fram fékk á sig fleiri mörk, en reyndi þó auðvitað að spjara sig eftir niætti og lék bara sæmilega. En i síðasta skiptið, sem keppt var, snéru islenzku piltarnir taflinu við og báru sigur.úr býtum. Bravo fyrir þeim. * Skiptir Það liggur auðvitað i augum uppi, að máli. það skiptir ekki svo litlu máli, hvort við vinnum cða töpum — ekki aðeins vegna þess, hve sigUrinn cr riiiklu sætari, hcldur og vegna þess, að lieimsókn dönsku knattspyrnu- mannanna lilýtur nú að vera miklu ljúfara um- ræðuefni, þar sem þeir hcldu Iiéðan sigraðir, þótf aðeins væri í einum leik. Ef þeir hefðu sigr- að íslendinga i síðasta leiknum líka, þá væri á- reiðánlega ekki eins mikið rætt um komu þeirra og nú er gert, vegna ófara þeirra. * Öskrið Eg býst því ekki við, að það sé að mikla. berá í bakkafullan lækinn, þótt rabbað sé lítilsliáttar um siðasta leikinn, til viðbótar þvi,. sem áður licfir verið ritað um þessa knattspyrhuviðburði. Eg var þvi íuiður titanbæjar á sunnudag, kom ekki til bæjarins fyri- en um níu. En þegar eg steig út úr bílnum — óra- leið frá íþróttavellinum heyrði eg' því líkt ægilegt öslutr, að eg hefi aldrei lieyrt annað eins. Þá þóttist eg geta sagt mér það sjálfur, að islenzka liðíð liefði loks „grísað“ marki. f * Þrjú : núll. Eg var nú orðinn svo forvitinn, að mér héldu engin bönd og eg fór upp á völl, til þess að forvitnast um, hvernig sakir stæðu, því að ekki var tími til annars. Eg spnrði fyrsta mann, sem eg rakst á fvrir utan viillinn — lögregluþjón. „Þrjú—núll“, sagði hann. Nú, það er gamla sagan, hugsaði eg, en þá bætti lögregluþjónninn við: „íslcndingarnir hafa yfir.“ Eg verð að játa það, og finiíst þó kannske engum undarlegt, að eg hváði, áður en eg trúði þessu. * Skemmtileg- Eins og eg scgi, sá cg ekki leik- ur leikur. inn, cn hinsvear befi eg heyrt mikið um bann, þvi að í gær og dag befir ekki verið liægt að þverfóta i bænum fyrir mönnum á Ölltun aldri, sem hafa viljað segja mér og öðrum frá þessum skemmtilega leik.JÞvi að skemmtilegur var bann, vcl leikið á báða bóga og auðvtiað dró það ekki úr ánægju áhorfendanna, að landinn skyldi bera sigur úr býtum. En liann var líka vel að sigrinum kom- irin og þegan svo stendur á, cr alltaf miklu á- nægjulegra að sigra, en þegar hundaheppni cin ræður. * Broshýr Eftir því sem mér er sagt, mátti sjá andlit. mörg brosbýr andlit — á íslendingum — þegar leikurinn var úti í fyrrakvöld og menn héldu lieim lil sín. Fólkið var eitthvað beinna i 'baki, frjálsmannlegra í fasi — því að það var búið að Iiefna ófaranna á fyrri leikjunum. Dönsku blöðin höfðu ekki lalið nauðsýn á að senda sterkt lið hingað Jil lands, því að íslend- inar mundu ekki vera þvilikir afburðamenn á þessu sviði, en þeir klóruðu sér þó i sigur i„ einum leík. Verra gat það verið, hugsuðu marg- ir eftir það, sem á undan var'gengið. * Ungir og Eg verð nú að fara að s!á botninn gamlir. í þetta, hvort sem mér er það Ijúft eða leitt. Eg geri ckki ráð fyrir því, að málið verði minna rætt manna á meðal, ])ólt eg bætti nú, því að sigurinn yfir Dönunum hefir sannarlega verið umræðuefni dagsins eða dag- anna, síðaii hann var nnninn. Jafnt ungir sem gamlir taka þátt í umræðtiriuin ’ uiri bann og fagna'því, að við skyldum sýna að við getum eitthvað á þessu sviði íþrótta eins og öðrnm.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.