Vísir - 29.07.1946, Blaðsíða 2

Vísir - 29.07.1946, Blaðsíða 2
V I S I R Mánudaginn 29. júlí 1946 Yfir hutidrað íslenzkar konnr hafa stundal náii vii hiíssnæSraskóSaiin í Sorö. ViðtaS við frk. Westergaard forstöðukonu skéSans. rk. Elisabeth Westergaard, forstöðukona hús- mæðraskólans í Sorö í Danmörku kom hingað til lands í byrjun júiímánaðar og heíir dvalið hér síðan. Fréttaritari Vísis hafði tal af ungfrúnni fyrir nokkrum dögum og bað hana að segja lesendum Vísis einhverjar fréttir. Hér fer á eftir viðtal við frk. Westergaard. — Hafið þér komið til ís- 'lands fyrr? — Nei, eg hefi aldrei til ís- lands komið fyrr en nú, en . engu að síður hefi eg haft náin kynni af islenzku kven- þjóðinni, því á skólanum hjá mér hafa lært samtals 120 konur. Eg hefi ávallt gert mér far um að halda vin- fengi við . nemendur mína eftir að þeir hverfa frá skól- anum, hvert á land sem þeír fara. Eg hefi skrifazt á við marga þeirra og einnig er gefið út blað i skólanum, sem sent er til allra nem- ænda skólans, eldri og yngri. Nemendur minir frá íslandi hafa verið víðast hvar að af landinu, frá Reykjavík, Ak- ureyri, Vestmannaeyjum, ísafirði, Seyðisfirði og svo mætti lengi telja. Islenzku stúlkurnar hafa allar ver- ið hinar yndislegustu í minn garð og á eg margra glaðværra stunda að minn- ast með þeim, þó ekki sízt núna þessa daga sem eg hefi dvalið hér á landi. Þær hafa bókstaflega borið mig á höndum sér, hvar sem eg hefi farið. Alls staðar hefi eg mætt sama hlýja viðmot- inu, gestrisninni og ein- skærri alúð. . Satt að.segja datt mér það ekki i hug, að ísland væri eins yndislegt og það er, en svo lengi lærir maður sem lifir. Eg hefi ferðazt um Evrópu þvera og endilanga og skoðað þar hina frægustu staði, en hvergi hefir mér fundizt eins tilkomumikið landslag og á Islandi. Það . er i einu orði: draumalarid. — Hafið þér ferðazt mik- ið'um landið? — Já nokkuð. Eg fór til Akureyrar nokkru eftir komu miria hingað til lands og dvaldi„eg þar i 8 daga í bezta yfirlæti. Svo for eg til iHveragerðis og sá Grýtu gjósa. Það fannst mér til- komumikil sjón. Einnig fór eg að Gullfossi og Geysi og til Þingvalla. ' — Hvað viljið þér segja mér af skólanum yðar? — Það er nú margt og mikið se.n eg gæti sagt um hann. þvi þar er líf mitt allt. Eg elska þetta lif, sem guð hef- ir búið mér hér á jörðinni. Mér finnst það hafi verið köllun min að vera fóstur- móðii;, unguiKvennanna sem sækja skóla minn heim og eg haga mér eftir þvi. Eg kalla þær dætur mínar og mennina þeirra tengdasyni Frk. Elisabeth Westefgaard. og eg veit ekki betur, en við séum öll ánægð með að hafa það svona. Jæja, hvað um það\ Eg tók við skólastjórninni árið 1918 og hefi verið við haua óslit- |ið síðan. Husmæðraskólinn i Sorö, sem er sá stærsti i Danmörku þeirrar tegundar, var stofnsettur árið 1897, og tók hann þá í heimavist 38 nemendur. Árið 1929 lét eg svo byggja/ við hann og seinna aftur árið 1942 og nú er hann nærri þrefalt síærri en hann var, er eg tók við honum, og rúmar 95 nem- endur í heimavist. Þetta er einkaskóli minn og verð eg persónulega að bera nærri allan reksturskostnaðinn, því danska ríkið er heldur íhaldssamt um fjárgreiðsur til skólanna. — Hvað um starf skólans? — Hann starfar árið um kring. Hefi eg alla tíð hagað þvi þannig, að halda námskeið sem standa yfir fimm mánuði i senn. Eins og geta má nærri er þetta alltof skammur timi til að halda uppi víðtækri kennslu og hefi eg þvi lagt aðalá- herzluna á það, að kenna ungu stúlkunum þau atriði húsmóðurstarfsins, sem nauðsynlegust eru hverju heimili. Kenndur er matar- tilbúningur, uppþvottur, strauning, hreingerning og barnfóstrun. Eg var-sú fyrsta sem kenndi barnfóstrun í Danmörku og var sá þáttur kennslunnar tekinn upp við skólann árið 1927, og eftir það var hann einnig 'tekinn upp í öðr-um húsmæðraskól- um i Danmörku. Eg hefi ekki lagt ríka áherzlu á að hafa mikla kennslu í saum- um, heldur aðeins það ein- faldasta, því mín reynsla er sú, að ef fullnægjandi rækt á að leggja við saumana, þá eru þessir fimm mánuðir allt of stuttur tími til þess, og sem skyldunámsgrein myndu þeir rýra gildi hinna námsgreinanna. Er þetta einungis heimavistarskóli sem þér starfrækið?. — Já, eg er þeirrar skoð- uriar að heimavistarskólar. hafi marga góða kosti fram yfir hina skólana. Sérstak- lega vil eg minna á, hversu auðveldara er fyrir forstöðu- fólk skólanna og kennara að fjdgjast með nemendum, framförum þeirra og starfi. Svo er og annar kostur sem má sín mikils og það er gagnkvæm kynning nem- endanna. Það verður ekki í efa dregið að heimavistai-- skólinn á drýgstan þátt i var- anlegri kynningu skólasyst- ikina, því hann veitir aðilum betri möguleika til að kynn- ast skapferli og framkomu hvert annars og skapa vin- áttu þeirra i milli. — Svo við snúum okkur að öðru, hvað um ;> norræna samvinnu ? ' — Eg hefi alla tið verið stakur unnandi samstarfs og bræðralags þessara frænd þjóða og það er vori mín og ósk, að sú samvinna sem nú er að vaxa upp úr rústum stríðsáranna megi blómgast og eflast í nútíð og framtíð. Eg hefi haft nemendur frá öllum Norðurlandaþjóðun- um, jafnvel frá Finnlandi og Færeyjum og mér hefir fundizt skyldleikinn ineð þessum norrænu stúlkum svo náinn i sjón og raun, að vart getur hann nánari ver- ið. — Hvað finnst yður um húsmæðraskólana hér á ís- landi? — Mér lízt ágætlega á þá, cn þó finnst mér nýi hús- mæðraskólinn á Akureyri taka þeim öllum fram. Hann ifullnægir að öllu leyti kröf- um nútímans um fyrirkomu- lag slikra skóla. Þar hefir verið komið fyrir. „einstakl- ingseldhúsum" eftir fyrir- mynd „Klasse-kennslunnar" sem eg tók fyrst upp í Dan- mörku árið 1908, en þá starf- aði eg-við unglingaskóla í Kaupmannahöfn. — Þessi kennsla er fólgin í því, að eldhús húsmæðraskólans er mnréttað þannig, að hver nemandi hefir sitt sérstaka eldhús innar af almenn- ingnum og sín sérstöku á- höld og hver um sig vinnur sjálfstætt. Með þessari verk- rærtu aðf erðfæstmiklu betri árangur en ella. Þessi kennsla hefir nú verið lög- hoðin í Danmörku, og ganga þau lög í gildi árið 1948. Ekki get eg svo minnzt á húsmæðraskólana hér að eg ekki minnist einnig á for- stöðukonur þeirra, sem gegna störfum sínum með mestu prýði. Eg hefi hitt hér frk. Helgu Sigurðardóttur og meðan eg dvaldi á Akureyri hitti eg skólasystur mina Jónínu Sigurðardóttur og einnig hefi eg haft tal af Jónínu Guðmundsdóttur, formanni Húsmæðrafélags- íhs. Ýmsar fleiri forustu- konur á sviði húsmæðra- skólanna hefi eg rætt við og hefir það orðið að ráði með mér og þeim, að eg kæmi hingað aftur i haust og héldi húsmæðrakennaranámskeið a Akureyri. >Eg býzt við að fara héðan að þessu sinni þann fyrsta ágúst, en kem svo aftur, ef guð lofar, i október. Eg þarf ekki að orðlengja það, en eg hefi mikinn hug á að dvelja hér oftar og kynnast betur hinni íslenzku þjóð og hinu gullfagra landi hennar. Eg hlakka eins mik- ið til að koma aftur, og mér leiðist að þurfa að hverfa héðan núna. Hver dagur, sem eg hefi dvalið hér, hefir verið sem æfintýr og vináttuhugur nemenda minna gagnvart mér er með éindæmum. Um daginn fór eg í skemmtiferð til Þing- valla ásamt gömlum nem- cndum mínum og hvorki meira né minna en 44 af 120 konum tóku þátt í þessari ferð. Eg er ekki klökk að eðlisfari, en vart gat eg tára beitni mín gegn frekju her- mannanna hafi þar miklu um ráðið. Eg segi þetta ekki til að hrósa sjálfri mér, eða reyna að koma þvi inn hjá fólki, að Þjóðverjar hafi hræðzt mig öðrum fremuiy. heldur vegna þess að eg fékk í'ulla vissu fyrir því, af reynslu minni, að Þjóðverj- ar veigruðu sér við að ganga á rétt þeirra manna, sem mætíu þeim með fullri ein- urð, en hopuðu ekki fyrir þeim með undanlátssemi og ótta. — En fengu Þjóðverjar ekki illan bifur á yðuiy vegna mótstöðu yðar? — Jú, vissulega átti eg. ekki upp á pallborðið hjá þeim og vist var um það, að þeir sátu um hvert færi til að koma mér í úlfakreppu. Nokkrum sinnum fékk eg heimsóknir þýzkra her- manna og danskra Hipo- manna. Þeir tóku sér meira að segja bólfestu i setustof- unni minni og fylgdust með öllu sem fram fór á skólan- um, í von um að geta sann- reynt það, að eg hefði í frammi stríðsáróður við nemendur mína. En svo sem guð er yfir mér hafði mér aldrei komið slikt til hugar. Þeir spurðu hvort eg íengi ekki óleyfileg blöð. Jú, eg neitaði þvi ekki að mér bærist þau eins og öðrum —- og eg læsi þau, hvert orð, en að því búnu brenndi eg þau, svo nemendurnir gætu ekki komizt yfir þau. Það var dtglegt brauð að fá hótun- arbréf um dauða og tor- tímingu. — Voru engir föðurlandk^ Húsmæðraskólinn í Sorö. bundizt, þegar þessar fóstur- dætur mínar fæi-ðu mér að gjöf forkunnarfagurt mál- verk og mér varð að orði: „Hin hlýju hjörtu þeirra eru i ætt við hina heitu hveri landsins." ¦— Hvað um Danmörku og skólann á stríðsárunum? Skólarnir fóru ekki var- hluta af ásælni og yfirgangi Þjóðverja frekar en aðr- ir á styrjaldarárunum. Að- eins sex skólar í öllu land- inu komust hjá því að vera notaðir af Þjóðverjum. Einn af þessum sex var sem betur fer^minn skóli. Eg veit ekki hverju eg á það að þakka öðru frekar, en helzt er mér að halda að ein- . . I .(')lf.!jíl ll'll (iö'.ii svikarar innan skólans? — Jú, því er nú verr og miður, að skólinn gat ekki komizt hjá þvi óláni. Það voru tvær systur á skólanum sem fylgdu Þjóðverjumi í einu og öllu. Eg vissi1 fyrir víst að þær sendu við- og við ósannar fregnir frá skólanum og þá brást það ekki, að Þjóðverjarnir komu að vörmu spori. Þeir leituðu hátt og lágt um allan skól- ann að ímynduðum áróðurs- plöggum og öðru þess hátt- ar, snéru öllu við í herbergj- um og hirzlum — en fundu/ aldrei það, sem þeir leituðut að. •)l />;• Frh. á 8. síðuu fóuljjiuov

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.