Vísir - 29.07.1946, Blaðsíða 3

Vísir - 29.07.1946, Blaðsíða 3
Mánudaginn 29. júlí 1946 V I S I R M&fansókn Mieumerts-hjónanna: Konunglega Beikhúsið var miistöð þjóð- ræknisbaráftunnar á styrjaldarárunum. 'Leikiistin hefur Itlntverki að wecma í Itverju lancli, en er ekki aðeins til skemmtunar. Reykvíkingar hafa endurnýjað kynningu sína af Poul Reumert, við upplestur hans á Pilatus eftir Kaj Munk í Gamla Bíó nú fyrir helgina. Munu þess engin dæmi að listamanni hafi verið fagnað innilegra hér á landi, þar eð áheyrendur hylltu hann með lófataki, sem ekki ætlaði að linna, húrrahrópum og óvenjulegum fagnaðarlátum. Upplestur Reumerts var emstakt afrek, sem ekki væri á annarra færi, en ágætusíu og þaulæfðustu leikara, og hann mun verða öllum þeim ógleymaniegur, sem á hann hlýddu. Sem dæmi þess hvérs álits Poul Reumert nýtur þar, sem leikmenning heims stendur hæst, má nefna að svo að segja strax er stríð- inu lauk, var honum boðið tií Parísar, tii þess að leika þar, sem gestur, en það er hverjum leikara mikill sómi. Reumert hefir leikið i Paris nokkrum sinnum áð- ur, en siðast túlkaði hann list sina þar árið 1937. Auk þess hefir hann flutt fyrir- lestra um bókmenntir við Sorbonne-háskóla að boði heimspekideildarinnar, en það er einnig sérstæður við- burður. ' Nú ætla þau hjónin, Poul Reuniert og frú Anna Borg Reumert, að lesa upp saman næstkomandi miðvikudags- kvöld, en list þeirrá beggja er almenningi svo kunn, að algjör óþarfi er að fara um hana fleiri orðum. Þau hafa sigrað á sínu sviði og sam- eiginlega, og menn munu ekki setja sig úr færi uiii að hlýða á upplestur þeirra, • [)ótt menn harmi, að ekki skuli gefast til þess fleiri i'æri að þessu sinni. Frú Anna Borg Reumert ann landi sínu og þjóð af Jieilum hug, og hefir ávallt léð íslenzkum málefnum liðsyrði, enda aldrei sparað kraf ta sina til að gera hróður lands og þjóðar sem mestan. Með leik sinurh einum sam- íui' hefir hún aukið stórlega á hróður þjóðar sinnar, en -auk þess kynnt með lipp- lestri ýms verk helztu skálda hennar, og þá ekki sízt þeirra, sem samið hafa verk á danska tungu og átt bafa þannig greiðan aðgang að eyrum dönsku þjóðarinnar. Tíðindamaður Vísis hitti þau hjónin að máli á heimili Óskars Borgs lögfræðings að Laufásvegi 4. Hin glæsilega . framkoma þeirra hjóna og innilega alúð hlýtur að heilla hverh mánn við fyrstu viðkynningu, en þannig er ölltiiii stórmenhum farið. Þau þurfa í éhgu að skera sig úr um dagfár til þess að aðalsmerki þeirra fái notið sín. Persónleikinn fer aldrei í felur. Hér var i rauninni -ekki um venjulegt blaðavið- tal að ræða, heldur öllu frekar einkaviðtal, en margt bar á góma, sem gjarnan má koma fyrir almennings- sjónir. Ástandið i Danmörku á síríðsárunum barst í tal. Þau hjóriin litu svo á bæði, að menn hefðu getað sætt sig furðanlega við það, þrátt fyrir alla erfiðleika. Myrkv- unin. var þreytandi, en spaugileg að öðru leytinu. Henni var skellt á fyrirvara- laust. Menn áttu að bera hvít merki um handlegginn, og þá var tjaldað því, sem hendi var næst, allt frá vasaklútum til barnabuxna. Árekstrar og pústrar voru daglegt brauð, menn urðu að þreifa sig áfram með varúð og einhvernveginn komust allir ferða 'sinna, en nokk- uð henti þó af slysum. Danska þjóðin tók öllum raunum með sinni sérstæðu gamansemi.. Menn máttu ekki safnasl fleiri saman en finim í hóp á göíum úti, að þýzkri fyrirskipan, en þá gengu menn saman fimm og .fimm í hóp og hlóu að þýzku vörðunum, sem vissu ekki hvernig þeir ættu að taka sliku. Þegar Þjóðverjar óku voldugri fallbyssu inn á eitt' torgið, setli sendisveinn einn hjólið sitt upp við hana, eins og ekkert væri og gekk blístrandi á braut. Þessi gamansemi átti illa við Þjóðverja, og þeir stóðu í rauninni ráðþrota gegn henni og liafa viðurkennt það síðar sjálfir. Svó hófst „ógnaröldin" i DanmÖrku. Öryggið þvarr með öllu. Saklausir menn voru myrtir í hefndar^kyni og þá helzt þeir, sem eitt- hvað bar á. Reumerts-hjón- in gátu i rauninni verið við ollu búin, og einkennilegt fannst^jeim, er þau heyrðu tilkynnt í sænska útvarpinu að Poul Reumert hefði ver- ið tekinn fastur,-eða þegar leynileg útvarþsstöð, sem starfaði að þýzkri tilhlutan, gaf i skyn að hefndarað- gerðum myndi beint gegn þeim hjónum, ef "-svo vildi verkast. Þaú' liéldvi- ótfáuð áfram- stárfi sínu við Kon- unglega leikhúsið, fóru ef til vill ekki alltaf inn um sömu dyrnar, en stunduðu slarf sitt eins og ekkert hefði i skorizt. Þegar sprengjum var varpað á Shell-húsið, vildi svo til að frú Reumert var að leika i „Kjarlan og Guðrún" eftir Öhlensláger. Fréttin barst til leikhússins og frúin vissi að synir henn- ar sóttu skóla í nánd við hina hrundu byggingu, en þrátt fyrir það hélt hún leik sinum áfram og áhorfend- urnir sátu kyrrir í sætum sinum, eins og ekkert hefði i skorist. Slíkt sannar að listin hefir hlutverki að gegna og er „ej blot til Lyst.'t Dönsku leikararnir reynd- ust allir þjóðhollir menn, að einum undanskildum, og ef til vill hefir þjóðræknisbar- áttan verið hreinust og náð dýpstum tökum á almenn- ingi innan leiMifs'ms .Þegar Krislján koiif.ií' f X, varð 75 ára, sólli I>a:in ittti kvöld- ið Konunglega leikhúsið. A- varpaði hann leikara oggesti er sýningunni var lokið, og þakkaði leikendunum þjóð- hollustu þeirra og starfsemi. Slíkt mun vera einslæðiir viðburður, en túlkaði við- horf konungs til starfsem- innar. Þannig töldu þau Reumerts-hjónin að leik- listarlíf ætti að vera, vígi þjóðrækninnar og listræn túlkun þeirra tiIEinninga, sem glæddu* ættjarðarást hvers einstaklings, verndaði tunguna og dýpkaði skiln- Ínginn á þjóðlegum verð- mætum. 1 þessu sambandi hörm- uðuReumertshjónin, að ekki skyldi lokið þjóðleikhúss- byggingunni. Þá fyrst er leikendur hefðu öðlast við- unandi samastað og gætu gefið sig alla að iist sinni, en ekki cingöngu í hjáverk- um, gætu þeir innt menn- ingarhlutverk sitt af hendi til fulls í þágu þjóðnfsins. Þessi væri reynslan i hverju landi. Þegar leiklistarlífið stæði með blóma, kæmu skáklin fram á sjónarsviðið, næðu hærra i list sinni og sköpuðu þjóð sinni andleg verðmæti, sem ekki yrðu melin um of. Tilkynnin eim vatmsiiotikftin Að gefnu tilefni leyfum við okkur að vekja at- hygh á samþykkt bæjarráðs frá 21. júlí 1944, sem hljóðar þannig: Vegna þess að tillinnanlegur vatnsskoriur heíir verið í ýmsum hveríum bæjarins undan- íaríð, er brýnt fyrir bæjarbúum að fara eins sparlega með vatn og frekast er kostur. Til þess að ráða bót á vatnsskortinum, á- kveður bæjarstjórn að banna með öílu að vatn sé noíað á þann hátt, að því zé sprautað úr slingum við gíuggaþvott, húsþvott, gang- stéttarþvott, bifreiðaþvott og vckvun garða. Við slíkan þvott má nota fötur eða Bnnur hæf •flát, en þá er bannað að láta sírenua í þau vatnsveituvatni. Ennfremur er sérstaklega brýnt íyrir fólki að takmarka eftir föngum vantsnotkun við þvott á fátnaði, og láta ekki sírenna þar heldur, né við afvötnun á matvælum. Brot gegn slíkum fyrirmæíum ber að líta á sem misnotkun vatns og skal loka fyrir vatnið hjá þeim, sem brotlegir reynast, eftir reglum sem bæjarráð setur. Ennfremur tilkynnum við, að á fundi bæjar- ráðs 26. júlí 1946 var eftirfarandi samþykkt: „Vatnsveitustjórn heimilað að láta loka fyrir vatnið á öllum bílaþvottastöðvum í bænum." VatHÁ- ea kitaMta ^e^kja^íkuf Útlentlingar werða aö fú atwinnuleyfi Fclagsmálaráðuneytið hef- ir gefið út svohljóðandi aug- lýsingu um atvinnuleyfi út- lendinga. „Að gefnu tilefni skal vák- in athygli á, að einstakling- um, félögum og stofnununi hér á landi er óheimilt að hafa erlenda ríkisliorgara, konur eða karla, i þjónusiu sinni um lengri eða skemmri tínia, nema að fengnu leyfi félagsmálaráðuneytisins. — Nær þétta einnig til danskra ríkisborgar, er komið hafa hingað til landsins e^tir 5. marz 1946. • Eyðublöð undir atvinnu- leyf isumsóknir liggja f rammi hjá útlendingaeftirlitinu í Reykjavik og hjá lögreglu- stjórum utan Reykjavíkur." Álm. Fasteignasalan (Brandor Brynjélfesöii Íðgfræðingrar). Bankastræti 7. Sími 0063. n Dvöl þeirrá Reumerts- hjónanna verður öf stutt hér á landi að þessu sinni. Skyldustörfin . kalla Poul Reumert héðan innan skamriis, en f rúiri á þess kost að dveljast hér nokkru léng- ur. Bæjarbúum gefst kostur á að hlýða á list þeirra að- eins einu sinni, eða á mið- vikudagskvöldið er kemur. Frúin mun þá lesa upp á is- léhzkii* BePglíöt eftir- Bsörii- stjerne Björnson, en Rögn- valdur Sigurjónsson mun Ieika uridir upplcstrinum á piano. Poul Reumert mun hinsvegar lesa „Fugl Phoen- ix" eftir Kaj Munk. 1 þessu sambandi er vcrt að minn- ast, að er Pilatus var sýndur i fyrstu, sætti lcikritið harðri gagnrýni. Reumert kunni þvi illa og las það upp sjálfur. Þá skildis't inönnum, að hér var um listaverk að ræða. Sama ér að segja um „-Ettgl Phoenix", enda voru þeir Reumerl og Kaj Munk vin- ir, sem skildu hvor annars list. Upplestur Reumerls-hjón- anna er viðburður, sem vert er að kynnast og ekki gleym- ist, þeim er á hlýða, - en á engan hátt skal frekar út i það f arið, að ræða list þeirra hvors um sig, erida vita ís- lenzbir 'leseridur að'^slíkt"er óþarft og óviðeigandi, þegar slíkir listamenn eiga i hlut. GAitÐUit Garðastræti 2. — Sími 7299. til sölu, Chevrolett model ,42 % tonn. Bíllinn er mjög lítið kcyrður og vcl útlítandi. — Uppl. í síma 3228. — Bíllinn verður til sýnis á bílastæðinu við Lækjargöíu milli 8—9 í kvöld.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.