Vísir - 29.07.1946, Blaðsíða 7

Vísir - 29.07.1946, Blaðsíða 7
Mánudaginn 29. júlí 1946 V I S I R Itiihy M. Ayres 49 PfiiHJeJJah En hún fyrirvarð sig dálitið í gleði sinni yfir því, hversu fljótt hafði fyrnzt yfir fyrra mót- 3æti. Stundum hugsaði hún um Clive. Hafði hún í rauninni elskað hann ? Ef s.vo var, hvers vegna hafði hún þá ekki syrgt hann lengur en hún gerði'? Ef hún hafði elskað hann gæti hún ekki verið eins glöð og ánægð og hún var nú. Þó var hér, að þvi er þau snerti, um fyrstu ástir að ræða. Mundi hún aldrei verða ástfangin aftur? Um hvað ertu að hugsa?" spurði Jöan skyndi- lega, og Priscilla andvarpaði og svaraði: „Eg hugsaði um fortiðina, en það er heimsku- legt. Menn eiga ekki að líta um öxl, heldur fram." „Eg held næstum, að þú sért hrygg, Priseilla min. Reyndu að vera glöð og kát." „Eg er ekki hrygg. Og nú er timi kominn til, að við fáum okkur dálítinn kaffisopa. Eg er sannast að segja banhungruð." Joan tók hlýlega i hönd hennar. „Priscilla mín, hvað þetta ver'ður gaman!" Priscilla kinkaði kolli hrosandi, þótt hún hef'ði á tilfinningunni, að ekki mundi allt ganga þeim eins-og þær helzt óskuðu. Yonandi hafði Joan ekki hlakkað svo mikið til þessarar ferðar, að hún yrði fyrir vonbrigðum. En þegar þær loks komu á ákvörðunarstað og inn i herbergi sitt í gistihúsinu, livarf efi hennar. Allt var fegurra og glæsilegra en hana hafði dreymt um. Þorpið litla næstum snævi hulið var eins og ævintýrabær. Priscilla stóð lengi vi'ð gluggann og horfði út; Hana hafði ekki dreymt um, að neitt svo fagurt gæti verið til. Ungar stúlkur í marglitum ullarpeysum og með skotthúfur á höfði og skiði og skiðastafi á öxl komu gangandi i áttina til gistihússins. Þær voru frísklegar og kátar og rjóðar í kinnum, ræddust við og hlógu dátt. Joan stóð við hlið hennar og sagði: „Er það ekki dásamlegt?" „Dásamlegí." „Eg hefi þegar hitt fólk, sem var hér í fyrra. Það var með manni, sem blátt áfram er aðdá- anlegur. Eg varð undir eins ástfangin í honuin. Hann minnti mig á riddarana sem eg las um í ævintýrunum." „Fagur sem grískur guð, vitanlega," sagði Priscilla ertnislega. . „Þú ferð algerlega vill vegar i þvi efni," sagði Joan. „Eg verð ekki hrifin af slíkum mönnum. Hann er hár, þrekinn, karlmannlegur, þögull riddari. —• Egertonfólkið hvatti mig til þess að setjast að borði með þeim. Egerthjónin eru ung, Iiafa aðeins verið gift í tvö ár. Og systir Eger- tons, Dorothy, er með þeim." Hún mælti af barnslegri hrifni og allt í einu fór hún að dansa. Þú ert enn fallegri en Dorothy," sagði hún hrifin. „Mér geðjast ekki að henni. Hún er svp þóttafull og sjálfselsk, og í fyrra var hún dug- legri á skíðum en eg, en í ár skal eg skara f ram úr henni — þó eg hætti á að hálsbroína við æf- ingarnar." „Eg vona, að þú takir ekki upp á neinu slíku. Það mundi hafa mjög óþægilegar afleiðingar fyrir mig." Joan tók utan um hana og þrýsti henni að sér. „Eg bað um að færa okkur te hingað upp. Svo getum við f arið í bað og komið að miðdeg- isverðarborði í okkar bezta skrauti. Priscilla, mér finnst eg hafa yngst um 6 ár." „Þú lítur þannig út," sagði Priscilla hlæjandi. Henni fannst einnig, að hún hefði yngst. Svo var hún. Henni veittist sannast að segja erfitt að muna, að hún bar ábyrgð á þessari stúlku." Þær höfðu hvor um sig sitt herbergið. Dyrn- ar milli þeirra stóðu opnar. Þær fóru að taka upp úr koffortum sínum og Joan lét dæluna ganga. Þegar búið var að færa þeim tedrykkjuáhöld- in, kom hún og settist á rúm Priscillu. Hún var kædd grænum kimono og hafði græna innniskó á fótum. „Eg vona, að' eitthvað gerist, eitthvað „spenn- andi". Það legst í mig, að óskir minar rætist." „Þú ert allt of rómantísk, stúlka litla," sagði Priscilla. Hún sagði það hlæjandi, en henni fannst hka, að það væri dásamlegt, að vera ung og glöð — og að vera stödd í Sviss, þar sem sólin skein á fjallatindana, sem, alla tíð voru snævi þaktir. Hún lagði sérstaka rækt við að snyrta sig sem bezt þetta kvöld, og Joan, sem hafði engar áhyggjur- af útliti sínu, var á flögri kringum hanna eins og suðandi fiðrildi. „Þú lítur ljómandi vel út, Priscilla," sagði hún. „Hve hár þitt er fagurt og þessar bláu perlur eru eins á lit og augu þín. 1 þessum silki- kjól líkist þú prinsessu." Prinsessu! Jónatan hafði ávallt kalla'ð hana prinsessu, þegar þau voru bæði í góðu skapi. „Eg er ekki prinsessa — og líður ekki eins og eg væri prinsessa. Eg get trúað þér fyrir þvi, að taugarnar eru ekki i sem beztu lagi. Eg hálf- kvíði fyrir að fara niður til miðdegisverðar i fyrsta skipti." „Þú kvíðin? Ekki trúi eg þvi. Þú ert fegursta konan i öllum gestahópnum. Það þori eg að veðja um. I fyrra var Dorothy sú fegursta. Nú „slærðu hana út"." „Þú mátt ekki slá mér gullhamra," sagði Pi iscilla rólega.En með sjálf ri sér var hún ánægð með útlit sitt. Spegillinn hafði hermt henni, að það væri talsvert satt i því sem Joan sagði. Þær leiddust niður sligann sem var lagður þykkri, flosmjúkri ábreiðu. „Skrímslið og gyðjan," sagði Joan cr þær and- artak námu staðar fyrir framan stóran spegil. „Ef þú vcrður ástfangin í riddaranum mín- um, Priscilla, lítur hann ekki við mcr," sagði Joan. „Eg verð víst ekki ástfangin á neinum," sagði Priscilla hægt. Hún hafði numið staðar í stig- anum og hallaði sér fram á handriðið og horf'ði niður í forsalinn mikla, sem var skreyttur greni- trjám. Mistilteinn var festur við ljósakrónuna og eldur logaði í gríðar stórum arnj. Fólk stóð þarna i hópum, ræddi saman og gerði að gamni sínu. „Þarna er Egertonfólkið," sagði Joan með ákafa. „Það er Dorothy, sem er í gldlita silki- kjólnum. Þinn er tíu sinnum fallcgri." Morðið, sem aldrei upplýstist. þess að lilkynna morð konu sinnar. Hinn opinberi ákærandi gat ekki sannað að Loomis hefði átt tvær samlitar skyrtur. Þá báru sérfræðingar, er leiddir voru sem vitni fyrir Loomis, það til baka, að reynt hefði verið að ná blóðblettunum af fötunum með með hreinsunarefni. Það sem reið baggamuninn var að eitt vitnanna sagðist hafa, séð dr. Loomis klukk- an 9,15 á stað, sem er meira en fimmtán mínútna gangur frá heimili Loomis. Það lók kviðdóminn hálf tíma um að koma sér saman um dómúrskurðinn og var Loomis sjknað- ur af kæru hins opinbera. Eftir að hann var orðinn aftur laus, fór hann að fá dularfullar símahringingar. Einn kviðdómend- anna hafði látist meðan á rétlarhöldunum stóð og ásökuðu sumir þeirra, er hringdu i Loomis, að hanh ætti óbeina sök á dauða hans. Aðrir hringdu og sögðu: „Hvers vegna fyrirferð þú þér ekki?" Fimmtán mánuðum eftir að frú Loomis var myrt, framdi Loomis sjálfsmorð. Haim skildi eftir bréf, þar sem hann neitaði algerlega að hafa myrt konu sína og bætir við að hann hafi ekki getað lifað leng- ur vegna þess hve mjög hann saknaði hennar henn- ar. Við hánari rannsókn á heimili dr. Loomis, komst lögreglan að því að hann hafi verið að lesa 32. Dav- íðssálm kvöldið sem hann fyrirfór sér, en þar stend ur m. a.: Sæll er sá, er afbrotin eru fyrirgefin, synd hans- hulin.... Þá játaði eg synd mína fyrir þér, og fól eigi misgjörð mína. Eg mælti: Eg vil játa afbrot mín fyrir drottni og þú fyrirgafst syndasekt mína Jask Fleischer og Seymour Fredin: SeinustiE dagamk i Beilin áSur en boigin félL Adolf Hitler komst að líkindum nær því marki, að verða drotnari yfir allri Evrópu, og að gera Berlín að höfuðborg álfunnar, en nokkur annar drotnari. Á tæpum sex árum hrundu heimsdraum- ar hans í rústum höfuðborgarinnar. Hér á eftir fer nákvæm lýsing á síðustu dögum sigurvegar- ans í borginni. 'AKVdldVVKVMIIl tvLZXll. Sjúklingurinn: Læknir, eg hefi hræ'Öilegar þraut- ir. Þegar eg beygi mig fram á viS, rétti úr hand- leggjunum og sný þeim í hálfhring, fæ eg sáran sting i öxlina. Læknirinn: En hversvegna þurfiö þér endilega aö gera þessar æfingar? Sjúklíngurinn: Já, ef þér vitið um einhverja aðra aöferö, sem menn hafa til þess 'aS fara í frakkann sinn, þá Jjætti mér vænt únl ef þér vilduS láta mig vita. Faðirinn: Segöu mér eitt, karlinn. Hvers vegna ert þú alltaf lægstur í þínum bekk? Sonurinn: Eiginlega hefir það ekkert aS segjr pabbi, því viS fáum sömu kennsluna í hvorum end- anum, sem viö erum. Adolf Hitler, maðurinn sjálfur, lézt — samkvæmti skýrslum „jiazista — klukkan hálf þrjú, síðdegis; þann 30. apríl, er harm skaut 7.65 mm. kúlu úr: Walterbyssu sinni í hófuð sér. En Adolf Hitler foringinn, var búinn að vera átta dögum áður, er hann að lokum viðurkenndi, að Þýzkaland hefði tap-i að striðinu. Og valdaafsal foringjans var merkið um skjótt og algert hrun drotnunarstefnu nazistanna. Fiihrer befehl, wir folgen Dir. — Foringinn skip- ar, við fylgjum honum. — Þetta var máltækið, sem hafði fylgt þýzku þjóðinni í 12 ár. Þegar foringinn lagði árar í bát þann 22. april og neitaði að stjórna lengur, þá kippti hann að sjálfsögðu um leið grund- vellinum undan stjórnarkerfi nazista. Um leið og: hann hvarf frá reglunni um foringjann eða leiðtog- ann, gerði hann stjórn nazista óstjórnhæfa bæði stjórnmálalega og hernaðarlega. Flestir þeirra naz- ista, sem undir venjulegum kringumstæðum hefðu átt að taka við, hugsuðu meir um að bjarga eigiix.; lífi, en að taka á sig frekari ábyrgð. Nokkrir reyndn samt að taka að sér stjórnina, frekar til þess aS bjarga sjálfum sér en þjóðinni, en þeim mistókst vegna þess að þeir sátu á svikráðum hvorir við aðra. Eftir opinberum hraðriturum. Um miðjan janúar, er komið var á daginn, a¥ Ardennasókn Gerd von Rundstedt hafði mistekizt og Rússar höfðu hafið lokasókn sína gegn Berlin, flutti Hitler herstjórnarbækistöðvar sínar frá „Adl-í erhorst" hjá Bad Neuheim í Vestur-Þýzkalandi til| Kanzlarahallarinnar í Berlín. Þegar hér var komið,' vildi hann á engann hátt viðurkenna ósigurinn, én.; en stagaðist stöðugt á því á herráðsfundum: „Þaðí er heilog sannfæring mín, að Rússar munu við Oder] bíða hinn herfilegasta' osigtir, er um getur í sög^ unni. En Rauði herinn sótti fram óstöðvandi, í mátt-i uðri tangarsókn þar sem annar armur sóknarinnai>;

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.