Vísir - 30.07.1946, Blaðsíða 4

Vísir - 30.07.1946, Blaðsíða 4
4 V I S I R Þriðjudaginn 30. júlí 19.46 VISIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VlSIR H/F Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálsson. Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. Símar 1660 (fimm línur). Verð kr. 5,00 á mánuði. Lausasala 40 aurar. Félagsprentsmiðjan h.f. Stofnlánasjóður. CJtofnlánasjóður á að standa undir nýsköpun ** atvinnutækjanna, og verður starfræktur i tvcimur deildum. Annarsvegar leggur Lands- banki Islands honum til starfsfé, en hinsveg- ar verður þess aflað með útboði meðal al- mennings, • sem þegar hefur verið auglýst. Ætlunin er að veita fé til atvinnurekstrarins með mjög hagkvæmum kjörum, en af því leiðir aftur, að ekki verður unnt að inna. háar vaxtagreiðslur af hendi tií/þeirra, 'sem bréf sjóðsins kaupa, en þó vel viðunandi og bréf- in verða trygg, þannig að almenningur kast- ar ekki fé sínu á glæ, þótt lagt verði nokkuð af mörkum. Hinsvegar er hætt við að fjár- vejtan verði ótryggari á öðmm sviðum og því ekki sérlega eftirsóknarverð fyrir spari- fjáreigendur, sem v'ilja hafa sitt á þurru. Nýsköpun atvinnulífsins á rík ítök í hug- ¦um þjóðarinnar. Engum ágreiningi veldur, að endurnýja þarf atvinnutækin, og gera það jafnframt á þann hátt, að þau uppfylli ströngustu kröfur, sem til þeirra verða gerð- ar um afköst og sparneytni í rekstri. Getur það nokkuð vegið á móti ver.ðþenslunni, sem getur drepið atvinnulífið í dróma, ef hún helst hin sama eða keyrir enn úr hófi. Til þess að tryggja nýsköpunina nægir ekki, að hver og einn styðji hana í hjarta sínu við kosningar, en liggi á öllu liði sínu þar a eftir. Segjum að f'jörutíu þúsund vinnufærir menn, leggi hver fram fimm hundruð krónur, þá þýðir það, að Stofnlánasjóður í'ær 20 milljón- jr króna til ráðstöfunar, og því fé öllu verður varið til að bæta atvinnuskilyrði í landinu og iryggja aí'komu almennings, eí'tir því,. sem við vcrður komið, á þessum tímum byltinga ¦og breytinga. öllu fé, sem varið er til ný- bygginga og nýsköpunar cr vel varið, og kemur þjóðinni til góða á hvcrju, sem veltur í nútíð og framtíð. 'Því ætti enginn að færast undan að.inna framlag sitt af hendi,- hvort sem það reynist smátt éða stórt. Hvor-ttveggja á jafnan rétt og verur jafnvel þegið. 1 í'lestum löndum heims haí'a þjóðirnar vcr- ið hvattar til sparnaðar, sumpart með i'rjáls- um framlögum, cn sumpart skyldusparaaði. Að sjálfsögðu er í'yrri leiðin æskilegri pg vin- sælli, og einkum ætti hún að Iicnta hér, þar sem allur almcnningur viðurkennir nauðsyn ]iess, að unnið sé að nýsköpuninni, og ekki spörúð framlög til hennar. Daufheyrist menn algjörlega við tilmælum um fjárframlög, er sýnilegt að gripa verður til annarra ráðstaf- ana. Fjöldi einstaklinga og í'yrirtækja hafa þcgar lagt ærið fé í margskyns framkvæmdir •og þaðan af meiri fyrirhöfn. Með slrkar-áð- gerðir verður ekki aftur snúið, nema til stór- Ijóns fyrir alla aðila og þjóðarbúið í heild. Brýn nauðsyn er að I'lest slík nýsköpun kom- dst sem fyrst í framkvæmd, þannig að þau geti tryggt rekstur sinn og orðið þjóðinni ometanleg stoð er frá líður. Þjóðin á að keppa að þvi marki, að vinna all't það í land- inu sjálf u, 'sem unnið verður, en sækja ekki slík verðmæti til annarra þjóða. Sýnið viljann í verkinu og fyrir eigið frumkvæði. Leggið fé fram af frjálsum vilja, sem fyrst, þannig að engar óþarfa tafir verði áj'yrirgreiðslu Stoí'nlánasjóðs.' Hömrum járn- ið meðan það er heitt, en að hika er sama og itapa og nú er hver dagurinn dýr. Ssítlí ii: Framh. af 1. síðu. verksmiðjunnar á Djúpavík í gær. Fékk lrún slatta úr einu skipi, samtals um 400 mál. í nótt kom ekkert skip til verksmiðjunnar. Heildar- aflinn á Djúpavík er nú rúml. 16 þús. mál. DAGVERÐAREYRI. Eitt skip kom til verk- smiðjunnár á Dagverðar- eyri í gær. Var það Fell frá Eyjum með eitt þús. mál. Stormur og bræla var á eystra véiðisvæðiænu i gær og bamlaði veiðum. Mjög góð veiði er nú á Grímseyj- arsundi og við Langanes. Nokkur skip eru á leiðinni til Dagverðareyrar með fullfermi. Þá var síldar vart vestur af Skagaströnd og fengu nokkur skip allgóð köst þar. Heildaraflinn á Dagverðareyri cr nú um 38 þús. mál. HJALTEYRI. I gær og í nótl komu tvö skip með sild til Hjalteyrar. Voru það Sæfell með 1128 mál og Hugrún með 760 mál. í dag eru fleiri skip, sem eru með fullfermi, væntanleg. Skipin veiddu síldina við Svínalækjartanga. — I morgun voru mörg skip þar að veiðum og sprengdu tvö þeirra nætur sinar í stórum köstum. — Heildaraflinn á Hjalteyri er nú 56.888 mál. RAUDKA. Til sildarverksmiðjunnar Rauðku bárust í nótt um 4000 mál sildar. Veiddist hún öll fyrir austan. í gærkveldi og nótt fengu nokkur skip frá verksmiðjunni góða veiði á Skagafirði og útaf Flalcy. Gott veður er á veiði- svæðinu út af og kringum Siglufjörð. Alls hafa Rauðku nú borizt 67 þús mál. SKAGASTRÖND. Hin nýja sildarverksmiðja á Skagaströnd er nú tilbú- in til þess að hefja bræðslu og bíður aðeins eí'tir, að eitt- hvert skipanna landi þar. Mun hún taka á móti síld r.úna á næstunni til reynslu. SEYÐISFJÖRÐUR. Engin sild barst á land á Seyðisfirði s.l. sólarbring. Hafa verksmiðjurnar ekki tekið'á móti neinni síld frá þvi aðfaranótf mánudags- ins. Heildaraflinn er 15 þús. mál og allar þrær fullar hjá verksmiðjunni. IN (;Ó LF SF J ÖRÐUR. Fréttaritari blaðsins á Ingólfsfirði símar, að nokk- ur skip hafi komið til verk- smiðjunnar þar með slatta, alls um 400 máL Sild þessi veiddist við Selsker. Enn- fremur símar hann, að skip- in haldi nú á Steingrims- fjörð. Sást mikil sild fyrir bæði á sunnudag og í gær. Loks gat hann þess, að tölu- vert hefði sézt af síld út af Siglufirði í gærkveldi og að mikill f jöldi veiðiskipa sé nú vi'ð Flatey. Heildaraflinn er nú 22.400 mál. RAUFARHÖFN. Síðastl. sólarhring hefir verksmiðjan á Raufarhöfn brætt samtals um 5000 mál Eru það sólarhrings-afköst verksmiðjanna, og er ekki landað ncma því magni, sem svarar því, sem vinnst úr þrónum. AIls hafa um 120 þús. mál borizt á iand á Raufarhöfn frá þvi, að veið- ar hófust. Virðist vcra nóg sild við Langanesið. Ágætis veiðiveður er í -dag. HÚSAVÍK. Þrjú hundruð mál sildar bárust á land hjá verksmiðj- unum þar síðastl. sólarhring. Veiddist sildin við Flatey á Skjálfanda. Heildaraflinn hjá verksmiðjunum er nú 2900 mál. KROSSANES. I gær lönduðu 14 norsk skip hjá vcrksmiðjunni sam- lals um 4000 málum. Heild- arafli verksmiðjunnar er því núna um 30 þús. mál. HEILDARAFLINN. í morgun var heildarafl- inn hjá öllum sildarverk- sniiðjum á landinu um 54"> þúsund mál, eða um 818 þús. hektólítrar. Aukningin frá því í gærmorgun er því ii'u 45 þúsund mál, cða um þa^ bil 68 þús. hektólitrar. - WeitSrag ská8a- stléraembættl- sms Framh. af 3. síðu. mæli sín sem cí'sta manni. Virðist mcnntamúlaráðhcrra láta sér á sama standa um tillögur nákunnugustu mannanna, skólancfndarinn- ar og fræðsluniálasljóra, en fara sínu fram cftir lýðræð- islegri! fyrirmynd. Það skal ekki i efa dregið, að Arn- finnur Jónsson er vcl niennt- aður á þessu sviði og að mörgu leyti vcl fallinn til að veita skólanum forslöðu, en bilt verður ekki umflúið, að Gísli er reyndur í slarfinu og befir farizt það vcl úr hendi, enda taldi skólanefndin bann standa því nær. Aðrir umsækjendur um starfið voru þeir Ársæll Sig- urðsson og Hannes M. Þcn-ð- arson. Athygli manna skal vakin á því, að þar sem vinna í prentsmiðjum hættir kl. 12 á hád. á Iaugardögum í sumar, þá þurfa áuglýsingar, sem birt- ast eiga á laugardögum, að vera komnar eigi síðar en klukkan 7 innan Grímsey á firðinum | a föstudagskvöldum. Ferðamenning. ÞaS ver'ður aldrei nógsamlega brýnt fyrir almenningi, að er hann fcr'ðast um sveitir landsins, þurfi hánn að ganga vel um. og þar sem áð.cr eða dvalizt um stundar sakir, verði gengið svo frá, að engin vegsunmierki sjáist eða eins lítil og mögulegt er. Þar sem fólk hefst við í tjöldum og eldar sér mat, ætti það að vcra rcgla, að brenna öll- um úrgangi og leyfum og grafa siðan það sem eftir vcrður. "Þcssa reglu hafa að vísu margir> cn þó ber það oft við að ýmsir trassa þetta og er þá oft mjög fljótt um að litast, þar scm það fólk hefir dvali'ð. :• Flöskubrot. Einn ósið hafa margir, sem ferð- ast um i bifreiðum um nágrennt Reykjuvíkur (a.ni.k. verður maður mest var við það þar), að kasta flöskum út um glugga bif- rciðarinnar, cr þær hafa verið tæmdar, og raá sums staðar hér sunnanlands rekja flöskuslóð- ann meðfram öllum fjölförnustu leiðum. Auk þcss sem þetta getur haft hættu í för mcð sér í'yrir skepnur, cr úti ganga, er þetta nijög ljótt og ber ekki mikilli ferðamcnningu vott. Oftast er hcr um að ræða menn, sem eru eitthvað við; öl, og vcx hirðuieysið í rétíu hlutfalíi við drykkj- una. Engin Di'^kkjuskapurinn cr engin afsökun. afsökun. I'yrir því, að þannig sé gengið um, og. ætti að rcyna að brýna fyrir mönn- um að leggja þann ósið niður. Það virðist vcia eins og sumir mcnn ferðist ekki af fegurðarþrá, heldur stjórnist af einhverri löngun til speíl- virkja og til þess a'ð svala skemmdarfýsn sinni. Menn, sem þannig haga sér, þarf að bæta, ekki með því að hcgna þeim, heldur með þvi að tala; uui fyrir þeim, benda þeim á þaS, sem fagurl er og leiða þeim fyrir sjónir, að þeim verður lifið betra og yndislegra, ef þeir geta séð það: i friði og fremur að græða það og fegra cn eyðileggja. Ferðalög Xú síðari ár hafa ferðalög um landið- aukast. niikið farið i vöxt, og væntynlega lær- ir fólk þá að gftngá vel uni, þar scm þaö fer yfir. Ferðalög og ferðaskrifstofur, scm stjórna hópferðum um landið. vinna einnig þarft vcrk, bæði ineð landkynningu og eins með því að kcnna fólki að ferðast á réttan hátt. k þetta hefir verið drepið áður i dálki þessum. Þegar fram liða stundir, komast mcnn ósjálfrátt upp á þa'ð, að bera vir'ðingu fyrir náttiirufcgurð landsins og reyna ekki að spilla henni mcð óhæfilegu framferði. Skipulagöar hópferðir cr beztí skólinn fyrir almcnuiiig (il þess að læra ferðamenníngu. Braggarnir. Braggarnir. sem herinn byggði sér á hernámsárunum. þurfa að hverfa sem fyrst. Einhver sú leiðasta sjón, er ma'ður scr út uni sveitir landsins pg viða hér í ná- grenni bæ.jarins, er mannlausi-. braggarnir. Þeir eru l.iótir og fles-tir ryðgaðir og allar rúður brotnar í þcim. Þa'ð þyrfti nauðsynlega að gera gangskör að því að rífa þá, scm ekki á að nota neilt-, cnda flestír ónothæfir. Þeir minna lika á tímabil, sem flcstir vilja gleyma. Skák. 1!. ll. Wöod, brezkt skákmeistarinn, scm hér var á ferðinni i siðastl. mánuði, hef- ir ritað grein í skákblaðið „Chess", júlíheftið, og lýsir þar för sinni hingað og fer þar mjög vin- sælum og hrósandi orðum um íslcnzka skák- menn og styrklcika þeirra. Greinin virðist skrif- uð af mikilli sanngirni og vinscmd og telur Wood íslendinga eða skákmenn þeirra einhverja sterk- ustu skákmenn í heimi, samanborið við fólks- fjölda.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.