Vísir - 30.07.1946, Síða 7

Vísir - 30.07.1946, Síða 7
T>riðjiulaginn 30. júlí 1946 V I S I R 7 „Og hefir þó Vafalaust verið keyptur fvrir «i'nn tiunda þess verðs, sem hennar kjóll kost- aði,“ sagði Priseilla. „Hver er frú Egerton?-“ „Það er rauðhærða konan í bláa kjólnum. t>ér mun geðjast að henni. Ivomdu og eg skal kynna þig fyrir lienni.“ Þær gengu niður seinustu þrepin. „Og hver er'hinn þögli riddari?“ spurði Pris- cilla ertnislega. Joan nam staðar og leit í kringum sig. „Þaran er hann við dyrnar. Hái maðurinn með dökka hárið. Hann stendur þarna og er að tala við aldraðan, hvitskeggjaðan mann.Er hann ekki guðdómlegur? Nú snýr liann sér við —“ Priscilla hafði komið auga á aldraða manninn, og ætlaði að segja eitthvað, en svo nam lmn slaðar skyndilega, og var sem gripið hefði ver- ið fyrir kverkar henni. „Ilvað ætlaðirðu að segja?" spurði Joan, en Priscilla heyrði það ekki, hún starði agndofa á liinn „guðdómlega, þögla riddara“ Joan, mann- inn með loðnu, dökku augnahrúnirnar — Jón- atan Corbie. Þetta var vafalaust í fyrsta skipti, sem nokk- iir hafði kallað Jónatan guðdómlegan. Það var fyrsta hugsunin, sem kom fram í liuga Pris- c-illu. er hún gekk hægt á etfir Joan inn í for- salinn. Hún var kynnt Egertonhjónunum og Dorothy, og var Priscilla sem í leiðslu. Dorothy horfði gagnrýnandi augum á Priscillu. „Það er ánægjuegt, að við eigum að sitja við sama horð,“ sagði frú Egerton. „Er þetta i fyrtsa skipli, sem þér eruð hér, ungfrú Marsh?“ „Já, og eg hlakka mikið til þess að æfa mig i að fara á skiðum.“ Hringt var að horðum. „Ilvar er Jónatan?“ spurði Dorothv snögg- lega. „Nú, þarna er hann. Eg skal sækja hann. I lann kemur alltaf of seint að borðinu.“ Hún hvarf í þrönginni og Priseilla gekk með Iiinum inn i horðsalinn. Priscilla skildi ekkert í þvi, að Jónatan skyldi vera þarna. Mundi hún ekki vakna sem af draiimi eftir augnahlik, og komast að raun um, að það hefði alls ekki verið Jónatan, sem hún sá. Já, ef það aðeins væri draumur. En hvernig gæti hún verið þarna í Uger-gitsihúsinu í 3 vik- ur, í nærveru lians? Og Joan hafði kallað hann’guðdómlegan. Það lá við, að Priscilla færi að hlæja. Egerton og kona hans voru að kýta i gamni um sætaval við horðið. Loks sagði frú Egerton: „Það skiptir vist raunar litlu um þetta, ef aðeins Dorothy fær að sitja við liliðina á Jón- atan.“ Priscilla leit upp snögglega. Þessu var þá þannig varið. Jónatan var þarna vegna Dorothv. Hann hafði jafnað sig fljótlega eftir vonhrigðin. Brátt fyrirvarð húi* sig fyrir að hugsa þannig. Hún ætti að gleðjast yfir, að liann fyndi ein- hverja stúlku, sem þætti vænt um hann. Ándartaki síðar kom Jónatan til þeirra og hún flýtti sér að segja: „Herra Corbie og eg höfum hitzt áður.“ Hin létu undrun sína i ljós. „Hversu smá veröldin er,“ sagði Dorotliy hvasslega. Þau settust við horðið. Priscilla sal við hlið Dal Egerton gegnt Jónatan. Egerton var ræðinn og skemmitlegur. Pris- ■ eilla var því fegin, að hann talaði stöðugt við hana, svo að hún þurfti ekki að liorfa á Jónatan eða tala við hann. En hún var ekki í eins góðu ; skapi og áður, allt var breytt, vegna þess, að Jónatan var nærstaddur, hann minnti hana á liðna tímann og — Moorland House. Eftir að staðið hafði verið upp frá borðum var farið að dansa. Ýmsir gæsilegir menn slóg- ust í hópinn og Priscilla var stöðugt á gólfinu. Fimm eða sex ungir piltar buðust til þess að kenna lienni að fara á skíðum. Þeir sögðu allir, að þetla mundi ganga eins og i sögu, ef hún að- eins fengi rétta tilsögn, nægðu tveggja stunda leiðbeiningar. „Ef Corhie er kunningi yðar ættuð þér að velja hann,“ sagði Egerton. „Hann er duglegur íþróttamaður.“ Priscilla horfði undrandi á Jónatan. Þetta sannaði hversu lítið hún þekkti hann. Hún fyr- irvarð sig, er hún hugsaði um, að hún hafði aldrei reynt að fá neinn áhuga fyrir því, sem hann lók sér fyrir hendur. „Mér mundi aldrei detta í hug að biðja lierra Corbie að leiðheina jafn klaufskum hvrjanda og mér,“ sagði hún svo liátt, að hann hlaut að heyra það. Ilann svaraði engu og vakti það gremju hennar. Ilann hefði að minnsta kosti getað sagt eitthvað i kurteisisskyni, þegar hann sá, liversu aðstaða hennar var óþægileg. Eða gcrði hann sér kannske i hugarlund að liún vildi hitta hann, — að hún hefði verið að elta hann þangað?“ Hann forðaðisl hana allt kvöldið og dansaði hvað eftir annað við Dorothy. „Það er nú raunar varla liægt að kalla þgtta dans,“ sagði Priscilla gremjulega við sjálfa sig. Jónatan virðist ekki dansa liðlega og var klunnalegur að sjá á gólfinu. Milli dansa sagði Joan við Priscillu: „Hvað það er skemmtilegt, að þú skulir þekkja herra Corbie. Er hann í rauninni eins indæll og hann líLur út fyrir?“ Priscilla brosli. „Það er allt undir þvi komið hversu miklar vonir þú gerir þér.“ Henni fannst furðulegl, að Joan skyldi vera hrifin af Jónatan. Hann var vissulega ólikur þeim piltum, sem ungar stúlkur urðu tiðast ástfangnar af. . . Hann dansaði einu sinni við Joan, og eftir á, þegar þær voru komnar upp i herbergi sitt, sagði Joan: „Ilann sagði, hlessaður, að hann kynni ekki að dansa, en það er alls ekki slæmt að dansa við hann, og cg bauð að kenna honum að dansa. Mér lizt prýðilega á hann. segðu mér allt sem þú veizt um hann, Priscilla. Ilvaðan er hann?“ „Við erum úr sama bæ. Faðir hans hefir keypt æskuheimili mitt.“ „Þekkirðu fólkið hans?“ „Já.“ „Það er vel efnað, að sagt er.“ „Já, vellauðugt.“ Joan kinkaði kolli hátíðleg á svip. irA Kvöm’ðimm ________________________ Jask Fleischer og Seymour Fredin: Seinashi dagarnir í Berlín áður en borgin íéll. ruddi sér hraut gegnum Pommer og suður Branden- burgerhérað og sótti að Berlín lir norðri, en hinn sótti norður Suður-Slesíu í áttina til horgarinnar. Allan seinni hluta vetrar, jafnvel eftir að Bandaríkja- menn höfðu náð fótfestu fyrir austan Remagen og allsherjar sókn Bret;i og Bandaríkjamanna yfir Bín hjá Wesel 24. marz, þá neitaði Hitler að viðurkenna ósigur sinn. Þessi neitun getur aðeins byggst á ofstækisfullri brjálaðri þrákelkni Hitlers og kann- ske meðfram af heimskulegum fölsúðum skýrslum, sem hann fékk tvisvar á dag á herráðsfundum sín- um. Um miðjan apríl var þó vonlaus afstaða Þýzka- lands orðinn augljós allflestum þýzku hershöfðingj- uniim og enda mörgum stjórmnálaleiðtoganna.. Þetta var orðið svo opinbert, að hershöfðingjar, sem kall- aðir voru til þess að gefa skýrslu, voru oft rétt að því lcomnir, að segja skoðun sina. á málavöxtum hreint út, en þeir gátu aldrei safnað nægilegum kjarki til þess, því Hitler hafði lagt blátt bann við því, að nokkiir minntist á ósigur og lagði við þvi dauðarefsingu. Þrátt fyrir það, að bardagarríir í hér-' uðum kringum Berlín voru aðeins háðir gegn ein- 1 angruðum varnarstöðvum, þar sem öll samfelld vörn var farin út um þúfur. Ein slík varnarstöð, þar sem nokkrir Þjóðverjar vörðust í kolanámu í skógi nokkrum, var umkringd af 6 skriðdrekum af milli-gerð. Foringi skriðdreka- sveitarinnar var Maria Cocorev, lágvaxinn, ljóshærð- • ur náungi með uppbrett nef og brún augu. Skrið- drekar Maria dreifðu sér um akrana, meðan eins margir fótgönguliðsmenn og mögulega gátu, hértgu utan á skriðdrekunum. Sumir hermannanna náðu sér í reiðhjól og stigu þau í ákafa og enn aðrir þustu áfram á hestbaki, meðan öll farartæki, sem nöfnum tjáir að nefna, voru notuð til [>ess að flytja aiikið lið og birgðir á vettvang. Þegar skriðdrekarnir nálguðust námuna, stuklcu fótgönguliðsmennirnir af þeim og hlupu áfram, skutu úr vélbyssum sínum og virtust ekkert skeyta um að fara varlega. Þarna var að minnsta kosti þrefaldur liðstyrkur á mótis við þann, sem Banda- ríkjamenn beyttu venjulega til samskonar árása. Skriðdrekinn, sem Maria sat í skaut þremur skotum. Fótgönguliðið fylkti sér i þétta fylkingu og braust áfram, hrópandi og skjótandi og það vfirhttgaði og tók námuna á svipstundu, ef svo mætti segja. Ósigranleikinn, sem var samfara þessum aðferð- um barst brátt til Berlin og barst til evrna þýzkurn yfirforingjum og stjórnmálaleiðtogum. Óttinn við að vera veiddur, eins og nuis í gildru, í miðri Berlin breiddist ört út milli þeirra starfs- manna ráðuneytahna, sem störfuðu og einnig til annara hernaðarsérfræðinga og embættismanna. Ennþá voru opnar götur í Berlín, sem bifreiðar gátu farið eftir út úr borginni eða komizt til nálægs flug- vallar, sem Þjóðverjar höfðu á sínu valdi. Fjökdi undirtyllna og jafnvel nokkrir deildarstjór- annn sendu fjölskyldur sínar í flýti burt úr Berlín. fcÁestar fóru til nágrennis Berchtesgaden, í þeirri trú, að lokaátöltin myndu verða í fjallavirkjum bæjersku alpanna, þar sem búizt var við. að varizt yrði til þrautar. Hér á eftir fer kafli úr bréfi frá stúlku, sem var í menntaskóla. BréfiS var til mótSur hennar og var á þessa leið : „Eg geri mér það vel ljóst, að skólanám mitt kostar pabba mjög mikið. Þess vegna ætla eg að reyna að læra eins mikið og eg get. Núna er eg t. d. að bvrja að læra að spila bridgc.“ ♦ Getur þú ekki fundið þér eitthvað að gera? sagði húsmóðirin við betlarann, sem var kominn til þess að betla. , Jú, jú, sagði betlarinn, en allir biðja um meðmæli frá þeim, setn eg vann síðast hjá. Nú, getur þú ekki fengið meðmæli hjá þeim, sem þú vannst síðast hjá? Nei, því miður ekki. Hann dó fyirr tuttugu og átta árum. Frá Wollenhaupt. Þahnig var ástandið á 56. fæðingardegi Hitlers, 20. apríl. Það var því enginn furða þótt lítið hafi verið tim hátíðarhöld. Einasti munurinn, sem Hitler veitti sér á þeim degi, er áður hafði verið einhver mesti hátíðisdagur þjóðarinnar, var að hann lét klippa sig. Hann hafði ekki látið klippa sig í fjórar vikur, en annars var venja hans að láta gera það á 10 daga fresti. Hann sendi eftir hinum aldraða August Wollenhaupt, rakara Kaiserhof gistihússins, sem nú var í rústum, en hann hafði ávallt síðan 1933, klippt foringjann, þegar hann var í Berlín. Wollen- haupt hafðist nú við i einu loftvarnarbirgi Kanzlara- hallarinnar og hafði verið gerður að foringja i hjálp- ar-hj úkrunarliði. Hitler var ekki málóða að þessu sinni. W^llen-

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.