Vísir - 02.08.1946, Blaðsíða 7

Vísir - 02.08.1946, Blaðsíða 7
Föstudaginn 2. ágúst 1946 V ISIR 7 Ruby M. Ayres PtiHAeÁAan Joan var svo smá vexti, aö liún varð að tylla sér á tá til þess að geta boðið Pi'iscillu góða nótt nieð kossi. „Nei, þetta máttu ekki segja. Eg held, að ástin sé það helgasla, sem til er.“ „Hvað veizt þú um þetta, harnið gott,“ sagði Priscilla ertnislega, en Joan brosti aðeins. „Eg er elcki eins óþroskuð, ekki eins mikill einfeldningur og þú ætlar mig vera,“ sagði hún. Þegar hún var farin, gekk Priscilla út að glugganum og dró tjöldin til liliðar. Máninn skein hátt á himni og varpaði slcini sínu á fjalla- tindana. Kvöldhimininn var dökkur og fagur- blár. Hinir snævi þöktu Alpatindar glóðu í bliki vetrarnæturinnar. Priscilla stóð lengi hugsi og liorfði á hina mikíu fegurð, sem fyrir augu hennar har. Henni fannst það vera einkennilegt, að fund- um hénnar og Jónatans skyldi bera saman þarna. Ilvað boðaði þetta? Vegna þessa liöfðu allar minningar um fortíðna vaknað af nýju, allt það, sem hún liafði reynt af öllum mætti að gleyma. Kannske hefndist lienni fyrir það Jiversu fljót liún hafði verið að gleyma. En var ekki sömu sögu um hann að segja. Nú, þegar hann leit liana augum aftur var hann kannske argur í skapi yfir þvi, að liann eitt sinn hafði sagt, að hún hefði eyðilagt lif hans. Ástin var furðuleg tilfinning. Menn sögðu oft, að ástin ætti sér skamman aldur. Fyrir tveim- ur mánuðum mundi hún hafa neitað þvi, að svo væri, en — gat hún neitað þvi nú?“ Gal hún enn sagt, að það væri sem hjarta hennar væri að bresta í hvert skipti, sem hún hugsaði til Clive Westons? Og þegar Priscilla dró gluggatjöldin fyrir fannst henni, að braut lífsins væri þyrnum stráð, en þó var sem lienni hlýnaði um hjarta- ræturnar, er liún liugsaði til morgundagsins. 20. KAPÍTULI. Eftir hálfs mánaðar tíma i Sviss leit Priscilla nokkuð öðrum augum á vetraríþróttir og vetrar- íþróttalíf en áður. A vissan hátt skemmti hún sér miklu betur en hún liafði gert sér vonir um, en jafnframt var um einhver vonhrigði að ræða eða gremju, sem hún gat ekki gert sér grein fyrir. Þótl furðulegt kunni að þykja var það Dal Egerton, sem hjálpaði henni af miklu eðallyndi, yfir fyrstu erfiðleikana, liann studdi hana upp brattar brekkurnar og aðstoðaði hana, er hún var að venjast á að fóta sig, reisti hana við, er hún datt, og huglireysti hana, þegar hún var að missa móðinn. „Þér erúð miklu duglegri en flestir byrjend- ur,“ sagði iiann. Á morgun reynum við enn brattari brekkur.“ Priscilla hafði, er hann sagði þetta, komizt niður eina æfingabrekkuna, án þess að detta. Henni tókst einnig að „taka beygjuna“, neðst við ána, og kom brunandi til Dals Egerton. „Bravo,“ kallaði hann, „eg er stollur af nem- anda mínum. Eigum við að reyna einu sinni til?“ Þau héldu áfram og gerðu hverja tilraunina af annari og fór allt vel. Þegar Priscilla fór heim til morgunverðar var liún eigi lítið hreykin af afrekum sínum. Og er setið var undir borðum sagði hún sigri brósandi um leið og hún leit til Dals: „í morgun hefi eg ekki dottið einu sinni hvað þá oftar.“ „Nei, yður heppnaðist allt prýðilega," sagði liann hlæjandi. „Nú getið þér brá-tt koinið ineð okkur upp i fjöllin.“ „Þú ert þojinmóður kénnari, þegar sVo ber undir,“ sagði kona lians. Hún var þreytu- og gremjuleg á svip. Dorothy hló hæðnislega. „Já, þegar svo ber undir, en það er vist sjald- an.“ „Hann liefir verið ákaflega þolinmóður kenn- ari og liinn alúðlegasti við mig,“ sagði Priscilla áköf og svo sem Egerton til varnar. „Mér liefir verið það sönn ánægja, að njóta tilsagnar hansÁ' „Eg sá ykkur koma brunandi niður brekkuna rélt fyrir morgunverð,“ sagði Joan. „Þú leizt út eins og þú liefðir aldrei iðkað annað en skiða- iþróttina allt þitt líf.“ „Ef menn þrauka, þráit fyrir erfiðleikana, gengur allt eins og i sögu.“ Priscilla leit í þ'essum svifum á Jónatan og varð undrandi yfir hörkunni i tilliti augna hans. Hann hafði aldrei boðizt til að veita henni neina aðstoð; og á jóladag og nýársdag forðað- ist hann hana gersamlega. Henni fannst það ósvífið i meira lagi og barnalegt af honum að láta þannig í ljós, að honum mislíkaði við hana. Og á dansjeiknum á gamlárskvöld hafði hann aldrci dansað við hana. Kurteisi var það minnsta, sem hægt var að búast við af honum. Síðdegis daginn eftir fóru þau, Egerton og Priseilla á tannhjólabrautinni upp í hlíðarnar og renndu þau sér svo, er þangað var komið, niður erfiða hrekku. Hann liélt stöðugt í hönd liennar og hvatti liana til að vera alls óhrædda, halla sér ekki aftur, heldur fram. „Segið við sjálfa yður, að það muni heppnast, þá kemur það eins og af sjálfu sér.“ Priscilla gleymdi aldrei þessari ferð. Það var dásamlegt, fannst henni, að bruna áfram, svífa um loftið mátti næstum segja, og finna kaldan vindinn leika um sig. Sól skein á hið fagra land og allt var svo kyrrt og hljótt. Þegar þau voru komimnður að ánni leit Priscilla á liann glöð og brosandi og sagði: „Þelta var dásamlegt.“ „Það fannst mér líka,“ sagði liann. Þau sneru sér við og héldu aftur á brattann. — Þau höfðu verið-fjórðung stundar á braut- inn upp eftir, en fjórar mínútur niður eftir. „Eg hefði ekki getað það, ef þér liefðuð ekki haldið i hönd mér,“ sagði Priscilla þakklátlega. „Þér hafið verið mér ákaflega vinsamlegur. Eg er smeyk um, að þér farið á mis við marga ánægju vegna þess, að þér hafið varið thnanum til þess að leiðbeina mér.“ Dal var að sýsla við skiði sin hálfhoginn og það leið nokkur tími þar til hann rétli úr sér. á Kvöidvtimm Á leiöinni heim til sín ákvaö sá ölvaSi að dylja ástand sitt fyrir konu sinni og taka sér bók í hönd ug lesa, því hver hefir heyrt þess getiS, aS fullur maSur lesi bók? hugsaSi hann. Sköimnu síSar heyrSi kona hans einhvern hávaSa i bókaherberginu. Hún fer þá niSur og inn í her- bergiS: IlvaS ert þú eiginlega aS gera þarna, sagSi hún kuldalega. Eg er aS lesa, góSa mín, drafaSi i þeim fulla. Uss, hættu þessum fíflalátum og lokaSu skjala- möppunni, sagSi hún reiSilega. Reyndu aS koma þér í bæliS. ♦ Kennarinn: í hvaSa orustu var þaS, sem Wolfe hershöfSingi sagSi þetta: Nú get eg dáiS hamingju- sajnur? Nemandinn: Eg held, aS þaS hafi veriS í þeirri síSUstu. Jask Fleischer og Seymour Fredin: Seiniistu dagarnir í Berlín áður en borgin iélL á næturfundinum 20. apríl var ekkert, sem benti til þess, a$ Ilrtlcr ætlaði sér að yfirgefa Berlín. Hvernig nokkrum dalt til liugar að halda áfram að berjast -verður ekki með vissu sagt. Svarið getur tæplega verið annað en það, að annaðhvort örvænt- ingin eða þá hin ótrúlega tiltrú, sem Göbbels naut samfara ótrúlegu ofstæki hafi riðið baggamuninn. 1 raun og veru þá tókst nazistaforingjunum aðeins með stórkostlegum blekkingum, að halda baráttunni þetta lengi áfram, því þeir voru aldrei i vafa um hver endalok þeirra sjálfra yrði. Blekkingarvefur þessi var allur spunninn af Göbbels, sem laug bæði að herforingjum -og hermönnum, að her Wenck hershöfðingja, er barðist gegn Bandarikjamönnum, hefði snúið við og myudi koma til þess að verja Berlín fyrir árásum Rússa. Jafnvel eftir að Rússar* 1 höfðu umkringt borgina og sóttu fram úr austri til Spitteltorgsins, að sunnan að Hallech Tor, þá end- urtók Göbbels sömu lýgina og bætti því við, að Bandaríkjamenn kæmu á eftir her Wenclcs og myndu berjast gegn Rússum. Eftir hraðriturum og Kempka. Kl. tuttugu minútur yfir 10, 21. apríl, féllu fyrstu sprengjur Rússa á Wilhelmstrasse. Stórskotahríðin var liörð og viðstöðulaus. Hitler sagði þá: „Þetta hljóta að vera 8 þumlunga byssur og skotið frá. Weisseneseehverfinu (það er í norðaustur Berlín). Um það leyti voru Rússar einnig búnir að taka Tempelhof flugvöllinn í suðausturhluta borgarinnar. Aðrir herflokkar sóltu úr öllum áttuni inn í miðja borgina. Síðan gcrðu steypiflugvélar árásir á þann hluta borgarinnar, sem liggur milli Unter den Lind- en og Halleches Tor, að norðan og sunnan og Fried- richsstrasse og Wilhelmsstrasse, að austan og vest- an. Lögreglustjóri hverfisins gaf þá skýrslu, að 20 hefðu farizt og 60 særzt í árásinni. Hinsvegar sagði Herrgesell að á leiðinni, þegar hann reyndi að kom- ast heim um kvöldið, hcfói hann séð miklu fleiri lík á götunum og hefði því manntjónið að líkindum. verið miklu meira. Frá liádegi þann 21. apríl, voru stöðugar ráðstefn- ur í einkabyrgi Hitlers. Herstjórnendur úr öllum hlutum borgarinnar sögðu, að menn þeirra yrðu að láta undan síga hægt og bítandi allstaðar. Göbbels, sem yfiiTnaður í Berlín, þaut inn og út úr fundar- salnum ýmist til þess að gefa Hitler síðustu skýrslu eða gefa fyrirskipanir til undirmanna sinna. Sprengjur Rússa féllu sí og æ hringinn í kring, og þykkur reykur frá hundruðum elda grúfði yfir deyjandi höfuðborginni og varð illþolanlegri með hverri klukkustund, sem leið. Hraðritararnir, Herrgesell og Haagen, skrifuðu allt, sem sagt var niður og áttu mjög bágt með að fylgjast með samtalinu á stundum, vegna þess að oft töluðu 3—4 liðsforingjar í einu. Litla móttöku- herbergið með fóðraða bekknum hringinn í kring var upprunanlega aðeins ætlað fyrir 5—6 manns, en nú voru þarna oft allt að tuttugu manns þjappað saman og aðrir stóðu í þröng á þrönga ganginum, sem lá til móttökuherbergisins. Ennþá hafði Hitler ekkert látið uppi um það hvort hann ætlaði sér að véra áfram í Berlín. I stað þess- skipaði hann SS-foringjanum Steiner, sem stjóm- aði sveit í suðaustur Berlín, að reýna að stöðva rússnesku hersveitimar, er sóttu inn í borgina frá Köpenick. Nokkrar hersveitir Rauða hersins voru í þann veginn að brjóta sér braut niður Prenzlauer Allee úr norðaustri og í áttina til Alexanderplatz, þar sem hið íllræmda fangelsi og bækistöðvar Gestapo voru. Þá var það, að Hitler sendi hluta af eiginn lífverði sínum niður á Alexandersplatz og skipaði þeim að verjast þar hvað sem það kostaði. Hann skipaði einnig þeim, sem eftir voru af starfsmönnum Kanzl- arahallarinnar — hérumbil 500 inanns þar á meðal nokkrum kvenmönnum, — að stofna sveit þjóðvarn- arliðs og skipaði því undir stjórn SS-foringjans Otto Guensche ásamt lífverðinum. Haim skipaði einnig nokkrum þúsundum skrifstofumanna úr flug- og Iándher í bardagasveitir.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.