Vísir - 03.08.1946, Blaðsíða 2

Vísir - 03.08.1946, Blaðsíða 2
V I S I R Laugardaginn 3. ágúst 194fr Tómlistarhraatryðjamdi fra 19» ölrf. Joii Pálsson / í 3. 81865, JL 18. 1. 1946. — Bergsætt — I þessari stuttu grein, ælla eg mér ekki þá dul að skrifa tæmandi um Jón Pálsson og hans fjöl- breyttu störf, Það væri nægt efni í heila bók. Hér verða aðeins rakin að nokkru sá liður í störfum hans, er snertir tónlistarmálin. Því ekki veldur það tvímælis að Jón Pálsson verður alltaf stór og ógleymanleg persóna í söngsögu okkar Islendinga frá 19. og 20. öld. I. Forspjall. Sögu menningarinnar í gegnum aldirnar má telja þrotlausa baráttu, baráttu sem haldið hefir verið uppi af þeim einstaklingum er skarað hafa fram úr að víð- sýni og mannkærleika. Kem- ur þar einatt fram að einn tók við er annar féll. Sú hlið menningarinnar hér á landi er snýr að tónlistarmálunum hefir tiltölulega við margt annað átt fáa brautryðjend- ur, allt fram á seinasta hluta 19. aldarinnar. Afleiðingin var þvi að þjóðin drógst af t- ur úr á því sviði. Um og eftir 1840 barst rómantíska stefnan hingað til lands, og andaði suðrænni hlýju í lögum og Ijóði yfir þjóðina, og vakti hana af svefni liðinna alda. Sú stefna féll vel inn í þjóðarsálina, og eignaðist brátt afburða stuðningsmenn, er vörðu hæfileikum sínum henni til útbreiðslu. Það hefir verið almenn skoðun að umhverfið eigi ekki svo lítinn þátt í andleg- um þroska einstaklingsins. Stórbrotin náttúrufegurð, víðfeðmi (hafið), lyfti hug- anum hærra. Skapi göfugan hugsunarhátt, að finna til með smælingjunum, jafnvel skapi þrá til að kasta stein- um úr götu þeirra. Þetta styðst við. rök, sem er að finna á ýmsum sviðum sög- unnar. n. Tónlistarlífið á Stokks- eyri og Eyrarbakka fyrir 90 árum. Um og eftir 1847 verða straumhvörf í tónlistarjífi á Stokkseyri og Eyrarbakka. Með komu Thorgrímssens- fólksins að Eyrarbakka. Og ennfremur er lengra leið inn í árin og þeir fóru að vaxa upp bræðurnir frá Syðra- Seli, Bjarni, Jón, Isólfur og Gísli þá komu þar nýir kraft- ar til sögunnar. . Bjarni, fæddur 1857 varð boðberi hins nýja tima; ljúf- ur sem vorblær. Hann var syngjandi svanur sinnar samtíðar, þar til hafaldan lokaði hans votu gröf 27. febrúar 1887. Sylvia Thorgrímssen kenndi honum að spila á harmoniku. Hann varð organleikari við kirkjuna á Stokkseyri er húh eignaðist hljóðfæri 1876. Hann stofn- aði söngfélag. Hann kenndi bræðrum sínum að spila, og fjölda annara er sótti kennslu til hans. Þessi ungi tónlistarvísir á Stokkseyri og' Eyrarbakka átti sterkan hauk í horni þar sem-Thor- grimssensfólkið var. Lífið í þorpinu gjörbreytt- ist. Söngur og orgelspil var um haf t um hönd öll mögu- leg tækifæri. Kennslan vár ókeypis, ekki í krónuskyni. Þar var gróandi þjóðlíf. Utlendar tónlistarbækur voru nægar til heima í hús- inu, svo var kallað hús verzl- unarstjórans. Ymsar af bók- um þessum eru enn til, og eru talandi vottur um þá tónlistarmenningu, sem átti sér stað á Stokkseyri og Eyr- arbakka fyrir 90 árum. III. Jón Pálsson lærir að spila á harmoníum. Á árunum í kringum 1880 var ekki venja að halda unglingunum til náms, ann- að en til undirbúnings ferm- ingar. Ræðst það því af sjálfu sér hvað þarflegt það þótti, er Jón Pálsson, þá unglingur fór að fá leyfið, en það var eingöngu bundið við frístundir er hann hafði frá öðrum störfum. En — þar með var ekki allt feng- ið. — Hljóðfæri var ekkert á heimilinu og aðeins í kirkjunni. Þangað varð Jón að hlaupa til þess að æfa sig, en kallt hefir það verið að vetrinum í óhituðu húsi, er hann kom sveittur af hlaupunum. En ódrepandi á- hugi og listhneigð hans vann sigur á öllum örðugleikum, hann lærði að epila á hai-m- oníum og það vel eftir því sem þá voru föng á hér á landi. IV. Jón Pálsson verður organleikari á Stokks- eyri og Eyrarbakka. Þegar Bjarni Pálsson drukknaði árið 1887 tók Jón við störfum bróður síns, sem söngkennari, og ennfremur organleikari við kirkjuna og þegar kirkjan á Eyrarbakka var byggð 1893 varð hann einnig organleikari við hana og hélt því starfi, þangað til þau hjónin fluttu til Reykjavíkur. Jón kynntist snemma út- lendum kirkjusöngsbókum. Lét hann söngflokkinn æfa úr þeim ýms falleg lög við sálma úr íslenzku sálma- söngsbókinni. Sérstaklega- minntist eg tveggja laga, er henn gat um við mig, bæði eftir Lindeman: „Lifandi guð eg leita þín", og „Hve sælt hvert hús." Bæði þessi lög eru fyrir löngu tekin inn í íslenzku kirkjusöngsbók- ina, og eru í miklu afhaldi. V. Jón Pálsson flytur til Reykjavíkur. Árið 1902 fluttu þau Jón Pálsson og frú frá Eyrar- bakka til Reykjavíkur. Um- hverfið og lífsviðhorf breytt- ist, en það sem ekki breytt- ist var áhugi hans á tónlist- armálum. Fríkirkjan í Reykjavík var stofnuð á ár- inu 1903, varð hann fyrsti organleikari við hana, og var það óslitið til 1915, lengst af án launa, en síðustu árin með launum er hann skipti á milli fólksins, er söng í kirkjunni. Lagði hann mikla vinnu í það starf. Æfði stór- an söngflokk. Heyrði eg norður í landi mikið orð gert á þvi hve vel hefði tek- ist með flutning á hátíða- söngvum síra Bjarna Þor- steinssonar. Kennsla hans í harmoníumspili jókst með ári hverju, oft án endur- gjalds, en væri um borgun að ræða voru það 50 aurar á tímann. Á síðastliðnum vetri tal- aði eg við gamla konu, er hafði á unga aldri gengið í tíma til Jóns, heilan vetur, um vorið er hún fór að gera upp við hann kennslukostn- aðinn voru það 7 krónur alls. Eitt sinn spurði eg Jón hvað hann héldi að hann hefði veitt mörgu fólki tilsögn í harmoníumspili, Eftir því sem hann komst næst taldi hann það mundi vera mörg hundruð karla og kvenna. Mig minnir það vera á ár- inu 1944, er eg kom eitt sinn heim til hans, var hann að ljúka kennslustund í harm- oníumspili, þá 78 ára, sagði hann við mig með sínu ó- gleymanlega brosi. „Hvernig Iýst þér á, nemandinn minn sem er um sjötugt". Þarna var starfað á meðan dagur vannst. Á ýmsan hátt studdi Jón Pálsson fólk til tónlistar- náms, bæði fyrr og síðar. Mér er persónulega kunnugt um einn fátækan pilt, sýsl- unga minn, er hann styrkti til fleiri ára, og það á tón- listarskólann, vona eg að góðvilji hans og drengskap- arlund verði þar ekki á glæ kastað, og launist þó siðar verði. VI. Innflutningur hljóðfæra. Ekki er mér kunnugt um hvenær Jón hóf innflutning á hljóðfærum, en hyggja mín er sú að það hafi verið snemma á árumJ Náði hann. samböndum við frægar verk- smiðjur, bæði á Norðurlönd- um og Þjzkalandi. Reynd- ust hljóðfærin ágætlega, og seldust víða um land. Oft lánaði hann verðið, er svo var smá afborgað. Alls mun hann hafa selt um 1700 harmoníum og píanó, auk smærri hljóðfæra. VII. Söfnun þjóðlaga. Þjóðfélagið heillaði huga Jóns. I því fann hann margt, er lýsti hinum forna tíma (hugsana og sálarlífs). Yrði þeim ekki safnað og bjargað, mundi þau sem margt annað hverfa og gleymast. Það ér að segja flutningur þeirra var svo margþættur. Einn söng lag- ið þannig og annar hinsveg- ar. Viðhöfnin yar sérkenni aldarandans, og henni varð að ná. Af þessum ástæðum pantaði Jón sér áhöld, nokk- urskonar hljóðnema, er sungið var inn í, og tók hann þá lagið eins og það var sungið inn á válsa, að öllu leyti með framburði þess er söng. Að þessu vann hann til fjölda ára, að láta syngja lögin inn á valsa, voru þau sungin af mörgum, og það víða af landinu. Þjóðlaga- safn þetta er all stórt, og hið merkilegasta og ábyggi- legur mehningarfjársjóður. All mörgum árum fyrir dauða sinn flutti Jón safn þetta ásamt hljóðnemanum út í Þjóðminjasafn, og gaf því allt saman. Eg bendi á að eitt lagið í safni þessu er mörgum var horfið, er hið gullfagra lag: „Víst er þú Jesú kóngur klár", sem nú er i íslenzku kirkjusöngsbókinni, í radd- setningu dr. Páls Isólfssonar. VIII. Samningur söngrita og útgáfur. Á árinu 1911 kom út söng- bók Goodtemplara, hafði Jón Pálsson ásamt frú önnu Thoroddsen og Halldóri Jónssyni unnið að samningi hennar. Bók þessi varð mjög vinsæl, og seldist upp. Er nú ófáanleg. Árið 1934 gaf Jón út safn af frumsömdum lögum eftir Isólf Pálsson bróður sinn. Rit þetta heitir Fjóla. Nótna- bókarsafn Jóns er merkilegt sagn. Ekki fyrir stærðarsak- ir en í því er að finna mikið af þeim nótnabókum, er fluttust hingað upp til lands- ins um og eftir 1850. Enn- fremur er í safni hans >msar nótnabækur úr eigu Thor- grímssensfólksins á Eyrar- bakka, en einmitt þær bæk- úr frekar en nokkuð annað lýsa tónlistarlífinu á Stokks- eyri og Eyrarbakka fyrir 90 árum. IX.Loka átök Jóns Pálssonar á sviði íslenzkra tónlistar- mála. Um f jölda ára skeið hafði hin hægfara þróun tónlistar- innar hér á landi verið Jóni mikið áhyggjuefni. Kennslan einhæf og ófullnægjandi. En hér varð ekki ráðin bót á,. nema leita út úr landinu til stórþjóðanna, annað af tvennu að - fá útlenda kennslukrafta inn í landiðj en hin leiðin var að senda mann til útlanda til lang- varandi náms. Þessa leið fór hann. Hann hvatti bróðurson. sinn Pál Isólfsson til utan- farar upp á kostnað þeirra hjóna. Eins og alþjóð er kunnugt fór hann til Þýzka- lands, og dvaldi þar við tón- listarnám í mörg ár, undir handleiðslu hins fræga orgel- snillings Karls Straube í Leipzig. Fyrir mörgum árum er kunnur árangurinn af þeim hugsjónum Jóns. Dr. Páll hefir ferðast víða um lönd og haldið hljómleika, og. fengið lofsamlegustu dóma, sem •.orgelsnillingur og tón- skáld. Auk þess sem hann hér heima hefir gengt fjöl- þættum og mörgum störfum á sviði tónlistarinnar, bæði sem organleikari, kennari,. skólastjóri tónlistarskólans og tónlistarráðunautur út- varpsins. Þess utan æft hljómsveitir í smærri og stærri stíl. Jón Páisson reyndist samtið sinni við- sýnn og fórnfús. — Hvergi meðalmaður. — Var þó verkahringur hans stór og margbreyttur, frá sjómann- inum, kennararanum, verzl- unarmanninum, bankafé- hírðinum, rithöfundinum„ fræðimanninum og bindind- ismanninum. Þess utan sem sem á hann hlóðust hinn fjölmörgu borgaralegu störf á öllum tímum æfinnar. Þó hann sé dáinn, er á- rangurinn af störfum hans í fullum blóma, og verður um langa framtíð. Hann var sáðmaðurinn er náði því frjómagni í þjóðarsálina, er aldrei deyr, X. Niðurlagsorð. Grein þessa hefi eg ritað án þess að rannsaka hand- ritasafn Jóns Pálssonar. Mér dylst þó ekki, að þar munir margt að finna, er máli skipt- ir, bæði viðvíkjandi söng- listarlífinu á Stokkseyri og Eyrarbakka fyrir 90 árum, og ennfremur fyrir íslenzka söngsögu yfirleitt. Að síð- ustu lesari góður. Nú eru breytt viðhorf hér í landi á sviði tónlistarmála frá því Jón Pálsson var með lopnar hendur að æfa sig í kirkjunni á Stokkseyri, og nú að setjast inn í salarkynni Tón- listarskólans, með þeim kennslukröftum, sem þar er á að skipa. Það er Grettistakið sem aukin menning, dáð og drengskapur einstakra manna hefir lyft. Þorsteinn Konráðsson.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.