Vísir - 09.08.1946, Blaðsíða 7

Vísir - 09.08.1946, Blaðsíða 7
Föstudaginn 9. ágúst 1946 V I S I R Rnby M. Ayres rríHJeJJan „Eg verð að æfa mig upp á eigin spýtur," sagði.hún. „Mikið vildi eg gefa til að vera eins dugleg og þú." ..JÉn eg hefi komið hér hvað efrir annað," sagði.hann, „en þú mátt alls ekki fara eiri~þíns liðs, nema þá í æfingabrekkurnar næst .gisti- iiúsinu. Þú gætir dottið og meitt þig hættulega." „Eg má ekki fara með Egerton — eg má ekki fara ein míns liðs — með hverjum á eg þá að fárá*' r-.v ; .iEg verð hér að minnsta kosti eins lengi og þú." „Mér gæti ekki dottið í hug að láta þig stjaria við mig hverja stund." - „Jæja, eg get sagt þér eins og er, ef eg hefi iriælt mér mót með einhverjum öðrum." ! Og hinar hlýju tilfinningar Priscillu í garð Jónatans hurfu sem dögg fyrir sólu. Hún gekk inn í gistihúsið án þess að svara. Það var mikil fannkoma þetta kvöld. Priscilla var að skipta um.föt, áður en farið væri niður til miðdegisverðar. Er þvi var lokið gekk hún út að glugganum og horfði út. Hún gat aðeins séð ljósin í næstu húsum. Fjallatindana gat hún ekki séð. Joan kom inn í þessum svifum með bréf frá móður sinni. „Við megum vera hálfan mánuð lengur en upphaflega var ákveðið," sagði Joan hrifin og glöð. „Er það ekki dásamlegt? Ertu ekki glöð, Priscilla?" „Jú, mjög glöð." Joan dansaði um alla stofuna af ánægju. „Mér er sagt, að þú hafir heldur en ekki stað- 5ð þig vel i dag með herra Corbie?" „Hver sagði það?" spurði Priscilla snogglega. „Herra Corbie, hann dáðist mjög að hversu vel þér f er f ram." Priscilla gretti sig. „Sagði hann þér lika, að eg byrjaði með þvi að detta tvisvar í morgun?" „Nei, hann mundi aldrei fara að segja frá neinu shku um þig," sagði Joan, sem var ekki í minnsta vafa um, að Jónatan elskaði enn i Priscillu og^ Joan furðaði sig mjög á því, að Priscilla skyldi ekki elska hann. Að miðdegisverði loknum spurði Dal Egerton Priscillu hvort hún vildi dansa við sig. „Ef það • er ekki bannað," bætti hann við. . Hún fór að hlæja. „Við'hvað eigið þér? Eruð þér gramur yfir þvi, að eg skyldi fara með herra Corbie?" „Nei, af því að eg veit hvers vegna þér gerðuð ]það." ¦ „Hvers vegna?" Þau stigu dansinn saman. „Fólk er farið að tala um okkur." Priscillu fannst það taktleysi af Egerton, að minnast á þetta. „Fólk verður alltaf að hafa eitthvað um að skrafa," sagði hún i léttum tón. „Maður getur látið þetta sem vind um eyrun þjóta," bætti hún við. „Það get eg.ekki," sagði Egerton lágt. Hún vildi ekki ræða við hann um þetta alvar- '. lega. Þess vegna sló hún út i a'ðra sálma. „Nú get eg brátt farið allra minna ferða á skiðum," sagði hún. „Eg er brátt komin á það ;stig, að eg þarf ekki á aðstoð neins að halda." „Það hefir verið mér mikil ánægja að aðstoða yður, — mesta hamingjan, sem mér hefir fallið i skaut." Priscilla fékk ákafan hjartslátt en hún gerði . sér upp hlátur. „Eruð þér að reyna að daðra við mig?" sagði iiún ertnislega. „Nei." Skyndilega tók hann undir hönd hennar og leiddi hana með sér út í forsalinn, sem var auð- ur. Hann var fölur og auðsjáanlega mikið niðri fyrir. - „Hafið þér nokkuð á móti að sitja hérna smá- stund. Eg er þreyttur." „Þér hafið ofreynt j-ður á íþróttaiðkunum í dag, eða hvað?" „Eg hefi ekki. farið neitt, verið inni." Hún horfði undrandi á hann. Þetta var mjög ólikt honum." „Eg hirði ekki um að fara neitt án yðar," svaraði hann. Priscilla gat engu svarað. Hún sat þögul og það var hann sem rauf þögnina: „Trúið þér á ást við fyrsta fillit, ungfrú Marsh?" Hún ypti öxlum. „Eg veit ekki. Hvers végna spyrjið þér?" „Af þvi að eg varð ástfanginn í yður í fyrsta skipti sem eg sá yður." Priscilla rétti úr sér skyndilega. Svipur henn- ar gerbreyltist. „Þér megið ekki tala þannig við mig. Eg kann því illa." „Vegna þess, að cg er kvænlur? Eg var aldrei ástfanginn í konunni minni. Við höfum þekkst frá því við vorum börn, og foreldrar okkar gerðu alla tíð ráð fyrir því, að við yrðum hjón. Eg hefi aldrei orðið fyrir áhrifum af nokkurri konu fyrr en eg kynntist yður." - „Herra Egerton, það er ekki drengilegt eða vinsamlegt af yður að tala við mig á þennan hátt. Ef þér haldið áfram i þessum dúr getum vfð ekki verið vinir. Eg er yður þakklát fyriv vinsemd yðar en konan yðar —" Hann hló beisklega. „Þér hugsið um hana, en ekki mig. Ef þér að- eins gætuð gert yður í hugarlund hyerrtig mér hefir liðið frá því er þér sneruð baki við mér i morgun." Priscilla stóð upp. „Við skulum fara inn og dansa. Það er heimskulegt að setja hér og láta sér um niunn fara orð, sein mann iðrar eftir siðar." „Mig mun aldrei iðra þess," sagði hann stutt- ur í spuna. „Tilgangur minn var að láta kyrrt liggja, en nú get eg ekki þagað lengur. Ekki sið- an er eg sá yður með þessum Corbie. Priscilla ef yður þykir örlítið vænt um mig, þá —" Hún reyndi að stöðva hann, en það var til- gangslaust. Tilfmningarnar báru hann ofurliði. Jask Fleischer og Seymour Fredin: Seinustu dagainlr í Berlín áður en borgin féll. mann innanríkisfulltrúi framkvæmdi í neðanjarð- arbyrginu. Sprengingar rússneskra kúlna kváðu við úti fyrir, en ómurinn heyrðist aðeins óglöggt gega- um þykka steypuveggina, en það var einasti hljóð- fæi-aslátturinn við hjónavígsluna og enginn gleði- svipur var á neinum. Hver og einn vissi að heljar- greipar Rússa þrengdu sí og æ að borginni. Óglögg sprengjuhljóðin, sem heyrðust voru frá" sprengjum, sem grófust inn í veggi Kanzlarahallarinnar og rifu þæí djúp skörð í veggina. Ein sprengjan hitti her- bergi á þriðju hæð, þar sem geymd voru heiðurs- mérki handa þeim, sem sjndu hermennskusnilli og lágu þær í röðum í hillum í herberginu. Heiðurs- merkin hentust um allt og sást glytta á þau í rúst- unum eins og glingur í sólinhi. Hjónaband Evu var stutt, eftir seytján ára bið: Aðeins tveimur sólahringum siðar, voru þau bæði, hún og brúðgumi hennar, dáinn fyrir eigin hendi. AKVMW&NWl Tvær stúlkur eru að tala um „kærasta" stallsyst- ur sinnar og sagði önnur: Hann á svo „agalega" rallegan bíl og svo dansar hann svo vel. Hann hlýtur aö vera miklu eldri en hún, sagtSi þá hin. Ja, hann er áreiöanlega sextán ára. Palli: Hann frændi minn er svo rangeygöur að hann sér báöa sunnudagana í mi'Sri viku. Halli: Þaö er nú ekki mikiö, en hún langömmu- systir mín er svo rangeygS aö húp sér jólin- pásk- ana og sumardaginn fyrsta í sömu vikunni. Pétur: MikiS rak hjá mér um daginn aT timbrinu. ÞaS voru allt ferkanntaSir sívalningar endalausir í báSa encla. Þegar kaupmannshúsin á Húsavík voru atS brenna og steinolía og benzín runnu logandi út í sjó, var gömlum manni að orSi: Ekki mæla þeir oliuna núna í fingurbjörgum, helvítin þau arna. Það sem orðið var eftir af heimsveldi Hitlefs 30. apríl 1945 var, 8 aðstoðarmenn og nokkrir ofstæk- isfullir bardagamenn. Hér fer á eftir frásögn um það, hvernig 8 aðstoðarmehn Hitlers sýndu honum hollustu sína í síðasta sinn í brennandi höfuðborg nazista. Hluti af þessari sögu ér tekinn eftir skýrslu nazista. Til dæmis héldu margir nazistar því fram að þeir hefðu verið sjónarvottar að því að Hitler og Eva væru dauð. Gegn þessari staðhæfingu kemur þrálátur orðrómur um að þau hafi flúið til Spánar, Japan eða Ai-gentinu. Ekkert verður sagt með vissu um hvað kann að vera rétt í þessu. Þessvegna ætti að dæma greinar þessar með tillita til kringumstæðanna og sannsögli nazista, sera rétt er að vera á varðbergi fyrir. Af þessum á- - stæðum er á spássíunni tilgreint hver heirwild er fyrir hverjum kafla eða frásögn fyrir sig. Heimildirnar eru: tveir opinberir hraðritarar, sem rituðu niður allt sem fram fór á ráðstefnum Hitl- ers og herforingjaráðs hans en þeir voru Gerhard Hergesell, fyrrum lögfræðingur og dómari og ung- frú Christa Schröder, ein af fjórum kvenritur- imi Hitlers og hafði hún unnið hjá honum síðan 1930. Ennfremur Erich Kempka, einkabifreiða- stjóri Hitlers frá þvi árið 1932, Gretel Fegelein, kona eins herforingjans i SS-liðinu og systir Evu Braun, frú Maria Schifler, kona gæsluvarðar bú- staðar Hitlers í Miinchen, en hún hafði þekkt Hitler siðan 1929, Mansfeld stormsveitarforingi, meðlimur lífvarðarins og dr. Feodor Bruck, einka- vinur Káte Hausserman, aðstoðastúlku hjá tann- lækni Hitlers. Mánudagsmoi'guninn 23. apríl var bjartur himinn heiðskýr yfir dæmdri borg og imi hádegi var orðið molluhiti af sólargeislunum. 1 útliorginni Pichels- dorf, sem stendur við Hvelvatn i vestur Berlín, stóðu yfir einhverjir harðvítugustu bardagar umsátursins. Pishelsdorf teygir sig á milli tveggja mikilvægra flug- valla, Gatow og Staageri og um hana. lá Heerstrasse, sem er fræg gömul herbraut, sem liggur beina leið inn í hjarta Berlínar. Þannig varð Pichelsdorf vesturhlið borgarinnar og vörðust Þjóðverjar þar innan um hús verka- manna, smáverzlanir og garðhúsahvyrfingar, en það voru húsaraðir meðfram þröngum stigum, þsfr sem margir verkamenn ogláglaunaðirskrifstofumenn áttu lítil sumarhús. Garðhúsabústaðir þessir voru löngu orðnir himnaríki Berlínai'búa, sem misst höfðu eigur sinar í loftárásum á borgina og höfðu margir þeirra búið í þeim árum saman. 1 hverjum garði var loftvarnarbyrgi byggt af rússneskum nauðung- arvinnumönnum. Þann 23. apríl, skaut stórskotalið Rússa yfir Bocks- feld garðahvei-fið, og Rauði.herinn var kominn í handbyssuskotfæri, er 500 þýzkir hermenn — aðallega úr æskulýðsfylkingunni og stormsveitar- menn heimavígstöðvanna, ásamt nokkrum æfðum hermönnum og Þjóðvarnarliðsmönnum —- komu á vettvang og gerðu síðustu varnartilraunina. Þeir

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.