Vísir - 21.08.1946, Blaðsíða 2

Vísir - 21.08.1946, Blaðsíða 2
2 VISIR Miðvikudaginn 21. ágúst 1946 Einsi lieiiktasti dvelur myndhöggvari íslandi. Aage ^ielsen Edvyin var kværstnr ísienzkri konta, en hefnr aldrei komið tiS Sslands fyrr. «|inn þekkti danski myndhöggvan, Aage Nielsen Edwm kom fyrir nokkru hingað til lands og hyggst dvelja hér um nokkurra mánaSá skeið til að kynna sér land cg þjóð. Hárm var kvæntur ís- lenzkn konu, sem nú er látin, og hefir hann aldrei heimsótt æskustöðvar hennar fyrr. Blaðamaður frá Vísi hafSi tal af Edwin fyrir nokkrum dcgum hér er árangurinn. cg um við tal saman. Eg legg'leið mína upp í minni er svarað með Ingólfsstræti 3. Eg hafði á-[feldu jákvæði og svo kveðið að ná tali af mynd- höggvaranum Aage Nielsen Edwin. Hann er búinn að dvelja hér um nokkurn tíma og þó merkilegt megi virðast hefir enginn blaðamaður lát- ið svo lítið að heilsa uþp á Iiann á Idaðamannavísu, — við- tök- Aage Nielsen Edwin. hvað sem hinu líður. Mér Iiafði verið sagt að þessi kunni myndhöggvari hefði ekki farið alveg varhluta af Iiúsnæðiseklunifi hérna í bænum og nú hýrist hann í kjallarakyrtru upp í Ingólfs- stræti. Jú, það var ekki um að villast. Eg jnirfti að ská- skjóta mér inn um útidyrn- ar, sem heldur virðast vera gamlar pakkhúsdyr, heldur en mannabústaðar. Og svo lágt var til lofts þegar inn var konúð, að hvergi mátti maður uppréttur >ganga, ef maður vildi halda ■ heilu Iiöfði eftir. Þetta eru engar ýkjur — og rétt er að geía þess einnig, að eg er aðeins meðalmaður á hæð. Eg ber upp á dyrnar sem eru fyrir gangendanum og að andartaki íiðnu eru ‘þær opnaðar og núkilfenglegt andlit listamanUsins birtist í gættinni. Og svo er eg kom- inn inn í leyndardóm þcssa gamla húss, sem geynúr list myndhöggvarans þekkta. Eg hið um leyfi til að tala við hann f^ein orð úm lisf hans og skoðanir á mönnum og málefnum. Þessari bcn Bernska. Hann er fæddur í Kaup- mannahöfn þ. 17 júlí árið 1898. Faðir hans var kaup- maður j>ar í borginni. Edwin hafði tæpast fengið vald á hönd sinni er hann byrjaði að teikna myndir og móta fyrirbæri lífsins í leir. Nám hans í myndhöggvaralistinni var ekki veigamikið, en list- eðlið, sem hann hafði fengið í vöggugjöf hætti honum það upp, sem á vantaði til þess að hann gæti orðið stór- fenglegur listamaður. Hann var skamma hríð á Konung- lega Akademiunu í Kaup- mannhöfn og lærði J>ar undirstöðuatriðin í mynd- höggvaralistimú. Hann var aðeins 17 ára þegar hann hætti þessu námi og hóf lífs- starf sitt af kappi. Það var strax ljóst, að hér var á ferð maður, sem hafði meira til brunns að bera í list sinni, en meðalmennskuna eina. Afkastamikill Iistamaður. Og árin liðu. Nafn Edwins var orðið frægt nafn í Dan- mörku og víöar. Hann gekk ótrauður- listabrautina og afköstin voru mikil, enda er* nú svo komið að hann hefir enga tölu á j>ví, hve margar myndir hann hefir búið til. Hann segist gera ráð fyrir að stórar höggmyndir eftir sig séu um 15 lalsins, en þorir ekki að fullyrða það fyrir vízt. Ögrynnin öl! hefir hann gert af veggskjöldum og minni höggmyndum. . Meðal þeirra eru myndir af íslenzk- um mönnum t. d. Hannesi Hafstein, Jónasi Hallgríms- syni og nú á næstunnl ætlar hann að gera mynd af Bjarna Thorarensen. Eina mynd hef- ir hann gert, sem valdið hefir meiri blaðadeilum, en nokk- ur önnur riiynd í Danmörku. Er það þöggmyndin „Drcng- ur með fugla“, sem mynd birtist af hérna í blaðinu. Hún stendur nú við österbro í Kaupmannahöfn. Þessi mynd kom af stað hinni mestu rimmu milli mynd- höggvara í Danmörku og dýraverndunarfélagsins þar. Þótti dýraverndunarfélaginu sem hér væri hafin áróður gegn starfssemi sinni með uppsetning þessárar myndar og var það sérstaklega ein kunn forvígiskona félagsins sem hafði horn i síðu henn- ar. Að sjálfsögðu var þetta hégómamál hjá dýravemd- unarfélaginu, sem engan hljómgrunn fékk hjá danskri alþýðu, því myndin er álitin eitt bezta listaverk Edwins, og listgagnrymandinn Arne Bang segir um hana: „Hún gæti verið tákn Jesúsbarns- ins sem bjargaði leirfuglun- um sínum í sögukorninu hennar Selmu Lagerlöf . . . . “ Island og íslenzka þjóðin. Og svo spyr eg hvernig lionum geðjist að -landi og jijóð konu sinnar. Honum finnst j>að mikilfenglegt og hann saknar ekki skóganna — honum finnst j>að enn .til- komumeira og hrikalegra vegna ]>ess að hér eru að- eins fáir og lágvaxnir skóg- ar. Og hvað um Islending- anna? Jú, þeir eru ágætir, hann segist hafa kynnst mörgum íslendingum um æfina, hæði hér og úti í Dan- mörku, en á hinu dansk- íslenzka heimili lians þar, voru þeir alla tíð auðfúsu- gestir. íslenzkir myndhöggvarar. Edwin verður tíðrætt um íslenzku listamennina. Hann segir að visu séu þeir mis- jafnir, en margir þeirra séu líka ágætir. Hann hefir haft persónuleg kynni af Ásmundi Sveinssyni myridhöggvara og telur hann vera afbragðs listamann. Eru j>eir Ásmund- ur beztu vinir og hafa dvalið ’saman bæði í Kaupmanna- hön og Paris. Einnig telur hann Nínu Sæmundsson, sem er persónulegur kunningi hans vera ágæta listamann- eskju. Það sem hann segir sér j>yki leiðinlegast við veru sína hér ennþá, er það, að honum hefir ekki gefizt kost- ur á að sjá safn Einars Jóns- sonar, myndhöggvara. Hann segist þekkja Einar lítilshátt- ar, en vegna þess að Edwin er að eðlisfari feiminn, segist hann ekki hafa fengið sig til að fara til hans og fá að sjá safnið, fyrr en það verður opnað aftur fyrir almenning. Eg segi Edwin að hann skuli ekki veigra sér neitt við að heimsækja Einar, hann muni áreiðanlega ekki vísa honum út þó safnið sé ekki o]úð fyr- ir almenning — og Edwin felst á að slá af óframfærni sinni. Islenzkir málarar. Eg álít Jón Þorleifsson mjög góðan málara, Þorvald- u r Skúlason er mjög sér- kennilegur og hið sama er að Aage Nielsen Edwin: Etude. segja um Jón Engilberts, segir Edwin, J>egar eg spyr hann um skoðun lians á is- lenzkri málaralist. Og Kjar- val er eitthvað svo rannnis- lenzkur og® j>jóðlegur, að maður fyllist ósjálfrátt lotn- ingu fyrir myndum lians — mér finnst hann lýsa íslandi langbezt, og ekki má eg Aage Nielsen Edwin: Dreng- ur með fugla. gleyma Jóni Stefánssyni, sem er í fremsta flokki málara. Eg undrast eitt sérstaklega, lieldur Edwin áfram, en það er, hve j>essi fámenna þjóð á marga góða listamenn og duglega. íslenzka j>jóðin má sannarlega vera hrevkin af listamönnum sínum. Dugleg- asli íslenzki listamaðurinn, sem eg hefi kynnzt er mynd- höggvarinn Sigurjón Ólafs- son, en hann lútti eg oft úti í Iíöfn. Hann er hlátt áfram yfirnáttúrlega afkastamikill maður. Reykjavík. Eitt er það, sem Edwin fannst sérstaklega athvglis- vert við ísland, en j>að er hve framfarir liérna eru mikl- ar og örar. Þess vegna finnst mér landið meira aðlaðandi og sérkennilegt, segir liann. Eg hafði oft áður en eg kom hingað heyrt talað um bárujárns- klæddu húsin i Reykjavík og' mér var sagt, að þau væru til mikillar óprýði fyrir bæ- inn. Eg er persónulega á allt öðru máli. Mér finnst bærinn fallegur — segi fallegur, ein- mitt fyrir það, að andstæð- urnar eru svo skemmtilegar — Bárujárnsklædd liús og nýtízku steinbyggingar. Og til j>ess að gera bæinn enn skemmitlegri er blóma- og trjáskrúðið í húsagörðunum, sem stingur algerlega í stúf við hrjóstrugt fjalllendið umhverfis liann. Söfnin í Reykjavík. En svo eg fari nú út i aðra sálma, heldur Edwin áfram, j>á má eg lil með að finna að safnabyggingunum hérna. Þær eru allt of þröngar. Sér- staklega eru þessi þrengsli tilfinnanleg hjá forngripa- safninu. Á Folkemuseum i Framh, á 3, síðu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.