Vísir - 24.08.1946, Blaðsíða 4

Vísir - 24.08.1946, Blaðsíða 4
'A VISIR Laugardaginn 24. ágúst 1946 VISIR DAGBLAÐ Utgefandi: BLAÐAUTGAFAN VlSIR H/P Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálsson. Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. Símar 1660 (fimm línur). Verð kr. 5,00 á mánuði. Lausasala 40 aurar. Félagsprentsmiðjan h.f. Stefna og sfefnuleysi. fljósialistaflokkurinn hefur aldrei farið ^1** dult með stefnu sína í verzlunarmál- um ....", segir Þjóðviljinn í gær. Þetta eru svo sem engar fréttir. Kommúnistar þurfa ekki að taka það sérlega fram í blaði sínu, ;:ð ])eir vilji frjálsa verzlun feiga og einokun á öllum sviðum í staðinh, því alþjóð er þessi ;stefna þeirra löngu kunn. Kommúnistar benda á að flytja eigi inn vörur samkvæmt áæthm og miða innflutninginn við þarfir landsmanna. Á pappírnum lítur stefna þeirra i verzlunarmálum þannig út, en reyndin er önnur. Kommúnistar um allan heim eru kunnir að því að reyna að fela ásetning sinn bak við alls kyns friðindaloforð og jafnréttis- hugsjónir. Þegar þeir svo undir fölsku yfir- skyni hafa náð valdaaðstöðu, kemur innri maðurinn skjótlega í ljós. Hagsmunir fjöld- ans eru virtir að vettugi, en nýja yfirstéttin markar sér sess á rústum lýðræðisskipulags- ins. Foringjar hennar og vikapiltar þeirra uppskera ríkulega laun sín fyrir þægðina við pabbann i austri. Islendingar hafa þegar fengið nasasjón af ])ví, sem verða skal, ef kommúnistar næðu völdum. Það er ekki langt síðan mennta- málaráðherra kommúnista sýndi landsmönn- um hvernig lýðræðisreglur eru framkvæmd- ar í embættaveitingum og ekki væri úr vegi að minna menn á, að einu sinni var til út- gerð, sem hét Falkurútgerð — og siðast en <4<ki sízt má benda gleymnum mönnum á, að til er kaupfélag á Siglufirði. ökla- ©§ loft hitar annsóknu ^yfísindamenh eru þeirrar skoðunar, að loft- ¦ ¦ hitinn við Island sé í seinni tíð orðinn miklu meiri, en hann heí'ur verið að undan- förnu. Frægur sænskur prófessor í landa- i'ræði og jöklarannsóknum við háskólann í Stokkhólmi, hefur dvalið hér undanfarna <Iaga. Er það prófessor Ahlman, en eins og kunnugt er fór hann leiðangur í rannsóknar- skyni til Vatnajökuls árið 193(5. Prófessor Ahlman er þeirrar skoðunar, að vegna legu sinnar muni ísland verða framtíðarmiðstöð jökla- og lofthitarannsókna. Hann scgir það vera staðreynd, að lofthitinn við landið sé álltaf að aukast, en enn þá sem komið er, hefur vísindamönnum ekki auðnast að skýra af hverju þessar breytingar stafa. Þetta fyrir- bæri er þeim töluvert umhugsunarefni, eins og nærri má geta. Mun vera í ráði að gera út .alþjóðaleiðangur til Islands, eins fljótt og tök verða á, og verður verkefni vísindamannanna, sem þátt taka í þessum vænlanlega leiðangri, að komast fyrir orsakir lofthitabreytinganna. Einnig er það vízt, að jöklarnir hér á landi fara minnkandi og er ekki ósennilegt, að það standi í beinu sambandi við hitabreytingarn- ai'. Hvað sem öllum ágizkunum líður, þá er ])að mála sannast, að ekki verður úr því skor- ið hvað valdi þessum breytingum, fyrr en vísindamenn hafa fengið tækifæri til rann- sókna hér. Islendingar fagna því, ef gerður verður út leiðangur vísindamanna frá sem flestum þjóðum í þessu skyni, þyí enn er landið okkar lítt kannað á mörgum sviðum, jen nauðsyn á slíku er hvcrjum manni auðsæ. Álög á hringleikahúsinu. Framh. af 2. síðu. en þeir höfðu hlaupizt að heiman með því árið áður. Sum árin höfðu óhöppin látið bíða nokkuð eftir sér, en þau byrjuðu óvenjulega snemma árið 1940. Þann 6. apríl komu enn fyrir óhöpp, sem urðu þess valdandi, að menn fóru cnn að reikna með hinum þreföldu álögum aftur. Fyrsta óhappið var, að Doutzchka, sjaklgæfur og vel taminn snjóhlébarði frá Sí- beríu, rakst á æfingu óvart á Indo, grimman indverskan hlébarða. Indo gerði sér lítið fyrir og drap Doutchka. Skömmu síðar, meðan Indo var enn í æstu skapi ef tir bar- dagan, brauzt hann út úr búri sínu og klóraði tanm- ingamann sinn í framan. Klukkustundu síðar átti stúlkan Ortanis Christiani að sökkva tuttugu fct niður í stól, scm var ofan á staur, en stökk framhjá stólnum. Bróðir hennar reyndi að grípa hana, en sú viðleitni varð aðeins til þess, að pilt- urinn l'éll í öngvit og í'ékk heilahristing. Nú voru þrjú óhöpp búin að koma fyrir og þá var allt í lagi það sem eftir var þess dags. En næsta dag lenti hring- leikahúsið í brösum við vcrkalýðsfélögin, svo að þau reyndu að koma í vcg f'yrir að hægt væri að halda sýn- ingu. Cr þeim vanda var leyst, cn l'áeinum vikum síð- ar var bringlcikahúsinu bannað að halda sýningar í borginni Massillon í Obio. Þcgar komið var næst lil Tcxas, spruttu dcilur út af skemmtiskatti til ríkisins og þegar hringleikaliúsið var statt í borginni Venlura í Kaliforniu kom upp cldur í nokkrum hluta ])css, svo að sjö tígrisdýr, þrir úlfaldar og tveir filar brunnu til bana-. Næsta ár — árið 1941 — byrjuðu óhöppin enn fyrr og var það hið fyrsta, að lestir hringleikahússins voru um 10 tíma á eftir áætlun frá Flör- ida til New York. Nokkrum dögum síðar kom kona auð- kýfings cins til þess að hcilsa upp á gorillaapa — Gargan- tua •—, sem konan hafði al- ið upp, en selt síðar. Garg- anlua var í versta skapi, cins og vcnjulega og reif fötin utan af fóslru sinni. Þcgar komið var fram í nóvcmber dóu ellefu fílar úr arsenik- eitrun og er það enn hidin ráðgáta, hvernig citrið hefir komizt í fílana. Meðan fílarn- ir voru í andarslitrunum, komu enn tvö óhöpp l'yrir: Tvcir fílanna, sem ekki hafði orðið neitt mcint, lcntu í bar- daga o'g cflirlitsmaður þeirra slasaðist, er hann reyndi að skilja þá. Hitt óhappið var járnbrautarslys, sem tveir starfsmenn hringleikahússins slösuðust í. Öhöppin eltu hringlcika- húsið árið 1942. Sncmma á leikárinu meiddust l'jórar stúíkur á cinum mánuði og í nóvembcr kom upp cldur í dýratjaldinu og varð hann 39 dýrum að bana. Þau voru virt á 200,000 dollara, cn voru óvátryggð. Vcturinn 1842—3 kom upp hörð dcila í Ringlings-fjöl- skyldunni. North varð undir og hann varð utanvellubcs- •evi. Hai'ði hann cinhvcrn tím- ann sagt, að hann hefði eng- an áhuga fyrir liringlcika- húsum. Hafði bann unnið í banka og verið söngvari þar fyrir utan. Það er brosleg til- viljun, að hann hefir þótt heztur sem fíflið Tonio í 1 Pagliacci. Nú lofaði hann hót og bctr- un, kvaðst vera mjög áhuga- samur, losaði sig við bláa sagið og sitthvað fleira, sem frændi hans hafði fundið upp á. En það nægði ekki, hann var enn utanveltubcscvi í augum bjátrúarfullra trúða og ekki bætti úr skák, að hann skildi meiðast sama daginn, scm bann tók við f ramkvæmdarst j óras törf um. Hjátrúin minnkaði ckki, þótt aðsóknin væri mciri en nokkuru sinni árið 1943, enda hcldu ónpþpin áí'rahi og citl þcirra var þ'að, að 100 manns veiktust af matvæía- éitrun, þcgar síóð á sýningu í Washington. Og trúin á þrcföldu álögunum fckk byr undir báða vængi áiið 1944. Þá tapaði hringlcikabúsið máli út af skattgreiðslu aí' apanum Toto, nokkru síðar slasaðist stúlka, cr hún fcll al' rólu í háalofti og loks brann stærsla sýningartjald- ið með þeim aflciðingum, að 170 manns fórust, auk fjölda sýningardýra. Eru einhver álög á hring- leikahúsinu? Sumir segja já og innan um þá eru mcira að scgja skynsamir raunsæis- menn. Aðrir scgja, að þetta sé alll vitleysa, hringleika- húsið haí'i aðeins færzt of mikið í fang með of litlum og óvönum mannafla. Eitt cr þó víst, að valsinn, scm hljómsvcitin var að Icika, þcgar bnuhínn mikli varð, vcrður aldrei leikinn aftur. Hljómsveitarstjórinn einn man náfn hans og hann er búinn að rífa nóturnar. Trúðar og staii'slið hring- leikahúsanna eru cinnig hja- trúarfull að þcssu lcyti. Golflcikur var bannaður í Skotlandi 1191 yegria þcss, að í'ólk þóttí svo fílrið i hann, að það vanrækti að halda við skotfiini sinni, sem þá ])ótli nauðsynleg. Viðtalstími Viðskiptaráðs. Það eru margir, sem þurfa að ná tali af þeim mönnum sem eru í Viðskiptaráði og eru meðlimir þess oftast svo uppteknir, að bezt er, að því er mér hefir verið tjáð, að panta við- tal fyrir fram, ef möguleiki á að vera á því að ná tali af þeim. Kaupmenn utan a landi kvarta einnig undan því, að erfitt sé að ná tali af þeim í flýti og hafi oft eltingarleikurinn við ráðið tafið þá um marga daga í hænum. Kaupmaður nokkur utan af landi stakk upp á því, að Við- skiptaráð hefði sérstaka daga til þess að afgreiða kaupmenn þá er búsettir væru með atvinnu- rekstur sinn utan bæjarins. Sagði hann að það væri miklu handhægara ef t. d. tveir ákveðnir dagar í viku væru ákveðnir fyrir utanbæjar- kaupmenn, sem þá gætu hagað ferðum sínum eftir því. Segðu mér söguna aítur. Bergmáli hefir borizt bréf frá lesanda ein- um, sem ræðir nokkuð frjálsræðið í austri og verðijr það birt hér á eftir: „Þjóðviljinn þreyt- ist aldrei á því að lofa og prísa kærleiks- heimilið þarna austur frá, föðurland kommúnist- anna. Hann gleymir ekki frelsi verkamannanna, hinu eina rétta austræna lýðræði, né stjórnar- skránni frægu. Að ógleymdri friðarást aust- rænu vinanna. Óbilgjarna tjaldið. Svo er Þjóðviljinn alltaf að bisa við járn- tjaldið, sem hann segir reyndar að sé ekki til* En það skiptir'ekki máli. Ólukkans tjaldið ev alltaf fyrir honum og þokast ekki um fet. Jafn- vel þó sjálfur dómprófasturinn af Kantaraborg kæmi til, sjálfur blessaður giiðsmaðurinn, þá myndi það lítt stoða, það þokast ekki að heldur. Er nokkuð hinu megin? En svo eru það sjómennirnir. Þeim er erfitt að vísa á bug, því þeir hafa augun alls staðar og eru skolli áleitnir. Norsku sjómennirnir sigla til Archangelsk til þess að sækja timburfarma. I Við ferminguna vinnur aðeins kvenfólk á aldr- inum 16 til 70 ára. Þó þykir timburútskipun og lestun engin létta vinna. Þetta , segja norsku sjómennirnir og þeim rennur til rifja cymd og þrælkun fólksins. Sjómennirnir eru þó ýmsu misjöfnu vanir. Hvar er karlmaðurinn? Karlmenn sjást þar engir. Þeir eru allir í hernum og við stríðsframleiðsluna og stríðs- undirbúning hjá þessari friðelskandi þjóð sem ekki girnist neitt frá neinum, en hefir þó í ógáti gleypt ellefu þjóðlönd, að ekki sé nefnd hin ógæfusama þýzka þjóð, sem er að veslast upp vegna hinna ástríku armlaga í austri. Það eru margar skrítnar sögur, sem norsku sjómennirn- ir segja er þeir koma heim aftur frá ferðalagi til himnaríkisins í austri. Hættulegt athugunarleysi. Eg hefi tekið eftir því oft og nú síðast í gær, er Slökkviliðið var kallað út til þess að slökkva eld, að bifreiðarstjórar hér í bæ eru ennþá ekki komnir. upp á þá sjálfsögðu reglu að stöðva bifreiðar sínar, er bifreiðar Slökkviliðs- ins fara um. Það hefir vcrið minnzt á þetta áður og lögreglunni ber einnig skylda til þess að benda þcim bifreiðarstjóum á þetta, sem ekki athuga að nema staðar í tíma. Slökkvilið, sjúkra- bifreiðar og lögregla eiga að hafa sérréttindi á því sviði, að aka með meiri hraða en annars er leyfður og getur því slys orðið af, ef regl- unni ei^ ekki framfylgt. Erlendis þykir þetta sjálí'sögð regla og vogar sér enginn að brjóta gegn henni. Um gangandi fólk gildir sama reglan að er heyrist í sirenu bifreiða þessara, á það að gæta vandlega að sér og fara ekki yfir götu nema tryggt sé, að bifreiðarnar séu hvergi í nálægð.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.