Vísir - 29.08.1946, Blaðsíða 2

Vísir - 29.08.1946, Blaðsíða 2
V I S I R Fimmtudaginn 29. ágúst 1946 ^JJeriteinn f^álióon: Æiifiiw ciiir a apumbera einuwn, f-'I I i. ov tiíÓ Þegar bændur hafa Eokið upp- skerunni, Eeifa horgarhúar að síðusfu oxunum. Varla líður svo dagur, að ekki sé í fréttum minnzt á matvælaskortinn í Evrópu og heiminum yfirleitt. Það var því engin furða, þótt við blaðamennirnir, sem fórum til meginlandsins, reyndum eftir mætti að forvitnast um þetta efni. Fyrsti næturstaður okkar i Þýzkalandi var Lúbeek og þar heimsóttum við Arna Siemsen, sem er fulltrúi RKI þar í borg. Hafa margir ís- lendingar komið á lieimili lians á árunum og ávallt ver- ið vel tekið — ekki sízt þegar þeir hafa átt í vandræðum vegna striðshörmunganna. Eg spurði Árna, hversu mikinn matarskammt hver einstaklingur í fjölskyldu Iians fengi. Hann sagði mér það: Fólk fær 1170 hitaein- ingar, sem fást m. a. í 1750 gr. af brauði og 50 gr. af feiti vikulega, en auk þess fær Jiver einstaklingur 450 gr. af kjöti á fjórum vikum og 900 gr. af fiski á sama tímabili. „En,“ bætir Árni svo við, „það getur enginn haldið kröftum með þessum litla skammti einum. Við fáum auðvitað grænmeti, en menn vera að afla sér meiri mat- væla, til þess að svelta ekki.“ Þetta heyrðum við hjá fleirum, sem við töluðum við. Þeir, sem hafa peninga, kaupa sér aukaskannnt við ofur- verði á svarta marlcaðinum. Þeir, sem hafa enga peninga, til að kaupa sér aukaskammt, reyna að stela handa sér og sínum eða þeir svelta. í matarleit. í Lúbeck hafði mörgum opnum svæðum verið hreytt í matjurtagarða og sama var sagan i mörgum öðrum borgum, sem við kom- um til. Enda er það svo, að eftir þvi sem borg er stærri, verður erfiðara að afla mat- fanga. 1 smáborgum og þorp- um eru erfiðleikarnir ekki eins ægilegir og í stórborgun- um. En fyrir utan liverja borg og bæ mátti sjá fjölda manns í matarleit. Þegar vinnutíma er lokið streymir fólkið út til bænda- býlanna fyrir utan borgirnar með allskonar ílát undir mat þann, sem það ætlar sér að ná í. Sumir fara fótgangandi óraleiðír, aðrir eru svo heppnir að eiga reiðhjól og aðstaða þeirra er betri. Börn og gamalmenni. Það eru gamalmenni og börn, sem standa höllum fæti í þessari samkeppni um mol- ana, sem falla af borðum bændanna, ef svo má að orði kveða. Gamla fólkið er oft farið af kröftum, getur ekki lagt á sig langar ferðir til að ná sér í aukaskammt og það já sjaldnast peninga, til að ^kaupa fyrir þótt það komist út fyrir borgirnar. Deyi ein- 'hverjir úr hungri (og fólk er þegar farið að horfalla í Ham- borg og a. 1. i fleiri borg- um), þá verður það gamla 1 fólkið, sem fyrst fellur. Foreldrar þeirra barna, sem ekki er hægt að sleppa hendinni af, slanda einnig illa að vígi. Móðirin getur ekki farið frá börnunum eða haft þau með sér í matarleit. Maðui inn verður að vinna og hefir sjaldnast svo mikið fé undir höndum, að hann geti satt litlu angana. Foreldrarn- ir miðla þeim auðvitað fyrst og fremst, en það nægir oft ekki til að seðja þá. Leitað út á akrana. Bændur tilkvnna jafnan yfirvöldum sínum, þegar þeir hafa lokið uppskerunni og er þá látið boð út ganga um það til næstu borgar, að nú megi borgarbúar fara að „hreinsa“ akurinn. Þeir fara þá út á akrana í hundraðatali og bogra við að safna þeim fáu öxum, sem eftir hafa orðið. Það þarf mikla neyð og bjarg- arskort til þess að fólk leggi þetta erfiði á sig, en það get- ur ráðið úrslitum um það, livort fólk getur haldið lífi eða ekki. Rétt fyrir utan Göttingen, sem er sunnarlega á hernáms- svæði Breta, sáum við ung hjón vera að safna öxum á þenna hátt. Tvö börn sín, 3ja og eins árs, böfðu þau skilið eftir við vegarbrúnina, með- an þau voru sjálf að safna þessum litla matarforða, sem hægt er að fá ókeypis og þó á löglegan bátt. „Þau eru aldrei mett.“ Þegar við vorum aftur á norðurleið, fórum við i venjulegri þýzkri lest frá Frankfúrt til Hamm, skipti- stöðvarinnar frægu, sem svo oft var ráðizt á. Sú för er efni i langa grein, en eins atriðis má geta í þessu sam- bandi. I klefanum hjá okkur Islendingunum var fullorð- inn maður, sem átti þrjú börn, það eízta 13 ára, hið yngsta 5 ára. Hann sagði við okkur, að þau væru aldrei mett og vafalaust geta fleiri sagt hið sama um sín börn. „Röðin er komin að okkur“. Þegar við vorum komnir aftur til Hamborgar á riorð- urleið, gaf eg mig einu sinni á tal við brezkan blaðamann, sem bjó í „Press Camp“ þar i borginni og við fórum m. a. að tala um matvælaástandið. Brezki blaðamaðurinn sagði: „Það er alveg rétt, að Þjóð- verjar hafa lítið að borða, en hafið þér nokkuru sinni hitt Þjóðverja, sem kannast við það, að nú fái þýzka þjóðin aðeins að kynnast því, sem tugir milljóna hafa áður orð- ið að þola af hennar völdum. Eg hefi aldrei talað við Þjóð- verja, sem kannaðist við þetta fyrr en honum hafði verið sýnt fram á það með ó- yggjandi tölum. Þegar eg hafði lengi talað um þetta við gamlan Þjóðverja, sagði hann loksins: „Já, nú er röðin komin að okkur!“ En það má telja þá á fingrum sér, sem kannast við þetta fyrr en tilneyddir.“ Flcltamenn. Þau héruð Þýzkalands, sem næst liggja Danmörku, hafa sloppið bezt úr hörmungum stríðsins, en af þvi liefir aftur leitt, að þangað liefir flótta- mannastraumurinn verið hvað mestur. Þar eru nú um 3 milljónir manna eða um helmingi fleiri en fyrir stríð. I Lúbeck einni eru til dæmis 300,000 manns, en voru fyrir stríð 160,000. Minni rækt. En þetta er ekki eina or- sökin fyrir því, hvernig kom- ið er. Það ræður einnig miklu, að eftir að Þjóðverjar höfðu lagt undir sig mikil akur- jnkjulönd, fóru þeir að slá slöku við ræktina heima fyr- ir, sem þeir höfu aukið á fyrstu valdaárum nazista. Bjartsýni þeirra um stríðs- lokin varð til þess, að það land minnkaði jafnt og þétt, sem þeir höfðu undir ræktun. Á brezka svæðinu minnk- aði það land, sem brauðkorn var ræktað á, um 800,000 ekrur. Það kom ekki að sök, þegar nóg var að hafa í und- irokuðu löndunum, en nú bítnar það á Þjóðverjum með enn meiri og ægilegri þunga. Þess má líka geta, að síðan 1939 hfefir kartöfluræktin minnkað um 3 milljóriir smá- lesa árlega og Þjóðverjar eru miklar kgrtöfluætur. Næsti vetur. ' Veturinn sem léið ■ voru enn í Þýzkalátídi talsvefðar slenzkir stúdentar, við háskólann Kaliforniu, standa sig mjög vel. Frú Sigríður Benónýs komin tii Islands, eítir 22 ára íjarveru. rú Sigríður Benónýs, sem hefir dvalið samfleytt í 22 ár í Ameríku, er ný- komin hingað til lands. Vísir hafði tal af frúnm og bað hana að segja lesend- um blaðsins einhverjar fréttir að vestan. Varð frúin við þessari beiðni blaðsins og hér fer á efíir stutt viðtal við hana. —- Eg fór héðan í septem- ber árið 1924 og settist fyrst að í Seattle. Dvaldi eg þar i 9 ár, en fór síðan til Berkely í Kaliforniu og þar hefi eg haft aðsetur síðan. — Hvaða atvinnu stundið þér? — Eg hefi verið forstöðu- kona saumastofunnar, sem stendur í sambandi við verzl- anir Roos Bros í Berkely, en það er ein stærsta sauma- stofan þar. — Hvað segið þér um stúd- entana og háskólann þarna? — Háskóli Kaliforniu er í Berkley. Á síðustu árum hafa numið þar margir íslenzkir stúdentar og allir gelið sér góðan orðstí. Flestir hafa þeir verið 30 í einu við þenn- an liáskóla. Mér var það sér- stakt fagnaðarefni, þegar fyrstu stúdentarnir komu til Berkely. Mér fannst eins og hluti af föðurlandi mínu, ís- landi, hefði verið fluttur þangað. Þarna hafði eg dval- ið í nærri tíu ár og sára sjald- an bitt íslenzka menn eða konur. Eftir komu stúdent- anna breyttist þetta skjót- lega. í Berkely fór að mynd- ast stórt íslenzkt „heimili“. Stúdentarnir mynduðu með sér félagsskap og veittu mér þá virðingu að gera mig að heiðursmeðlim í lionum. — Hverjir voru fyrstu stúdentarnir, sem komu þangað ? birgðir matvæla, sem voru frá öðrum þjóðum Fyr- ir bragðið var ekki þörf á að fara niður i algeran hungur- skammt. En á vetri komanda mun skammturinn verða rninni en nokkuru sinni og margir gera ráð fyrir, að þýzkur almenningur verði að draga fram lífið á fangabúða- skammti, en hann er 800 hitaeiningar. Hvort scm svo langt verður að gariga eða ekki, þá er það vist, að mat- vælaskorturinn verður aldrei verri en á næsta vetri og i kjölfar hans munu að líkind- um fara drepsóttir og óeirðir, sem muriu gera bandámönn- um mjög óhægt um vik viÁ éndurreisn landsins. — Það voru þeir Haraldur Kröeger og Jóhannes IJann- esson frá Akureyri. — Sagt er að stúderitarnir séu heimagangar hjá yður ? —- Það er nú kannske of mikið sagt, en á stórhátíðum, eins og páskum og jólum hafa þeir alltaf komið heim til mín og þar höfum við lialdið íslenzk jól. íslending- ar eru alltaf velkomnir inn á mitt heimili og eg hefi haft sérstaka ánægju af að geta tekið á móti þeim. Eg bý rétt í grennd við liáskólann, og þess vegna liefir mér gefizt betra tækifæri til að kynnast stúdentunum. — Finnst yður ekki skemmtilegt að vera komin heim aftur eftir svona langa fjarveru? — Jú, vissulega finnst mér það. Og eg vildi lielzt ekki þurfa að fara héðan aftur. Eg ætla að setjast hér að, ef nokkur kostur er fyrir mig, að fá liúsnæði. Að minnsta kosti ætla eg að dvelja hér fram yfir jól og sjá svo hvað setur. — Finnst yður ekki bærinn breyttur siðan þér fóruð héð- an? — Jú, vissulega er hann mikið breyttur. Fyrst fannst mér eins og eg kannaðist vart við mig; en þegar eg var búin að vera hér í nokkra daga, þá hafði eg það ein- hvern veginn á tilfinningunni að eg hefði dvalið hér alla tið, en ekki yfir 20 ár langt fjarri föðurlandi mínu. — Þér eigið tvö börn? — Já, þau eru nú bæði uppkomin og gift. Eru þau búsett í Berkely og liafa það ágætt. Sonur minn er tré- smiður. Er liann kvæntur amerískri konu og ciga þau tvö börn. Yngra barnið fædd- ist daginn áður en eg lagði af stað til íslands, svo eg fékk lækifæri til að sjá það. Dóttir mín er gift ainerískum vél- fræðingi. — Hvernig eru íslenzkir stúdentar kynntir í Berkely ? — Þeir eru mjög vel kynnt- ir og liafa hlotið mikið lof fyrir framúrskarandi náms- hæfileika og dugnað. Það eru alls ekki ýkjur, að ís- lenzku stúdentarnir standa sig mjög vel. Sumir þeirra hafa hlotið verðlaun eða aðra « viðurkenningu fyrir nám sitt. Tveir íslenzkir stúdentar starfa nú sem kennarar við háskólann í Berkely, jafn- franit þyí sem þeir leggja stumká nám sitt. Eru það þeir Bjarjii Jónsson og Jó- bannes Hannesson. Jón Löve 1 Fríi. é 4, afðu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.