Vísir - 29.08.1946, Blaðsíða 7

Vísir - 29.08.1946, Blaðsíða 7
V I S I R 7 Fimmtudaginn 29. ágúst 1946 JcMph HergeAkeiwr > Villt n ulaldin l íil 6 Við æ skærari tunglsbirtu — land og sær var iklætt glitskikkju, allt varð enn dularfyllra en það áður var, seiðmagn þess var enn mcira en hin kvöldin. Hið sama eirðarleysi og.áður greip hann — sama sterka þráin að fara á land, og hann gat ekki bægt þessuin áhrifum frá. Hann sá andlit Millie Stope fyrir augum sér. Það minnti liann á blaktandi krónu skrautjurtar — gardenia — í hinu mikla gróðurs og ilmsins ríki þarna á ströndinni. Hann spyrnti í móti broddunum lengur en áður, en um það er lauk hælti hann því. Hann settist í kænuna og réri til strandar. Ilann fór inn i skorninginn, þar sem gulald- inin uxu, mjög hægt, en er hann kom að húsinu kom Millie Stope á móti honum og ln-aðaði sér að bjóða hann velkominn. „Það gleður mig, að þér komuð aftur,“ sagði hún blátt áfram. „Nicliolas er kominn aftur. Fiskurinn vóg —“ „Það er víst hezt, að eg fái enga vitneskju um þyngd hans,“ gi'eip hann fram i fyrir hénni. „Það kynni að vera, að eg freistaðist til þess, að minnast á þetta á komandi timum, og þá yrði kannske litið á þetta sem venjulega lyga- sögu veiðimanns.“ „En þetta var furðulegt,“ sagði hún. „Við skulum ganga til sjávar í tuglskininu. Víðátta hafsins heillar mig — mér finnst eins og það eigi sér engin takmörk.“ Hann gekk með henni götuslóðann i áttina til bryggjunnar eða þess sem eftir var af lienni, en bryggjan tejrgðist út í sjóinn eins og íbenholt- svartur armur, og að því er virlist eins traust- ur, en tunglið varpaði geisla á bryggjuna; það var eins og strik dregið með krít á svartan flöt . — Millie Stope fann sér sæti á brvggjunni, og Woolfolk settist skammt frá lienni. Hún hallaði sér fram —- studdi olnboga sínum á kné sér og lét hökuna hvíla í lófa sér. Hann virti hana fyrir sér, liugsaði um liana — hversu ein- kennilega mundi vera ástalt fyrir henni. Hún horfði skyndilega í kringum sig og kom honum á óvart með þvi að víkja að því, scm hann liafði verið að hugsa um: „Þér eruð að hugsa um mig — eg er yður ráðgáta. Kannske litið þér á mig sem aðalpers- ónu i skáldsögu, í einhverjum undraverðum leik lifsins. Gerið það ekki. Það er ekkert eins og yður hefir dottið í hug —“ Hún tók sér sömu stöðu og áður. Eftir að hún liafði hætt þannig skyndilega og komið sér fyrir á nýjan leik, þægilega, sagði liún: „Og samt er það nú svo, að eg hefi löngun til þess að tala uni sjálfa mig. Það er kannske öðruvísi en það ætti að vera. Þér eruð dálítið forvitinn um mig og liagi mína, en hafið að öðru leyti engan sérstakan áhuga fyrir mér. Við yður er eitthvað, sem minnir mig á, — já — líkan af hundi, sem stóð á grasfletinum okk- ar. Það ryðgaði smám saman og varð ónýtt, en var alltaf jafn kuldalegt og kærulaust, þótt eg talaði við það stundunum saman. En mér var dálítil huggun að horfa í máluðu augun þess. Kannske yrði þetta eitthvað svipað, ef eg færi að tala stundunum saman við yður.“ „Og svo,“ hélt hún áfrarn, þegar Woolfolk virtist ekkert ætla að segja í tilefni af því, sem hún hafði mælt, „farið þér á brott, þér munuð gleyma, og þetta gétur svo sem engu máli skipt. Eg verð að segja það, sém mér býr i brjósti, þar sem eg hefi knúið sjálfa mig til þess að lialda út á þessa braut. Hvað sem öllu líður hefðuð þér eldci þurft að koma al'tur. En hvar á eg að byrja. Þér ættuð að fá vitneskju um upphafið, eittlivað af því. Það gerðist i ríkinu Virginia......Faðir minn fór ekki i stríðið.....“ Hún sagði þetta snöggt, skýrt. Hún snéri sér að honum, og liann sá, að andlit hennar var nú ekki hlómkrónu líkt. Það var eins og höggvið i slein. „Hann átti heima í smábæ, þar sem hver maður var kunnur að hollustu. Og þegar Vir- ginia tók stefnu um fráskilnað voru allir sem eitt og vildu allt í sölurnar leggja. Föður minn hafði ávallt skort þrek og einurð. Ilann safnaði fornum menjum, — lilutum með áletrunum, sem Rauðskinnar höfðu notað, og hann forðað- ist að hafa nema sem allra minnst saman við aðra að sælda. Svo þegar farið var að safna mönum i herinn forðaðist liann enn meira en áður margmenni, Iionum var illa við fundi og margmenni, honum var illa við fundi og ræðu- höld, og hann varð eftir, þegar hinir fóru i stríðið. Hann dró sig algerlega i hlé með muni sína og skjöl. Hann bjó í borg kvenna. Þetta gekk þolanlega í byrjun, hann rabbaði stundum við þá fáu kaupmenn, sem eftir voru í borginni, og kinkaði kolli til eiginkvenna og dætra þcirra manna. sem liann þekkti. En þegar fregnir fóru að berast um, að menn úr bænum hefðu fallið, og þegar fyrslu líkin kornu, gerbreyttist þetta. Belle Sample, sem honum hafði ávallt fundizt óvanalega fögur og geðþekk, hæddist að lionum á götu i allra áheyrn. Og morgun nokkurn hafði einhver bundið svuntu á liurðarhúninn á úti- dyraliurðinni. Eftir þetta fór liann aldrei úl nema eftir að skvggja tók. Þjónar hans liöfðu yfirgefið hann. Hann bjó einn í stóru húsi. Stundum kom það fyrir, að kallað var til lians inn um gluggana, að einhver borgarbúa væri fallinn. Stundum var grjóti kastað inn um opna glugga. En vana- lega var hann látinn afskiptalaus. Hann var vanalega í sama herherginu. Um liðan hans þarf ekki að spyrja. Og svo fóru að berast fregn- ir um hrakfarir Suðurríkjanna.“ Hún þagnaði sem snöggvast, og þótt skugg- sýnt væri, gat Woolfolk séð að það var sem hrollur færi um hana. AKvðiMtiKvmm Manngildi. Illt er aS kanna eSlisrætur allt er vanans nagaö tönnum, en eitt er víst, að fjórir fætur færu betur sumum mönnum. Bjarni Gíslason eldri. ♦ Kennarinn: Hvað hafa Bandaríkin háS margar styrjaldir ? Siggi: Fimrn. Kénnarinn: Teldu þær upp fyrir mig. Siggi: Fyrsta, öflnur, þriðja, fjórSa, fimmta. ♦ Groggi: Eg er mjög bjartsýnn á framtíöina. Keli: Af hverju ertu þá svona alvarlegur? Groggi: Eg er ekki viss um aS það sé rétt aö vera svona bjartsýnn. ♦ Nú þarf eg ekki lengur að óttast aS flækingar og ílökkumenn komi til mín oftar, guöi sé lof, sagSi bóndi einn i Vesturheimi. Hann hafSi fest upp spjald við bústaS sinn og á því stóðu BaShús. j! i! Eftir Eugene Burns þumlungum lægri en karlmennirnir, eða tæp fimni fet. Þær eru, eins og karlmennirnir gul-brúnar á hörund, og glampaði á líkama þeirra í sólskininu, en þeir eru fínlega vaxnir. Einn bátanna var hærri á vatninu en hinir oí| maðurinn, sem stýrði honum var höfðingi. Hans fleyta var flotholt undan ónýttri japanskri sjóflug- vél, en ofan á það byggður pallur. Hann var í hvít- um stutt-buxum af sjóliða. Á eftir höfðingjanuni kom Peter Dale, lyfjasveinninn. Hann var maður hnellinn á velli og bláeygur. Kollvik hafði hanii mikil og mátti því ætla að hann væri hálf-þrítuguri Hann var þó aðeins rösklega tvitugur. Mér datt í hug það sem herlæknirínn hafði tæpt á um hárvöxt manna. Peter var skyrtulaus, og hann hafði klippt neðan af buxnaskálmunum fyrir ofan kné. 1 hand- legg hans hékk innfædd stúlka, eitthvað um sextáii ára. Þegar hann klöngraðist upp í flugbátinn, hékÚ hún í buxnaskálm háns og vildi halda aftur af hon- um. ; „Hvar er höfðingi þorpsins?“ spurði eg. „Eg eif hérna með merkjaljósker, sem eg ætla að gefa hon-j um, — og sápu handa konunni hans.“ Þetta vorii gjafir, sem yfirmaður minn hafði stungið upp á að eg hefði meðferðis. Peter vék sér að stúlkunni og sagði einbeitnis- lega: „Misiana, þú fara með manninum — stór, góð- ur maður — finna Móa höfðingja.“ Tárin komu fram í augun á stúlkunni af tilhugs- uninni um skilnað. Hún herti takið á buxnaskálm- inni. Lyfjasveinninn gerðist nú byrstur: „Misiana, þú fylgja manni Iiitta Móa höfðingja. Eg koma aftur, bráðum.“ Hún var á báðiím áttum. Tárin hrundu niður kinnarnar. Hann vck sér að mér: „Þær eru alveg eins og krakkar. Verri. Ef maður er byrstur við þær, grenja þær. Jæja þá, Misiana, — hættu að-skæla. Eg fer með þér.“ Mér fannst hann tala alltof hn-ssings- lega við þessa elskulegu stúlku. Þegar hann settist aftur í bátnum, flýtti Misiana sór að setjast líka og tárin urðu að tárperíum. Hún tók upp sína ár, en hún átti fullt í fangi með að hafa áratog við Peters, sem skeytti bræði sinni á árinni. Eg greip sjálfan mig í því, að stara á þessa stúlku. Hún var svo aðdáanlega fagurlega limuð og vaxin. öðru hverju gaf hún sér tíma til að líta um öxl og brosa til mín hamingjubrosi — því að eg ætlaði víst ekki að fara með sjóliðann hennar? Nefið á Misiönu var stutt, andlitið snoturt, stutt efrivörin lítið eitt framsett. Varirnar voru dökk- rauðar, hvítan í augunum skjannahvít og gætti meira vegna þess hve augnasteinarnir voru stórir og dökkir — gljáandi hnotbrúnir. Hörundið var á lit eins og terós. I hvert sinn er Misiana leit til mín, reyndi eg aÁ festa mér í minni eitthvað í viðbót um það, hvernig hún væri í hátt. En það var ekki fyrr en hún var komin liálfa leið til lands, að eg tók eftir því, að hár hennar var stuttklippt, — líklega fjögra þuml- unga langt. Þetta gerði Misiönu líka dreng. Og þá mundi eg líka eftir hvítum blettum á líkama hennar, allt frá barmi og niður á lendar. Eg fór að brjóta heilann um þessa bletti, — einhver sjúkdómur, ef til vill. Vissulega ekki hörundsflúr, því að þær voru allar bláar á þessu fólki. Lónið morandi af sundfólki. Þegar við nálguðumst ströndina, urðum við að fara gætilega, því að þar var urmull af sundfólki. Þarna voru smábörn, sem tæplega kunnu að ganga, en í sjónum byltu þau sér eins og silungar í tjörn. Misiana leit til mín og benti mér á svarthærða telpu, sem synti ástralskt „crawl“ og brunaði í hringum umhverfis karlmennina, sem kröbbuðu sig áfram á hundasundi. Nú yrti hún á mig í fyrsta slupti: „Læknir, hami kenna að synda“, — og leiti Peter aðdáunaraugum og hló um leið himin-glöð. „Þeir kalla mig lækni hérna,“ sagði Peter til skýr-i ingar. „Það er gaman að kenna þessum krökkum,

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.