Vísir - 30.08.1946, Síða 2

Vísir - 30.08.1946, Síða 2
2 > ’ ■ • V I S I R Föstudaginn 30. ágúst 1946 Fólk vill ekki vinna — það braskar á svarta markaðinum. I þýzkri borg, þar sem eru 140,000 flóttamenn, er ekki hægt að fá neinn mann í vinnu. Þetta er ótrúlegt, cn satt. Lúbeck, gamla Hansaborgin \ ið Eystrnsalt, cr dæmið, sem eg tek. Þar cru nú nm 300 þúsundir manna, en voru um 160 þús. í'yrir stríð. ()g þótt menn þurfi að láta vinna eitt- iivað fyrir sig og geli greitt venjulegt kaup fyrir það, þá er ekki hægt að fá neinn í vinnu. Nóttina, sem við blaða- mennirnir dvöldumst í Lú- beck, bjuggum við í gistilrús- inu Danziger Hof, sem er gegnt aðaljárnbrautarstöð borgarinnar. Morguninn þ. 01. júlí varð mér reikað útj á torgið fvrir framan gisti-i búsið. Eg vár með sígarettu milli varanna, og þegar eg Jienti stúfnum af henni frá mér, kom lítill snáði eins og örskot og birti liann. Rosk- inn maður gekk fram hjá mér um leið. Hann kinkaði lcolli í áttina til drengsins og ságði: „Sumir gera það að atvinnu sinni að .safna sígar- ettustúfum í grennd við bú- staði hermannanna." Skakkaföll. I’etta varð til þess, að eg i'ór að rabba við manninn. Heldur gekk samtalið stirð- iega af minni bálfu, en hann talaði hægt og skilmerkilega, til þess að eg færi einskis á mis. Eg byrjaði á því að spyrja hann, hvort hann liefði ekki orðið fyrir skakkaföllum á stríðsárunum. Hann brosti dauflega og sagði: „Mér finnst eg hafa orðið fyrir miklum áföllum, •en ef eg ber mig saman við suma kunningja mína og \ini, þá sé eg að eg liefi sloppið furðanlega. En það huggar mig samt ekki.“ Hvað liefur verið þung- bærast? „Elzti sonur minn af þrem- ur féll snemma í stríðinu. Hinir hafa barizt og særzt, en aldrci hættulega. önnur dóttir mín var lcngi hjúkr- unarkona, bin alltaf sjúkling- xir heima. Eg átti hér lítið hús með smáverzlun á neðstu hæðinni. Það varð fyrir sprengju í einni af fyrstu á- rásunum, svo að það var ekki hægt að búa í því, en með því að rvðja dálítið til. gat eg haldið verzluninni gangandi. Það er hægt að <lraga fram lífið á henni með sparsemi, en ekki meira.“ Fangi. — Er nú öll fjölskyldan liér i Lúbeck? „Nei-, é)-nei. Yngsti sonur- inn er fangi hjá Rússum. Þeir og Vesturveldin hafa ekki skipzt á föngum um skeið, og á meðan svo cr, fæ eg ekki að sjá hann. Eg veit frá félaga hans, sem skrifaði mér, að bann er fangi. Hinn vinnur við járnbrautirnar, þótt hann langi helzt til að lesa læknisfræði. Hann var núorðinn stúdent, J)cgar hann var kallaður i lierinn.“ Og dæturnar? „Þegar búsið l'ór, bauð bróðir minn, sem er bóndi rétt fyrir utan borgina, mér að 1'lytja.st beim til sín. Eg fór þangað með konuna og dótturina, sem er veik. Hin er nú líka komin þangað, vinnur ýmist i búðinni hjá mér eða á jörðinni hjá bróð- ur rninuni. Já, eg held að við getum eiginlega talizt hepp- in.“ Svarti markaðurinn. Við böfðum gengið spöl- korn, meðan við, töluðum þetta saman, og vorum komnir út á götu, þar sem fjöldi manns var á ferli. Hvað heí'ur allur (æssi flóttamannafjöldi hér í borg- inni fyrir stafhi? spyr eg. „Eg veit það ekki. en eg þykist vita, bvað margir þeirra aðhafast,“ svarar mað- urinn. „Þeir haí’a bara skil- ríki sín í lagi og svo lifa þeir á því að braska á svarta markaðinum. Þeir hafa ef til vill sambönd við einbverja aðra flóttamenn, sem komið hefir verið fyrir á bæjunum hér í kring, og þau sambönd eru dýrmæt, því að hver sá, sem hefir einhverja þá vöru, sem almenningur þarfnast, matvæli fyrst og fremst, get- ur sett upp næstum hvaða verð sem er. Þessi lýður“ — hann leggur áherzlu á orðið „hefir fvrst og fremst á- luiga fyrir því, að gera sem minnst af því, sem er að- kallandi.“ Og hvað er það? „Auka matvælaframleiðsl- una. Hver, sem selur eða kaupir á svarta markaðin- um, vinnur að því að draga úr því matvælamagni, sem hægt er að skipta milli allra. Það kemur honum sjálfum í koll um síðir. Svo þarf að byggja yfir i'ólkið, útvega því fatnað, koma verksmiðj- unum í gang . . . . “ Okkur mun báðum hafa fundizt við vera komnir of langt út í efni, sem við gæt- um aðeins talað um í aðal- atriðum. Eg spurði: Hvað er gert við þá. sem hafa ekki skilríki sín í lagi? „Þeir eru skyldaðir til að vinna þau verk, seni hið op- inlæra telur nauðsynlegast. A bverjum morgni eru t. d.. sendir héðan stórhópar af mönnum til Hamborgar, til að vinna þar. Þeir eru flutt- ir bingað á kveldin.“ — Hvað eru þeir látnir starfa í Hamborg? „Þeir eru látnir hreinsa til í rústunum þar, finna heila múrsteina og hreinsa utan af þeim ,svo að hægt sé að nota þá aftur. Þelta er svo sem ekki bin bezta notkun á vinnuaflinu, en livað ættu mennirnir að gera annað — framleiðslan er engin, nema hjá bændunum, og ekki er þeim allt of vel við allt að- komufólkið, sem komið hef- ir verið fyrir bjá þeim. Það er meira að segja sagt, að þeir haldi í við það um mat, svo að það fái litln meira að borða en við í borgunum. — Nú, það er hægt að nota þessa múrsteina til að bvggja ný bús eða gera við þau skemmdu, svo að það er ekki hægt að segja, að þetta sé alveg út í bláinn.“ Allt snýst um matinn. Hvernig taka menn þessarf nauðungarvinnu ? „Það er nú upp og ofan, eins og gengur. Menn reyna oft að stijúka, eii annars er allur fjöldinn svo sljór, að hann skörtir allt framtak. Það er einhver deyfð yfir öll- um hávaða manna, vonleysi og úrræðaleysi, vegna l>ess hve örðugleikarnir eru mikl- ir. Ef menn fengju meira að borða, þá mundi þetta breyt- ast fljótlega. En j)að verður víst Iangt þangað til maður getur etið sig mettan á hverjum degi.“ — Hvað voruð þér að tala um að bændurnir skæru við nögl matinn handa flótta- fólkinu, sem komið hefir ver- ið fvrir hjá þeim? Er það satt? „Það á við mikinn fjölda bænda. Þeim hefir verið fyr- irskipað að taka við fólkinu, en innan um er versti fanta- lýður, sem notar hvert tæki- færi til að stela frá bændum og selja á svarta markaðin- um. Það er svo sem liægt að skilja afstöðu beggja, en það skapar enga lausn á vanda- málinu, því að fólkið verður að fá húsaskjól í sveitunum. 1 borgunum komast ekki flciri fyrir en þar eru.“ Langaði í bita. Yið höfðum gengið í stór- an bring umhverfis „blokk- ina“, sem gistihúsið var í og vorum nú komnirað því aft- ur. Maðurinn tvísté dálítið á gangstéttinni, eins og hami ætlaði sér að segja eittlivað frekar, en ætti bágt með að koma orðum að þvi. Svo sagði hann: . 'y „Ekki vænti eg að þér get- ið útvegað mér nokkurn aukabita?" „Nei,“ sagði eg, „en cg skal gefa yður nokkrar sígarett- ur. Þér getið el" til vill gert yður mat úr þeim.“ Hann ljómaði allur, þegar eg tók 5 sígarettur úr pakka, sem eg hafði í vasanum. Það er liægt að selja amerískar Alþjóða hafrannsóknaráð- ið hélt fund með sér í Stokk- hólmi á þessu sumri og sam- þykkti þar meðal annars meðmæli með friðun Faxa- flóa í 10 ár og síðan að fló- inn yrði friðaður í 5 ár með það fyrir augum að dragnóta og botnvörpuveiðar leggist þar að fullu niður. Er þessi samþvkkt gerð að fengnum árangri rannsókna um þýðingu flóans fyrir ung- fisk. Árni Friðriksson fiskifræð- ingur boðaði tíðindamenn blaða og útvarps á sinn fund nýlega til að skýra þeim frá sögu friðunarmálsins og fór- ust bonum orð á þessa leið: Það var árið 1937 að fyrst konui fram tillogur um frið- un Faxaflóa. Var það á fundi hafrannsóknaráðsins, sem þá var lialdinn í London og var af íslandi hálfu setinn af Árna Friðrikssyni og Sveini Björnssvni, þáverandi sendi- lierra. Var á þessum fundi hafrannsóknaráðsins nefnd ski])uð til að safna öllum gögnum varðandi þetta mál og var Árni Friðriksson kos- inn ritari þeirrar nefndar. Hélt nefndin fund í Ivaup- mannhöfn, London, Berlín, Stokkliólmi og Reykjavik, en á styrjaldarárunum lá starf- semi hennar að mestu niðri nema hvað hægt var að gera hér á landi. Árangurinn sem náðist af rannsóknum nefnd- arinnar var sá, að Faxaflói má teljast mjög þýðingar- mikið svæði fyrir ungfisk en ekki sem hrygningarsvæði. Rannsóknirnar leiddu meðal annars í ljós, að af hverjum 1000 lúðum sem veiddar voru í Faxaflóa, var aðeins 71 árs- gömul og meðal þungi þeirra um 20 gr., 913 voru tveggja ára gamlar og meðal þungi þeirra um 130 gr. Sést þvi af framansögðu að ekki nema 16 lúður af þúsundi liöfðu náð meira en tveggja ára aldri. Á fundi hafrannsóknaráðs- ins í fyrrahaust, sem haldinn var i Kaupmannahöfn var þriggja manna nefnd kosin til að vinna úr rannsóknargögn- unum og skila áliti og lit- lögum til ráðsins. 1 þeirri sígaréttur fvrir allt að fimm mörk í Þýzkaíandi, svó að eg þykist liafa gert sæmilega við hann. * Eg gekk aftur inn í gisti- húsið, en fyrir framan það stjáklaði drenghnokkinn, sem liafði hirt sígarettustúf- inn út úr mér. Hann er enn á stubbaveíðiun. nefnd áttu sæti auk Árna Friðrikssonar, dr. Táning, sem verið befir fonnaður Faxaflóanefndar frá byrjun hennar og Mr. Graham. Þessi nefnd skilaði verkefni sínu til Faxaflóanefndar og Faxa- flóanefnd svo til Hafrann- sóknaráðsins. Féllst ráðið á að mæla með tillögunum eins og þær voru og eru þær i stuttu máli á þessa leið: A. 1. Að alþjóðleg tilraun verði gerð með friðun ís- lenzk liafsvæðis og að til þess verði Faxaflói valinn innan linu frá Garðskaga og Malar- rifs. 2. A þessu svæði verði öll botnvörpii- og dragnótaveiði bönnuð. Og viðkomandi fiskimönnum, sem verða fvrir tjóni af þessum ráð- stöfunum, verði greiddar skaðabætur. 3. Að friðun þessi standi i 10 ár og að þeim tima liðnum verði flóinn lokaður i 5 ár til að hægl verði að ganga end- anlega frá fullkominni . og ævarandi fri'ðun flóans. Að rannsóknum um þýð- ingu flóans verði lialdið á- fram svo að sem öruggastur grundvöllur fáist fyrir frið- un hans. B. Mælt er með því að skýrslur Faxaflóanefndar verði birtar á prenti. Næsti áfanginn i þessu máli verður svo farinn af skrifstofu haf rannsóknaráðsins með málaleitan hennar til viðkom- andi ríkisstjórna. Verður sú málaleitan á þá leið, að ríkis- stjórn Islands verður ráðlagt að kalla saman alþjóðlega fulltrúaráðstefnu allra landa, sem hagsmuna eiga að gæla gagnvart þessu máli. En baf- rannsóknaráðið er vísinda- stofnun, sem hefir ekki ann- að en tillögurétt í þessu máli. Að síðustu minntist Arni Friðriksson samstarfsinanna sinna i nefndunum með þakklæti, sérstaklega þeirra dr. Táning og Mr. Graham. Einnig drap hann á þann skilning sem friðunarmálið hafði mætt hjá þeim ráð- herrum, sem farið hafa liér með atvinnumál þau 9 ár sem það hefir verið á döfinni. H. P. Faxaflói verði friðaður í II ár og lok- aður næstu 5 ár á eftir. Áiit Faxailóaneindar. Frásögn mag. Árna Friðrikssonar.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.