Vísir - 31.08.1946, Side 2

Vísir - 31.08.1946, Side 2
V I S I R Laugardaginn 31. ágúst 1946 Prof. Guðbrandur Jón§son: SPrgmiém &gp néu ára umhuffsunariresiur. Danskur maður, herra Ebbe Walther verkfræðing- ur, er sjálfur segist hafa not- ið hér á landi gestrisni og velvilja í árs tíma, hefir geðjazt heldur illa að smá- grein, sem eg átti í Vísi um (iaginn um handrita- og forn- gripamálið. Það hryggir mig auðvitað mjög, en eg vildi ]jó geta þess, að eg skrifaði ekki þær línur til þess að geðjast Dönum, heldur til að halda fram rétli landa minna, fæddra og ófæddra, og sjálfs mín í þessu máli, en auð- vitað má hann hafa sína skoðun á því og setja hana fram. Honum geðjast betur að skrifum þeirra, sem lalað iiafa um málið með meiri voðfeldni en eg, sem segi um- búðalaust frá málavöxtum eins og þeir eru, en eg verð þó að hi-yggja hann með því, að mennirnir með geðugu skrifin líta alveg eins á mál- ið og eg, þó að þeir sykri ummæli sín meira en eg geri, og eg get líka fullvissað hann um, að skoðun mín á málinu er skoðun alls ])orra lands- manna. Herra Walther telur að eg ætli að æsa íslendinga til Danahaturs, ef Danir mundu íbuga afhendingu iiandi’itanna lengur en mér þóknast. Hann veit bersýni- lega ekki hvað langan um- inigsunartíma Danir hafa haft í þessu máli, en það eru hvorki meira né minna en 39 ár, því fslendingar kröfð- ust fyrst skila 1907. Með langrækni mætti þó segja að þeir hefðu haft umhugs- unartíma í meira en 100 ár, því að Steingrímur biskup varð fyrstur til að krefjast skila á íslenzkum skjölum. Síðan 1907 hafa Islcndingar alltaf jafnt og þétt gert þess- ar kröfur og íslenzkar og danskar nefndir hafa þrá- faldlega fjallað um málið Ixæði sér og saman, en Danir jafnan vei’ið þverúðugir og engan vilja liaft til þess að gera rétt. Það sem g'ert var voru þeir neyddir til að gera. Málið er ckki óviðbúið að skella á Dönum núna, þeir ixafa lxaft það til yfirvegun- ar í 39 ár, sem sýnisl vera nóg til að átta sig á því, en Ebbe Walther „býst ekki við að Danirnir liafi lokið yfir- vegunum sínum viðvíkjandi þvi hvort (við Danir) eig- um að afhenda handritin." Hvað þurfa Danir langan tíma til þess, og er ekki von, að okkur Islenginum þyki nóg komið, þegar 39 ár eru liðin. Skyldi ekki vera svo, að þeir kæmust aldrei að neinni niðurstöðu um það, hvað lengi sem þeir liugsuðu málið. Það vékur að minnsta kosti óhugnanlegan grun um að Danir ætli til hins síð- asta að beita okkur Islend- inga ranglæti og yfii’gangi, — að renna áfram eftir sömu teinum og foi’feður þeirra. Eg og menn á mínum aldri erum aldir upp við yfirgang Stói’-Dana og hroka hér á landi og munum það, ef á þarf að halda, að við höfum ekki fengið neitt af rétti vor- um með góðu af Dönum. Það var heldur ekki af því, að Danir hefðu hergt á skiln- ingstrénu góðs og ills-, að þeir gengust undir sam- bandsiögin 1918, heldur var það í eiginhagsmunaskyni gert, vegna þess að réttmæt- ar kröfur þeirra til Norðui’- Slésvíkur hefðu ekki náð fram að ganga, ef þeir hefou ekki komið því skipulagi á lslandsmálin, senx við mætt- um við una. Eftir það sljákk- aði í Dönum og bæði eg og aðrir vorum farnir að trúa á hugarfai’sbi’eytingu hjá þeim og hugðum gott til. Eg hef alltaf tekið svari Dana og þær greinai’, sem eg hef skrifað utanlands og innan til varnar þeim eru óteljandi, og síðast aflaði eg mér tölu- verðrar óvildar landa minna með því að vei’a mótfallinn lokaskilnaðinum, ]iegar hann var gerður, en tók mér það létt, því eg þóttist gera það eitt, sem rétt væri — eg trúði nefnilega þá á hugar- farsbreytingu Dana og sér- staklega trúði eg því, að ó- réttur sá og yfirgangur, sem Þjóðverjar beittu þá í ófriðn- um hefði kennt þeim að þræða brautir réttlætisins. Tíminn eftir ófriðinn, sjndi þó tafarlaust að Stór-Daninn var uppi í Dönum enn gagn- vart okkur, — Það er það, sem herra Walther kallar „óvild, sem Islendingar mæta af hálfu ýmissa Dana.“ Við sýndum þó Dönum samúð og velvild í orði og verki, en þeir sýndu okkur í stað- in úlfúð og illgirni, byrjandi á manndrápum. Eftir þetta hefi eg enn tekið málstað Dana, ef rriél’ þóttu þeir ranglæti beittir. Það er ekki lengra síðan en nokkrir mán- uðir, að mér þótti gengið á rétt nokkurra Dana hér og að eg reyndi að verja ]>á með nokkrum orðurn í Vísi. Þetta mun eg framvegis gcra, nær sem mér þykir tilefni til, hvernig sem Danir kunna að hegða sér við okkur. Um handrita-forngripamálið hefi eg síðan 1924 ritað nær ó- teljandi greinar í innlend og erlend blöð — með annars fjölda af greinum í Vísi — og átt fjölmörg viðtöl við danska blaðamenn um það, og alltaf hefir krafa mín ver- ið sú sama og hún er enn í dag, sú sama og krafa allra Islendinga hefir verið og er enn. Eg mun Iialda þeirri kröfu fram, meðan eg skrimti og lengur, ef kost- ur er, unz henni verður framgengt. Hið siðferðilega og lagalega réttmæti kröfu vorrar er margsannað, bæði af mér og ótal öðrum Islend- ingum. Fyndist herra Walther það elcki „smekklaust“, eins og hann orðar það, ef Danir kæmu nú hér til þess annars vegar að neita að afhenda okkur það, sem er óvéfengj- anleg eign okkar, og færu þó jafnframt fram á það, að við færum að semja við þá um fiskveiðahlunnindi til handa Færeyingum, mál sem er spánýtt af nálinni, en ætluðu svo að springa, ef nefnt væri að bíða, ekki 39 ár, lieldur í hálfan mánuð, til þess að sjá hver væri rétt- ur aðili málsins. Veit lierra Walther ekki, að þetta er einhliða hagsmunamál Dana, eða Færeyinga, sem Islend- ingar eru mjög vinveittir, og að afhending sliks réttar væri okkur í óhag og mundi geta dregið þann dilk á eftir sér, að þjóðir sem hafa hér samningsbundin beztu kjör gætu siglt í kjörfar slíks samnings með sömu kröfur. Hann veit ekki að afliending réttinda til landhelginnar jafnast alveg á við afhend- ingu réttinda til lands. Finnst lierra Walther það ekki eðli- legt, að við viljum engin handsöl eiga við þjóð, sem vill beita okkur ranglæti og yfirgangi? Það finnst mér ekki. En eg mundi kalla það purkunarlaust , — aðrir mundu sennilega kalla það ósvífið, — ef danska sendi- nefndin kæmi hingað og segði, að hún hefði ekkert umboð til þess, eftir 39 ár, að scmja um handrita- og forngripamálið, sem er eina áhugamál okkur, en ætlaðist hins vegar til að við færum að semja við hana um rétt- indi hér til handa Dönum og þegnum þeirra, réttindi, sem okkur stafaði stór liætta af. Ef svo skyldi vera, á eg engin orð yfir þetta, og þá er ekki annað að segja við „Farið þið heim, piltar, og komið ekki aftur fyrr en þið liafið umboð upp á vasann.“ flerra Walther talar um sameiginlegan ríkisborgara- rétt. Hann hefir aldrei verið til. En samkvæmt 6. gr. sam- bandslaganna áttu „Danskir ríkisborgarar að njóta að öllu leyti sama réttar á Is- landi og íslenzkir ríkisborg- arar, fæddir þar, og gagn- kvæmt.“ Þetta ákvæði óttuð- ust flestir 1918 og hefði þessi grein hæglega getað orðið sambandslögunum að falli liér á landi. Við óttumst enn í dag alla þá leppmennsku, sem þróazt gæti i skjóli slíks ákvæðis, og því mun allur þorri Islendinga óska, að það verði ekki tekið upp aftur. Að minnsta kosti er okkur farið að þykja nóg um þann fjölda Dana, sem nú veltist inn yfir Island. Eg vona, alveg eins og herra Walther, að þetta fari allt vel, og að Danir sýni hugarfarsbreytingu sína með því að skila okkur því, sem við eigum. Þá mun aldrei verða óvild hér í garð Dana, að óbreyttri aðstöðu, og Is- lendingar munu alltaf vera reiðubúnir til að gera Dön- um það til vildar, sem þeir meiga sjálfum sér að baga- lausu. Herra Walther kveðst ætla að mæla með því, að Islend- ingar njóti gestrisni og vel- vilja í Danmörku. Hann segir vitanlega vel um það, en nyt- semi þess loforðs fer að sjálf- sögðu nokkuð eftir því, hver áhrifamaður hann er heima- fyrir. Allir Islendingar treysta fyllilega samningamönnum sínum til að standa óbifan- legir á rétti Islands í hand- rita- og forngripamálinu og vísa öllum öðrum samning- um á hug, ef Danir skyldu bregðast skyldum sínum. Það hefur nú verið skrifað um handrita- og forngripamálið úr öllum áttum til þess eins að sýna, að samninganefnd- in, íslenzka, liefur alla þjóð- ina á bak við sig, þegar hún stendur fast á 'rétti vorum. Það er gömul reynsla Islend- inga af Stór-Dönum, að við þá hefur aldrei þýtt að tala, nema skvlli í tönnum. Þess. vegna hefi eg talað alveg af- dráttarlaust um málið, svo að enginn efi væri. Nú er bezt að bíða kyrrir um stund og sjá hverju fram vindur. En fegnastur yrði eg allra manna, ef allt skyldi falla í ljúfa löð. Guðbr. Jónsson. Sfarfskona §endi§veíiar U.S. í Varsjá liandtekiie. Pólska lögreglan hefir látið taka konu nokkra fasta, sem starfað hefir í sendiráði Bandaríkjanna í Varsjá. Bandaríkin liafa mótmælt handtökunni vegna þess að konan er bandarískur ríkis- borgari. Ennfremur mót- rnælir Bandaríkjastjórn þvi, að fulltrúar úr sendi- ráðinu liafa ekki fengið að tala við liana eftir handtök- una. Aðferðir lögreglunnar í Póllandi eru orðnar mjög áþekkar þeim, er notaðar eru í Sovétríkjunum. Ekki hefir ennþá verið skýrt frá því hverjar sakir eru bornar á konuna. Unga fiólkiS ætti að gerast styrktarfé- lagar barnaspítalasjóðs Hringsins. Skráning í , kaffitjaldinu allan sunnu- daginn og mánudagskvöld. Skrifitofa liæðslnÍHlltma Eeykjavíkm ei ílutt í Hainaistiæti 20 (Hótel Hekln). Inngangm íiá Haínai- stiæti eingöngu. — Sínti 5378. HoFgarstjÓFÍim. StúSka — Innheimta Rösk . og áreiSanleg stúlka óskast til að inn- heimta mánaðarreikninga frá 1. sept., eða síðar. Þarf að vera vel kunnug í bænum. Uppl. á skrifstofu blaðsins.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.